Eyjablaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 02.04.1954, Blaðsíða 1
15. órgangur. Vestmannaeyjum 2. apríl '1954 6. tölublað. BRUNABÚTAFÍLAOSINS? VIÐ BORGUM NU ALLT AÐ FIMMFÖLD BRUNABÓTAGJÖLD VIÐ ÞAÐ SEM REYKVÍKINGUM BfÐST. Fyrir atbeina Karls Guðjónssonar og Lúðvíks Jós- efssonar hefur neðri deila Alþingis nú samþykkt laga- frumvarp, sem heimilar bæjarfélögunum að ráðstafa að vild sinni brunatryggingum húsa, hverju í sínu um- dæmi. ií::. Hillir þar undir lausn á margra ára baráttumáli Vestmannaeyinga — hagsmunamáli, sem bæjarbúar hafa staðið saman um og fagna einhuga, ef fram gengur. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér gegn málinu á þingi og er líklegt að málið standi svo tæpt í efri deild þingsins að afstaða þingmanns Vestmanna- eyinga ráði þar úrslitum. Spurningin er því: Fellir Jó- kann þœr hagsbætur okkar í efri áeild Alþingis, sem Karl fœr samþykktar í neöri deild? Einokun meö lögum. Samkvæmt lögunt eru allir staðir á lanclinu aðrir en Reykja vík, skyldir til þess að bruna- tryggja húseignir hjá Brunabóta íélagi íslands. Reykjavík hefur notað frjálsræði sitt til þess að 1 jjóða út sínar tryggingar og býr af þeim ástæðum við miklu hagstæðari kjöf en aðrir staðir. Á Alþingi hafa vcrið harðar deilur um það hvort bæjar- og svjtarfélögum úti á landi skuli veittur sarni réttur -og Reykja- \ík nú hefur, til þess að bjóða er betra en íhaldið! Þó fimm flokkar byðu hér fram \ið síðustu bæjarstjórnar- kosningar, er það öllum vitan- legt, að nú sem ávallt áður skipt ust kjósendurnir fyrst og fremst í tvo andstæða hópa, með eða móti íhalclinu. Þrátt fyrir það, að hin reyk- \íska forusta Framsóknarflokks ins er ein argasta afturhalds- klíkan í íslenzkum stjórnmál- um, er það þó staðreynd að rrýkill meirihluti kjósenda flokks inS er vinstri sinnað alþýðufólk, sem ekki hefur áttað sig á þeirri breytingu sem orðin er, frá því að Framsóknarflokkurinn var vinstrisinnaður framfaraflokkur og markaði stefnu sína nteð' kjör orðinu „allt er betra en íhald- ið“. Með þá staðreynd í huga, að íhaldsandstæðingar væru í meiri hluta í bæjarstjórn að loknum kosningum, beitti stjórn Sósíal- istafélags Vestmannaeyja sér fyr ir því að reyna að koma á áfram haldandi vinstra Samstarfi. Einn viðræðufundur var hald inn þar sem mættir voru tveir fulltrúar frá hverjum flokki. Ekkert kont fram á þeim fundi, sem benti til þess, að úr sant- starfi gæti ekki orðið og ákveð- ið var að halda annan fund eft- Framhald á 2. síðu út brunatryggingar húseigna og i'átryggja hjá því tryggingafélagi sem bezt býður. Ibúðarhús i kaupstöðuni: Flestar bæjarstjórnir og marg- ar hreppsnefndir liafa óskað eftir frjálsræði í brunatrygging- armálum og réttilega bent á, að á þann hátt væri hægt að fá hagkvæmari tryggingarkjör en Brunabótafélag íslands ákveður nú. Hverju munar í tryggingarkjörum ? Sem dæmi um, hverju munar 1 tryggingarkjörunum á húseign um í Reykjavík og annarsstaðar má nefna: Iðgjöld i %0 Iðgj. af 300.000 króna virðingu í krónum. Reykjavík skv. tilboði .... Akureyri ...................... 11 Hafnarfjörður ............. ísafjörður ................ Vestmannaeyjar Siglufjörður .. Steinh. Timburh. Steinh. Timburh. 0,70 B925 2 10,00 577.50 0,37 1,02 111,00 306,00 1.50 2,70 45°, 00 810,00 1,50 2,70 450,00 810,00 1,60 2-95 480,00 885,00 1,91 3.40 573-00 1020,00 1,80 3,20 540,00 960,00 1,80 3,20 540,00 960,00 1,91 3.40 573,00 1020,00 1,80 2,50 540,00 750,00 Frá þessum gjaldstiga er veittur sérstakur frádráttur af liita- veituhusum. — Hér eru aðeins teknir aðalflokkarnir: Innréttuð sleinhús. (En í þeim flokki eru hús, þótt þau séu með steinloftum og algerum steinveggjum, ef nokkurt tré er í þeim annað en hurðir og gluggar. — Vegna eldliúsinnréttingar einnar teljast venjuleg hús í þessurn flokki). Timburhúsaflokkurinn miðast við varin hús (þ. e. járnklædd, múrhúðuð, asbestþakin o. s. frv.). Kópavogur er hér talinn með að því sérstaka tilefni að bruna- varnir lians eru sameiginlegar n eð Reykjavík, og er því sýnt að munuiinn a Reykjavik og öðrum kaupstöðum er ekki vegna bruna- varna nema þá að litlu leyti. Iðgjald af algengustu tegúnd íbúðarhúsa er um FIMM SINN UM HÆRRA d Siglufirði, Vestmannaeyjuni, Seyðisfirði, Ncskaupstað og i Kópavogs- hreppi, heldur en í Reykjavfk, miðað við lægsta tilboð sem nú liggur fyrir í Reykjavík og þau iðgjöld, sem nú eru á framan- töldurn stöðurn. Hér er um gífurlegan mun að ræða. Samánburður um tryggingar- kjör í Reykjavík og á nokkrum stöðum hjá Brunabótafélaginu lítur þannig út: Af yfirliti pessu má glöggt sjd að sömu tryggingu, sem Reyk- víkingar eiga liost d að greiða með in krónum, erum við lög- p'vingaðir til að gjalda 540 kr. fyrir. — Þd tryggingu, sem peir geta fengið fyrir 306 krónur vérðum við að borga með 960 krónum. Þessi samanburður sýnir svo ekki verður um villzt, að ekki er hægt fyrir húseigendur úti á landi að una lengur því órétt- læti að vera bundnir nreð lög- um til þess að tryggja allar hús- eignir hjá Brunabótafélaginu. Krafa þeirra urn að fá sama rétt og Reykjavík til þess að geta gert útboð á tryggingunum er í fyllsta máta sanngjörn.. Jafnréttistillaga Karls og Lúövíks. Þegar Reykvíkingar leituðu sér lagaheimildar fyrir enn frekari sérstöðu í tryggingamál- unum og lögðu franr lagafrum- varp, þar sem Reykjavík var heimilað að taka tryggingarnar Framhald á bls. 2.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.