Eyjablaðið - 13.05.1954, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 13.05.1954, Blaðsíða 4
Béjarfréttir Merkimfmœlu Magnús Jónsson, Heimagötu 19, er áttræður í dag. Samningum sagt upp. Verkalýðsl'élag Vestmanna- eyja og Verkakvennafélagið „Snót” hafa bæði sagt upp samningum sínum við atvinnu- rekendur frá 1. júní n. k. — Tilgangurinn með uppsögn {aessari er að fá uppsagnarfrest samninganna styttan í einn mánuð úr sex. Telja verkalýðs- félögin það nauðsyn til að geta gert gagnráðstafanir, ef ríkis- valdið gengi enn á hlut laun- þeganna t. d. með nýrri geng- islækkun eða auknum bátagjald eyri. - Samninganefnd. Verkalýðsfélagið kaus á fundi sínum í gær þessa menn í samn- ingan'efnd: Sigurjón V. Guðmundsson, Karl Guðjónsson, Pétur Guðjónsson, Þórarinn Guðmundsson og Elías Sigfússon. Nýtt blaö. Helgi BenediktsSon hefur nú hafið útgáfu nýs blaðs, er hann nefnir Framsókn, bajarmála- blað. Ekki er vitað, hvort Fram- sóknarfélagið hér (sé það enn til) telur hér á ferð sitt mál- gagn eða það tileinkar sér Framsóknarblað þeirra Sveins og Þorsteins. En fundur hefur 'enginn verið í því félagi síðan árið sem það hélt aðalfundina tvo. Enn á veiöum. Tveir bátar stunda hér enn netaveiðar. Eru það Sjöfn og Baldur. í gær var afli þeirra góður, fékk Sjöfn 1700 en Baldur 1100. Salka Valka í Vestmannaeyjum Samkvæmt síðuStu fréttum af kvikmyndun Sölku Völku verður einn þáttur .kvikmyndar innar tekinn hér í Eyjum í í sumar. Hinir sænsku kvikmynda- tökumenn eru þegar komnir til landsins og taka þeir fyrst til starfa í Grindavík. Gjaldkeri án ábyrgöar Unglingur, að nafni Reimar Charlesson, h'efur verið feng- inn til þess um stundarsakir að gegna starfi bæjargjaldkera. En með því að piltinn skortir fjár- ræði hefur bæjarstjóri gerzt á- byrgðarmaður fyrir starfi hans. EYJABLADIÐ Auglýsing um slátrun og kjötsölu. Að gefnu tilefni aðvarast eigendur hús- dýra um það að slátra ,ekki gripum, nema kveðja dýralækni til og afla heilbrigðisvott orðs, ef selja á kjötið í verzlanir til mann- eldis. Jafnframt skal kjötkaupmönnum bent á að óheimilt er að hafa kjöt á boðstólum án þess að vottorð dýralæknis fylgi, og eiga þeir ella á ættu að fyrirvaralaust bann verði lagt við sölu kjötsins. Vestmannaeyjum, 20. apríl 1954. Heilbrigðisnefndin. AUGLÝSING Hefi til sölu góöan HRINGNÓTABÁT og vél í nótabát eöa trillu. Sanngjarnt verð. JÓHANN SIGFUSSON. Frá sundiauginni 15. maí hefst samnorræna sundkeppnin hér í sundlaug- inni. Verður lögð áherzla á að öll' sundfær börn syndi fyrstu daga keppninnar. En vegna þess, að ekki hefur enn fegizt full orka til upphitunar laug- arinnar, og því ekki hægt að fylla hana af sjó, verður ekki op ið fyrir almenning fyrr en sund námi skólanna er lokið. En þess er óskað, að þeir sem þurfa að fara úr bænum, en sundfær ir eru, mæti til keppninnar, eða hafi samband við starfs- menn laugarinnar í síma 143. Vonir standa til, að í júní- mánuði komi upphitun laugar- innar í lag. Mun síðar verða frá því skýrt. K A U P I Ð KRAFTSÚ P U R í KJÖTLEYSI N U NYTYZKU HUSGOGN Sóffaborð, margar gerðir Staflborð (innskotsborð), Skrifborð, -Skrifborðsstólar, Bókaliillur, Gólfteppi, Áklæði í fjölbreyttu úrvali. Borðstofuborð, 3 gerðir, Borðstofustólar, 2 gerðir, Borðstofuskápar, 2 gerðir, Sóffar albólstraðir, 2 gerðir Armsóffar, 3 gerðir, Stólar, albólstraðir, Armstólar, fjórar gerðir, Ruggustólar, SELJUM GEGN AFBORGUNUM! Ý Húsgagnaverzlun Rxels Eyjólíssoxiar Ý Ý GRETTISGÖTU fí.-REYKJAVÍK-SÍMI: 80117. Ý

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.