Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 2

Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 2
2 2. desember 2010finnur.is VILT ÞÚ VITA HVERS VIRI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Jóna Svava Sigurðardóttir lærði senni-lega að prjóna áður en hún lærði sta-rófið. Frá fimm ára aldri hefur húnvarla lagt frá sér prjónana, og er alls ekki ein um að vera með mikla prjónadellu ef marka má vinsældir prjónaáhugahóps hennar á Facebook. „Þegar ég setti hópinn á laggirnar árið 2008 voru fljótt komnir 500 manns, en núna erum við yfir 10.000,“ segir hún en á Fa- cebook-svæðinu skiptast meðlimir m.a. á upp- skriftum og sýna myndir af sköpunarverkum sínum. „Það er mikið um að vera og sem dæmi eru komnar um 4.700 myndir á svæði þessa klúbbs.“ Félagsskapurinn fékk nafnið að láni frá Jónu og geta áhugasamir slegið inn í leitargluggann „Prjóna Jóna“ til að gerast meðlimir. Gott að prjóna í kreppu Vinsældir hópsins segir Jóna til marks um það að prónalistin sé vinsælli en margan grun- ar og hafi ekki síst blómstrað eftir hrun bank- anna. „Ég man að fyrir þetta 15 árum eða svo, þegar ég var sjálf í kringum hálfþrítugt, hvað mörgum þótti undarlegt að ég væri að prjóna á þessum aldri. Núna er viðhorfið gjörbreytt og allt niður í 10 ára strákar eru duglegir að prjóna fallega hluti. Einn vinur sonar míns veit ég t.d. að útvegar sér vasapening með því að prjóna og selja föt á dúkkur.“ Nú er svo komið að finna má allgóðan fjölda íslenskra prónahópa á Facebook, þó að enginn þeirra nái reyndar þeirri miklu stærð sem hóp- urinn hennar Jónu hefur náð. „Kannski þykir fólki gott að leita í þetta eftir allt sem gengið hefur á í samfélaginu. Að sitja og prjóna er jú mjög róandi og líka gaman að sjá hvernig sköpunarverkið tekur smám saman á sig mynd. Svo eru prjónuð föt komin aftur í tísku og mjög fallegt að vera t.d. í flottri handgerðri ull- arpeysu,“ segir Jóna en prjónafólkið lætur ekki duga að prjóna hvað í sínu horni og er klúbb- urinn duglegur að hittast. „Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar hittumst við í Okkar bakaríi í Garðabæ, og yfirleitt á blinu 40 til 80 manns sem koma í hvert skipti.“ ai@mbl.is Yfir 10.000 meðlmir í hópi Prjóna-Jónu og á bilinu 40 til 80 hittast í mánuði hverjum. Morgunblaðið/Golli „Kannski þykir fólki gott að leita í þetta eftir allt sem gengið hefur á í samfélaginu. Að sitja og prjóna er jú mjög róandi,“ segir Jóna Svava Sigurðardóttir, eða Prjóna-Jóna. Stærsti prjónahópur landsins er á Facebook Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða- menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Allir þekkja hörðu karamellurnar, Wert- her’s Original, sem kalla fram í hugann sælustundir með skeggjuðum þýskum afa sem maður aldr- ei átti. Margt fleira kemur samt af færi- bandinu hjá Werther gamla og mjúku karamellurnar, Clas- sic Creamy Tofees, skilja þessar hörðu hreinlega eftir í rykinu. Karamellurnar eru alveg eins og nafnið lofar: alveg ekta mjúk og seig gullin karamella, og minnir á ferhyrndu karamellurnar sem ein- hverra hluta vegna hafa horfið úr Quality Street-boxunum (og voru örugglega með fyrstu bitunum til að klárast á flestum heim- ilum). En ógæfu Íslands verður allt að vopni. Þessi tiltekna karamella er ekki til sölu á Íslandi, þó að innflytjandinn segist reyndar vera að skoða málið. Sennilega yrði bitinn svolítið dýr eftir að klínt hefur verið á sykursköttum og tollum sem minna óþægilega á kaupauðgisstefnu 17. ald- ar. ai@mbl.is Hefurðu smakkað … Werther’s mjúku karamellurnar? Alveg ekta yndislegar Aðdáendur Friends- þáttanna kannast eflaust við brandarann um að maður verði að sofa jafnt á báðum hliðum yfir nótt- ina til að eyrun standi ekki mislangt út. Lækna- vísindin virðast núna benda til þess að það skipti í alvöru máli á hvorri hliðinni sofið er, þó að það hafi ekki að gera með ásýnd eyrnanna. New York Times birti á dögunum grein þar sem raktar eru nokkrar rannsóknir sem leitt hafa í ljós jákvæð áhrif þess að sofa á vinstri hliðinni, a.m.k. ef mað- ur á við vélindabakflæði (þ.e. brjóstsviða) að stríða. Hvað veldur þessu er ekki með öllu ljóst. Annars vegar er sú tilgáta að það að liggja á hægri hliðinni slaki meira á lokunni milli maga og vélinda, svo magasýrurnar leki frek- ar út og valdi brunatilfinningunni. Hin er sú að með því að liggja á vinstri hliðinni liggi inni- hald magans þannig að það nær ekki að lok- unni að vélindanu, og flæði því síður upp. ai@mbl.is Heilsuráð vikunnar Betra að sofa á vinstri? Sjálf kveðst Jóna ekki ná að prjóna eins mikið og hún vildi. Barnauppeldi og heim- ilisrekstur kalli á mikla vinnu og þá fer mikill tími í að undirbúa prjónauppskriftir fyrir vefinn. „En það eru samt prjónar og garn inni í öllum skúmaskotum og skáp- um og stundum grípur maður í prjóna- skapinn á meðan suðan kemur upp á kart- öflunum.“ Prjónað yfir pottunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.