Hamar - 22.12.1956, Qupperneq 10

Hamar - 22.12.1956, Qupperneq 10
10 HAMAR 22. desember 1956 ♦---------------------------------------------------------♦ HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Árni Grétar Finnsson. (Sími 9228). AFGREIÐSLA í Sjálfstaeðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út hálfsmánaðarlega. PrentaS i Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. Englandsferð með Garðari (Framháld af bls. 9) sögu landsins. Hann bauð okk- úr fylgd sína, sem við þáðum með ánægju. Sýndi hann okkur garðinn, og hafði hann mikið gaman að tala íslenzku. Að kvöldi þessa dags fórum við á Palads. Við höfðum verzl- að talsvert og vorum með heil- mikið af pökkum. Af þeim ástæð- um keyptum við miða uppi á lofti, því þar var auðveldara að hafa dótið með sér. Þegar við komum þarna upp, var öll skips- höfnin af Garðari mætt á einum og sama stað og allir með heil ósköp af pökkum, var heldur brosað að þessu og skemmtu menn sér hið bezta. Er við komum á járnbrautar- stöðina gerði ég karlana alveg orðlausa, með því að neita að fara með lestinni. Þeir spurðu hverju þetta sætti, og sagðist ég mundi segja þeim það er við kæmum yfir. Svo fórum við öll með rútubíl, og gekk það eins og í sögu. Sá er háttur hafður á er skip eru í þurrkví, að land- göngubrúin er tekin af á kvöldin, er það gjört til öryggis gegn því að óviðkomandi séu ekki að þvælast um borð. Nú er við kom- um að skipinu leyst mér ekki á blikuna. Þarna var aðeins mjór planki lagður yfir að skipinu. Ég var nú alveg dauðhrædd við þetta, svo blessaðir karlarnir urðu alveg í vandræðum, hvað til bragðs skyldi taka. Haraldur sagðist skyldi fara á undan og vera tilbúinn að taka á móti mér, Gunnar loftskeytamaður bauðst til að vera á miðjum plankanum og styðja mig og Júlíus Sigur- jónsson ætlaði að halda í beltið á kápunni og sporna þannig við að ég félli. En allt kom fyrir ekki. Að síðustu fór ég bara yfir plank- ann á mínum fjórum, sem sagt skreið, og allt gekk það ágætlega nema nylonsokkarnir voru búnir. Gott var að koma um borð þetta kvöld. Kjartan Eyjólfsson var á vakt og haft heitt á katlin- um. Allir fóru því í eldhúsið að fá sér kaffi hjá Kjarra. Þarna var setið við kertaljós og sagðar draugasögur. Nú var farið að tala um, af hverju ég hefði ekki viljað fara með lestinni. Ég sagði þeim á- stæðuna og hún var sú, að á leið- inni milli South-Shields og New Castly er brú ein mikil yfir Tine, sem farið er yfir með lestinni. En svo eru aðrar brýr, heldur neðar, fyrir bifreiðar og gang- andi fólk. Við höfðum oft farið þarna um, og allt gengið að ósk- um, en þetta umrædda skipti fékk ég það á tilfinninguna, að járnbrautarbrúin yrði sprengd upp þá og þegar. Þetta var á- stæðan. Þeir brostu bara að þess- umhugarorðum mínum. En svo vildi til, að nokkru eft- ir að við vorum komin heim til Islands aftur, var það meðal annars í erlendum fréttum dag- blaðanna að einmitt þessi um- talaða brú yfir Tine hefði verið sprengd af írskum skæruliðum. Nú var dvölin á Englandi á enda, og héldum við heim á leið í mjög góðu veðri, og hélst sama blíðan yfir allan Norðursjóinn. Flestum sjómönnum þykja góðar pönnukökur. Ég stakk þá upp á því við Guðbjart yfirmatsvein hvort við ættmn ekki að baka pönnukökur. Jú, alveg sjálfsagt. Guðbjartur bjó til heljarinnar mikið deig og bökuðum við til skiptis, þar til kominn var stór stafli af pönnukökum, en deigið ekki hálfnað. Þá segir Guðbjart- ur. Við látum meira hveiti og ger- um þykkar lummur. jú, við bök- uðum annan eins stafla af lumm- um, og alltaf var nóg af deigi, svo við ákváðum að breyta enn, og settum meira hveiti og rúsín- ur og þá urðu þetta klattar. Svo var haldin veizla með Cakao, pönnukökum, lummum og klött- um. Góða veðrið hélzt allt upp i mitt hafið. Þá breytti snögglega eina nóttina. Frost og hríðarveð- ur tók við. Það versnaði alltaf í sjóinn eftir því sem norðar dróg, og við nálguðumst landið okkar. Nú var komið gífurlegt hvass- viðri, og Garðar farinn að láta illa. Ég var skorðuð í kojunni með björgunarbeltum og tepp- um og horfði á myndir og annað á veggjum herbergisins stampast til og frá. I þessu óveðri stóð Haraldur alltaf uppi. Þetta kvöld kom hann niður augnablik, og leit eitthvað í kortið. Sagði hann mér þá að hann ætlaði að reyna að freista þess að komast vestur úr Eyjum. Sagðist svo búast við að slóva eitthvað fram eftir nóttu. Ég svaf rólega í þessum skorð- um mínum, vaknaði kl. 6 um morguninn og sá á mælinum að skipið fór slóv-ferð. Svona var slóvað í 12 klukkustundir. Næsta dag þegar Gunnar loftskeyta- maður kom með pressuna var það meðal annars frétta að b.v. Hannes ráðherra hefði strandað þessa nótt. Upp úr hádegi rof- aði til og var þá sett á fulla ferð; og haldið þannig áfram allt þang- að til komið var að Reykjanesi, þá var hægt á aftur því mjög Bókaskrá Gunnars Hall IVýJar bækur írá Setberg Allir þeir, sem eitthvað hafa fengist við bókasöfnun og glugg- að í bókfræði, hafa fundið sárt til þess, að hafa ekki aðgengi- lega handbók sér við hönd ,sem geymdi skrá yfir hinn, að mörgu leyti torfengna feng, sem margar bækur eru orðnar hér á landi. Fiskeskráin var lengi vel það eina, er fróðleiksfúst fólk á þessu sviði,'gat stuðst við, en hún er einnig orðin í fárra höndum og enda hvergi nærri fullnægjandi, ekki hvað síst á því sviði, sem alþýða þessa lands hefur verið hvað mest áfjáð í, í bókasöfnun sinni, þar sem eru þjóðsögur, æviskrár og rímur. Það var þess vegna mörgum gleðiefni, er fréttist, að hinn mikli bjargvættur torfenginna bóka, Gunnar Hall bókasafnari, hefði í undirbúningi að skrá sitt stóra og dýrmæta safn og gefa síðan bókaskrá sína út í bókaformi, þannig að aðgengilegt væri fyrir fróðleiksfúsa og safnendur. Nú er bókaskráin komin út. Hið vandaðasta rit, bókfræðilegt verk, sem þjóðin fær seint þakk- að. Bókaskráin er í 10 fl. og er þannig skiptast: Blöð og tímarit — leikrit — riddara- og fornald- arsögur j— rímur — þjóðsögur og æfintýri — ævisögur og minn- ingarrit — erfiljóð og minningar- guðsþjónustur — grafskriftir. Hér hefur stuttlega verið get- ið um efni þessa verkt, og skal höfundi að lokum þakkað starf sitt í þjónustu bókfræði og mennta. P. Bókaútgáfan Setberg hefur nú eins og oft áður fyrir jólin sent frá sér margt ágætra bóka. Með- al þeirra bóka, sem Setberg gef- ur út að þessu sinni eru: annað bindi af skáldverkinu „Katrín Lafranzdóttir" eftir nóbelsverð- launaskáldkonuna Sigrid Und- set, bókin „Áfangastaðir um all- an heim“, þar sem ellefu þjóð- kunnir Islendingar rita um minn- isstæð ferðalög innanlands og ut- an, bókin „Við sem byggðum þessa borg“ endurminningar níu Reykvíkinga skráðar af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, þá er smásagna kverið „Islenzkir pennar“, sem hefur að geyma smásögur eftir 25 íslenzka rithöfunda, ný lækna- skáldsaga er þarna eftir Slaught- er, sem nefnist „Læknir á flótta“, þá er ný bók „Svaðilför á Sigur- fara“ eftir Dod Orsborne, sem skrifað hefur meðal annars „Skipstjórinn á Girl Pat“, og emnig hefur forlagið gefið út bók um fegrun snyrtingu og lík- amsrækt kvenna. Svo sem sjá má af þessari upptalningu, þá er hér um all fjölbreyttan bókakost að ræða. Blaðinu hefur borist tvær af hinum nýju bókum Setbergs, þær „Áfangastaðir um allan heim“ og „Svaðilför á Sigurfara". Eru báðar þessar bækur hinar skemmtilegustu aflestrar. Svaðilför á Sigurfara. Bókin Svaðilför á Sigurfara er skrifuð af ævintýramanninum Dod Orsbornes. Dod Orsbornes er íslenzkum lesendum þegar að góðu kunnur. Bækur hans „Skip- Goðtemiilaríihiisið í Hafnar- firði 70 ára Þann 17. desember árið 1886 var Góðtemplarahúsið hér í Hafnarfirði vígt. Á það því 70 ára aldursafmæli nú um þess- ar mundir. Það var stúkan Morgunstjarn- an nr. 11, sem byggði húsið. Var Góðtemplarahúsið þá aðeins einn stór salur. Árið 1888, er stúkan Daníelsher var stofnuð, þá gaf Morgunstjarnan henni helming hússins, og hafa þessar tvær stúkur síðan átt húsið sam- an. Salurinn, sem byggður var 1886 var 18 álnir á lengd en 14 álnir á breydd. Rúmaði hann þegar flest var um 300 manns. En íbúar í Hafnarfirði voru á þeim tíma eitthvað um 420, eft- ir því sem næst verður komizt. Sýnir það ef til vill betur en allt slæmt var í röstinni, og að öllu farið með gætni. Ég man það enn í dag að mér fannst skipið fara lang bezt í sjó þegar Bjarni Þórðarson og Jóhann heitinn Guðmundsson voru við stýrið. Bráðum erum við fyrir opn- um Hafnarfjörð. Nú blasir hann við okkur ljósum prýddur. Mér hefur oft fundist þegar maður kemur til Hafnarfjarðar sjóveg- inn, þá er eins og hann breiði annað, hversu hér var um stórt hús að ræða í þá daga. Árið 1907 er svo byggt sunnan við húsið leiksvið og íbúð húsvarðar, og árið 1929 er byggt við norður endann, rúmgóð forstofa, fata- hengi og salerni á neðri hæð og eldhús og veitingarstofa uppi. I þeirri mynd, er húsið núna. Góðtemplarahúsið var um margra ára bil miðstöð alls menn ingar og félagslífs hér í Hafnar- firði. Auk þess, sem stúkurnar liöfðu þar alla sína félagsstarfs- semi, þá fóru þar einnig fram fundir og samkomur annarra faðminn á móti manni, og mað- ur finnur sig vel komin heim. Langt er nú liðið síðan þessi ferð var farin og margt hefur breytzt. Geymi ég góðar minn- ingar um traust og gott skip, og ánægjulega samfylgd dugandi sjómanna. Ég óska gömlu ferðafélögun- um og öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og góðs og far- sæls komandi árs. stjórinn á Girl Pat“ og „Hættan heillar“ hafa báðar komið út í íslenzkri þýðingu og hlotið prýð- is viðtökur, enda eru þær spenn- andi og skemmtilegar. „Bókin „Svaðilför á Sigurfara“ er hvergi eftirbátur hinna tveggja fýrri bóka Dod Orsborn- es, hvað spennandi og skemmti- legar frásagnir snertir. í þessari nýju bók sinni segir höfundur frá ferð á skútunni Sigurfara til Af- ríku árið 1954. Haldið er sem leið liggur til Port Etienne, Dakar og síðan upp Gambíu-fljótið. Og það er margt sem fyrir ber. Les- andinn kynnist töframönnum, göldrum og leynifélögum. Sagt er frá heiðingjabrúðkaupi, ógn- aröld í Monróvía og frásögn er af mannætum í frumskógum Li- beríu. Bókin býr því yfir mörg- um spennandi og um leið fróð- legum frásögnum, sem halda huga lesandans föstum við efn- ið alla bókina í gegn. Mikið f jör og frásagnargleði einkenna bók- ina, enda standa manni margar lýsingar hennar Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Bókina prýða 12 myndir, og er frágangur henn- ar í alla staði hinn vandaðasti. Áfangastaðir um allan heim. Bókin „Áfangastaðir um allan heim“ er rituð af ellefu þjóðkunn- um Islendingum. Lýsa þeir í bók þessari minnisstæðum ferðalög- um innanlands og utan. Þeir sem frásagnir eiga í þessari bók eru: Árni Ola ritstjóri, Ferðalag aftur í fortíðina; Helgi P. Briem sendi- ráðherra, í borgarastyrjöldinni á Spái; Gísli Halldórsson verk- fræðingur, Frá Berlín til Hafnar (Framhald á bls. 13) félaga. Bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar hélt þar sinn fyrsta fund 1908 og síðan var húsið fundarstaður hennar í næstu 20 ár Þingmálafundir fóru þar jafn- an fram, og guðsþjónustur voru þar einnig haldnar. Hafa og nokkur börn verið skýrð þar. Veturinn 1907—8 var kennara- skólinn þar til húsa, en það var síðasta árið, sem hann var hér í Hafnarfirði. Sjálfar hafa stúkurn ar haldið um 8000 fundi í húsinu frá því fyrsta og fram á þennan dag. Og enn í dag mun salur Góðtemplarahúsins vera stærsti samkomusalurinn hér í Hafnar- firði, þegar kvikmyndahúsunum er sleppt. Núverandi formaður húss- stjórnar er Kristinn Magnússon, en æðsti templar í Daníelshern- um er Olafur Jónsson, en Guð- jón Magnússon í Morgunstjörn- unni. Frá því árið 1887, hefur starfað hér barnastúka og hefur hún haldið sína fundi í húsinu. Eru núverandi gæzlumenn henn ar Sigríður Sæland og Jón Jó- hanriesson. Stúkurnar minntust sameigin- lega þessa merka afmælis með hátíðarfundi s. 1. mánudag kl. 8.30, og var hann fjölsóttur.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.