Eyjablaðið - 31.01.1954, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 31.01.1954, Blaðsíða 4
C - listiim er skipaðnr íulltrúum hins vinnandi fólks. EYIABLADID C-LISTINN, sem er listi hinnar vinnandi alþýöu þessa bœjar, er skipaður hinum skeleggustu baráttumönnum alþýðu- samtakanna. Sigurður Stefánsson. Sigurður Stefánsson, sem skip ar efsta sætið er formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns. Hann er ungur maður og vel kunnug ur öllum verkalýðsmálum og hafa sjómenn í Véstmannaeyj- um tekið algerlega forustu í kjaramálum stéttar sinnar und- ir hans stjórn. Er þess nú skemmst að minn ast, er sjómenn knúðu fram 18% kjarabætur með mætti samtaka sinna, að enginn ein- staklingur átti betri eða meiri þátt að þessum sigri en ein- mitt Sigurður. Eins og flestir beztu og á- kveðnustu baráttumenn alþýð- unnar hefur Sigurður ekki far- ið varhluta af rógi og níði þeirraf sem eiga hag sinn í því að gera hlut hins vinnandi fólks sem minnstan. En ekkert slíkt hefur bitið á Sigurð og er hann nú þróttmeiri og einbeitt ari baráttumaður en nokkru sinni fyrr. Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, skipar annað sæti listans. Hann er eins og Sigurður þrautreynd 'ur baráttumaður stéttar sinnar og var formaður VélstjórafélagS ins um alllangt skeið og sýndi mikla röggsemi og einbeitni í störfum sínum þar, og enn er hann ötull félagi þess stéttarfé- lags. Tryggvi er vel látinn af starfs um sínum, enda er hann brautryðjandi í góðri umgengni og nákvæmni í vélstjórastarfi. Sent vélstjóri er hann afburða- maður og öll lians vinnubrögð í starfinu eru til fyrirmyndar. í stjórnmálunum á málstaður Tryggvi Gunnarsson alþýðunnar tryggan fulltrúa og brennandi áhugamann, þar sem Tryggvi er, enda hefur hann litl- ar ástsældir hlotið hjá andstæð- ingum verkalýðsins. Karl Guðjónsson Karl Guðjónsson, kennari, er alþýðu Vestmannaeyja að góðu kunnur. Með starfi sínu innan samtaka • verkalýðsins um margra ára skeið hefur hann aflað sér verðugs trausts sem öt- ull og skeleggur baráttumaður. Karl er mikinn hluta úr ári hverju starfandi sem verkamað- ur og þekkir því af reynd kjör verkafólks til lands og sjávar. í starfi sínu við barnaskólann liefur Karl einnig hlotið ein- róma lof foreldra og nemenda. S.l. sumar var Karl kosinn á þing, og þann stutta tíma, sem hann hefur átt sæti þar hefur liann sýnt það í iivívetna að þar á alþýða Vestmannaeyja og landsins alls einbeittan og dug mikinn málsvara. Dagrney EinarscLóttir er ein af forvígiskonum verkakvenna- hreyfingarinnar hér. Hún hefur lengi átt sæti í stjórn verka- kvennafélagsins Snótar og í hagsmunabaráttu kvenna hefur hún marga lrildi háð. Auk húsmóðurstarfa sinna Fjárhagsáæflun Rafveifu Vesfmana eyja eins og meirihluti rafmagns- nefndar liefur lagt hana fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. TEKJUR: a. Sarnkv. rekstursáætl. kr. 2.550.000,00 b. Lántaka — 4.000.000,00 Salntals kr. 6.550.000,00 GJÖLD: a. Samkv. rekstraráætl. kr. 2.550.000,00 !>. Dieselvél m. tilheyr- andi töflubún. kr. 1.800.000,00 c. Spennistöðv. kr. 300.000,00 d. Línur (aukning í sam bandi við orku frá Sogi. kr. 250.000,00 e. Töflur kr. 50.000,00 f. Leiðslur frá spennistöð kr. 250.000,00 g. Spennistöðv. kr. 1.000,000,00 h. Háspennustrengur kr, 200.000,00 i. Lántökukostnaður (vextir o. fl.) kr. 200.000,00 Dagmey Einarsdóttir. vinnur Dagmey jafnan að fé- lagsmálum, enda er áhugi henn ar fyrir málefnum þeiira, er við erfiðust kjör búa, einstakur. í því sambandi má nefna starf hennar í þágu barnaheimilis- ins að Helgafelli en þar hefur hún ásarnt fleiri ágætum kon- um og mönnum unnið merki- legt starf sem enn er að vísu á byrjunar stigi en bæjarbúar standa í þakkarskuld fyrir. Samtals kr. 6.550.000,00

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.