Hamar - 06.06.1955, Qupperneq 2

Hamar - 06.06.1955, Qupperneq 2
2 HAMAR —------— ----------—.—---------------- HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar: 9228 og 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út hálfsmánaðarlega. Áskriftarverð kr. 20.00 á ári. Lausasala 1 króna. Prentað í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. ---------------------------------------------------------- IDfliiig’ atviiimilífsiiis er öruggaiití gi'iiiiflvölliiriiin umlir veline^uii fölk§iiiN Hér í blaðinu hefur marg sinnis verið bent á nauðsyn þess að efla sem mest athafnalífið í bænum, því það væri fólkinu mesta tryggingin fyrir því að hafa góða og örugga atvinnu og bæta lífskjör þess. Sjálfstæðismenn hafa aldrei þreytzt á því að benda á hve mikil lífsnauðsyn það er atvinnu- og athafnalífinu í bænum að koma hér upp góðri og öruggri höfn og skapa við hana viðun- andi skilyrði til afgreiðslu stærri og smærri skipa, fiski- og flutn- ingaskipa. Alltaf sést betur og betur, hve geysilegt tjón það er orðið fyrir bæinn og bæjarbúa, að ráðandi flokki hér í bæ, auðn- ist ekki að fara að tillögum Sjálfstæðismanna í þessum efnum, heldur streittist á móti byggingu hafnarinnar svo lengi, sem hann þorði. Og ennþá verður óhamingju Hafnarfjarðar margt að vopni. Vinna við hafnargerðina hefur með öllu verið lögð niður í sum- ar, svo að ekkert þokar í þá áttina að byggja höfnina. Ekki er vitað til að núverandi bæjarstjórnarmeirihluti hafi gert neitt í því að útvega lán til að halda framkvæmdum áfram, heldur unn- ið það afrek eitt að svipta höfnina því fé, sem til hennar hefur venjulega verið ætlað á fjárhagsáætlun. Margt er það, sem hægt er að gera í höfninni til að bæta að- stöðu og afgreiðsluskilyrði í henni. Eftir því, sem betur væri að bátunum búið, má gera ráð fyrir að þeim fjölgi, sem vilja leggja upp afla sinn hér í bæ. Eftir því, sem betur er hægt að búa að stærri skipum, eins og millilandaskipum, má gera ráð fyrir, að hér yrði miklu meiri vinna við fermingu og affermingu slíkra skipa. Það hefur t. d. verið bent á það, að bygging vörugeymsluhúss hér við höfnina gæti orðið til þess að stórauka hingað skipakomur og þar með að stórauka tekjur hafnarinnar og atvinnu í bænum. Það má fullyrða, að þannig verður hafnarbyggingin til þess að fyrirtæki rísa upp hér í bænum í ýmsum greinum, fyrirtæki, sem gefa bænum og bæjarbúum stórauknar tekjur. Það hefur mjög skort á, að bænum hafi verið stjórnað af fjár- málafestu. Því hefur ekki verið velt fyrir sér, hvernig þær krón- ur, sem þegnarnir borguðu í bæjarkassann kæmu að sein mestum notum fyrir bæjarbúa. Hver króna, sem lögð hefur verið í Krýsu- vík hefur ekki skilað sér aftur, hvorki hún sjálf í arð, né heldur að hún hafi skapað aukna atvinnu í bænum, nema rétt sem því nam að byggja þær framkvæmdir, sem þar hafa verið gerðar. Þessu er allt öðruvísi varið með fé það, sem lagt hefur verið í höfnina. Þar hefur hver króna orðið til að auka stórlega athafnalífið í bæn- um, auka atvinnulífið og bæta kjör fólksins. Hún hefur því marg- faldast og heldur áfram að margfaldast til hagsældar fyrir fólkið. Þetta er það, sem meirihluti bæjarstjórnarinnar þarf að skilja. Það kom greinilega fram á síðasta bæjarstjórnarfundi, þegar verið var að ræða um hraðfrystihússmálið, að meirihlutanum þyk- ir það, að Sjálfstæðismenn séu of athafnasamir í atvinnulífinu í bænum. Ein höfuðrökin, sem Ólafur Þ. Kristjánsson færði fvrir því, að hann felldi tillögur Sjálfstæðismanna um það, að bæjar- búar sameinuðust um að koma hraðfrystihúsinu upp var það, að e. t. v. næðu Sjálfstæðismenn þar einhverjum völdum. Til þess að koma í veg fyrir slíkt hikaði hann og samstarfsmenn hans í bæjarstjórninni ekki við að samþykkja það að láta bæjarbúa borga /á—1 milljón króna. Það er ekki tekið með í reikninginn, að fyrir það fé er hægt að láta byggja hér innanlands 2—3 60 smálesta vélbáta með þeim lánakjörum, sem gert er ráð fyrir að Fiskveiða- sjóður Veiti út á slík skip. Hefði nú ekki verið skynsamlegra fyrir bæinn og ólíkt ábyrgari afstaða gagnvart bæjarbúum að velja samstarfsleiðina um frystihússbygginguna og nota svo það fé, sem verður að henda í útlendinga til að auka ennþá meira athafna- og atvinnulífið í bænum? Slík afstaða væri tekin með hagsmuni fólksins fyrir augum, enda þótt hún henti ekki dutl- ungum nokkurra krata og kommúnista, sem frekar láta stjórnast af þeim, en að hugsa um bæjar- og þjóðarhag. Citt ca attttai * - - ? REYKJAVÍKUR- VEGURINN Mikil stórvirki átti að gera s. 1. sumar, þegar byrjað var á lagfæringu Reykjavíkur- vegarins. Þennan stutta spotta frá Skúlaskeiði að Hraun- hvammi átti að ljúka við á ör- fáum vikum og halda svo áfram með verkið. En vik- urnar urðu að mánuðum og ennþá er spottinn ómalbikað- ur. Hefur hann verið mjög illur yfirferðar að undanförnu og á tímabili var þar svo mik- ið laust grjót, að vegurinn var beinlínis hættulegur vegfar- Ritverk Guðmundar írá Sandi gefin út Á þessu ári kemur út á Akur- eyri ritsafn Guðmundar Frið- jónssonar á Sandi í 6 bindum alls, um 500 síður hvert. — Áð- ur hefur komið út eitt bindi og fellur það inn í ritsafnið og geta kaupendur fengið allt safnið eða 2.—6. bindi eftir eigin ósk. Þeir, sem vilja gerast áskrif- endur geta fengið ritsafnið fyrir eftirfarandi verð: I skinnbandi kr. 600.00 eða kr. 100 hvert bindi, í rexínbandi kr. 480.00 eða kr. 80.00 hvert bindi og óbundið kr. 360.00 eða kr. 60.00 hvert bindi. Útsöluverðið verð- ur um 20% hærra en verðið til áskrifenda. Til að auðvelda fólki, sem vill gerast áskrifendur, að ritsafninu, verður farið um bæinn næstu daga með áskriftarlista. Fariþað fram hjá einhverjum, sem áhuga hefur á því að eignast safnið með áskriftarverði, geta þeir snúið sér til Þóroddar Guð- mundssonar, Olduslóð 3 eða Páls V. Daníelssonar, Hringbraut 65. Frá Barnaskólanum Barnaskóla Hafnarfjarðar var sagt upp 27. f. m. Tæp 700 börn voru í skólanum í vetur. Ljósböð voru á vegum skólans og nutu þeirra rúm 300 börn, ennfremur nutu um 70 böm sjúkraleikfimi eftir ráði skólalæknis. Lýsi var afhent börnunum eftir því sem þau vildu og var það gert einu sinni í viku. Sparifjársöfnun skólabarna varð ca. 40 þús. kr., sem farið hefur uni hendur kennara og er það góður árangur. Mikil veikindi hafa verið á skólabörnunum í vetur og hafa mörg þeirra misst allmikinn tíma frá námi. Barnaprófi luku 97 börn og hlutu 7 þeirra ágætiseinkunn, þ. e. 9 og yfir. Barnaprófsbörnin fóru í sitt árlega ferðalag dagana 25. og 26. maí og var farið. vestur á Snæfellsnes og nágrenni. endum vegna grjótflugs frá bílunum. Núhefurlausa grjót ið verið fjarlægt og er það nokkur framför hvað slysa- hættu snertir, en leitt er til þess að vita, að nú skuli vera kostað talsverðu fé til að týna í burt grjótpúkkið úr vegin- um, jafnóðum og það losnar upp, þegar búið var að koma því fyrir með ærnum kostn- aði. EKKI ÓALGENG VINNUBRÖGÐ En slík vinnubrögð eru ekki óalgeng hér í bæ. Það er ekki ósjaldan, sem þarf að vinna verkin upp aftur, fyrir það eitt að ekki var höfð nokkur fyrirhyggja, þegar verkið var fyrst unnið. Mætti tilfæra ýmis dæmi í þeim efn- um og var t. d. bent á það í blaðinu fyrir nokkru að rífa þyrfti upp götulýsinguna í hluta af Strandgötunni, en frá henni var búið að ganga á varanlegan hátt. Slík fálm- kennd vinnubrögð kosta bæ- inn og bæjarbúa stórfé auk þess, sem slík sóun verður til þess að mörgum verkefnum seinkar miklu meira en vera þyrfti. Þannig er þetta búið að ganga til um áratugi og ekki verður séð að ástandið í þeim efnum hafi batnað við tilkomu kommúnista í meiri- hlutaaðstöðu hér í bæ, nema síður sé. MIKLAR UMRÆÐUR Á síðasta bæjarstjórnar- fundi urðu allmiklar umræð- ur um frystihússbygginguna og hélt Stefán Jónsson grein- argóða ræðu um málið, 'þegar hann fylgdi tillögum Sjálf- stæðismanna úr hlaði. Krist- ján Andrésson og Ólafur Þ. Kristjánsson voru mjög sárir út af ræðu Stefáns og ádeil- um hans á meirihlutann og hikuðu þeir ekki við að bera fram ósannindi sér og flokk- uin sínum til framdráttar, enda talið það bezta hæfa. Æsti Kristján sig upp og óð elginn af svo miklum ákafa, að hann ljóstaði ýmsu upp, sem fram hefur farið á meiri- hlutafundum. Þegar af hon- um rann móðurinn og honum var bent á hvað hann hefði sagt, tók hann þann kostinn að láta ekkert á sér bera það sem eftir var fundarins. „HETJAN" ÚR VESTUR- ÍSAFJARÐARSÝSLU Ekki fór betur fyrir Ólafi Þ. Kristjánssyni. Hann reidd- ist mjög ræðu Stefáns Jóns- sonar og veittist að honum með miklu offorsi. Tók hann það fram, að ekki ætti að líta á orð sín sem skammir um Stefán, heldur liti hann á Stefán sem „persónugerving“ Sjálfstæðisflokksins og það, (Framhaild á bls. 3) Heldur meirihlutinn teyndum láns- og samningstilboðum fyrir Sjátfstæðismönnum eða fara þeir Kristján Ándrésson og Ólaf- ur Þ. Kristjánsson með rakalaus ósannindi á bæjarstjórnarfundum? Á síðasta bæjarstjómarfundi, þegar rætt var um samn- ingstilboðið um byggingu hraðfrystihússins, sagði bæjar- fulltrúi kommúnista, Kristján Andrésson, að lánstilboð hefðu borizt áður frá Austur-Þýzkalandi fyrir milligöngu Adolfs Bjömssonar og frá Danmörku fyrir milligöngu Emils Jóns- sonar. Hvorugt þessara tilboða hafa verið lögð fyrir bæjar- stjóm eða útgerðarráð. Hversvegna? Eru þau e. t. v. ekkert annað en uppspuni einn? Sé það ekki, hverju hefur þá þurft að leyna. Ólafur Þ. Kristjánsson sagði á sama fundi, að tilboð hefði borizt í að byggja hraðfrystihúsið frá þýzku firma, allt öðm en því, sem nú á að semja við. En það tilboð hefur aldrei verið lagt fyrir bæjarstjóm né útgerðarráð. Lán það, sem Gísli Sigurbjörnsson taldi sig upphaflega geta útvegað Hafn- arfjarðarbæ og átti að vera með eðlilegum kjömm, fékkst ekki og mun vera búið að tilkynna það fyrir löngu, en sú tilkynning hafði elcki verið lögð fyrir útgerðarráð né bæjar- stjórn. Hversvegna? Hverju er verið að leyna? Mörg tilboð hafa borizt eftir því, sem Ólafur Þ. Kristjánsson og Kristján Andrésson upplýsa, en þeim er haldið leyndum. Svo þeg- ar berast tilboð um lán og byggingu hraðfrystihússins, sem hækkar allan tilkostnað um 10% eða kr. 600.000.00 eða meira, þá er rokið upp til handa og fóta og á að skrifa undir samn- inga athugasemdalaust. Það er ekki að furða, þó að sú spurning vakni á meðal fólks, hvernig hin gífurlegu um- boðslaun skiptast og hverjir fái þau raunverulega, þó að þau greiðist hinu þýzka firma samkvæmt samningum.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.