Hamar - 22.12.1956, Blaðsíða 17

Hamar - 22.12.1956, Blaðsíða 17
22. desember 1956 HAMAR 17 Þegar jólin hurfu Hafnfirðingum (Framhald af bls. 7) Árið 1901 var Hafnarfjörður ekki svo mannmargur, að þar sem 50 vinnufærir menn voru mættir til vinnu kl. 6 að morgni, þá hafa ekki verið mörg heimili, að ekki ættu þar einn eða fleiri, og má þó búast við, að einhverjir hafi bætzt í vinnuna síðar um morguninn. Ekki munu þó. allir Hafnfirð- ingar hafa verið ánægðir með þessa vinnu, jafnvel einhverjir þeir, sem neyddust til að vinna hana, og var þetta aðeins af því, að vinnan kom á þessa hátíðis- daga. Einkum gætti þessa hjá hinu eidra fólki, þó sérstaklega meðal kvenna, og dæmi vissi ég þess, að húsmæður, sem vinnu- færa menn áttu heima, gátu ekki hugsað til þess, að þeir brytu svo átakanltega helgar venjur jólahaldsins með því að vinna svona vinnu sjálfa jóladagana, og létu þá hvergi fara. Ég held, að óhætt sé að stað- hæfa, að þau heimili, sem eng- an þátt tóku í þessari jólavinnu af ýmsum orsökum, hafi samt ekki sloppið með einhvers kon- ar áhrif þessarar óvenjulegu vinnu, þótt ekki væri nema um- talið, og jólasaltið komizt þann- ig inn á hvert einasta heimili í Hafnarfirði. Svo sem fyrr getur, var „Hekla“ að lokinni uppskip- un á saltinu flutt upp í fjöru í sunnanverðri Hamarsmöl norð- an Flensborgar. Þar skyldi skip- ið skoðað og síðar freista þess að fá það viðgert svo, að hægt væri að sigla því heim .til Nor- egs. Þegar sjór fjaraði undan skip- inu, komu skemmdir þær í jós, sem það hlaut við áreksturinn út af Skerjafirði á aðfangadags- morgun. Aðalskemmdirnar voru aftarlega á byrðing skipsins nærri botni þess. Var það rifa nokkur, þó eigi alllöng, sem að mestu endaði í allstóru gati, en í'því gati var fastur steinn, sem svo til fyllti þar út i. Sýnilegt var, að steinn þesssi hafði brotn- að af skeri því, sem skipið tók niður á, við átak vélar þess, eða sjóar, sem undir það hefur rið- ið, nema hvoru tveggja hafi ver- ið. Engu var líkara en steinn þessi hefði verið sagaður af sker- inu fast við byrðing sldpsins. Almennt litu menn svo á, að steinn þessi hafi átt mestan þátt í því, að skipið sökk ekki áður en hægt var að koma því á þurrt land, og mun þar rétt hafa ver- ið getið. Á árum þeim, þegar þetta skeði, voru íslendingar þess mjög vanbúnir að taka stál- eða járnskip til viðgerðar, rafmagns- lausir og tækjafáir, sem hvort tveggja þurfti til þess að bæta stórskemmdir á slíku skipi. Þó varð einhverra úrræða að leita. Hér voru nú kvaddir til hinir bezt búnu smiðir frá Reykjavík, og held ég, að víst sé, að verkið tæki að sér Gísli heitinn Finns- son járnsmiður, og fleiri kurina að hafa verið þar með í verki af hinum meiri háttar járnsmiðum. Hvað sem um þetta er, þá fór Hekla út af bankanum eftir 42 daga legu þar, og var talin sjó- fær. Eftir það sigldi hún strax út, og út komst hún heilu og höldnu, og kann ég hennar sögu ekki lengri. Það má nú segja, að sagan um jólasaltið sé fullsögð. Ég ætla samt að bæta hér við fáum orð- um sem framhaldssögu, þótt sú saga verði aðeins í einu blaði. Strax eftir að Hekla er lögð upp í fjöru, fór skipstjórinn, M. Nvgaard, að leita fyrir sér um samastað í landi, meðan viðgerð á skipinu stæði yfir. Skipstjór- inn var af léttasta skeiði, stór og feitur ,og hefur því verið ó- hægt um alla umferð um skipið, þar eð það hallaðist mjög, þegar undan því féll, og of stirðan og þungan taldi hann sig vera til að klífa skipið upp og ofan, þeg- ar í land þurfti að fara. Frú Helga Proppé rak þá enn brauð- gerðarhús í Hafnarfirði, og varð hún til þess að taka þennan norska skipstjóra, og bjó hann hjá henni þar til viðgerð skipsins var lokið. Allir aðrir skipsmenn bjuggu í skipinu. Þessi' ár vann ég i brauðgerðarhúsi frú Helgu, og var yfirbakarinn Magnús Er- lendsson. Ekki var skipstjórinn lengi búinn að vera í landi, þeg- ar fór hann að leggja göngur sín- ar fram í brauðgerðarhúsið til okkar, sem þar vorum að vinna og þá oftast mjölugir upp fyrir haus. Eftir fyrstu heimsókn hans til okkar mátti kallast, að hann eyddi mestur hluta dagsins í fé- lagsskap okkar, innan um mjöl- og hveitisekki, lifandi og dauða, innan um pönnur með logheitum vínarbrauðum og bollum og öðr- um hveitibrauðum ,eða þá rjúk- andi borðum hlöðnum rúðbrauð- um. Vinnupláss okkar var held- ur lítið, en maðurinn stór og fyr- irferðarmikill, og var hann því stundum okkur heldur til óþæg- inda, þótt við forðuðumst að láta hann verða þess varan. Oft henti það, að hans fínu bláu skipstjóra- föt voru allt í einu orðin hvít- flekkótt af mjöli, og fórum við þá ósjálfrátt að reyna dusta það af honum með berum höndum, en við það varð hann bara enn hvítari, og sagði hann þá á sinni ágætu norsku, að þetta væri ekki hættulegt, eða að þetta gerði ekk- ert til. Viðræðugóður var hann og sítalandi, og mikla ánægju höfðum við af honum, þegar við gáfum okkur tíma til að hlustá á hann. Margt skemmtilegt sagði hann okkur, bæði frá heimalandi sínu og frá öðrum löndum, sem hann hafði siglt til. Hann var fyrsti Norðmaðurinn, sem ég kynntist svo að nokkru nam, þótt ég síðar ætti eftir að kynnast mörgum nánar. Enn þá rekur mig minni til þess, að þá fyrst heyrði ég þann mikla mun á máli þeirra Norðmanna eftir því, frá hvaða landshluta þeir eru. Eitt sinn kom einn af hásetum hans og var eitthvert erindi að reka fyrir skipið. Þetta var maður um eða innan við tvítugt, feikna risi á allan vöxt, en það gat ekki heit- ið að við Magnús skildum neitt af því, sem hann sagði. Við spurðum skipstjóra, hverju þetta gegndi, og sagði hann okkur, að maður þessi væri lengst innan úr Dölum og væri nú fyrst að sjá sig um í heiminum, og kvaðst hann fyrst varla hafa skilið mál hans til fulls. Ekki gerði skipstjórinn víðreist meðan hann dvaldi í Hafnarfirði. Þó mun hann flesta daga, ef veð- ur var bærilegt hafa farið suður að skipi sínu til að líta á, hvern- ig viðgerðin gegni þar, án þess þó að skipta sér nokkuð af henni. Hann trúði smiðunum alveg fyrir því og sagði, að þar væru menn, sem full skil kynnu á að nota sín fábreyttu verkfæri, á það væri engu hægt að bæta. í öndverðan febrúar fór Hekla út af bakkanum, og litlu síðar kom skipstjórinn, M. Nygaard, til þess að kveðja þar, sem hanri hafði búið í bezta yfirlæti nokk- uð á .annan mánuð. Allir í hús- inu kvöddu hann með söknuði og þökk fyrir ágæt kynni og ósk- uðu honum alls þess bezta. Þá var þetta skip látið úr höfn að nýju, og efast ég um, að koma nokkurs erlends skips hafi kom- ið af stað öðru eins umtali og róti á hugi fólks í Hafnarfirði, fyrr né síðar, sem skipið sem kom með jólasaltið. Gleðileg jól! Gott ár 1957. Jón Mathiesen Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. Verzlun Halla Sigurjóns Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin Málmur Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Húsgagnavinnustofan Kirkjuvegi 18 Hannes H. Sigurjónsson V & I i y Farsælt nýár! '' GLEÐILEG JOL! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Guðjón Magnússon GLEÐILEG JÓL! Bílaverkstæði Vilhjálms Sveinssonar

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.