Eyjablaðið


Eyjablaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 eS^2S8SSSSSSS38SSSSSSSS288SSSSSS8S8S8SSS8SS33SSSSSS3SS8SS38SSSSSSSSSSSSS3SSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3S383S383 Auglýsing um lántökur erlendis vegna smíða og kaupa á fiskiskipum. Ráðuneytið vill liérmeð vekja athygli á því, að eftirfarandi reglur hafa verið settar um lántökur erlendis til lengri tíma en eins árs vegna smíða og kaupa á fiskiskipum, (sbr. 8. og 9. gr. reglugerðar nr. 79 19600, um skipun gjaldeyris- og innflutnings- mála): 1. Umsóknir um heimildir til lántöku erlendis til lengri tíma en eins árs til smíða á fiskiskipum skulu afhendast Fiskveiðasjóði um leið og sótt er um Fiskveiðasjóðslán. 2. Fallist Fiskveiðasjóður á að veita lán vegna viðkomandi skips, tilkynnir lrann það trúnaðarmönnum ríkisstjórnarinnar um lántökur erlendis til lengri tíma en eins árs og framsendir þeim jafnframt umsóknina um heimild til erlendu lántökunnar. Að öðrum kosti kemur sú umsókn ekki til álita, þar sem það er skilyrði fyrir veitingu heimildarinnar, að fyrir liggi fyrirheit frá Fiskveiðasjóði um samsvarandi innlenda lánveitingu. 3. Sé ekki um Fiskveiðasjóðslán að ræða, ber að afhenda Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands umsóknir um heim- ildir fyrir lántökunum erlendis. Umsóknunum skal þá fylgja greinargerð um fjáröflun hér innanlands vegna skipakaupanna. Ráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á, að óheimilt er að gera samninga um smíðar eða kaup á fiskiskipum, sem gera ráð fyrir lántökum erlendis til lengri tíma en eins árs, án þess að fyrir liggi heimild ríkisstjórnarinnar til lántökunnar, sbr. aug- lýsingar ráðuneytisins um þetta efni frá 31. maí og 18. júlí 1960 um erlend lán og innflutning með greiðslufresti. Komi það í ljós, að slíkir samningar hafi verið gerðir í heimildarleysi, verða lántökuheimildir ekki veittar. Viðskiptamálaráðuneytið, 10. apríl 1961. Auglýsing varðandi innflutning bifreiða út á innflutnings- leyfi án gjaldeyris. 1. Ákveðið hefur verið, að innflutningsleyfi án gjaldeyris skuli framvegis ekki veitt fyrir eldri bifreiðar en 2 ára og er þá miðað við árgerð bifreiðar. Það sem éftir er ársins 196I verða því ekki veitt leyfi fyrir eldri árgerðum bifreiða en árgerð 1959. Undanþága frá þessu ákvæði verður þó veitt, ef umsækjandi fær- ii sönnur á, að hann hafi átt bifreiðina erlendis í eigi skemmri tíma en eitt ár. 2. Þar sem ætla má, að matsverð notaðra bifieiða yngri en tveggja ára verði ekki lægra en kr. 20.000,—, verða fyrirheit um leyfi fyrir slíkum bifreiðum takmörkuð við þá upphæð sem lág- mark. Leyfi, sem gjaldeyrisbankarnir gefa út samkvæmt þessum fyrirheitum verða einnig takmörkuð við kr. 20.000,— sem lág- marksupphæð. Reynist matsverð bifreiðar lægra en leyfisupphæðin, verður leyfinu breytt í samræmi við það, enda sé bifreiðin ekki eldri en 2 ára eða undanþága frá því skilyrði fyrir hendi samkvæmt lið 1 hér að framan. Hið sama gildir, ef matsverð reynist hærra en leyfisupphæðin, að svo miklu leyti senr fyrirheitið leyfir. 3. Séu bifreiðar fluttar inn án þess a ðfullnægt sé framan- greindunr reglum, verða þær ekki tollafgreiddar. Skipafélög og útgerðarfélög eru því algerlega vöruð við að taka bifreiðar til flutnings til landsins, án þess að fyrir liggi nauðsynlega innflutn- ingsleyfi frá gjaldeyrisbönkununr. Viðskiptamálaráðuneyt-ið, 10. apríl 1961. Húseignin nr 12 við Heiðarveg (Netagerð Vestmannaeyja) ásamt tilheyrandi, er til sölu. UTVEGSBANKI ÍSLANDS. Tilkynning til viðskiptamanna okkar Hér eftir þurfa allir heiðraðir viðskiptamenn okkar að greiða skuldir sínar fyrir 10. hvers mánaðar, að öðum kosti geta þeir ekki vænzt þess að fá afgreiðslu á vinnu eða efni. Jafnframt verða vextir reiknaðir mánaðarlega af ógreiddum skuldum. Virðingarfylls. Haraldur Eiríksson h. f. Neisfi h. f. Vélsmiðjan Vöiundur h. f. Vélsmiðjan Magni h. f. Nr. 4/1961 TILKYNNING Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á kaffibæd: í heildsölu, pr. kg. .............. kr. 21,60 í smásölu, pr. kg. með söluskatti . — 26,00 Reykjavík, 17. marz 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. Nr. 5/1961 TILKYNNING Verðlagsneínd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á smjörlíki: í heildsölu, pr. kg................ kr. 12,36 í smásölu, pr. kg. með söluskatti . — 18,30 Reykjavík, 8. apríl 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. REX OIL- sjálfvirk kynditæki, súg-spjöld, olíuspíssar, olíudælur og alls konar varahlutir. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. Sími 858.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.