Eyjablaðið - 13.05.1954, Page 3

Eyjablaðið - 13.05.1954, Page 3
ÉY j.xE LAÐIÐ 3 TILKYNNIN G um bótagrciöslur almannatrygginganna árið 1954. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. jan- úar s. 1. og stendur,yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær,sem greiddar eru á fyrra helmingi árs- ins 1954 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsinginum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin mið- uð við tekjur ársins 1953 og endanlegur úrskurður um upphæð líeyrisins 1954 felldur, þegar framtöl til skatta liggja fyrir . Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barna- lífeyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta, þurfa ekki að þessu sinni að sækja um framlengingu þessara bóta samkvæmt heimildará- kvæðum almannatryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til ekkna vegna barna, Svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á við- eigandi eyðublöð Tryggingarstofnunarinnar, útfyllt rétt og greini- lega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent ^umboðs- rnanni ekki síðar e'n fyrir 25. maí næstkomandi., Áríðandi er, að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst j að hægt sé að taka umsóknirnar til greina vegna þess að fjárhæð Sú, er verja má,í þessu skyni, er taknrörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um- sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingarsjóðs, skulu sanna með trygg- ingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafa greitt iðgjöld s'ín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki, s'júkradagpeninga og ekknabætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan liátt, enda liafi umsækjandi skil- víslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi miss't ísl. ríkisborgararétt, ef eignmenn þeirra hafa fallið írá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða meðlags annarstaðar frá. Norðurlandaþegnar sem hér hafa búsetu eru minntir á, að Skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og norsk- ir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með tifheyrandi barnalífeyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bótannayar leit- að. Þá hafa finnskir, sænskir ag norskir ríkisborgarar, fjölskyidu- bótarétt fyrir börn sín, Séu þeir ásamt börnunum skráðir á rnann- tal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft Jiér 6 mánaða sam- fellda búsetu áður en bótarétturinn kemur til greina. Fjölskyldu- bótaréttur þessi(tekur ekki til danskra ríkisborgara . íslenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og fjölskyldubóta í hinum Norðurlöndunum. Athygli er( vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mán- | aðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bót- . nna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 10. apríl 1954. Tryggingasttífnun ríkisins. Skrifstofa Rafveitunnar er flutt í húsakynni Rafveitunnar, á efri hæð Gengið inn um vesturdyr. RAFVEITAN. TILKYIINING UM VTSVARSGEEIDSLUR Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur í Vestmannaeyj- um, eru hér með alvarlaga áminntir að greiða útsvör starfsmanna sinna til bæjarsjóðs Vestmannaeyja. Sérstaklega er hér með brýnt fyrir útgerðarmönnum og þeim sem fara með fjárreiður fýrir útgerðir, að greiða umkrafin út- svör skipverja og annara starfsmanna við útgerðirnar nú fyrir vertíðarlokin, þar sem vangreiðslur á útsvörum af kaupi starfs- fólks,. veldur eigin ábyrgð kaupgreiðanda á hinum umkröfnu út- svörum. Þá er einnig alvarlega brýnt fyrir þeim, sem hafa Færeyinga eða aðra útlendinga í þjónustu sinni að gera útsvarsinnheimtunni aðvart, áður en gert er endanlega upp við þá, þar sem kaup- greiðandi ber persónulega ábyrgð á greiðslu útSvara útiendinga sem vinna í þjónustu hans, ef hann gerir upp við þá án þess að hafa áður greitt umkrafin útsvör eins og lög mæla fyrir um. Vestmannaeyjum, 30. april 1934. JÓN HJALTASON, lögfrœðingur Vestmannaeyjakaupslaðar. Auglýsing nr. 5/1954 frá Innflutningsskrifstofunni Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðár frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárféstingarmála o. fl., hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunar- seðium, er gildi frá 1. apríl til og með 30. júní 1954. Nefnist hann „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“, prentaður á hvítan pappír jneð fjólubláum og brúnum iit. Gildir hann samkvæmt því sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir) gildir fyrir 500 grömmum af smjörlíki, liver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir .500 grömm- um af Smjöri (einnig bögglasmjöri). Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1954“ með árituðu nafni og lieimilis- fangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form Jtans segir til um. Reykjavík, 1. apríl 1954. Innflutningsskrifstofan. Barnaboltar 3 stœröir fyrirliggjandi. HEILDV ERZLU N GÍSLI GÍSLASON Sími 100.

x

Eyjablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.