Hamar - 22.12.1956, Qupperneq 7

Hamar - 22.12.1956, Qupperneq 7
22. desember 1956 HAMAR 7 Þegar jólin huríu Hafnfirðingum Heimsokn i Asbnð (Framhald, af bls. 5) Þeir, sem bezt sáu, greindu sigl- ingaljós, sem klauf hið svarta myrkur, sem yfir öllu grúfði. Hér var því á ferðinni gufuskip, sem sýnilega var komið inn á venju- legt skipalægi. Hvað gat hér verið um að vera? Nú bar eitt- hvað nýrra við. Þegar þetta var að gerast, hef- ur sennilega verið aðeins einn maður í Hafnarfirði, sem leyst hefði getað úr öllu þessu, hvaða skip væri þar komið og hverra erinda, og það á aðfangadags- kvöld jóla. Maður þessi var Agúst Flygenring kaupmaður, sem í þann mund, sem Hekla kom til Hafnarfjarðar mun hafa verið að skýra fulltrúa sínum, Ólafi Böðvarssyni, frá því, að forráðamaður Brydesverzlunar í Reykjavík hafi falið sér að taka á móti skipinu og sjá um upp- skipun á farmi þess, en salt þetta átti, svo sem fyrr er sagt, að fara til fyrirhugaðrar þilskipaútgerð- ar ,sem fyrrnefnd Brydeverzlun ætlaði að starfrækja í Hafnar- firði næstu vertíð. Nú dettur ef til vill einhverj- um í hug að spyrja sem svo, hvernig á því hafi staðið, að fréttin um þetta skip, sem var með farm í bráðri hættu, skyldi ekki þá þegar vera komin á hvers manns varir, t. d. með símanum. Satt er það að vísu, að símasam- band var þá komið milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, aðeins einfaldur þráður, og var í Hafn- arfirði leiddur inn í ofur lítinn skúr, sem áfastur var við íbúð- arhús Agúst Flygenrings. I skúr þessum var eina taltækið. Þang- að urðu allir Hafnfirðingar, sem tala þurftu til Reykjavíkur, að fara, og þangað urðu allir að fara, sem einhvelr í Reykjavík þurfti að tala við. Þar urðu þeir sem fóninn þurftu að nota, að standa upp að þili og tala í smá- trekt, sem var framan á tækinu, sem fest var á þilvegginn. Þá var telefónninn ekki not- aður nema í brýnustu nauðsyn. Það kostaði líka nokkra aura samtalið . Þegar þessar aðstæður eru at- hugaðar, er ekkert undur, þótt fréttir allar bærust ekki um strjál- býlt kauptún með svipuðum hraða og nú gerist. Það var því raunverulega ekki fvrr en „Hekla“ var búin að kasta akk- erum, að Hafnfirðingar vissu, hvað hér var um að vera, og æði- margir ekki fyrr en á jóladags- morgun. „Hekla“ kastaði akker- um á Hafnarfirði þrem stundar- fjórðungum fyrr en kvöldsöngur skyldi hefjast í Garðakirkju, en þangað áttu þá Hafnfirðingar kirkju að sækja, og þar eð þeir voru menn kirkjurækir, fjöl- menntu þeir svo sem verða mátti til kvöldsöngva, hvort heldur var á aðfangadags- eða gamlárs- dagskvölds, þótt kirkjuvegur væri bæði langur og ógreiður þá. Þótt hér verði ekkert fullyrt um það, hve margir fóru til kvöld- söngs frá Hafnarfirði þetta kvöld, mun fullvíst, að nokkurri truflun hafi þessi óvænta gesta- koma valdið á fyrirhugaðri kirkjuferð, svo sem öðru, er að jólahaldi laut. Þrátt fyrir þetta var jólahátíðin að ganga í garð og allir vanbúnir þessari verald- legu sendingu, sem í rauninni þoldi enga bið að sinnt væri, þar sem farmur skipsins, saltið, þessi mjög svo nauðsynlega vara, var að hrapa niður um botn skipsins, eða dælur þess þeyttu því frá sér með sjónum látlaust. Þótt hér ■ væri mikil nauðsyn á ferð, reynd- ist með öllu ókleift að hefja upp- skipun á aðfangadagskvöld. Um þetta segir svo í fyrrnefndri rétt- arbók sýslumanns, í framhaldi þess sem áður er í vitnað: „Þar sem nú var aðfangadagskvöld, fékkst enginn til að hefja upp- skipun.“ Það var bæði óvenju- legt og erilsamt verk manna þeirra, sem sendir voru út af örk- inni aðfangadagskvöld jóla þeirra erinda að fá menn til að hefja uppskipun á salti kl. 6 á jóladagsmorgun, en Hafnfirðing- ar brugðust þá eins og endra- nær vel við vinnuboðun, en um það vitnar bezt fyrrnefnd rétt- arbók, þar segir: „A jóladags- morgunin kl. 6 voru komnir 50 menn, og var unnið látlaust báða jóladagana að losun skipsins.“ Og síðar segir: „Þegar lokið var að losa skipið, var það af hafn- sögumanni og öðrum kunnugum mönnum flutt upp í fjöru. Það kom í Ijós, að úr skipinu var los- að 5064 tunnur salts.“ — Eftir þessum bréfum mun því láta nærri, að farnir hafi verið til spillis 5/6 hlutar farms þess, sem skipið lagði af stað með frá Ítalíu. Þetta var jólasaltið ,svo sem Hafnfirðingar nefndu það löng- um síðar, og jól þessi stundum söltu jólin. Það er nú komið þar sögu, þar sem hafin er losun á umgetnu salti kl. 6 á jóladagsmorgun. Þótt mörgum væri nokkuð um og ó að vinna að þessari vinnu jóla- dagana, var þó nú undir óvenju- lega mikinn mat að róa, þar eð kaupgjaldið var talsvert freist- andi, eða — segi ég og skrifa -— 35 aurar um klukkustundina. — Þetta hvort tveggja, að skipa upp salti báða jóladagana og fá borg- að svona kaup, var þá — og mun vera enn — einsdæmi í atvinnu- sögu Hafnarfjarðar og sjálfsagt þótt víðar væri leitað ,hvað vinn- una áhrærir, og svona hátt kaup hafði aldrei áður verið greitt í Hafnarfirði. Þessi einstæði atburður setti, svo sem von var til. allannarleg- an svip á líf Hafnfirðinga um þessi jól ,svo að fléstum mun hafa fundizt, að jólin færu nú fyrir ofan garð eða neðan. Þótt ekki væri hægt að hefja uppskip- un á saltinu á aðfangadagskvöld, voru flest heimili svo önnum kafin með undirbúning manna sinna fyrir næsta dag, sem átti að takast fyrir miðjan morgun, og flestum varð skrafdrjúgt um þennan óvenjulega viðburð. I stað þess að taka fram jóla- klæði manna sinna og sona urðu nú húsfreyjur að taka til vinnu- og vosklæði, sem í flestum tilfell- um höfðu ekki lengi verið notuð. Auk þess þurfti nú að finna til færslu ílát undir mat og kaffi, því öllum varð að færa þetta á vinnustað allan daginn langt fram á kvöld. Allt þetta setti hversdagssvip á heimilin, en sá helgiblær, sem er nokkuð sér- stæður á þessari hátíð, varð víða að þoka af heimilunum, og mátti segja, að flestir Hafnfirðingar töpuðu helgiblæ þessara jóla. (Framhald á bls. 17) (Framhald af bls. 3) Benjamínssyni og handfangið sjálft smíðað úr hvaltönn — Fangamark Andrésar er greipt í handfanigð, svo og mynd af ís- lenzkum fálka og ártalið 1920, en það ár gaf Stefán Eiríksson Andrési þennan fagra göngustaf. Og við skoðum myndir og merka muni, hlustum á Andrés Johnson fara með frumortar vísur og greina frá merkum atburðum, sem of langt mál yrði að telja hér. Og tíminn líður, brátt er tekið að halla á kvöldið og við búumst til brottferðar. Við kveðj- um Andrés í bili, því nú ætlum við okkur að hitta hann aftur á morgun og þá niður í Asbúðar- deildinni á Þjóðminjasafninu. Asbúðardeildin á Þjóðminja- safninu. A sjötugsafmæli Andrésar Johnsonar, þann 5. september 1955, eða fyrir rúmu ári síðan, var opnuð í Þjóminjasafni Islands sérstök sýningardeild, sem hefur eingöngu að geyma muni og rninjar, sem Andrés hefur safn- að. Ber deildin nafnið Asbúðar- safn. Nú erum við, lesendur góð- ir, komnir í heimsókn í Asbúðar- safn og leiðsögumaður okkar er safnarinn sjálfur. Það sem fyrst dregur að sér athygli okkar, þegar inn er kom- ið, er stór og hrikalegur dreki, útskorinn í tré. „Þetta er nú drekinn, sem kominn er úr austri eins og ég,“ segir Andrés brosandi. Annars fékk ég nú þennan dreka suður í Hafnarfirði. Hann var lengi yf- ir dyrunum í Mýrdalshúsinu við Suðurgötu, en var tekin þaðan niður og þá keypti ég hann. „Hér í Asbúðardeildinni eru eitthvað um 2200 munir,“ fræð- ir Andrés okkur, „en á öllu Þjóð- minjasafninu munu vera eitthvað milli 25000 til 30000 munir, er ég hef safnað. Eru margir þeirra bæði á sjómanna og landbúnað- ardeildinni, eða þá dreifðir um enn fleiri deildir safnsins. Það var 1944, sem ég gerði samning við íslenzka ríkið um að afhenda því safnið til eignar eftir minn dag, gegn árlegum greiðslum. Síðan er ég áreiðanlega búin að verja allt að 100 þúsund krón- um í safnið til kaupa á nýjum munum. Við göngum nú um safnið. — Hér er margt að sjá. Peningar, orður og merki eru hér í sýning- arkössum. Hér er íslenzkt frí- merkjasafn, sem aðeins vantar í þrjú íslenzk frímerki. Mikið safn íslenzkra peningaseðla, sem aðeins vantar í einn seðil. Nú bendir Andrés okkur á stór- an glerskáp fullan af alls konar skraut-leirkerum. „Hér eru allir munirnir, sem út voru gefnir á Alþingishátíðinni 1930,“ segir Andrés, „leirinn, silf- urmunirnir, merki og dúkar og margt fleira. Hér á hinum veggn- um sjáið þið hanga klukkur tvær, báðar æva fornar, önnur síðan 1667 og mun hún vera ein elzta klukka landsins, liin er með ár- talinu 1797, er hún merkileg fyr- ir það, að hún er bara með ein- um vísi og einu lóði. Hún er frá Kjalarstöðum í Dalasýslu.“ Og nú leiðir Andrés okkur á- fram og bendir okkur upp á vegginn. „Hér sjáið þið málverk eftir listamanninn og flækinginn Sölva Helgason," segir hann, „en þetta eru ein af mjög fáum mál- verkum eftir hann, sem varðveizt hafa.“ Við horfum hugfangin á málverkin, þetta eru myndir af rósum og blómum. Mest undr- umst við, hvað litirnir eru fín- gerðir. Nú bendir Andrés okkur á ann- an glerskáp. „Hér koma margir læknanem- ar að skoða,“ segir hann og bend- ir okkur á safn gamalla og frum- stæðra lækningatækja. „Hér er yfirsetukonustokkur, en það var næstum eina tækið, sem þær höfðu, hér er blóðtökubílar, en blóðtaka var eitt helzta læknis- ráð við flestum kvillum, hér er svo hlustunartæki gamalt og ým- islegt fleira sem of langt yrði upp að telja. í hillunni fyrir of- an eru þrír merkir hlutir frá (Framhald á bls. 19) s I GLEÐILEG JOL! Farsælt nijár! Þökk fijrir viðskiptin á líðandi ári. Geir Jóelsson Óskum öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og góðs komandi árs og þökkum ánægjulega samvinnu á árinu, sem er að líða. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Byggingafélagið Þór h.f. GLEÐILEG JOL! Farsælt nýár! Almennar Tryggingar h.f. Mynd fiessi er af sildarmerkjum, en þeim hefur Andrés safnaS nú sl. ár. Er þetta því nýjasta söfnunin hans.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.