Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 1

Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 1
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 íþróttir Golf Birgir Leifur Hafþórsson lék síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu á þremur höggum undir parinu. Það dugði skammt fyrir Íslandsmeistarann sem er úr leik á mótinu. 4 Íþróttir mbl.is Reuters Þrenna Real Madrid varð í gærkvöld fyrst liða til að skora 300 mörk í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Karim Benzema skoraði 300. markið og bætti svo við tveimur til viðbótar. Þar með varð hann þriðji leikmaðurinn í sögu Real til að skora þrennu í Meistaradeildinni. Það höfðu Raúl og brasilíski Ronaldo gert. Jón Guðni Fjólu- son er þessa dag- ana til reynslu hjá þýska knatt- spyrnufélaginu Fortuna Düssel- dorf eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Á vefmiðli þýska blaðsins Bild er fjallað um leikmannamál félagsins og leiddar að því líkur að Framaranum sé ætl- að að koma í stað brasilísks mið- varðar að nafni Tiago Calvano. Þar er einnig vitnað í Atla Eðvaldsson, sem er goðsögn hjá stuðnings- mönnum Fortuna Düsseldorf eftir veru sína þar á 9. áratug síðustu aldar, sem hrósar Jóni Guðna mjög: „Hann er virkilega hæfi- leikaríkur og á eftir að ná langt,“ sagði Atli. sindris@mbl.is Atli mælir með Jóni Guðna Jón Guðni Fjóluson Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U21 árs landsliðs- ins í knattspyrnu, er farinn að hugsa sér til hreyfings frá belgíska 1. deildarliðinu Mechelen. Bjarni samdi til þriggja ára við Mechelen í sum- ar en hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu á tímabilinu. Hann hefur komið við sögu í átta leikjum liðsins af 17 í deildinni og í þeim öllum hefur hann komið inn á sem varamaður seint í leikjunum. Erfitt og leiðinlegt „Þetta er orðið frekar erfitt og leiðinlegt. Það er eins og þjálfaranum finnist ég ekki passa inn í leikstíl liðsins en þar er ég honum mjög ósam- mála. Ég veit og hef séð það sjálfur á æfingum og í þeim leikjum sem ég hef verið með í að ég er nógu góður til að spila hér en það er víst ekki nóg,“ sagði Bjarni Þór við Morgunblaðið í gær. Bjarni hefur leikið stórt hlutverk með U21 árs landsliðinu sem í haust tryggði sér sæti í úr- slitakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Danmörku næsta sumar og telur fyrirliðinn mik- ilvægt að hann komist í gott leikform áður en mótið skellur á. Byrjaður að líta í kringum sig „Ætli ég sé ekki búinn að spila samanlagt í svona 90 mínútur. Í öllum blaðaviðtölum segjast þjálfararnir vera rosalega ánægðir með mig en það breytir því ekki að ég fæ fá tækifæri. Fólk í kringum liðið og stjórnarmenn eru mjög hissa hversu lítið ég fæ að spila en það er víst einn maður sem ræður, þjálfarinn. Ég er byrjaður að líta í kringum mig enda verð ég að fá að spila og vil vera í sem bestu leikformi þegar úr- slitakeppni Evrópumótsins hefst í sumar. Hlut- irnir geta oft verið fljótir að breytast í fótbolt- anum en ef ástandið verður óbreytt næstu vikur þá verð ég að komast í burtu,“ sagði Bjarni Þór. Bjarni Þór orðinn órólegur  Fyrirliði U21 árs landsliðsins orðinn þreyttur á bekkjarsetunni hjá Mechelen  Hefur verið úti í kuldanum og aðeins spilað samtals um 90 mínútur með liðinu Morgunblaðið/Ómar Bjarni Þór Viðarsson Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslensku landsliðskonurnar Þor- gerður Anna Atladóttir og Karen Knútsdóttir gætu báðar leikið í norsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik á næsta leiktíð. Alltént er áhugi fyrir því meðal forráðamanna norskra hand- knattleiksliða samkvæmt heim- ildum Morg- unblaðsins Þorgerður Anna hefur um nokkurt skeið verið undir smásjá úrvals- deildarliðsins Flint Tønsberg sem um þessar mundir situr í 7. sæti deildarinnar. Þá er mikill áhugi hjá Levanger, fyrir að fá leikstjórnanda Fram og íslenska landsliðsins, Karen Knúts- dóttur, í raðir félagsins á næsta sumri. Ágúst Jóhannsson þjálfar Levanger-liðið sem er í 11. sæti úr- valsdeildarinnar auk þess sem Rakel Dögg Bragadóttir landsliðskona leikur með liði félagsins. Levanger er frá samnefndum bæ rétt norðan við Þrándheim. Flint Tønsberg hefur haft auga á Þorgerði Önnu um nokkurt skeið. Liðið hefur bækistöðvar í bænum Tønsberg sem er rúmlega 20 km norðan við Sandefjord. Mikill áhugi er fyrir handknattleik á þessu svæði í Noregi og nær alltaf uppselt á heimaleiki liðsins sem þykir standa á traustum fjárhagslegum fótum. Morgunblaðið hefur einnig heim- ildir fyrir því að Þorgerður Anna hafi verið í sambandi við félagslið í Þýskalandi á dögunum. Áhugi fyrir Karen og Þor- gerði í Noregi Þorgerður Anna Atladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.