Eyjablaðið


Eyjablaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 4
Hafnargarðurinn Sá eindæma slóðaskapur, sem bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur sýnt í sambandi við viðgerð hafnargarðsins er nú mjög að vonurn umræðuefni bæjarbúa, Megnið af sumrinu er látið líða án þess að nokkuð sé gert, þá fyrst byrjað á framkvæmdum þegar allra veðra er orðið von og vinnuskilyrði öll erfiðari. í óveðrunum að undanförnu hafa götin í garðinum stækkað og mikið efni, sem búið var að koma út á garðinn sópaðist í sjóinn. Það má kalla mikla heppni, að steypa, sem komin var í garð inn, skuli hafa staðið af sér ó- veðrin og er því ástæða til að vona, að tíðarfar verði þannig, að hægt verði að Ijúka viðgerð- inni. Gárungarnir henda því á milli sín, að sjálfsagt sé þetta allt í lagi, því ef útlitið versni, muni Ársæll forseti ekki láta sig muna um að standa við garð inn í nokkra daga til viðbótar þeim þrjátíu árum, sem liann samkvæmt eigin yfirlýsingum hefur staðið upp í klof í höfn- inni. !S2SSJ?2J(2JÍ2JÍ2*2S2Jt2S2S2*2JÍ2S2S2R2.?2S2S2S2S2R2S2*2«2> Dagl. nýjar vörur Drengjapeysur, frá kr. 91,50. Peysu-skyrtur, frá kr. 182,00. Kjólaefnin ódýru , kr. 38,40. ítalskt gardínuefni, 150 rm. br. kr. 76,50. Nóttfataefni, kr. 15,00. Fiðurhelt léreft, 140 cm. br. kr. 44,20. Dömu nælonkópur, svartar og dökkbláar. Mikið úrval af allskonar kjólaefnum. Þó er einnig til mikið af alls- konar vefnaðar- og fatnaðar- vörum með GAMLA VERÐINU! VÖNDUÐUSTU VÖRURNAR! HAGSTÆÐASTA VERÐIÐ! Verzl. Sólvangur Sími 104. EYJABLAÐIÐ Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannacyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Sumarútgerð og fiskverð í sumar liefur verið hér mik- il útgerð. Margir bátar hófu humarveiðar í maí, öfluðu sæmi lega framan af, en humarinn liætti að veiðast óvenju snemma og er humaraflinn mjög lítill, miðað við undanfarin ár. Þeir bátar, sem héldu þó á- fram veiðum með humarvörpu freistuðust til að veiða fisk þeg- ar humarinn þraut og misstu leyfin áður en leyfistímanum lauk. Nokkrir bátar hófu strax togveiðar og öfluðu vel. Sumir humarbátanna skiptu yfir á fisktroll og öfluðu flestir vel. Þrír togbátanna sigldu með ailann á erlendan markað og fleiri hafa farið eina söluferð út. Sölur bátanna erlendis hafa yfirleitt verið sæmilegar. Drag- nótabátar hófu veiðar í júní, en höfðu surnir áður verið á hum- arveiðum. Yfirleitt hefur afli dragnótarbáta verið góður og hafa fiskvinnslustöðvarnar sent megnið af afla þeirra óunninn á Viðreisn eymdarinnar Framhald af 1. síðu lialdið fram, að kaupmáttur launa hafi aðeins rýrnað um 5% vegna viðreisnarinnar. Aukinn þrældómur verka- fólks til að hafa í sig og á er túlkað sem kjarabætur og því beint haldið fram að lífskjör liafi ekki rýrnað árið 1960, „heldur þvert á móti“. Allt alþýðufólk veit, hvílíkar blekkingar þetta eru, aurai'nir í buddunni segja til sín. Það, sem nú gildir er að sýna auðvaldsburgeisunum, sem nú stjórna landinu, í tvo heimana. íslenzkur verkalýður verður að þjappa sér fast saman, beita sam tökum sínum- til hins ýtrasta, sækja rétt sinn til mannsæm- andi lífskjara og hrynda af sér viðreisn eymdarinnar. erlendan markað. Fjögur leigu skip hafa annað flutningunum, liafa þau flutt bæði lausan fisk og í kössum, sölur hafa verið mjög misjafnar, en þó farið batnandi. Þrátt fyrir mjög góðan afla flestra báta, sem landað hafa hér heima, hefur mönnum þótt verðmætið verða óeðlilega lítið. Það er sameiginlegt álit all- flestra útgerðarmanna og sjó- manna, að ferskfiskmatið hafi gefizt illa, matsreglurnar virðast svífa allt of mikið í lausu lofti, en þó oftar nálgast hagkvæmni fyrir fiskkaupendur, enda er sterkur grunur margra, að mats reglurnar séu runnar undan nifj um Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- liúsanna. Húsmæður! ATHUGIÐ! Tek að mér viðgerð- ir ú öllum tegundum SAUMA- VÉLA. BORGÞÓR ÁRNASON, Sími 806. Afstaða sjómanna til þessara mála er skýr og greinileg, sá háttur, sem verið hefur á öllum verðsamningum er með öllu ó- hæfur. Það er ófrávíkjanleg réttlætis- krafa sjómanna, að engir verð- eða flokkunarsamningar séu gerðir, nema sjómannasamtökin eigi þar hlut að máli. Til sölu! Nýlegt gólfteppi er til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 298. - 2SSSSS2SSS2SSSSSSSSSSSSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSS Barnavagn til sölu. — Upplýsingar hjá Gísla Bryngeirssyni, úrsmið. Hús til sðliT M. a. nýtt hús við Boðaslóð og smærri hús og íbúðir víðs- vegar um bæinn, einnig hús í smíðum. Kaupendur bíða einnig eftir hentugum húsum. Sip af ýmsum stærðum hef ég einnig til sölu . JÓN HJALTASON Drífanda við Bárustíg Viðtalstími 4,30—6 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. Æskulýðsfylkingin í Veslmannaeyjum Skemmtifundur verður haldinn að Hótel HB. kl. 8,30 í kvöld (miðvikudag) 20. sept. — Skemmtiatriði. Félagsvist og fleira. Nýir fléagar velkomnir. STJÓRNIN. SSSSSS2S2S2S2S2SSS2S2S2S2SSS2SSS282SSSSS£S2S2S2?!SS2S2SSiS3SSS£S8S2SSSSS2SSSSS2S2SSS2S2SSS8SSS8SSSSS2S2S8SSS8 Húseign til sölu. Húseignin Strandvegur 39 í Vestmannaeyjum ásamt tilheyr- andi lóð og mannvirkjum er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Þeir, sem kynnu að vilja kaupa eignina, sendi skrifleg tilboð til skiptaiáðanda fyrir 30. september n. k. skiptarAdandinn í vestmannaeyjum ^S»2SSSSSS*SS2Jt2Jt2Jt2Jt2ggj;2Jt2Jtg*2Jt2Jtgj^gjt2JtgjC2<2Jtgjt2° Kærufrestur til ýfírskattflhefndar vegna urskurðar skattstjóra á keeturn vegna álagningar tekju- og eignaskatts og gjalda til Tryggingarstofn- unar rikisins er utrunninn 24. september n. k. Fyrir þann dag þurfa kœtuf til yfirskattanefndar að hafa bor- izt. Bæjarfógetinn 1 Vestmannaeyjum, 8. september igói. TORFI JÓHANNSSON.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.