Eyjablaðið


Eyjablaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 4
EYJABLAÐIÐ Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson. Prenum. Eyrún hf. Þáttaskil í þróun verkalýðsmálanna Dagskrá 17. júní 1960 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. i. Guðsþjónusta í Landakirkju kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar Verkalýðsfélögin og samvinnuhreyfingin ná samn ingum, en íhaldið heldur uppi stöðvun. I þeim víðtæku verkföllum, sem yfir standa, hefur það nú skeð, sem ekki eru dæmi um áður: Samvinnuhreyfingin hefur ekki tjóðrað sig fasta við þröng sýnustu sjónarmið atvinnurek- endavaldsins. Hún hefur viður- kennt nauðsyn bættra kjara hjá verkafólki og náð samningum. Þannig hafa almennir samning- ar náðst á Akureyri og Húsavík, og verulegur hluti atvinnurekstr- arins í Reykjavík er einnig laus úr vekfalli. Einnig hefur verið samið al- mennt í Neskaupstað og Kópa- vogi, en þar eru fyrirskipanir í- haldsins ekki leiðarljós í at- vinnurekstrinum. Þrátt fyrir þetta rótast aftur- haldið með ríkisstjórn sína í broddi fylkingar gegn allri samn ingsgerð, hvar sem það finnur sér nægilega auðsveipa liðsmenn í atvinnurekendastéttum, og það hikar ekki við að beita bráða- birgðalagasetningu, til að koma í veg fyrir samninga. Fara á síld Blaðinu er kunnugt um, að þessir 18 Vestmannaeyjabátar eru farnir eða á förum til síld- veiða fyrir Norðurlandi, undir stjórn þeirra skipstjóra, er hér greinir. Bergur — Kristinn Pálsson. Erlingur III — Bjarni Sighvatss. Frigg — Elías Sveinsson. Gjafar — Rafn Kristjánsson. Hafbjörg — Guðjón Pálsson. Hafþór Guðjónsson — Jón V. Guðjónsson. Hannes lóðs — Jakob Jakobsson. Helgi Helgason — Finnbogi Magnússon. Hringver — Daníel Traustason. Huginn — Guðmundur f Guð- mundsson. Kristbjörg — Björn Þorfinnsson. Ófeigur II — Óiafur Sigurðsson. Ófeigur III — Grétar Skaftason. Reynir — Páll Ingibergsson. Sigurfari — Óskar Ólafsson. Sindri — Grétar Þorgilsson. Stígandi — Helgi Bergvinsson. Unnur — Bogi Finnbogason. En þótt ríkisstjórnin hindri vinnufrið í landinu af öllu því ofstæki, sem hún má( — þótt hún troði illsakir við það fólk, sem af misgáningi léði henni at- fylgi í síðustu kosningum, — þótt hún misnoti stjórnarskrárá- kvæðið um bráðabirgðalaga- setningarvald ríkisstjórna, þá nægir þetta nú aðeins til að auglýsa enn rækilegar en áður illt innræti, og máske nægir það einnig til að skaða þjóðarheild- ina dálítið til viðbótar því sem stjórninni hafði áður tekizt, en til að sigrast á verkalýðshreyf- ingunni er það vita haldlaust. Kjör þau, sem samið hefur ver ið um eru dálítið mismunandi á hinum ýmsu stöðum. Á Húsavík eru nú gildandi Vestmannaeyjakjör umreiknuð í krónur á hverja unna vinnu- stund. Þar er því um 14,9% hækkun að ræða hjá körlum og nálægt 19% hjá konum. Á Akureyri er almenna hækk- unin 10%, en einnig hækkar eftirvinnuálagið úr 50 í 60%, og orlof greiðist fullt á alla vinnu, einnig yfirvinnuna. Auk þessa fela samningarnir í sér fyrirheit um 4% nýja launahækk un að ári. í Reykjavík hækkar kaupið al- mennt um svipað og á Akureyri, en auk þess gengur þar í gildi vikukaupsgreiðsla frá 1. des. í haust, en það þýðir( að verka- menn fá einnig greidda almenna frídaga, þótt ekki sé unnið þá, en það er talið jafngilda 4% kauphækkun og auk hins út- borgaða kaups greiðir atvinnu- rekandi 1% ofaná kaupið í sjóð Dagsbrúhar. Þá er og ákveðin 4% kauphækkun að ári að öllu óbreyttu. Kópavogskaupstaður samdi um sömu breytingar og samvinnufé- lögin í Reykjavík hafa gert. í Neskaupstað er beina hækk- unin 12% auk ýmissa mikil- vægra fríðinda. — Og nú er spurningin þessi: Hvað lengi ætla íhaldsstólparn- ir að halda úti verkfalli eftir að þeir hafa tapað því? prédikar. Kirkjukórinn syngur, organleikari Haukur Þorgilsson. 2. Kvikmyndasýning í Samkomuhúsinu fyrir börn kl. 3 e. h. 3. Á Stakagerðistúni kl. 3,30 e. h.: Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur ættjarðarlög. Stjórn- andi Oddgeir Kristjánsson. 4. Ræða: Haraldur Guðnason, bókavörður. 5. Karlakór Vestmannaeyja syngur. Stjórnandi: Ragnar G. Jónsson. G. Einsöngur: Erlingur Vigfússon óperusöngvari. Undirleik- ari: Ragnar Bjarnason. 7. Barnaball í Alþýðuhúsinu kl. 5 til 7 e. h. 8. Gamanvísur: Hjálmar Gíslason syngur. <j. Dans í Alþýðuhúsinu fyrir unglinga frá kl. 8 til xi e. li. 10. Skennntun í Samkomuhúsinu kl. 8 e. h.: Stutt ávarp: Árni J. Johnsen framkvæmdastjóri. Einsöngur: Erlingiir Vigfússon óperusöngvari. Undirleik- ari: Ragnar Bjai'nason. Gamanvísus: Hjáimar Gíslason syngur. 11. Dans fyrir utan Samkomuhúsið kl. 9,30. 12. Dans í Samkomuhúsinu og Alþýðuhúsinu kl. 11,15 e< h. til kl. 3 eftir miðnætti. Hljómsveit Sigurðar Guðmundssonar spilar fyrir dansinum. Þulur: Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn. Verði ekki gott veður, verður dagskráin flutt í Samkomuhús- inu og Alþýðuhúsinu. «SSSSSK8SSSSSSSS3S5SSSSS£SS8SSSSSSS83SSSSSSSSSSSSSS8SSSS88SSSSS88S88SS8S8SSS88SSSS8SS888S8888SS888S8S8SS8! U tgerðarmenn — Sjómenn! Munið aðalfundarsamþykkt varðandi nýtingu lifrarinnar úr sumaraflanum. Lifrarsamlag Vestmannaeyja. 8»a8Msa8SiBaBaag«8aaaiM8s^^ Hús til sölu Húseign mín, Grænahlíð 9, er til sölu. ÁRNI FILIPPUSSON. Sími 789.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.