Eyjablaðið - 31.01.1954, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 31.01.1954, Blaðsíða 2
f EYJABLAÐIÐ EYJABLADIÐ ------- Otgefandi: ----- Sósíalistafél. Vestmannaeyja Ritnefnd: Ólafur Á. Kristjánsson, Þórarinn Magnússon, Oddgeir Kristjánsson, Sigurður Jónsson áb. Prentsmiðjan „Eyrún" h.f. Við neitum að gerast betiarar. I>að er meginkenning Sjálf- stæðisflokksins, að íhaldsmenn einir eigi aðgang að bönkun- um og opinberum sjóðum og því séu engir aðrir hæfir til að stjórna bæjarfélaginu. Þessi vitnisburður þeirra um skoðanafrelsi og jafnrétti með- al Jregnanna, eru fullkomlega athyglisverðar, ekki sízt gefur hann fróðlegan samanburð á fagurmælum Sjálfstæðisflokks- ins um frelsi og frjálslyndi, sem Jjeir tala um, og ]>ví auð- valds- og kúgunarmarkmiði, sem ]>eir raunverulega stefna að. Ekki skal J>að heldur dregið í efa, að mikinn hluta af kjör- fylgi sínu hafa þeir hreppt í skjóli valds síns yfir fjármunun um — og án fjárráða væri Sjálf- stæðisflokkurinn ekki til. F.n ]>ótt. Sjálfstæðisllokkur- inn geti enn í krafti ]>eirra auð æfa, sem eigendur hans hafa rakað saman af striti íslenzkrar alj>ýðu og hreppt að laun- urn erlendis frá fyrir svikráð sín við hina íslenzku þjóð, haldið valdi Sínu yfir ýmsum bæjar- félögum og jafnvel aukið }>að, er alger óþarfi fyrir Vestmanna eyinga að krjúpa að fótskör kúgarans. Það má vel vera að lélegasti maðurinn á hverjum vinmtstað ]>urfi á J>m' að halda að smjaðra fyrir húsbóndanum til J>css að fylla upp í eyður verðleika sinna. — En sá duglegasti þarf J>ess ekki. Hann krcfst síns hlut ar og engra refja í krafti verð- leika sinna. Vestmannaeyingar skiia þjóð arbúskapnum meiri arði en nokkrir aðrir þegnar í þessu landi. Við kreljumst réttar okk ar og einskis annars. Við getum vel Iofað Guð- laugi Gíslasyni og hirð hans á- tölulaust að hafa sér afturhalds ráðherra og reykvíska heildsala að gullkálfum til að dansa í lotningu í kringum. En við leyfum þeim ekki að gera bæj arfélagið að betlara. — Við krefjumst réttar þess f krafti verðleikanna. Fundurinn Framsöguræða Þ. Þ. V. var allgóð og ágætlega flutt, virtist svo sem ræðumaður Framsókn ar ætlaði að standa sig vel. En strax í næstu umferð komst hann í sitt fræga kjaftastuð, og lék hlutverk trúðsins það sem eftir var fundarins og klykkti út með smeðjulegri lofgerðar- rollu um sjálfan sig. Virtist kempan ekki bjartsýn á sigur- möguleika. Fyrsta ræða Hrólfs var einnig sæmileg, en miður flutt. En eft. ir J>ví sent á leið fundinn koðn aði þessi ^Þjóðvarnarmaður” niður og var orðinn æði þoku- kenndur undir lokin^ enda hlaut ’hann lítinn stuðning frá „þeim stóra“. Kom enn í ljós, hve innantómir þeir „þjóðvarn armenn" eru. Mun vegur þeirra lítt liafa vaxið af fundi þessum. Það var leiðinlegt, að jafn indæll maður og Þórður Gísla- son skyldi vera í fylgd með Páli. Þórður talaði um sín kirkjulegu áhugamál af þeirri saklausu góðvild( sem einkenn- ir framkomu þess manns, en ræða hans hefði vissulega átt betur við á sýnódus en á fundi þessum. Maður vorkenndi Þórði að standa í þessu. Páll er aftur á móti góður fundarmaður, hitt er annað mál, að pólitískur fer- ill hans gerir ]>að að verkum, að flokksménn hans taka hann ekki einu sinni alvarlega, hvað þá aðrir. Ólafur bæjarstjóri flutti grein argott yfirlit um bæjarmál og mæltist vel. Ólafur hefur vaxið mjög í starfi sínu og er óskandi að úrslit kosninganna verði á J>ann veg, að við fáum að njóta hans sem bæjarstjóra næsta kjörtímabil. Dagmey Einarsdótt ir mielti einnig vel og eiga sóst- alistar þar myndarlegan full - trúa úr liópi kvenna. Sérstak- legá vakti athygli ræðá Sigurð- ar Stefánssonar, bæði hvað flutn ing og efni snerti. Má al]>ýða Eyjanna vcra stolt af þessum fulltrúa sínum. Karl stóð sig vei að vanda cg er hann vafa- laust glæsilegasti stjórnmála- Ekki kemur atferli íhaldsins okkur sósíalistum á óvart. Við höfum jafnan lialdið því fram, að ]>að væri eðli þess þjóðfé- lags, sem hér ríkir, að draga hin raunverulegu völd úr hendi mannfólksins og gera peningana að hinu ráðandi afli. Og kenn ing íhaldsins nú sannar að við höfum haft á réttu að standa. maður sem Eyjarnar hafa á að skipa. Framkoma sósíalistanna einkenndist af háttprýði og vönduðum málflutningi. Útreið Sjálfstæðismanna var ömurleg. Málefnafæðin er alveg út áf fyrir sig — maður ætlast til þess, að stjórnarandstaðan geti J>ó altént klórað andstæð- ingum sínum dálítið líflega. En það var nú eitthvað annað. Á- rásir þeirra á meirihlutann voru bæði fáar og smáar. En flutn- ingurinn tók J>ó út yfir allt. Af fimm ræðumönnum þessa stærsta flokks hér, er enginr. maður talandi. Guðlaugur^ sem búinn er að standa í þessu stappi í áratugi hefur ekki lagt meiri rækt við tungu sína en svo að raun er á að hlýða. Þeg ar svo er komið, að Sæli gamli stendur sig bezt í ræðumennsku J>á er ekki von að slæmur mál- staður ríði feitum frá J>essum uinræðum. Það fara einhver annarleg ónot um ntann, J>egar ágætur formaður og aflakló eins og Sighvatur Bjarnason í Ási misskilur svo hlutverk sitt, að hann treður upp sem ræðu- maður frammi fyrir almenningi. Hans ræðustóll er „hóllinn“. Bg er líka hræddur um að geisla- baugurinn hafi dottið af „núm- erinu“, Jóni í. Sigurðssyni. —• Já Sjálfstæðismönnum er reglu lég vorkunn, að þeir skuli ekki eiga einn einasta raann, sem talizt getur frambærilégur ræðu rnaður. Yfirleitt var fundur ]>essi með meiri menningarblæ en oft áður, meira um málefni og minna um skítkast og er það vel. Hlustandi. Ég uni vel þeim úrslitum'. Allt frá því að framboðslisti Sósíalistafélags Vestmannaeyja var lagður fram} hefur upplýs- ingaj>jónusta og áróðursv'él í- haldsins verið í fullum gangi í leit að árásarefnum á okkur, sein skipum efstu sæti hans. Sérstaklegá þótti ástæða til að l>eina skeytum að mér, og var þeim falið það hlutverk Jóa á Oddgeirshólum og Páli Schev- ing að höndla }>á „kosninga- bombu“, sem riði mér að fullu í eitt skipti fyrir öll. Og sjá, á framboðsfundinum var „bombunni“ kastað. Skyldi áheyrendur ekki hafa sett hljóða yfir ávirðingum mínum, mér hafði sem sagt orðið á sú skyssa að lesa upp á fundi í Sjómanna félaginu bréf, sem ]>ví hafði bor izt frá Bæjarútgerðinni. Þá veit maður }>að: Sam- kvæmt siðakerfi íhaldsins á að stela úr sjálfs síns hendi bréfum Sem menn eru beðnir að koma lil skila. Mér kemur það á óvart, hafi Páll Scheving liaft þann háttinn á í formennskutíð sinni í Vél- stjórafélaginu, en þar sem hann hafði handbærar tölur úr áður nel'ndu bréfi, má ætla, að J>að hafi bórizt honum í hendur, þó ég viti ekki til þess að það hafi verið kynnt félagsmönnum V élstjórafélagsins. Eftir mánaðar lúsaleit íhalds ins að árásarefnum á okkur sósíalista, er augljóst} að ekki er um auðugan garð að gresja í þessum efnum í okkar röðum, þegar sú bomba sem kastað er á síðustu stundu, reynist að vitna um trúverðugheit okkar í starfi. Eg uni vel þessum úrslitum bæði fyrir mína hönd og G-lisl- ans. Sig. Stefánsssou. Guðlaugi svarað. Að undanförnu hefur Guð- laugur Gíslason haft uppi stór orð um vanski.l hafnarsjóðs við ríkissjóð vegna lána hafnarinn- ar. — Sannleikurinn í því máli er hinsvegar sá, sem fram kem- ur í eftirfarandi símskeyti: BÆJARSTJÓRI VESTMAN NAEYJ AR SAMKVÆMT BEIÐNI YÐAR VOTTAST AÐ VEST- MANNAEYJAHÖFN ER EKKI í VANSKILUM VIÐ RÍKISSJÓF) FJÁRMÁL ARÁÐ U N EYTIÐ X C- USTIKN

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (31.01.1954)
https://timarit.is/issue/339824

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (31.01.1954)

Aðgerðir: