Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir mikla velgengni á þessari öld eru Hauka- konur orðnar vanar því að vera í toppbaráttu og berjast um titla. Ekki verður breyting á því í ár ef marka má spá forráðamanna liðanna í haust en Haukum var spáð 3. sæti í deildinni. Liðið byrjaði leiktíðina þó ekkert sérstaklega vel en ein ástæða þess var sjálfsagt sú að liðið lék þá án erlends leikmanns um tíma en Alysha Har- vin var látin fara í byrjun október. Auk þess missti fyrirliðinn Telma Björk Fjalarsdóttir úr nokkra leiki. Þegar þetta er skrifað er staðan viðunandi hjá Haukum, fjórir sigrar í húsi og þrjú töp en liðið á væntanlega eftir að sækja í sig veðrið. Á síðustu leiktíð lék liðið í B-deildinni á síðari hluta tímabilsins og féll út á móti KR í úrslitakeppninni sem síðar fór alla leið og vann titilinn. Flest bendir til þess að Haukar verði aftur í þeirri stöðu að berjast um eitt sætanna fjögurra í A-deildinni. Hamar og Keflavík hafa skorið sig nokkuð úr en Haukar eru með jafn mörg stig og KR og spútniklið Njarðvíkur. Í tapleikjunum þremur hjá Haukum töpuðu Hafnfirðingar með miklum mun fyrir Keflavík og Hamri og með fimmtán stiga mun gegn Njarðvík. Þessi úrslit benda til þess að liðið eigi nokkuð í land með að ná bestu liðunum að styrkleika. Henning hefur hins vegar ágætan tíma ennþá til þess að finna réttu formúluna en körfuboltaspekingar eru á einu máli um að Haukar séu með meiri breidd í leikmannahópn- um en oft áður. Sérstaklega býr félagið vel þeg- ar kemur að hávöxnum leikmönnum en í leik- mannahópi Hauka eru sex leikmenn sem ná 1,80 m á hæð. Haukar verða því sterkir undir körfunni þar sem Ragna Margrét Brynj- arsdóttir hefur bætt sig með hverju árinu sem líður og hefur Telmu, Maríu Lind og Helgu Jónasdóttur með sér. Ef eitthvað vantar hjá Haukum er það afgerandi sóknarmaður sem tekur af skarið þegar á þarf að halda. Spurn- ingin er því hvort Kathleen Snodgrass sé sá leikmaður? Morgunblaðið/hag Þjálfarinn Henning Henningsson er þraut- reyndur þjálfari. Hauka vantar afgerandi sóknarmann Bandarískileikmað- urinn Heather Ezell hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur og mikla hæfi- leika og ætlar að hasla sér völl í þjálfun í heimalandinu. Eins og fram kemur í viðtalinu hér til hliðar sýndi Ezell snilldartakta og verður skarð hennar í Haukaliðinu vandfyllt. Kiki Lund er einnig horfin á braut en hún kom á miðju tímabili í fyrra. Þá er Helena Hólm farin til Danmerkur en faðir hennar, Hrannar Hólm, var kjörinn þjálfari ársins í kvennabolt- anum þar í landi á síðustu leiktíð. Auk þeirra þriggja fór Rannveig Ólafsdóttir til Bandaríkjanna og Árnína Lena Rúnarsdóttir til Njarðvíkur.    Haukar hafa fengið nokkra leik-menn til liðs við sig. Þar ber helst að nefna Írisi Sverrisdóttur sem kom frá Grindavík. Hún hefur byrjað leiktíðina vel hjá Haukum og er stigahæst með tæplega 15 stig að meðaltali í deildinni. Fjórir leik- menn til viðbótar gengu í raðir Hauka í sumar. Helga Jónasdóttir kom frá Njarðvík, Unnur Lára Ás- geirsdóttir og Gunnhildur Gunn- arsdóttir frá Snæfelli og Þórunn Bjarnadóttir frá Val.    Eftir að leik-tíðin hófst bættist hin bandaríska Kat- hleen Patricia Snodgrass við leikmannahópinn. Snodgrass verður í hlutverki leik- stjórnanda hjá Haukum en hún hef- ur leikið undanfarin ár í Þýskalandi. Hún lék með Sothern Nazarena University í Oklahoma í bandaríska háskólakörfuboltanum á sínum tíma og var þar með um 10 stig að með- altali í leik. Til stóð að Snodgrass léki með Oberhausen í Þýskalandi í vetur en vegna sparnaðaraðgerða hjá þýska félaginu var Snodgrass skyndilega laus allra mála.    Henning Henningsson er á öðruári sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum og stýrði liðinu til sigurs í bikarkeppninni á síðasta tímabili. Auk þess að hafa þjálfað landsliðið hefur Henning þjálfað tvö önnur lið í efstu deild kvenna. Henn- ing gerði KR að tvöföldum meist- urum árið 2001 og haustið 2004 tók hann við liði Grindavíkur eftir aðeins þrjár umferðir í deildinni. Henning hefur einnig unnið fjölmarga titla sem þjálfari yngri flokka hjá Hauk- um. KÖRFUBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is „Mér finnst við vera með sterkari hóp af íslenskum leik- mönnum en við misstum hins vegar besta Kana sem ég hef séð spila hérlendis. Hún skilur náttúrlega eftir sig risaskarð og það er eðlilegt að það taki tíma að finna aðra möguleika varðandi hennar stöðu. Það hefur gengið frekar erfiðlega að þjappa okkur saman og ná takti en ég hef fulla trú á því að það eigi eftir að koma,“ sagði Telma Björk Fjalars- dóttir, fyrirliði bikarmeistara Hauka, þegar Morgunblaðið ræddi við hana um veturinn í körfuboltanum. Ezell var fáránlega góð Telma á þar að sjálfsögðu við Heather Ezell sem stjórn- aði leik Hauka í fyrra og var langbesti leikmaður deild- arinnar. Telma segir Hauka hafa reynt að fá Ezell aftur til liðsins í sumar. „Við von- uðumst eftir því að fá hana til að vera áfram, því undanfarin ár höfum við oft þurft að skipta um leikstjórnanda og sú staða er afar mikilvæg. Hún stjórn- aði eins og hershöfðingi í fyrra og við erum hálfvængbrotnar án hennar. Ezell var fáránlega góð og mikill karakter. Við reyndum eins og við gátum að halda henni en hún er hætt að spila og það er mesta syndin í þessu. Hún er byrjuð að þjálfa sem aðstoðarþjálfari í Banda- ríkjunum og hana langar að hasla sér völl á því sviði,“ út- skýrði Telma en bætti við að henni lítist ágætlega á Kat- hleen Snodgrass sem nýlega kom til liðsins frá Þýskalandi. „Það er ekki komin mikil reynsla á hana og mér finnst ekki rétt að dæma hana strax. Hún er fínn liðsfélagi og ætti að geta komið sterk inn í þetta þegar líður á veturinn. Hún virðist geta stjórnað leiknum vel og er góður alhliða leik- maður. Þetta þýðir að við erum aftur að byrja upp á nýtt til að freista þess að ná takti. Við lít- um á þetta sem langtímaverk- efni.“ Styrkur liðsins undir körfunni Telma er ein af nokkrum há- vöxnum leikmönnum í liði Hauka og almennt telja körfu- boltaspekingar að styrkur Hauka liggi undir körfunni og inni í teignum. „Við erum naggar þarna undir og reynum að berjast og standa okkur vel. Það skiptir hins vegar máli að vera með sterka leikmenn í öll- um stöðum því maður vinnur ekki leiki með því að spila ein- göngu inni í teig. Það þarf að vera jafnvægi til staðar. Við erum vel staddar hvað varðar hávaxna leikmenn og það er óalgengt á Íslandi. Hérlendis hafa lið oft á tíðum verið í vandræðum með þessar stöð- ur. Við ættum því að geta nýtt okkur það til góðs,“ útskýrði Telma. Metnaður í uppbyggingarstarfi Kvennalið Hauka hefur átt mikilli velgengni að fagna frá aldamótum og unnið marga titla. Liðið hefur hins vegar misst marga af sínum lykil- mönnum á undanförnum árum. Hafa Haukar burði til að vera áfram í baráttu um titla? „Það er metnaður í uppbyggingar- starfinu og reynt að búa til góðan grunn með því að hlúa að ungum leikmönnum. Að mínu mati á markmiðið ávallt að vera að liðið sé í toppbarátt- unni. Það er búið að búa til sig- urhefð hjá Haukum og eðlilegt að fólk geri ráð fyrir því að við ætlum að berjast um titla. Það var talsvert sjokk þegar tíma- bilið hófst í fyrra en okkur tókst samt sem áður að vinna bikarinn. Segja má að þá höf- um við sýnt að við værum bún- ar að ná okkur eftir að hafa misst sterka leikmenn. Nú höf- um fengið nýja leikmenn til liðs við okkur og það þarf að ná því besta út úr öllum, sem er náttúrlega viss kúnst.“ Fæ ekkert gefins hjá Henning Telma starfar sem flug- freyja í millilandaflugi og er auk þess í markaðsfræði í fjar- námi. Morgunblaðinu lék for- vitni á að vita hvernig hún læt- ur dagskrána ganga upp hjá sér. „Þetta er hörkupúl og ég fæ ekki neitt gefins hjá Henn- ing. Ég þarf að leggja mig enn meira fram þegar ég hef verið fjarverandi. Ég þarf oft að velja og hafna og það er ekkert leyndarmál að það getur verið hálfgert púsluspil hjá mér að láta þetta ganga upp. Einhvern veginn gengur þetta samt upp og það er misjafnt hvort ég þarf mikið frí frá körfunni eða ekki. Ég reyni þá yfirleitt að leysa þetta í samráði við Henn- ing og okkur hefur iðulega tek- ist að komast að niðurstöðu. Maður verður víst að lifa og ég lifi ekki á körfuboltanum. Vinnan er skemmtileg og vel launuð og slík störf eru ekki á hverju strái í þessu árferði.“ „Þetta er hörkupúl“  Flugfreyja í fjarnámi í stóru hlutverki hjá bikarmeisturum Hauka  Sterkari hópur íslenskra leikmanna en besti Kaninn skilur eftir sig risaskarð Morgunblaðið/Golli Í háloftunum Telma Björk Fjalarsdóttir fyrirliði Hauka hefur nóg fyrir stafni. Auður Íris Ólafsdóttir 18 ára Bakvörður (1,73 m) Bryndís Hanna Hreinsdóttir 20 ára Bakvörður (1,59 m) Dagbjört Samúelsdóttir 17 ára Framherji (1,77 m) Guðrún Ósk Ámundadóttir 23 ára Bakvörður (1,75 m) Lovísa Björt Henningsdóttir 15 ára Miðherji (1,85 m) Heiðrún Ösp Hauksdóttir 27 ára Bakvörður (1,67 m) Inga Sif Sigfúsdóttir 18 ára Framherji (1,74 m) Ína Salóme Sturludóttir 18 ára Framherji (1,74 m) Kristín Fjóla Reynisdóttir 20 ára Bakvörður (1,75 m) Margrét Rósa Hálfdánardóttir 16 ára Bakvörður (1,73 m) María Lind Sigurðardóttir 21 árs Framherji (1,80 m) Ragna Margrét Brynjarsdóttir 20 ára Miðherji (1,87 m) Helga Jónasdóttir 18 ára Miðherji (1,85 m) Sara Pálmadóttir 25 ára Miðherji (1,80 m) Telma Björk Fjalarsdóttir 26 ára Miðherji (1,81 m) Unnur Lára Ásgeirsdóttir 20 ára Framherji (1,78 m) Gunnhildur Gunnars 20 ára Bakvörður (1,77 m) Þórunn Bjarnadóttir 30 ára Framherji (1,73 m) Íris Sverrisdóttir 20 ára Bakvörður (1,78 m) Kathleen Snodgrass 28 ára Bakvörður Leikmannahópurinn HAUKAR VETURINN 2010-2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.