Morgunblaðið - 02.12.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.12.2010, Qupperneq 15
2. desember 2010 15 bílar Spurt: Bíllinn er Volvo XC70 af ár gerð 2004 ekinn einungis 65 þús. km. Fyrir skömmu tók bilunarljósið að lýsa í tíma og ótíma án þess að hægt væri að merkja gangtruflun eða bilun í bílnum. Kóðalestur á verkstæði gaf til kynna sogleka. Vandinn er bara sá að þótt leitað hafi verið dyrum og dyngjum finnst enginn sogleki í vél- arrúminu. Er þetta eitthvað sem er þekkt í þessum bílum? Svar: Eldsneytiskerfið í nýlegri bíl- um á að vera algjörlega þétt. Til að útiloka sogleka þarf einnig að sog- prófa eldsneytislögnina aftur í bens- íngeymi. Þekkt orsök sogleka í þessu kerfi er óþétt bensínlok. Skoðaðu þéttinguna innan á lokinu. Séu sjáan- legar sprungur í henni er lokið óþétt og orsök þess að „Check engine- ljósið“ lýsir. Nýtt lok færðu í umboð- inu. Í nýlegri Ford, Lincoln og Volvo kviknar bilunarljósið sé dælt elds- neyti á geyminn með vélina í gangi (sem á að sjálfsögðu aldrei að gera – hver sem bíllinn er)! Spurt: Ég er að velta fyrir mér kaup- um á Ford Explorer V6 árg. 2005- 2006, eknum 58 þús. km. Er þetta eitthvað sem þú myndir skoða? Er þetta góður bíll? Eyðir þessi meira en Pajero Sportarinn minn? Stærri vél í þessum en hjá mér sem líklega myndi kalla á meiri eyðslu að ég held. Annað. Myndir þú ryðverja und- irvagn 2003 árgerð af Pajero Sport ek. 97 þús. km? Það er aðeins að byrja ryð undir stigbrettum á hon- um. Ég hef einnig skoðað Ford F-250 með 6 lítra Dieselvél. Eru þær, eins og mér hefur verið sagt, bil- anagjarnar og dýrar í rekstri? Svar: Explorer eyðir í þéttbýli um 17-20 lítrum. V6-vélarnar í Explorer 2005 og yngri eru gallagripir (4 tíma- keðjur) sem fyrr eða síðar rasa niður með skelfilegum kostnaði. 6 lítra Ford V8 Diesel-vélin (í Ford- pallbílunum) hefur reynst bil- anagjörn óheillakráka en nú virðist komið í ljós að uppspretta allra vand- ræða í þeim vélum eru lélegir hedd- boltar. Við álag umfram vanalegt halda þeir heddpakkningum ekki þéttum. Þá byrjar pústþjappan að fyllast af sóti, síðan EGR-hringrásin og fyrr en síðar hrynur vélin. Með sterkari heddboltum frá ARP (IB á Selfossi) hefur reynst unnt að laga þetta þannig að vélin verði til friðs (sjá grein í Brotajárni 35 á Vefsíðu Leós). Ég myndi engan undirvagn ryðverja með kvoðu – hún eyðileggur jeppagrindur á 10 árum. Rífðu þetta upp og hreinsaðu með vírbursta eða rokk og úðaðu yfir með keðjufeiti (ysta lag hennar storknar). Spurt: Ég er með Pajero ’98, ekinn 198 þús. þegar honum hefur verið bakkað smáspöl í R eða látinn renna heyrist „glussavæl“ eða hvinur og er stöðugt þar til stöðvað er. Hljóðið heyrist ekki þegar ekið er áfram. Hvað getur þetta verið? Svar: Bilunum sem lýst er með hljóði er oft erfiðast að átta sig á. Tillaga: Mældu vökvastöðuna á skiptingunni með heita vél í lausagangi, stöðu- bremsu á og skiptingu í N. Það gæti vantað vökva á skiptinguna. Sé langt síðan vökvi og sía voru endurnýjuð kann að vera kominn tími til. Þú færð það gert hjá Smurstöðinni Klöpp við Vegmúla í Reykjavík. Leó M Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ít- arlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Algjörlega þétt eldsneytiskerfi Morgunblaðið/Jim Smart Vélar í Ford Explorer sem eru framleiddir 2005 hafa reynst gallagripir. Upp- spretta allra vandræða þar eru lélegir heddboltar, segir í bílapistli vikunnar. Nú er allra veðra von og eins gott að hafa rúðuþurrkurnar í lagi. Mörg- um hefur blöskrað hátt verð á venjulegum rúðuþurrkum á fólksbíla og jeppa. Verð er misjafnt eftir bílum en algengt verð á setti (2 stk.) er um og yfir 5 þús. kr. á bensínstöð. Því var ég fljótur að nýta tækifærið þegar ég sá að Poulsen í Skeifunni í Reykjavík er með sértilboð á þurrkublöðum í desember, með ásetningu. Ég fékk settið komið á minn gamla Opel fyrir 1.390 krónur! Rúðuþurrkur á tilboðsverði Ábending Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn en það stöðvar ekki framsýna bílaframleiðendur eins og hjá Volvo í að velta spurningunni fyrir sér. Reyndar telur Volvo sig ef til vill luma á svarinu, í það minnsta hvað varðar visthæfa sportbíla framtíð- arinnar. Volvo sýnir slíkan bíl á bíla- sýningunni í Los Angeles sem haldin er þessa dagana. Bíllinn er nokkuð nýstárlegur og ef allir bílar verða eins og hugmyndabíllinn, Volvo Air Motion, þá er engin ástæða til að hræðast framtíðina. Volvo Air Motion er fjögurra manna sportbíll sem er léttari en Formúlu 1-kappakstursbíll og meng- ar ekkert þrátt fyrir að vera öflugur, þar sem hann gengur fyrir þrýsti- lofti. Aðeins 450 kíló Volvo kynnir bílinn á hönn- unarsamkeppni bílasýningarinnar og því er um módel af bílnum að ræða í hlutföllunum 1:4. Ef um fulla stærð af bíl væri að ræða reiknast Volvo til að bíllinn yrði undir 450 kílóum á þyngd sem er með því allra minnsta sem sést hefur í fjögurra manna bíl. Til að vega svo lítið þarf að hugsa smíðina alveg upp á nýtt, og það ger- ir Volvo einmitt. Einn helsti kostur bílsins er að hann notast við þrýsti- loft til að knýja sig áfram og þannig losnar bíllinn við að bera þungan brunahreyfil og fjölda annarra stoð- kerfa sem þurfa bæði vökva, leiðslu og búnað. Til dæmis má nefna að eðli þrýstiloftsvélbúnaðar er þannig að þegar bíllinn nýtir loftorkuna að fullu þá eykst kæling vélbúnaðarins og því er engin þörf á þungu og flóknu kæli- kerfi. Nýjustu og léttustu efni sem völ er á eru notuð, svo sem sérlega þunnt en sterkt koltrefjaefni og sér- hannaðar felgur og dekk sem geta verið mjög óhefðbundin vegna sér- kennilegs byggingarlags bílsins. Volvo-hugmyndabíllinn ætti að falla vel í kramið í hönnunarkeppn- inni þar sem þemað var að draga úr þörf bílaiðnaðarins á orku og efni. finnur@reykjavikbags.is Módel af sportbíl framtíðarinnar hjá Volvo sem er frábær bíll í Formúluna. Framtíðar-Volvo sýndur í Englaborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.