Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik
vann öruggan sigur á því norska,
35:29, í leiknum um þriðja sætið á
heimsbikarmótinu í Malmö í Svíþjóð
í gær. Ísland var yfir í leiknum frá
upphafi til enda, m.a. munaði tveim-
ur mörkum í hálfleik, 18:16. Mestur
varð munurinn níu mörk, um tíu
mínútum fyrir leikslok, 31:22, en
eins og tölurnar gefa til kynna réð
íslenska liðið lögum og lofum í leikn-
um, þá ekki hvað síst í síðari hálfleik
þegar norska liðið var hálfráðþrota á
köflum í sóknarleik sínum.
Þegar landsliðið kemur saman á
ný í byrjun næsta árs verður auð-
veldara að byggja ofan á þann grunn
sem nú fyrri hendi en þann sem skil-
inn var eftir að loknum viðureign-
unum við Austurríkismenn og Letta
í haust.
Engar sveiflur voru í leik íslenska
liðsins, heldur gekk það áfram eins
vel smurð vél sem eingöngu varð
gangþýðari eftir því sem á leið
Varnarleikurinn var mjög traust-
ur allan leikinn og fór bara batnandi
eftir því lengra var komið inn í leik-
inn undir verkstjórn Sverres og
Ingimundar. Framliggjandi varn-
arleikur var spilaður mjög ákveðið
en eins gekk vel þegar breytt var yf-
ir í 3/2/1 eða fimm plús einn.
Sveinbjörn Pétursson stóð í mark-
inu frá upphafi til enda og sótti í sig
veðrið eftir því sem á leið. Hann var
góður í fyrri hálfleik en hreint frá-
bær í þeim síðari þegar hann varði
12 af þeim 20 skotum sem hann varði
alls. Ljóst er að með framgöngu
sinni í leikjunum tveimur í Svíþjóð
hafa Björgvin Páll Gústavsson og
Hreiðar Levy Guðmundsson fengið
alvörusamkeppni um markvarð-
arstöðuna í liðinu sem fer á heims-
meistaramótið í næsta mánuði.
Sóknarleikur íslenska liðsins gekk
mjög vel. Að vanda var leikurinn
kerfisbundinn og gengu flest kerfin
mjög vel upp með þeim afleiðingum
að ekki stóð steinn yfir steini í vörn
Norðmanna á köflum.
Snorri Steinn Guðjónsson fór á
kostum eftir að hafa átt erfitt upp-
dráttar í síðustu leikjum. Sömu sögu
er að segja af Arnóri Atlasyni. Báðir
léku þeir eins og menn eiga að venj-
ast af þeim. Róbert Gunnarsson fór
hamförum á línunni og Alexander
Petersson lék vörn og markverði
Norðmanna afar grátt hvað eftir
annað.
Aron Pálmarsson lék ekki eins
mikið í gær og í fyrrakvöld. Hann
nýtti tímann sinn vel í gær og sýndi
á tíðum styrk sinn og hvers megi
vænta af honum á HM í næsta mán-
uði. Fleiri áttu góðan leik og minntu
landsliðsþjálfarann á sig áður en
hann velur HM hópinn í lok mán-
aðarins.
Morgunblaðið/Eggert
Frábær Snorri Steinn Guðjónsson átti framúrskarandi leik gegn Noregi í gær, skoraði átta mörk, átti fjölda stoðsendinga og vann vítaköst.
Mikil batamerki í Malmö
Ísland yfirspilaði Noreg á köflum Snorri Steinn og Arnór sýndu sitt rétta
andlit Sveinbjörn fór á kostum og gerir tilkall til sætis í æfingahóp fyrir HM
Malmö Arena, heimsbikar karla, leik-
ur um 3. sætið, miðvikudaginn 8.
desember 2010.
Gangur leiksins: 1:0, 5:2, 7:5, 11:6,
12:9, 16:10, 18:16, 19:16, 21:17, 31:22,
35:27, 35:29.
Mörk Íslands: Snorri Steinn Guð-
jónsson 8/3, Alexander Petersson 7,
Arnór Atlason 7, Róbert Gunnarsson
6, Arnór Þór Gunnarsson 2, Sturla
Ásgeirsson 2, Bjarni Fritzson 1/1,
Oddur Gretarsson 1, Ingimundur
Ingimundarson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20
(þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Noregs: Magnus Jöndal 5, Jo-
hannes Hippe 4, Erlend Mamelund 4,
Kent Robin Tönnesen 3, Vegard
Samdahl 3, Joakim Hykkerud 2, Jan
Richard L. Hansen 2, Sondre Paulsen
2, Christian Spanne 2, Espen Lie
Hansen 2.
Varin skot: Steinar Ege 8, Svenn Er-
ik Medhus 4 (þar af 2 til mótherja).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Michael Johansson og
Jasmin Kliko frá Svíþjóð.
Ísland - Noregur 35:29
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðs-
þjálfari var heldur hressari í gærkvöldi þegar
Morgunblaðið náði tali af honum en í fyrrakvöld
eftir viðureignina við Svía. Guðmundur sagði
m.a. að fyrir viðureignina við Norðmenn í gær
hefðu hann og leikmennirnir farið afar grannt
yfir eigin spilamennsku kvöldið áður gegn Sví-
um. „Við einbeittum okkur að því að bæta leik
okkar á öllum sviðum og ég held að mér sé
óhætt að segja að það hafi tekist að bæta mjög
margt frá leiknum við Svía.
„Þetta var bara allt annar leikur af okkar
hálfu. Við vorum miklu beittari í sóknarleiknum
vegna þess að menn spiluðu leikkerfin betur og
af meiri krafti og en áður.
Varnarleikurinn var einnig miklu grimmari
og betri en áður og áður en yfir lauk þá var hann
eins góður og hann hefur bestur verið hjá okkur
á síðustu árum,“ sagði Guðmundur Þórður.
„Þegar upp er staðið frá þessari viðureign við
Norðmenn má segja að sigurinn hafi verið
öruggur og leikurinn vel spilaður frá upphafi til
enda.“
Guðmundur sagði afar ánægjulegt að sjá til
Snorra Steins Guðjónssonar, Arnórs Atlasonar
og Róberts Gunnarssonar sem hafa átt erfitt
uppdráttar í síðustu landsleikjum. „Einnig var
Alexander mjög öflugur, jafnt í vörninni sem í
sóknarleiknum.
Framganga fjórmenninganna var mjög já-
kvæð og fyrir vikið þá vildi ég gefa þeim góðan
tíma til þess að spila en fyrir vikið fengu Sigur-
bergur Sveinsson og Aron Pálmarsson færri
tækifæri að þessu sinni en
þeir tóku meira þátt í fyrri
leiknum í þessu móti.“
Guðmundur Þórður segist
telja að leikurinn við Norð-
menn bendi til þess að lands-
liðið sé að komast inn á rétta
braut að nýjan leik. „Það er
engu að síður mikil vinna
framundan hjá okkur þegar
við komum saman næst í
byrjun janúar og lokasprett-
urinn fyrir heimsmeistaramótið hefst. En ég
fékk svör við ýmsum spurningum að þessu sinni
og út frá því var þátttakan í leikjunum tveimur
mikilvæg,“ sagði Guðmundur Þórður enn-
fremur.
Spurður hvort þessir tveir leikir hafi orðið til
þess að hann hafi úr fleiri handknattleiks-
mönnum að velja þegar landsliðshópurinn fyrir
heimsmeistaramótið verður valinn kvað Guð-
mundur Þórður svo vera.
„Fyrir utan hópinn sem spilaði þessa tvo leiki
í Svíþjóð eru margir frábærir leikmenn sem
hafa staðið sig vel á síðustu árum. Má þar nefna
Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sigurðsson, Vigni
Svavarsson, Kára Kristján Kristjánsson og Þór-
ir Ólafsson auk markvarðanna Björgvins Páls
Gústavssonar og Hreiðars Levys Guðmunds-
sonar svo einhverjir séu nefndir af þeim sem
geta komið inn í hópinn og styrkt hann enn
frekar.
Fyrst og fremst var þátttakan í þessu móti í
Svíþjóð lærdómsrík fyrir verkefnin sem fram-
undan eru,“ sagði Guðmundur Þórður Guð-
mundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Þ.
Guðmundsson
„Spiluðum mjög vel frá upphafi til enda“
„Sveinbjörn Pét-
ursson er efni-
legur markvörð-
ur sem heldur
vonandi áfram á
réttri braut með
sínu félagsliði
eftir þess tvo
landsleiki. Hann
var með tæplega
40% markvörslu
að þessu sinni
sem er mjög gott,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
um Sveinbjörn markvörð sem varði
20 skot í marki Íslands gegn Noregi
í gær auk þess að verja vel í leiknum
við Svía í fyrrakvöld. iben@mbl.is
„Heldur von-
andi áfram á
réttri braut“
Sveinbjörn
Pétursson
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur
úr GKG, lék fjórða hringinn á loka-
úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð-
ina á Spáni á 67 höggum eða þremur
undir pari vallarins. Það dugði þó
skammt og er Íslandsmeistararinn
úr leik en hann var á samtals sjö
höggum yfir parinu eftir fjóra
keppnisdaga og var töluvert langt
frá því að komast í gegnum niður-
skurðinn.
Það má segja að fyrsti keppnis-
dagurinn hafi orðið Birgi Leifi að
falli en hann lék fyrsta hringinn á 80
höggum eða átta yfir pari og ljóst var
eftir það að á brattann yrði að sækja
fyrir Skagamanninn.
Birgir bætti sig jafnt og þétt. Ann-
an hringinn lék hann á 73 höggum,
þann þriðja á 71 og í gær á 67 högg-
um. Hann fékk fimm fugla, tvo skolla
og lék 11 holur á parinu.
75 efstu kylfingarnir eftir keppn-
isdagana fjóra leika tvo hringi til við-
bótar á lokaúrtökumótinu og þeir
sem hafna í 30 efstu sætunum vinna
sér keppnisréttinn á Evrópumóta-
röðinni.
gummih@mbl.is
Slæm byrjun
varð Birgi
Leifi að falli
Birgir Leifur Hafþórsson