Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 3
EM KVENNA Kristján Jónsson í Árósum kris@mbl.is Ísland mætir í kvöld Svartfjallalandi í öðrum leik sínum á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Svartfjalla- land gerði sér lítið fyrir og lagði heimsmeistara Rússa að velli í fyrsta leiknum en Ísland tapaði fyrir Króat- íu en þessi lið leika í B-riðli sem fram fer í Árósum. Góð frammistaða Svartfjallalands gegn Rússlandi kemur fólki ekki í opna skjöldu því Svartfjallaland tefl- ir fram einni snjöllustu handbolta- konu heimsins, Bojonu Popovic. Hvernig hyggjast Íslendingar halda henni í skefjum í kvöld? „Það er ljóst að við þurfum að spila vel á móti Popovic og sækja vel út á móti henni. Þegar hún er með boltann er mikil- vægt að loka á allar hugsanlegar leiðir í kringum hana. Ef hún nær ekki að skila boltanum áleiðis þá býr hún ekki mikið til fyrir samherjana. Það má hins vegar ekki gleyma því að Popovic er ekki allt liðið heldur eru fleiri góðir leikmenn í liðinu. Það er í sjálfu sér í lagi þó hún geri mikið ef okkur tekst að halda öðrum niðri. Liðið í heild sinni er mjög sterkt og þær sýndu það í gær þegar þær unnu Rússa. Liðið er vel skipulagt og taktíst mjög sterkt,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar Morgunblaðið tók hann tali í gær. Ekki gleyma þínum eigin leik Margir leikmanna Svartfjallalands koma frá sama félagsliðinu og Júlíus segir það styrk fyrir landsliðið. „Margir leikmanna Svartfjallalands spila saman hjá félagsliði og þannig séð eru allir leikir hjá þeim lands- leikir. Við förum yfir andstæðingana og metum kosti þeirra og galla en á sama tíma má ekki gleyma sínum eigin leik. Við þurfum því að laga það sem var ekki í lagi í gær. Fundurinn í morgun fór í að ræða þau mál og hjálpa þeim leikmönnum, sem ekki fundu sig í gær, að finna taktinn,“ benti Júlíus á. Popovic er langbest Hrafnhildur Skúladóttir er leik- reyndust og markahæst í íslenska liðinu. Hún segir lið Svartfjallalands leika svipaðan handknattleik og ná- grannar þeirra frá Króatíu. „Já mér finnst þær spila mjög svipað. Þær eru með Bojonu Popovic í skyttu- stöðunni vinstra megin, frábær leik- maður og að mínu mati langbesta handboltakona heims. Ef maður þekkir þetta lið rétt þá gætu þær tekið upp á því að hvíla hana á morg- un. Þær unnu okkur mjög stórt úti í Hollandi í æfingamóti í haust og þar af leiðandi koma þær örugglega með vanmat í leikinn. Við verðum að reyna að stríða þeim, sérstaklega ef þær ætla að spara einhverja leik- menn,“ sagði Hrafnhildur þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. Hún tekur undir með Júlíusi varð- andi kosti þess að landsliðskonurnar koma margar hverjar frá sterku fé- lagsliði í heimalandinu. „Svartfjallaland hefur það fram yf- ir öll önnur lið í þessu móti að þetta er nánast bara félagslið. Þær spila nánast allar með Buducnost Podgo- rica og það lið er taplaust í Meist- aradeild Evrópu. Þetta er hörkulið og þær þekkja hverjar aðrar gríð- arlega vel sem er náttúrlega mikill styrkur. Flestir sérfræðingar spá því að þær komist í undanúrslitin í þessu móti og ég bjóst við því að þær myndu vinna Rússland vegna þess að það vantar þrjá máttarstólpa í rússneska liðið,“ sagði Hrafnhildur. Af öðrum leikmönnum en Popovic má nefna fyrirliðann, Maja Savic, en hún er nánast sú eina sem ekki leik- ur með Buducnost en hún er hjá Vi- borg í Danmörku. Svartfjallaland fékk ekki sjálfstæði fyrr en árið 2006 og landsliðskonurnar margar hverj- ar léku því áður fyrir Serbíu og Svartfjallaland. Svartfjallalandi spáð undanúrslitum á EM  Íslendingar fá að glíma við eina bestu handboltakonu heimsins í kvöld Ljósmynd/Hilmar Þór Stuðningur Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik á áhorfendapöllunum í Árósum. vera í sambandi við fjöldann all- an af fjárfestum. Samkvæmt vef BBC er ætl- unin hjá Plymouth að minnka skuldina niður í 280 þúsund pund í janúar. Fari svo að selja þurfi leikmenn til þess að það náist, og til þess að greiða skuld- ina svo upp að fullu, þá verður það gert og hefur félagið gott svigrúm til þess að sögn forráða- manna þess. Kári gæti verið einn þeirra sem þá yrðu seldir en hann er með samning sem gildir til sumarsins 2012. Plymouth er sem stendur í 17. sæti af 24 liðum í ensku C-deildinni, nú þegar átján umferðum er lokið. sindris@mbl.is aga „gálgafrest“ Kári Árnason ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Þórir Her-geirsson er kominn með Nor- eg áfram í milli- riðla í úr- slitakeppni Evrópumeist- aramóts kvenna í handknattleik. Noregur vann í gær annan stórsigur sinn á mótinu þegar liðið lagði Slóveníu að velli með 32 mörkum gegn 16. Áður hafði liðið unnið 11 marka sigur á Frakk- landi. Síðasti leikur Noregs í riðl- inum er gegn Ungverjalandi á morg- un.    Knattspyrnumaðurinn Hörður S.Bjarnason skrifaði formlega undir samning til þriggja ára við Víking R., sem verður nýliði í Pepsi- deildinni í knattspyrnu á næstu leik- tíð. Vefsíðan fótbolti.net greindi frá þessu. Hörður er 29 ára gamall og var hjá Víkingi árin 2005-08 en hefur síðan verið hjá Breiðabliki og Ber- serkjum, sem er nokkurs konar varalið Víkings. Hann getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður. Hörður er fjórði leikmaðurinn sem Víkingar fá til sín síðan þeir unnu 1. deildina í sumar.    Varnarmaðurinn Kristján Valdi-marsson hefur skrifað undir nýjan samning við knatt- spyrnudeild Fylkis og gildir samningurinn til næstu tveggja ára. Kristján er 26 ára gamall og hefur spilað 122 leiki í efstu deild, alla fyrir Fylki ef undan er skilið eitt ár þegar hann lék með Grindavík. Hann missti aðeins af einum leik með Fylki í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.    Benedikt Guðmundsson hefurverið ráðinn þjálfari U20 ára landsliðs karla í körfuknattleik en stjórn Körfuknattleikssambands Ís- lands hefur ákveðið að senda liðið til þátttöku í Evrópukeppninni sem haldin verður í Bosníu 14.-24. júlí á næsta ári. Benedikt er þjálfari 1. deildar liðs Þórs í Þorlákshöfn en hann hefur þjálfað mörg af yngri landsliðunum með góðum árangri og þá gerði hann bæði karla- og kvennalið KR að Íslandsmeisturum. Það skýrist hinn 15. janúar hvaða þjóðir leika með Íslendingum í riðli í Evrópukeppninni.    Erna Þráins-dóttir skor- aði fjögur af mörkum Silke- borg-Voel þegar liðið sigraði Slag- else, með tíu marka mun, 29:19, í dönsku 1. deildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Slagelse hafði fyrir leikinn ekki tapað leik í deildinni en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 22 stig. Silkeborg-Voel er í þriðja sæti deild- arinnar með 20 stig. Erna gekk í raðir liðsins frá Haukum í sumar.    Úrvalsdeildarlið Keflavíkur íknattspyrnu hefur fengið í sín- ar raðir Frans Elvarsson frá Njarð- víkingum. Frans, sem er tvítugur að aldri, gerði þriggja ára samning við Keflvíkinga en hann hefur síðustu fjögur árin leikið með Njarðvík- ingum. Þá hefur hann spilað bæði með U17 og U19 ára landsliðunum. Frans er annar leikmaðurinn sem Keflavík fær í vetur og báðir hafa komið frá grönnunum í Njarðvík. Fyrr í vetur gerði Kristinn Björns- son þriggja ára samning við liðið en hann var fyrirliði Njarðvíkur. Fólk sport@mbl.is „Ég er ekki á heimleið. Stefnan er að reyna að kom- ast að hjá einhverju liði á meginlandi Evrópu, helst í Þýskalandi, en það skýrist vonandi á næstunni hvað gerist hjá mér,“ sagði knattspyrnumaðurinn Hann- es Þ. Sigurðsson við Morgunblaðið í gær. Hannes hefur leikið með sænska liðinu Sundsvall undanfarin þrjú ár en hann er nú laus allra mála hjá liðinu. Menn ráku upp stór augu í Kórnum í fyrra- kvöld, þar var framherjinn öflugi með FH-ingum en hann lék æfingaleik með Hafnarfjarðarliðinu gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks og skoraði mark liðs- ins í 2:1-tapi. „Ég þarf að halda mér í formi og hef æft með mínu gamla liði síðustu dagana og það var yndislegt að klæða sig í FH-búninginn á nýjan leik. Ég á eftir að enda í FH en ekki strax. Fyrst vil ég láta á það reyna hvort ég komist ekki að hjá liði erlendis. Ég er búinn að spila í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð og finnst kom- inn tími til að prófa eitthvað nýtt og hafa aftur gaman af fótbolt- anum. Síðustu tvö til þrjú árin hafa ekki verið þau skemmtileg- ustu á ferlinum og nú vil ég vinna það upp. Mig hefur alltaf langað til að spila í Þýskalandi en hvort sem ég enda þar eða á öðrum stað er ekki gott að segja,“ sagði Hannes, sem lék með FH árin 2000 og 2001 áður en hann hélt út í atvinnumennsk- una. Hannes er 27 ára gamall og á að baki 13 A- landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu í 1:0- tapi gegn Wales í maí 2008. gummih@mbl.is Hannes: Langar að prófa eitthvað nýtt Hannes Þ. Sigurðs- son. Nú er orðið ljóst hvaða 16 lið leika í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst 15. febrúar á næsta ári. Það kemur í ljós hvaða lið mætast þar þegar dregið verður í Nyon 17. desember. Óhætt er að segja að lítið hafi verið um óvænt úrslit í riðlakeppninni en þó kom á óvart að Arsenal skyldi ekki ná að landa efsta sæti H-riðils. Því sæti náði Shaktar Donetsk frá Úkraínu sem vann 5 af 6 leikjum sín- um í riðlinum. Þetta þýðir að Arsenal bíður enn erfiðara verkefni en ella í 16 liða úrslitunum, því þau lið sem enduðu í 2. sæti síns riðils geta að- eins lent á móti sigurliðum annarra riðla. Þar að auki getur Arsenal ekki mætt Shaktar né neinu ensku liði, svo eftir standa spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid, Þýska- landsmeistarar Bayern München og Schalke. Útlitið var reyndar enn verra hjá Arsenal um tíma í gærkvöldi, þegar gestirnir frá Belgrad jöfnuðu metin í 1:1. Mörk frá Theo Walcott og Samir Nasri gerðu hins vegar útslagið. Áð- ur hafði Robin van Persie komið Ars- enal yfir en hann er að komast á skrið eftir meiðsli. Hollendingurinn segir tíma til kominn fyrir Lund- únaliðið að ná sér í titil. Van Persie vill Barca eða Real „Þetta byrjar allt á því að menn hafi trú á því að það sé hægt. Ef sú trú er ekki til staðar er alveg eins hægt að hætta í fótbolta. Við erum vissir um að við getum náð í titil á þessu ári,“ sagði van Persie eftir leik- inn. Spurður um draumamótherja í 16 liða úrslitunum sagðist sókn- armaðurinn vera óhræddur. „Sem unnandi knattspyrnu væri ég virkilega mikið til í að taka þátt í leik gegn annaðhvort Barcelona eða Real Madrid, en við verðum bara að sjá til hvað gerist.“ Auk Arsenal og Shaktar tryggði Roma sig endanlega áfram í 16 liða úrslitin í gær. sindris@mbl.is Arsenal mætir spænsku eða þýsku liði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.