Hamar - 22.12.1956, Side 9
22. desember 1956
HAM AR
9
Englandsferð með togaranum
Garðari veturinn 1939
Mig hafði lengi langað til að
fara til annarra landa, eins og svo
margt annað ungt fólk. Og nú
var hið gullna tækifæri framund-
an, og tilhlökkunin afar mikil.
Togarinn Garðar frá Hafnar-
firði átti að sigla með fiskfarm
til Englands og hafði verið á-
kveðið að skipið ætti að fara í
slipp og stansa eina viku. Skip-
stjórinn á togaranum hr. Sigurjón
Einarsson ætlaði að taka sér frí
og að sjálfsögðu var ákveðið að
1. stýrimaður, sem var Haraldur
Þórðarson færi með skipið.
Haraldi fannst alveg tilvalið
að taka mig með í þessa ferð, og
ekki stóð á mér. Hann talaði því
Greinarhöfundur frú Sólveig Etjjólfs-
dóttir og kijndarinn Jón Hjörtur Jó-
hannsson um borð i Garðari.
við framkvæmdastjórann og fékk
jákvætt svar, að ég mætti fara
með.
Svo kom að burtfarardeginum
sem var 2. febrúar. Veðrið var
hálf slæmt, suðvestan éljagangur
og heldur illt í sjóinn.
Sleppa að aftan, sleppa að
framan segir skipstjóri og svo er
lagt frá landi.
Við siglum hér út fjörðinn, og
strax er komið var út fyrir Val-
húsabungu fór að verða allhvast,
og dálítið úfinn sjór.
Haraldur sagði við mig, að
bezt mundi fyrir mig að fara í
koju strax. En ég var nú ekki
alveg á því. Ég vildi endilega
fá að heilsa upp á pílagrím fyrst.
Svo stóð á, að hér var á ferð um
þessar mundir pílagrímur einn,
hollenzkur að uppruna. Hafði
ferðazt talsvert um landið, og
vildi nú gjana komast heim til
sín. Sú saga flaug um bæinn
þennan dag, að hann mundi ætla
með Garðari.
Nú vildi ég endilega heilsa
þessum merkismanni, fór því aft-
ur í borðsal, því þar átti að fara
að drekka kaffi. Er þangað kom
sá ég engan pílagrím. En við
kaffiborðið sátu margir skips-
menn og Þórarinn sál. Reykdal
og Hallgrímur Árnason, sem nú
er framkv.stj. Nýju bílast., en
þeir voru farþegar með skipinu
þessa ferð.
Nú jæja, vill hann ekki kaffi,
gamli maðurinn, spyr ég um leið
og ég sezt við borðið hjá þeim.
Hvaða gamla mann ert þú að
tala um, spyr einn skipsmann-
anna. Pílagríminn, ég ætla endi-
lega að sjá hann og heyra. Skips-
menn fræddu mig á því, að eitt-
hvað hefði sennilega snúist fyrir
pílagríminum, því hann væri alls
ekki með.
Nú hlýddi ég Haraldi og fór í
koju og sofnaði brátt. Hann
sagðist ætla að vera uppi þangað
til við værum komin gegnum
húllið, og búinn að setja stefnuna
á Eyjar. Um kl. 12 á miðnætti
vaknaði ég, og heyrði að ein-
hvers staðar var sungið. —
Voru það mennirnir, sem stóðu
vakt í brúnni, og rauluðu ljóðið:
„Suður um höfin að sólhýrri
strönd/ Þeir sungu þetta fallega
lag, aftur og aftur, svo milt og
þýtt að ég veit ég gleymi því al-
drei. Mér fannst það lýsa þeirra
innri manni svo vel, því sjó-
mannshjartað verður ávalt milt
og hlýtt um leið oð þeir eru
traustir og rólegir ef eitthvað á
bjátar.
1. dagurinn. Veðrið fór lieldur
versnandi. Við vorum komin í
gegnum Eyjar, sett stefnu á Sol-
sherry við Skotland og lagt á
langan og beinan, eins og sjó-
menn kalla það. Nú hélt ég al-
veg til í brúnni, því veðrið var
svo slæmt. Það eina sem ég gat
gert var að lesa. Það kom sér að
margar góðar bækur voru til um
borð. Ég held að ég hafi aldrei
gleymt mér við lestur eins mikið
eins og þarna, því stundum vissi
ég ekki hvort var nótt eða dagur,
sem einnig kom af því að öll dæg-
ur logaði Ijós og ekki svo gott að
greina nótt frá degi.
2. dagur. Enn fór veðrið versn-
andi.
Svo hagaði til í Garðari að fyr-
ir framan skipstjóraherbergið var
baðherbergi. Nú ætlaði ég endi-
lega að fara fram og laga mig
svolítið til. Og Haraldur sagði
við mig, að ég skyldi nú fara
varlega, hvort hann ætti ekki að
styðja mig, því skipið lét óneit-
anlega illa. En ég vildi bera mig
mannalega og þóttist vel geta
komist þetta ein. Passaðu þig
samt á vaskinum, ég játti því. —
En viti menn, um leið og hurðin
lokast þá dett ég á hann, á hnakk-
ann, og að vörmu spori er skipið
hallast á hina hliðina, þá þeytist
ég eftir endalöngu herberginu,
og skell auðvitað beint á vaskinn,
og fékk þar með bláa kúlu á enn-
Eflir Sólvclgru
Eyj ólf sdótfur
ið. Ég var nú ekki aldeilis eins
leikin í því að stíga ölduna eins
og liinir þaulreyndu sjómenn. Ég
hálf skammaðist mín fyrir klaufa-
skapinn og mundi vel eftir að
þiggja aðstoð í næsta skipti. —
Þennan dag, tók skipið á sig sjó,
og brotnaði eitthvað ofan dekks.
Alltaf var haldið áfram — á-
fram. Mér tókst að komast upp
í stjórnklefann um hádegisbil
einn daginn, og fékk að líta út.
Það snertir mann nokkuð ein-
kennilega að vera staddur í
fyrsta sinn úti á reginhafi og sjá
ekki annað en himin og haf, sem
í þetta sinn var að mér virtist
mjög ógnandi.
Einmitt þennan dag nálgumst
við Skotland, og siglum fram hjá
Solsherry. Ég hugsaði með mér,
að ekki mundi mig langa til að
búa þarna. Mér sýndist það ekki
vera annað en smásker er vit-
inn stendur á.
Nú fór veðrið að batna; og
þegar við komum í Pentlands-
fjörðinn var komið stillt og bjart
veður. Haraldur sagði mér að ég
skyldi endilega vera uppi og sjá
og heyra er við sigldum í gegn.
Þetta var að kvöldi og þess vegna
sáust vitaljósin mjög vel. Sér mað
ur ljós á sjö vituin svo að segja
í einu, og svo heyrist einnig við-
vörunarmerki frá sumum þeirra,
sem mynda þungan tón, og
benda á að þarna er mikið
liættusvæði, er stafar af straum-
um. Er við vorum um það bil
hálfnuð í gegn lentum við í mót-
straum. Þetta var kl. 10 um
kvöld. Nú var Garðar keyrður
með öllu útopnuðu, en samt var
hjakkað í sama farinu í 4 klukku-
tíma.
Ég man efth' að við mættum
mörgum skipum og virtust mér
þau fremur fljúga en sigla fram
hjá okkur svo var ferðin mikil á
þeim.
Loks breyttist straumurinn
okkur í vil, og við komumst vel
og klakklaust í gegn. Nú fengu
allir, sem á vaktinni voru gott
kaffi og fínustu rúllutertu sem
Bjartur kokkur hafði bakað. Að
kaffidyrkkjunni lokinni fór ég að
leggja mig, og vaknaði ekki fyrr
en komið var rétt að Humber-
fljóti. Þá skall á svarta þoka, og
ákvað Haraldur að bíða átekta.
Undir kvöldið létti þokunni og
haldið var af stað á ný. Ekki
höfðum við siglt lengi er við sá-
um skip, sem stóð á Pilot. Töl-
uðust skipin við á merkjamáli
með Ijósum, og ekki leið á löngu
þar til lóðsinn kom yfir til okk-
ar á litlum báti, og sveiflaði sér
inn yfir borðstokkinn hjá okkur,
með léttum og fallegum hreyf-
ingum, er gáfu þær til kynna, að
maðurinn var enginn viðvaning-
ur í faginu. Þarna voru á ferð upp
fljótið urmull skipa, bæði voru
þau stór og smá. Man ég að skips-
menn bentu mér sérstaklega á
eitt þeirra sem var átján þúsund
tonna skip.
Nú vorum við komin til Hull,
þar sem skipið átti að selja morg-
uninn eftir. Margir skipsmanna
höfðu við orð að nú myndi ekki
verða góð sala, þar sem kven-
maður væri með í ferðinni, höfðu
sem sagt megnustu ótrú á því að
ég var með. En ég bað þá bless-
aða að vera ekkert svartsýnir á
þetta, þar sem ég væri fyrst og
fremst sjómannsdóttir og komin
af sjómönnum langt í föðurætt
fram, og þar að auki gift sjó-
manni, þar af leiðandi væri ég
svo nátengd sjómönnum, að það
gæti ekki stafað nein óheppni af
mér í þessu tilfelli.
Og svo fór sem ég sagði, Garð-
ar seldi ágætlega og allir voru
ánægðir.
Við stönsuðum tvo daga í HuII,
skoðuðum þar málverkasafn eitt
mikið og fagurt. Eru mér minnis-
stæðastar tvær myndir þar. Önn-
um var af gömlum manni er sit-
ur með sofandi barn í fanginu,
en brúða barnsins hafði dottið
á gólfið og lá þar í molum. Hin
var af ljónafjölskyldu, mikið og
fallegt verk.
Mér þótti mjög gaman að
koma í verzlunarhúsin t. d. hjá
Hamands, sem var þá eitt með
stærstu verzlunarhúsum borgar-
innar.
Við skoðuðum einnig tvær
kirkjur þarna í borginni. Önnur
var nokkuð forn, en báðar voru
fallegar og vel umgengnar. Þarna
steig af skipi Jóhannes Reykdal,
því hann ætlaði lengra að fara.
Okkur fannst hálf tómlegt eftir
að hann fór, því það var alltaf
líf í kring um Jóhannes.
Er búið var að afgreiða skip-
ið í Hull var haldið af stað til
South-Shilds, þar sem það átti
að fara í þurrkví. Mr. Ramsey
(skipam.) tók á móti okkur. Mér
féll hann strax vel í geð, senni-
lega hefur það verið mest af því,
að mér gekk svo vel að skilja
hann, hann talaði svo rólega, og
er það ætíð betra þegar maður
er óvanur að tala erlent mál. •—
Mr. Ramsey var mjög alúðlegur,
kom alltaf á morgnana niður að
skipi og bauð að keyra okkur
hvert sem við vildum. Haraldur
gat ekki alltaf farið með, því
hann hafði ýmsum störfum að
sinna fyrir skipið. En þá fór ég
bara ein með gamla manninum,
og sýndi hann mér helstu staði
borgarinnar ,sem ég hafði og
mjög mikla ánægju af.
Einn daginn fórum við sem
oftar með járnbraut yfir til New-
Castle. Við keyptum farmiða
fram og til baka. New-Casle er
skemmtileg borg og margt fal-
legt að sjá þar. Er við vorum á
járnbrautarstöðinni, var Harald-
ur að tala við mig um að við
þyrftum að sjá skemmtigarð
borgarinnar, sagðist hafa einu
sinni komið þar, en ekki munað
vel hvar hann væri. Allt í einu
er sagt við okkur: Eruð þið frá
íslandi? Þetta var kaþólskur
prestur, hann talaði íslenzku al-
veg lítalaust, sagðist aldrei hafa
komið til Islands, en lagt stund
á að nema málið, og kynna sér
(Framhald á bls. 10)