Hamar - 22.12.1956, Blaðsíða 3
22. clesember 1956
HAMAR
3
Heimsókn hjá þjóöminjasafn-
* ^
aranum Andrési í Asbúð
Syðst í Hafnarfirðí fyrir sunn-
an Ishúsið stendur lítill en þokka-
legur bær. Flestir Hafnfirðing-
ar munu kannast við þennan
litla bæ, sem kallaður er Asbúð,
enda er liann einn hinn elzti hér
í Firðinum. Miklu fleiri munu þó
þekkja eiganda og ibúanda þessa
litla bæjar, Andrés Johnson, sem
rakara, enda starfaði hann hér
sem slíkur í um það bil þrjá ára-
tugi. I meðvitund þjóðarinnar og
í minningu eftirkomandi kyn-
slóða mun Andrésar fyrst og
fremst minnst sem hins mesta
þjóðminjasafnara, sem verið hef-
ur á íslandi til þessa. Kemst þar
enginn í hálfkvist við hann.
Hamar vill nú bjóða ykkur les-
endur góðir að fylgjast með sér
í heimsókn til Andrésar. Förum
við þá fyrst og hittum Andrés
heima í Ásbúð, en höldum síð-
an inn í Ásbúðardeildina, sem
stofnuð var við þjóðminjasafnið
í fyrra haust. En áður en við
höldum lengra er rétt að kynna
þann, sem við ætlum nú að heim-
sækja, ofurlítið nánar fyrir les-
endum.
Andrés Johnson er Austfirð-
ingur að ætt og uppruna, fædd-
ur að Leifsstöðum í Selárdal í
Norður-Múlasýslu 5. september
1885. Átján ára gamall fluttist
Andrés til Vesturheims. Lærði
hann þar rakaraiðn, en hvarf
heim 1916, er heimsstyrjöldin
stóð sem hæst. Hefur hann verið
búsettur hér í Hafnarfirði síðan
að undanteknu einu og hálfu ári
í kringum 1920, er hann dvaldi á
ný í Ameríku. Stundaði hann hér
iðn sína þar til árið 1947. Byrj-
aði hann fyrst með rakarastofu
í húsinu Grund, en var lengstum
í Hótels kjallaranum. Enn fæst
Andrés við sína gömlu iðn, en
það eru aðeins nánir vinir og
kunningjar, sem enn þá fá að
verða viðskiptanna aðnjótandi.
Ásbúð heitir heimilið.
Eins og fyrr segir, þá er Ás-
búð einn hinn elzti bær hér í
Magnús Stejánsson (Örn Amarson) og
Anclrés Johnson. — Myndin er tekin
fyrir utan Asbúð.
Hafnarfirði. Þegar komið er að
Ásbúð blasir við augum útskor-
in fjöl fyrir ofan bæjardyrnar.
Á fjölina hefur Andrés letrað:
,,Ek á heima utan við
ólánskjörin hörðu
Ásbúð heitir heimilið
himnaríki á jörðu.“
Eftir að hafa lesið þessa vísu,
þá drepum við á dyrnar, sem eru
lágar með litlum ljóra ofan til.
Brátt birtist Andrés í dyrunum.
Hann tekur okkur opnum örm-
um, enda er hann mjög gestris-
in heim að sækja. Okkur er boðið
rætur, mætur ertu svefn og sæt-
ur.
Eftir að við höfðum skoðað
lokrekkjuna bíður Andrés okkur
að setjast. Bústýran Sigurlín
Davíðsdóttir, sem verið hefur hjá
Andrési síðan 1932, ber okkur nú
kaffi, og nú byrjum við að spjalla
við hinn aldna þjóðminjasafnara,
sem enn þá er hinn hreifasti, og
greiðir jafnharðan úr öllum
spurningum okkar.
„Hér í Ásbúð er ég nú búinn
að eiga heima í aldarfjórðung,“
segir Andrés. „Eg keypti þennan
bæ á uppboði árið 1931, og
byggði hann þá strax upp á
inu, þegar ég hafði það opið hér
í Ásbúð. Komu margir hingað og
skoðuðu safnið.“
Nú rekum við augun í útskor-
inn tréskjöld sem hangir upp á
veggnum. „Hvaða skjöldur er
þetta?“ spyrjum við Andrés.
„Þetta er nú skjaldarmerkið
mitt,“ svarar Andrés og tekur of-
an skjöldinn og sýnir okkur.
I skjöldinn, sem ber ártalið
1924, eru skornar út tvær mynd-
ir, er önnur af fuglsvæng, en hin
af rótarstofni.
„Þessar myndir á skjaldamerk-
inu eiga að tákna tvennt,“ segir
Andrés. „Vængurinn er tákn
Andrés Johnson í Ásbúðarsafninu, er það var opnað á 70 ára afmæli hans, 5. september 1955.
inn, á vinstri hönd er eldhúsið
og er Andrés rétt að ljúka við
kvöldverðinn, þegar við komum.
Hægra megin er stofan, þar sem
Andrés geymir flesta þá muni
sína, sem enn eru ekki komnir
inn á safnið. En Andrés bíður
okkur, hvorki inn í eldhúsið né
safn-stofuna, heldur leiðir hann
okkur beint áfram inn í lítið her-
bergi og svo þaðan inn í baðstof-
una. Baðstofan er stór og rúm-
góð með reisufjölum og vinaleg-
ur blær hennar býður okkur vel-
komin. Á veggjunum hanga
margar myndir og innrömmuð
erindi og kvæði. Gömul lok-
rekkja, sem stendur innst vinstra
megin í baðstofunni, dregur þeg-
ar að sér athygli okkar. Andrés
leiðir okkur þangað. Upp við
höfðagaflinn hangir Höggnakilfa
en til fóta er sverð og skjöldur.
Til hliða eru litlar tréskurðar-
myndir, sem tákna eiga sólarupp-
komu, en yfir lokrekkjunni er út-
skorin fjöl, sem á er letruð þessi
orð „Lokrekkjuna leggst ég í og
lofa drottinn, fast í svefninn síð-
an dottinn." En á neðri brýk
rekkjunnar standa þessi orð:
„Fætur hressast hvílu í og hjarta-
næstu þremur árum. Sá sem áð-
ur átti bæinn hét Halldór Helga-
son. Þetta er ljómandi skemmti-
legur bær og hér hef ég alla tíð
kunnað vel við mig. Hérna í þess-
um bæ opnaði ég líka fyrst safn-
ið mitt og hafði það hér opið í
5 sumur.“
Og nú stekkur Andrés á fæt-
ur og rýkur fram og kemur að
vörmu spori aftur með stórt inn-
rammað skjal, sem á eru letrað-
ar þessar vísur:
Engin lygi ég er jarl,
jarlinn yfir mínu,
líka mesti kynja karl,
karl í hreysi sínu.
Inngangur til ókrínds jarls
er í smáu banni.
Margt er það í koti karls,
sem kóngs er ei í ranni.
Keypt og gefin jarðeign
jarls
jafna hafi eigi kanta.
Samt er það í koti karls,
sem konungsríki vanta.
„Þetta eru nú vísurnar, sem ég
hafði yfir innganginum að safn-
þess, að ég hef jafnan reynt að
hefja mig til flugs frá dægurþrasi
og hversdagsleika, og reynt að
þróa með mér háleitar og víð-
sýnar skoðanir. Rótarstofnin er
hins vegar tákn þess, að ég hef
einnig reynt að halda mér við
jörðina og veruleikann og temja
mér raunsýni í skoðunum.“
Nú verður okkur litið á litla
mynd sem stendur þarna á borð-
inu. Á myndinni er Andrés ásamt
grannvöxnum, en skarpleitum
manni með hátt og mikið enni.
„Þetta er nú mynd af mér og
Magnúsi Stefánssyni, eða Erni
Arnarsyni eins og flestir munu
nefna hann nú,“ segir Andrés
þegar hann sér, að við veitum
myndinni athygli. „Við Magnús
Stefánsson vorum miklir vinir.
Eg var fjárhaldsmaður hans í 18
ár, og hingað kom hann daglega
og dvaldi hér hjá mér öllum
stundum. Ég hef sjálfur mikið
yndi af ljóðum og er sí og æ
yrkjandi, það var því ekki að
undra þó með okkur Magnúsi
tækist kunningsskapur, sem
leiddi til ævilangrar vináttu. Ég
gæti sagt mikið um samskipti
og vináttu okkar Magnúsar, en
Andrés Johnson.
það yrði of langt mál að rekja
það allt saman hér að þessu sinni.
Eina sögu ætla ég þó að segja
ykkur til gamans af okkur Magn-
úsi.
Ég orti eitt sinn bragfræðilega
visu undir svo nefndum Afdrátt-
arhætti. Er það eina vísan, sem
mér er kunnugt um að til sé und-
ir þessum hætti. En vísan er
svona:
Stælda, snáða, snúin, snauð,
snælda, þráða, flúin,
tælda, máða, núin, nauð,
nælda, ráða, lúin.
Vísa þessi er fléttuð sléttu-
bandavísa, ort undir Adráttar-
hætti, fjórorðuð, aldýr, alsneidd
°g veggjuð.
Magnús Stefánsson, eða Orn
Arnarson, eins og flestir munu
nefna hann nú, dundaði við það
í heilan vetur að breyta þessari
vísu, með því að flytja orðin fram
og aftur. Fékk liann 4608 af-
brigði úr fyrstu veltu vísunnar.
Færði hann öll afbrigðin inn í
bók. Til þess að fullkomna verk-
ið bætti hann því við, að tvær
breytingar í upphaflegri röð orð-
anna yrði hvor um sig til þess,
að enn fengjust 4608 afbrigði.
Með því að breyta vísunni þann-
ig, að hún verði réttkveðin, en
eigi sléttubönd gat hann svo
þess, að enn mætti fá af henni
19104 afbrigði. Voru þá komin
yfir 30000 afbrigði af vísunni.
Er þetta gott dæmi upp á iðju-
semi og vandvirkni Magnúsar/'
Nú komum við auga á skraut-
skrifað nótnablað, sem hangir
innrammað upp á þilinu. Við
spyrjum Andrés forvitin um,
hvaða tónsmíði sé þarna á ferð-
inni.
„O, þetta er nú lag eftir mig
sjálfan,“ svaraði Andrés og bros-
ir glaðlega. „Ég hef alltaf haft
mjög gaman af allri tónlist og
samið mörg lög sjálfur. Þetta lag
sem þarna hangir uppi á þilinu
er við vísuna: „Já, það fæddist
krakki í koti.“ En ég lief einnig
samið lög við mörg önnur er-
indi, en það háir mér mikið, að
ég þekki ekki nótur og því hefur
margt farið forgörðum lijá mér
og gleymst, þó margt hafi líka
varðveizt og verið skrifað niður.“
Og við höldum áfram að
spjalla við Andrés og skoða hjá
honum merkilega hluti. Hann
sýnir okkur stafinn sinn, sem er
forkunnar fagur, renndur úr
hvalbeini af Magnúsi heitnum
(Framhald á bls. 7)