Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 4

Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 4
fasteignir ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík, s: 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardag 10-20 sunnudag 12-20 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM JÓLALJÓSUM TIL JÓLA Sex manns starfa hjá Eldhúsvali, allt þaulvanir menn í hverskonar innréttingasmíði. Eig- endur eru Haraldur Jónsson og Þórarinn G. Valgeirsson sem er til hægri á myndinni. Ístað þess að rifa seglin ákváðum að horfa fram á veginn og vinna nýlönd. Og þegar allt kemur til alls eru mörg sóknarfæri enda talsverðumsvif í byggingariðnaðinum. Margir eru að dytta að heima hjá sér ogtelja að besti tíminn sé til þess einmitt nú. Sú sókn sem við blésum til var í raun atvinnuskapandi verkefni,“ segir Þórarinn G. Valgeirsson, annar af eigendum Eldhúsvals við Sóltún í Reykjavík. Mikilvæg lýsing Þar á bæ var nýlega opnaður glæsilegur sýningarsalur þar sem er fjölbreytt úrval af hvers konar innréttingum til dæmis fyrir eldhús, svefnherbergi, for- stofur, bað og svo framvegis. Í tímans rás hafa eigendur Eldhúsvals, þeir Þór- arinn og Haraldur Jónsson, starfað með fjölmörgum hönnuðum. Við uppsetn- ingu sýningarsalarins nú völdu þeir samstarf við Valgerði Á. Sveinsdóttir innanhúsarkitekt sem þeir hafa raunar talsvert starfað með áður. „Í sýningarsalnum lagði hönnuðurinn áherslu á að skapa hlýlegan svip. Mik- ilvægi lýsingar var haft í huga viðhönnun innréttinganna og var sérstaklega hugsað um góða vinnulýsingu, lýsingu á innréttingar og yfir matborði,“ segir Þórarinn. Í innréttingarnar var valinn mjög vandaður búnaður sem auðveldar alla um- gengni og skipulag. Má þar nefna skúffubrautir með dempurum sem má draga út að fullu. Boðið er upp á margar lausnir varðandi nýtingu á skúffunum. Með- al lausna má nefna rekka fyrir krydd, hnífaparabakka, skilrúm í skúffur og áhaldahólf. Einnig er boðið upp á nokkrar tegundir af ruslafötum og góðar lausnir fyrir búrskápa sem þykja ómissandi í hverri eldhúsinnrétt- ingu. Í sýningarsalnum má einnig sjá mismunandi útfærslur á efri skápum. Þar má nefna nútímalega og létta slíka skápa, t.d. í eldhúsi og anddyri. Mannskapurinn okkar auður Eldhúsval er gamalgróið fyrirtæki og þar hafa menn, eins og nafn- ið ber með sér, talsvert sinnt smíði eldhúsinnréttinga. „Hér erum við með sex menn í vinnu og sumir hafa verið hjá okkur í meira en tutt- ugu ár. Þessi mannskapur og reynsla hans er okkar auður og tölum við það betri kost að gera okkur sýnilegri, setja hér upp sýningarsal og draga að okkur fólk eins og sannarlega hefur orðið raunin. Og nú er verkefnastaðan hjá okkur nokkuð góð og við horfum því bjartsýn- ir fram á veginn. sbs@mbl.is Eldhúsval við Sóltún í Reykjavík opnar nýjan sýningarsal Innréttingar með hlýum svip Morgunblaðið/Golli Lýsing ræður miklu um hver heildarsvipur innréttinga t.d. í eldhúsi verður. Sýningarsalurinn er býsna snotur og er hannaður af Valgerði Á. Sveinsdóttur innanhúsarkitekt. Sóknarfæri enda talsverð umsvif í bygg- ingariðn- aðinum. Margir eru að dytta að heima hjá sér og telja að besti tíminn sé til þess einmitt nú. Sú sókn sem við blésum til var í raun at- vinnuskapandi verkefni Lækjargata 4 er fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið í Reykjavík, byggt að stofni til árið 1852 en var seinna stækkað. Verslunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað í húsinu og þar var seinna verslun Hag- kaupa. Húsið var flutt á Árbæj- arsafn árið 1988. Íslensk hús Lækjargata 4 Virðisaukaskattur vegna vinnu við endurbætur húsnæðis fæst endurgreiddur til loka næsta árs, skv. frumvarpi fjármálaráðherra sem nú liggur fyrir á Alþingi. Upphaflega gilti heimildin til nk. áramóta. „Talið hefur verið að þessi end- urgreiðsla hafi reynst mjög vel, haft verulega jákvæð áhrif til aukinnar atvinnu og jafnframt þjónað þeim tilgangi að koma viðskiptum bet- ur upp á yfirborðið,“ sagði fjármálaráðherra á Alþingi á dögunum. Nefndi hann þar m.a. átakið Allir vinna sem aðilar vinnumarkaðarins og fleiri stóðu fyrir sl. sumar. sbs@mbl.is Hagsbætur fyrir húseigendur Morgunblaðið/Ernir Vaskurinn fæst áfram til baka Börnum fjölgar áfram í yngsta aldurshópnum í Reykjavík, þó einna minnst í Grafarvogi og Ár- bæjarhverfi, þar sem fjölgunin er 2-7%. Í öðr- um hverfum er fjölgun allt að 30%. Þetta kem- ur fram í greinargerð með fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta þýðir að fjölga þarf leik- skólaplássum í borginni. Dregið verður mjög verulega úr gatnaframkvæmdum í Reykjavík á næsta ári en í staðinn eiga að koma áherslur á endurnýjun eldri hverfa, segir Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs. Ný sýn í fjárhagsáætlun Reykjavíkur Börnum fjölgar og stefnu borgar breytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.