Hamar - 22.12.1956, Side 5
22. desember 1956
HAMAR
5
Fólk það, sem vel man síðustu
aldamót, einkum þó það, sem
komið var á starfsárin, mun jafn-
vel vera langminnugast á það,
að þá var ekki um neina atvinnu
að ræða fyrir allan fjöldann af
fólki, sem í kauptúnum og sjáv-
arþorpum bjó, frá haustnóttum
til jafndægra á vori, eða þar til
síðari hluta marzmánaðar, að
menn fóru að hugsa til sjóróðra,
þeir sem það gerðu og gátu. —
Frá þessu var aðeins um sárfá-
ar undantekningar að gera, og
voru það helzt nokkrir menn,
sem eitthvert vinnusnatt höfðu
við verzlanirnar, utan þeirra
föstu starfsmanna, og var vinna
þessi svo lítil margan daginn, að
ekki þótti ómaksvert að bókfæra
hana, né heldur það, sem fyrir
hana var greitt. Var þá gjarnað-
arlegast látið duga að stinga að
mönnum þessum einhverju smá-
legu, svo sem rulluspotta, þ. e.
munntóbak, kandísmola eða
öðru því um líku, en allt var hey
í þeim harðindum.
Þeir, sem svona langt muna,
eru nú daglega minntir á þann
reginmun, sem hér er fyrir löngu
á orðinn, og má segja, að þetta
fólk hafi lifað tvenna tímana í
þessu efni, sem flestu öðru. All-
ir þeir, sem síðar komu, hafa
ekkert af þessu að segja, nema
ef væri af sögusögn, og taka þá
margir þær sögur ekki jafnalvar-
lega sem þær voru þeim, sem
þetta reyndu.
Það, sem ég liér að framan
sagði um hið mikla vinnuleysi,
átti ég þar vitanlega við vinnu
utan heimilanna. — Þetta vinnu-
leysi manna stafaði þó ekki af
því, að fólkið vildi ekki vinna,
ef um vinnu hefði verið að ræða,
það var bara ekkert til að vinna,
eða svo var það á þessum tíma
í Hafnarfirði, þar sem ég var
kunnugastur , og svipað mun á-
standið hafa verið í öðrum kaup-
túnum og sjávarþorpum, að
Reykjavík kannske undanskil-
inni, og er þó efamál, hvort á-
standið hefur verið hlutfallslega
nokkru betra þar, en á öðrum
stöðum.
Allt fram á síðustu aldamót
var það svo í Hafnarfirði, að eft-
ir að fiskur sá var farinn út á
haustin, sem verkaður var þar
yfir sumarið, var helzt ekki von
í handarviki, nema þá helzt þeg-
ar póstskipið kom með smávöru-
slatta, einu sinni til tvisvalr á
vetri, og var venjulega sú vinna
pöntuð löngu fyrir fram af miklu
fleirum en liægt var að koma að
þeirri vinnu, sem þó varaði
venjulegast ekki nema fáar
klukkustundir. Ef einhver, sök-
um fjarveru eða annarrar slysni
missti af þessum klukkustunduin,
sem hann var búinn að fá ádrátt
fyrir, þótti það fráleitt óhapp,
sem ekki fékkst uppbætt, senni-
lega vetrarlangt. Já, svona var
lífið þá.
Eg vil þó geta þess hér, að
með tuttugustu öldinni sást
bjarma fyrir nýjum og bjartari
degi í atbafna- og atvinnulífi
Hafnarfjarðar. Þá var farið að
fréttast um jafnvel farið að bóla
á stórauknum og nýjum fram-
kvæmdum í þilskipaútgerð, sem
þrjú stór verzlunarfvrirtæki
stóðu að, sem voru Ágúst Flyg-
enring, síðar verzlunin Edinborg,
J. P. J. Bryde í Reykjavík og
Pétur J. Thorsteinsson á Bíldu-
dal. Við þessar fréttir og fram-
kvæmdir léttist brún á mörgum
Hafnfirðingi og líka rættist fyrir
kauptúnið í heild, og má segja,
að síðan hafi hver stórviðburð-
urinn rekið annan í Hafnarfirði.
Áhrifa þessara stórfyrirtækja var
þó lítið eða ekki farið að gæta,
þegar saga sú, sem ég segi liér
frá, gerðist, en þá ríkti svo að
segja algjört vinnuleysi vetrar-
langt.
Það var því ekki að undra,
þar sem svona var ástatt, þótt
fólk það, sem þarfnaðist vinnu
og þekkti ekki annað en vinnu
og bjaka eitthvað fyrir sig og
sína, gripi hvert tækifæri, sem
gafst til að afla sér nokkurra
aura, því að þá var oftast lengi
verið að vinna fyrir krónunni,
eða frá 5 og allt upp í 10 klukku-
stundir. — Með þessa staðreynd
í huga fyrst og fremst verður það
skiljanlegt, að Hafnfirðingar
slepptu ekki fram hjá sér happi
því, sem gaf tilefni til þessarar
frásagnar, og í annan stað voru
þeir menn, sem töldu sjálfsagt
að bjarga verðmætum, sem í ein-
hverri hættu voru, hver sem í
hlut átti. Að bjarga sér og bjarga
öðru var þeim lögmál. Tildrög
sögu minnar, eða þess happs, sem
ég minntist á, sem að vísu í þetta
skipti var ekki af öllum litið á
sem happ, sem þó var óvenju-
legt, þegar um einhvert bjarg-
ræði var að ræða, var sem nú
skal frá sagt.
í blaðinu ísafold frá 28. des.
1901 birtist svolátandi frétt, und-
ir fyrirsögninni „Siglingar":
„Hingað kom 24. þ. m. gufu-
skip Hekla (314, Al. skipstjóri
Nygaard) frá Trepani með salt-
farm til fyrirhugaðrar þilskipa-
útgerðar J. P. T. Bryde í Hafn-
arfirði. Skipið rak sig á flúð und-
an Álftanesi og varð lekt til
muna.“
Næst skulum við heyra, hvað
lögregluréttarbók Gullbringu-
og Kjósarsýslu segir hér um. Þar
segir svo í megindráttum frá
ferð skjpsins:
„Þann 2. janúar 1902 var sett-
ur lögregluréttur af sýslumann-
inum i Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, Páli Einarssyni. Var þar
tekið fyrir að láta fara fram sjó-
próf í tilefni af, að gufuskipið
Hekla frá Bergen hafði rekizt á
sker út af Hafnarfirði. — fyrir
réttinum var mættur skipstjór-
inn M. Nygaard, 47 ára gamall.
Þegar hann hafði skýrt frá ferð-
inni, sem hófst þ. 20. nóvember
í Trepani á Italíu, þegar skipið
lagði þaðan með saltfarm, sem
átti að fara til íslands, kom í Ijós
við þá skýrslu, að skipið hafði
hreppt vond veður. Einkum var
það þann 30. nóvember ,að það
fékk á sig marga brotsjói, og ollu
þeir nokkrum skaða ofandekks.
Segir svo ekki af ferð skipsins
fyrr en klukkan 4 að morgni þess
24. desember, að skipsmenn sjá
Garðskagavita, í suðvestur til
suðurs. Vindur var hvass austan
og sjór úfinn. Eftir tvo tíma, eða
klukkan 6, sjá þeir Akranesvita
og Gróttuvita og draga þá mjög
úr gangi skipsins. Klukkan 8 um
morguninn tók skipið niðri, en
var þá á mjög hægri ferð. Strax
var vél skipsins látin taka aftur
á af öllu afli, og losnaði skipið
þá þegar. Þegar skipið tók aftur
á bak, flæktist lengdarmælir
skipsins með línunni í skrúfu
þess, og tapaðist hvort tveggja
þar með. Þegar þetta skeði, hafði
stýrimaður vöku, þar eð skip-
stjórinn fór af vöku ld. 3 um
morguninn. Við rannsókn á lest-
um skipsins kom í ljós, að all-
mikill sjó var kominn í skipið og
hækkaði óðfluga. Dælur voru
allar settar af stað og stefna tek-
in á Reykjavík."
Þegar fullljóst var af degi,
kom í ljós ,að viti sá, sem þeir
tóku fyrir Gróttuvita, var Garða-
viti, en sá sem þeir héldu Akra-
nesvita var Gróttuvitiinn. Allir
þessir vitar voru með fastaljósum
þá og sýndu því enga blossa.
Klukkan 11 f. h. var akkerum
varpað á Reykjavíkurhöfn. Skip-
ið var mjög lekt, en með því að
hafa allar dælur stöðugt í gangi
var hægt að halda því á floti.
Það kom síðar í ljós, hvað það
var, sem einkum mun hafa bjarg-
að því, að skipið sökk ekki fljót-
lega eftir áreksturinn, og mun
vikið að því síðar. Sýnilegt var,
að sjór var kominn í lestar skips-
ins. — Þegar skipstjóri hafði haft
tal af þeim, sem átti að taka á
móti saltinu ,sagði hann skip-
stjóra að sigla skipinu til Hafn-
arfjarðar, þar eð ekkert húsrúm
væri fyrir farminn í Reykjavík.
Klukkan 2,30 kom hafnsögumað-
ur út í skipið, og þá samstundis
lagt af stað til Hafnarfjarðar. —
Það tókst að lialda lekanum í
skefjum með því að gefa aldrei
eftir á dælunum. Klukkan 5,15
var akkerum varpað á Hafnar-
firði.
Hér lief ég rakið nokkuð til-
drög þess, að íbúar Hafnarfjarð-
ar voru flestum þar að óvörum
og síðar á alleftirminnilegan hátt
truflaðir af óvæntri skipskomu,
og það í þann mund, sem jólahá-
tíðin var að ganga í garð, í þessu
þá fámenna og friðsæla kaup-
túni, — í þann mund, sem þeir,
er síðast luku störfum þann dag,
og aðrir þeir, sem úti við höfðu
verið, voru að ganga til heimila
sinna, einhverjir með það síð-
asta, sem dregið var að fyrir há-
tíðina.
Fyrir rösklega hálfri öld var
skipakoma til Hafnarfjarðar að
vetrinum til talin til fátíðari við-
burða. Það var því ekki að undra
þótt Hafnfirðingar þeir, sem
þetta kvöld paufuðust um ó-
greiðar götur og krókótta troðn-
inga milli hárra hraundranga eða
djúpra hraunkvosa í sortamyrkri
heim að heimilum sínum til að
njóta helgi og tilbreytni, sem
jólahátíðin setti þá á hvert heim-
ili, stönzuðu og litu undrandi til
sjávar, því að þaðan barst þeim
skerandi hljóð frá eimflautu, sem
rauf þögn hins hljóða umhverfis.
(Framhald á bls. 7)
Mynd þessi sýnir vel troðninga þá, er lágu liér milli húsa áður fyrr. Stóra
húsið á myndinni var kallað Smith-hús, en til hægri er bærinn, sem Matthías
Á Mathiesen, skósmiður, átti heima t. — Myndin er tekin í kringum 1905.
X
V SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í IIAFNARFIRÐI
%
óska öllum Hafnfirðingum
gleðilegra jóla
og gæfuríks komandi árs, með beztu þökkum
fijrir ánægfulegt samstarf á líðandi ári.
Ólafur porvaldsson, þingvörður:
Þegnr jólin hurfu
Hnfnfirðingum