Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 14

Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 14
bílar Askja kynnir á föstudag og laugardag nýjan KIA Sportage íhöfuðstöðvum sínum við Krókháls í Reykjavík og hjá um-boðsfyrirtækjum á Akranesi, Akureyri, Selfossi og í Reykja-nesbæ. Nýr Sportage frá Kia, sem kynntur var síðla sum-ars, hefur hlotið lofsamlegar umsagnir og framleiðsla á bílnum hefur verið aukin. Öryggisbúnaður er rómaður. Bílasýning hjá Öskju Kynnir KIA Sportage Ráðamenn í Lundúnaborg hafa ákveðið að setja upp með vorinu kerfi rafhleðslustaura vítt og breitt um borgina. Þegar kerfið verður að fullu komið upp verða hleðslustöðvarnar 1.300, tvöfalt fleiri en bensínstöðvarnar. Til að hafa hlutina sem einfaldasta verður eitt félag um kerfið, Source London. Aðgang að hleðslukerfinu fá bíleigendur með áskrift sem mun kosta að hámarki 100 sterlings- pund, 18 þús. ísl. krónum. Gegn því gjaldi get- ur eigandi rafbíls hlaðið hann að vild í eitt ár án frekari gjaldtöku. agas@mbl.is Breytingar í Lundúnaborg Fleiri hleðslustaurar en bensínstöðvar Gríðarleg sala á bílum undanfarna mánuði í Kína gæti komið heildarsölunni yfir átján milljón bíla. Það er 30% aukning frá fyrra ári. Það toppar þó ekki vöxtinn milli áranna 2008 og 2009 sem var 50%. Þessi sala er fast að helmingi meiri en verður á árinu í Bandaríkj- unum. Er Kína með mikla yfirburði yfir önnur lönd heimsins í bílasölu. Ekki er búist við álíka vexti í sölu á næsta ári, en um áramót rennur út eftirgjöf ríkisins á sölusköttum á nýjum bíl- um. finnur@reykjavikbags.is Mikil sala bíla í austrinu Bílasala í Kína fer yfir 18 milljónir Með þessum fyrirætlunum eykstþungi í skattheimtu að mun ogmér segist svo hugur um aðeinhverjir þyrftu hreinlega að hætta í jeppamennskunni. Það þýðir ein- faldlega minni tekjur fyrir ríkið í stað þess að ef skattheimtan væri hófleg þá væru menn tilbúnir að mæta slíku,“ segir Svein- björn Halldórsson, formaður Ferðaklúbbs- ins 4x4. Flotinn mun eldast Algengar tegundir bíla munu hækka tals- vert í verði og sumar mik- ið verði frumvarp til laga um breytingu á vörugjöld- um af ökutækjum að lög- um. Pallbílar og algengir jeppar munu hækka mikið í verði. Líklegt er að fyrirhuguð breyting taki fyrir inn- flutning á öllum algeng- ustu bílum frá Bandaríkj- unum. Þá munu algengir jeppar hækka umtalsvert í verði í verði. Kemur fram í vörugjaldafrumvarpi fjár- málaráðherra að Toyota Land Cruiser muni að óbreyttu hækka í verði um 400 þúsund kr. og Mitsubishi Pajero um 750 þús. kr. „Ríkið fær minni tekjur af vörugjöldum dragist innflutningur meira saman,“ segir Sveinbjörn. Getur fjölgað slysum Félag íslenskra bifreiðaeigenda er ekki sátt við lagafrumvarpið. „Við áteljum að leggja eigi 45%, 55%, 60% og 65% vörugjald á miðlungsstórar og stærri bifreiðar. Í þess- um flokkum eru oft bifreiðar sem fyrst koma með betri öryggisbúnað inn á mark- aðinn og ökutæki sem geta verið nauðsyn- leg öryggistæki,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bendir á alls verði sextán gerðir ökutækja undanþegnar vörugjöldum og níu gerðir ökutækja sem bera annaðhvort 13% eða 30% vörugjald. „Verði smábifreiðar vinsælastar eftir mögulega kerfisbreytingu er það hluti af eðlisfræði að minni bifreið fer gjarnan hall- oka í árekstri við þyngri og stærri ökutæki. Þessi staðreynd getur fjölgað slysum í um- ferðinni,“ segir Runólfur. sbs@mbl.is Fyrirhuguð hækkun á vörugjöldum á bíla mælist illa fyrir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílamenningin mun breytast með hærri vörugjöldum á eyðsluþyngri bíla. Jepparnirnir verða gullkista fyrir ríkið eins og samnefndur stapi ofan við Laugarvatn sem hér er í baksýn lestar frá Bílabúð Benna. Hætta í jeppamennsku og öryggið verður minna Sveinbjörn Halldórsson Óvíst er hvert sænsku bílsmiðjurnar Volvo stefna í framtíðinni. Ágreiningur er sagður ríkja um það milli stjórnenda fyrirtækisins og yfirmanna kínverska bílaframleiðandans Geely, sem keypti Volvo fyrr á árinu. Li Shifu, stjórnarformaður Geely, játaði þessu á ráð- stefnu kínverskrar útgáfu viðskiptablaðsins Financial Times. Hann lýsti þar þeirri skoðun Geely, að Volvo ætti að þróa stærri fólksbíla fyrir kínverskan markað. Stjórnendur Volvo vilja fremur leggja áherslu á smíði sparneytinna og vistvænna smærri bíla, að sögn Li. Þegar kaup Geely á Volvo af Ford voru um garð gengin sagðist Li áforma að Volvo legði aukna áherslu á stærri og dýrari bíla sem keppa myndu við s-gerðir Mercedes og 7-seríuna frá BMW. Stefan Jacoby, forstjóri Volvo, telur það ótímabært enda hafi fyrirtækið einsett sér að selja 800 þúsund bíla á ári eftir ára- tug en það er tvöfalt meiri sala en í dag. Til að ná settu marki þurfi Volvo að ein- beita sér að smærri og sparneytnari bílum; huga að sérlegum gæðum og hætta að herma eftir þýsk- um bílsmiðum. agas@mbl.is Ágreiningur um stefnuna hjá Volvo Stjórnendur vilja vistvæna bíla Volvo er fasteign á hjólum eins og eitt sinn var auglýst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.