Morgunblaðið - 10.11.2010, Síða 3
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íþróttaáhugamenn á Íslandi hafa
líklega tekið eftir því að snjallasti
körfuknattleiksmaður landsins, Jón
Arnór Stefánsson, hafði frekar hægt
um sig í fyrstu leikjum Granada í
spænsku úrvalsdeildinni í haust. Jón
var kominn í stórt hlutverk hjá lið-
inu á síðustu leiktíð en þá var Gra-
nada ekki langt frá því að komast í
úrslitakeppnina í spænsku deildinni
sem er iðulega talin sú sterkasta í
Evrópu.
Æfði einu sinni fyrir stórleik
Í haust varð Jón fyrir því óláni að
veikjast hastarlega þegar deilda-
keppnin var nýhafin. „Ég fékk ein-
hvern magavírus og var með mikinn
hita og allt sem því fylgir. Eftir að
hafa verið frekar veikburða í viku,
þá fór ég loksins á spítala og fékk
fúkalyf og vökva í æð. Ég hafði
enga matarlyst og missti mörg kíló.
Ég spilaði veikur gegn Valencia og
var í kjölfarið veikur í viku. Ég tók
eina æfingu fyrir næsta leik á eftir
sem var gegn Barcelona og spilaði
samt sem áður heilmikið í þeim leik.
Þetta var ekkert dramatískt, og ég
var ekki dauðvona, en það er ekki
gott að missa svona mörg kíló þegar
maður er atvinnumaður í íþróttum.
Það er ekkert grín,“ sagði Jón Arn-
ór í samtali við Morgunblaðið.
Veikindin eru nú að baki og Jón
er byrjaður að láta til sín taka á
vellinum á ný. Granada veitir ekki
af því þar sem liðið mætti erfiðum
andstæðingum í upphafi deild-
arinnar og stendur illa að vígi í 14.-
17. sæti af 18 liðum. „Ég vil ekki
kenna einhverjum veikindum um
slæmt gengi. Það var auðvitað
hundleiðinlegt að standa í þessu í
upphafi tímabilsins en ég er orðinn
góður,“ benti Jón á og var afar
ósáttur við tapið gegn Menkorka
57:60 um síðustu helgi.
„Við áttum að vinna þennan leik
en klúðruðum síðustu tveimur sókn-
um okkar í leiknum. Það má segja
að við séum miðlungslið þegar kem-
ur að því að klára leiki með sigri,
gegn andstæðingum sem við eigum
að vinna. Við eigum erfitt með það
en á móti kemur að við náum upp
stemningu á móti stóru liðunum
sem er skiljanlegt.“
Hefur spilað vel að undanförnu
Jón segist vera í svipuðu hlut-
verki hjá liðinu og á síðustu leiktíð
en hann hefur spilað æ betur að
undanförnu og skoraði 11 af 58 stig-
um Granada í síðasta leik. „Mitt
hlutverk er mjög svipað. Ég hef
loksins verið að finna mig í síðustu
þremur leikjum og okkur líður vel
hérna. Ég hef ofsalega gaman af
þessu en það var smá leiði í mér á
undirbúningstímabilinu. Þá vorum
við líka slakir og okkur vantaði
marga leikmenn. Ég geri mér grein
fyrir því að við erum með mjög
hæfileikaríkt lið. Þó við séum reynd-
ar reynslulitlir þá erum við með lið
sem getur keppt við hvern sem er.
Ég er sannfærður um að okkar leik-
ur mun batna þegar líður á vet-
urinn,“ sagði Jón ennfremur við
Morgunblaðið.
Ljósmynd/Ville Vuorinen
Bestur Jón Arnór Stefánsson hefur náð lengst íslenskra körfuboltamanna og
leikur með Granada á Spáni í sterkustu deild í Evrópu.
Ekkert grín
að missa
mörg kíló
Jón Arnór er kominn á fulla ferð
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2010
Helgi Magn-ússon
skoraði tíu stig
fyrir Uppsala
þegar liðið tap-
aði á útivelli fyr-
ir Södertälje,
91:83 í sænsku
úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í
gærkvöldi. Helgi
lék í tæpar 29 mínútur. Afleit byrjun
leikmanna Uppsala í leiknum reynist
liðinu erfið en það tapaði fyrsta leik-
hluta, 25:4.
Logi Gunnarsson var heldur ekki ísigurliði í gærkvöldi í sænsku
úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lið
hans Solna, tapaði fyrir Borås, 81:69,
á útivelli. Logi gerði 8 stig. Solna er í
sjötta sæti með 6 stig eftir sjö leiki.
Kristján Andrésson, þjálfari Guif,stýrði sínum mönnum til sigurs
á H43, 29:20, á á útivelli í sænsku úr-
valsdeildinni í handknattleik í gær-
kvöldi. Með sigrinum tyllti Guif sér í
efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Hauk-
ur, bróðir Kristjáns, skoraði tvö af
mörkum Guif sem hefur 18 stig að
loknum 11 leikjum. Såvehof hefur
einu stigi færra.
Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörkfyrir GWD Minden þegar liðið
vann Dessau, 35:24, í norðurriðli
þýsku 2. deildarinnar í handknattleik
í gærkvöldi. Minden-liðið er efst í
riðlinum með 18 stig að loknum 10
leikjum.
Birgir LeifurHafþórs-
son réð vel við
erfiðar aðstæður
þegar Opna
Condado mótið
hófst í gær á
HI5 sem er lítil
mótaröð at-
vinnukylfinga á
Spáni. Mikið
hvassviðri gerði kylfingum erfitt fyrir
og ekki síður mótshöldurum sem
urðu að fresta leik þar til á morgun
vegna þess að golfboltarnir héldust
ekki á flötunum. Birgir Leifur var á
höggi undir pari eftir átta holur.
Hann er því á meðal efstu manna en
eftir því sem næst verður komist var
enginn á lægra skori en tveimur und-
ir pari. Tveir aðrir íslenskir kylfingar
eru á meðal keppenda. Arnar Snær
Hákonarson er á fjórum höggum yfir
pari eftir níu holur og félagi hans úr
GR Þórður Snær Gissurarson er á
fimm höggum yfir pari. Keppni held-
ur væntanlega áfram með morgni ef
veður leyfir.
KristjánFinn-
bogason hefur
verið ráðinn að-
stoðarþjálfari
meistaraflokks
Gróttu í knatt-
spyrnu karla.
Hann verður
hægri hönd Sig-
urðar Helgason
sem tók við þjálfun liðsins í 1. deild
þegar talsvert var liðið keppn-
istímabilið í sumar. Kristján mun
jafnframt leika í marki Gróttu áfram
eins og hann hefur gert síðustu tvö
ár. Gróttumönnum tókst með naum-
indum að halda sér í 1. deildinni í
haust eftir að hafa verið í fallsæti
lengst af leiktíðar.
Úrvalsdeildarlið ÍR í körfuknatt-leik hefur skipt um útlending.
Breiðhyltingar hafa losað sig við Kar-
olis Marcinkevicius og hafa fengið
Matic Rubic sem þeir ætla að skoða
næstu dagana. Marcinkevicius skor-
aði 8,2 stig að meðaltali í leik með ÍR-
ingum. Rubic er leikstjórnandi sem
lék í 2. deildinni í Austurríki á síðustu
leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu.
Fólk sport@mbl.is
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Heiðar Helguson framherji enska 1. deildarliðs-
ins QPR glímir við hálsmeiðsli en hann hefur
ekkert leikið með Lundúnaliðinu síðan hann
þurfti að fara af velli um miðjan seinni hálfleik í
leik gegn Bristol City þann 22. október. Heiðar
lenti illa á öxlinni og fékk svo í kjölfarið högg
aftan á hálsinn. Hann er enn ekki orðinn leikfær
og þurfti að gefa Ólafi Jóhannessyni landsliðs-
þjálfara afsvar þegar hann boðaði hann í lands-
leikinn gegn Ísrael sem fram fer í Tel Aviv í
næstu viku.
„Ég er enn aumur í hálsinum og ég hreinlega
veit ekki hvenær ég get byrjað að spila aftur. Ég
fór í sprautu í síðustu viku og ég er svona að
vonast til að geta byrjað að æfa í næstu viku. Ég
verð samt bara að gefa þessu tíma,“ sagði Heið-
ar við Morgunblaðið í gær.
Heiðar hefur átt góðu gengi að fagna með
Lundúnaliðinu á leiktíðinni og hefur skorað 5
mörk í 13 leikjum liðsins en QPR trónir í topp-
sæti deildarinnar.
„Þetta er búið að ganga bara ansi vel hjá okk-
ur en það er mikið eftir og þessi deild er ansi
snúin,“ sagði Heiðar. Spurður hvort QPR sé með
nógu gott lið til að komast upp í úrvalsdeildina
sagði Heiðar; „Alveg eins og einhver önnur lið.
Við erum búnir að spila við 15 lið í deildinni og
ég hef ekki séð neitt af þeim liðum betra heldur
en okkar.“
Heiðar er 33 ára gamall og hefur verið í at-
vinnumennsku frá því hann gekk til liðs við
Lilleström í Noregi árið 1998. Samningur hans
við QPR rennur út eftir tímabilið. Spurður hvort
hann sé byrjaður að ræða við forráðamenn QPR
um nýjan samning sagði Heiðar:
Þá kemur maður bara heim í stórveldið
„Það er svona aðeins búið að minnast á þessi
mál en það er ekkert komið á hreint. Ef við för-
um upp og í boði verður nýr samningur þá mun
ég taka því boði. Ef ekki reyni ég að finna eitt-
hvað annað en ef það gengur ekki þá kemur
maður heim í stórveldið í Laugardalnum. Ég
vonast til að geta tekið eitt ár til viðbótar í at-
vinnumennskunni,“ sagði Heiðar.
Heiðar: Vonandi eitt ár í viðbót
Tottenham til að skora í fyrstu 5
heimaleikjum sínum, og bætti
um betur með leiknum í gær, en
auk þess að skora í úrvalsdeild-
inni hefur hann nefnilega skorað
3 mörk í 2 heimaleikjum í Meist-
aradeildinni. Þær 8 milljónir
punda, um 1,4 milljarðar króna,
sem Tottenham greiddi Real Ma-
drid fyrir kappann virðast ansi
lág upphæð í þessu sambandi.
Í hinum leiknum í gærkvöldi
vann Stoke góðan 3:2 sigur á Birmingham. Eiður
Smári Guðjohnsen var á ný í leikmannahópi Stoke
en kom ekkert við sögu. sindris@mbl.is
rt skoraði í sjötta
ð Tottenham í röð
Rafael van
der Vaart
Ole Gunnar Solskjær var í gær ráðinn þjálfari
norska knattspyrnuliðsins Molde en 14 ár eru liðin
frá því hann yfirgaf félagið þegar Molde seldi hann
til Manchester United fyrir litlar 1,5 milljónir
punda. Solskjær verður ekki á neinum sultarlaunum
hjá Molde, hann kemur til með að fá 2,4 milljónir
norskra króna í árslaun en það jafngildir nálægt 50
milljónum króna.
Solskjær hefur frá árinu 2008 stýrt varaliðinu
Manchester United en eftir að þessi mikli marka-
skorari neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna
þrálátra meiðsla fyrir þremur árum fékk Sir Alex
Ferguson hann inn í þjálfarateymi félagsins og hef-
ur farið gott orð af Norðmanninum á þeim vett-
vangi.
„Ole hefur átt góðan tíma með
varalið okkar sem hefur gefið
honum góðan grunn til að byrja
þjálfun á öðrum vettvangi. Hann
hefur reynst Manchester United
frábær og ég er sannfærður um
að honum á eftir að vegna vel,“
sagði Sir Alex Ferguson en Sol-
skjær skoraði 126 mörk í 366
leikjum með félaginu.
Solskjær tekur við liði Molde
af Þjóðverjunum Uwe Rösler,
fyrrum leikmanni Manchester City, en undir hans
stjórn hafnaði liðið í 11. sæti á nýafstöðnu tímabili.
gummih@mbl.is
Solskjær fær 50 milljónir í árslaun hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Molde
Ole Gunnar
Solskjær