Eyjablaðið


Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 1
EYJABLAÐID 22. argangur Vestmannaeyjum, 29. nóvember 1961. 16. tölublað. Siúkrahús$Íóður cr cngin lánasiofnun I síðasta Fylki reynir bæjar- stjórinn að réttlæta það trún- aðarbrot sitt, að rupla úr Sjúkrahússsjóði í bæjarrekstur- inn. Segja má um ritsmíðina, að „sannleikanum verður hver sár- reiðastur", því í upphafi grein- arinnar viðurkennir Guðlaugur það rétt, sem Eyjablaðið sagði, að hann hefði tekið 200 þús. kr. úr sjóðnum í þarfir bæjar- ins, en hellir svo úr skálum reiði sinnar yfir því, að frá Evrópu-sæsímlnn tengdur Svo sem áður hefur verið gjeint frá, stendur nú yfir sæ- símalögn milli Skotlands, Fær- eyja, íslands og Ameríku. Landtökin við Færeyjar og Vestmannaeyjar voru lögð í sumar, en úthafslögnin hér í milli drógst nokkuð vegna verk- falla í Bretlandi, en það var brezkt skip, sem lögn þessa fram kvæmdi. Hinn 16. nóvember kom svo skipið ALERT hingað upp undir Eyjar og hafði þá verið um 4 sólarhringa að leggja strenginn frá Færeyjum. Slæddi ALERT upp enda landstrengsins hér nokkuð aust- ur af Stórhöfða og lauk tenging unni hinn 17. nóvember, og hélt skipið þegar eftir það á burt. Um þessar mundir standa yf- ir prófanir á strengnum, en ráð gert er að taka hann í notkun um næstu áramót. Næsta sumar stendur svo til að leggja sæsímastreng héðan frá Eyjum vestur um haf til Ameríku. þessu skuli vera sagt, og telur málinu borgið með því, að eftir að honum varð kunnugt um, að upp um hann hafði komizt, greiddi hann sjóðnum aftur það sem hann hafði úr honum tek- ið. En málið er ekki svona ein- falt. Sjúkrahússsjóður er ekki nein lánastofnun, hvorki til handa bæjarsjóði né öðrum og fé hans er óheimilt að hreyfa til annars en byggingar sjúkra- húss. Ennfremur er vitað, að bæjarsjóði gengur illa að standa í skilum við ýmsa þarfa sjóði, sem hann á að greiða til, og því ekki nema eðlilegt, að þann ugg setji að mönnum, að eins geti farið með endurgreiðslur í Sjúkrahússjóðinn, ef farið væri að rupla úr honum, þó lán ættu að heita. Guðlaugur veit, að fé sjóðsins er óhreyfanlegt, þar af kemur öll þessi reiði, verknað- urinn þolir ekki dagsins ljós, það mátti ekki segja frá honum. Að hilma yfir sök, þýðir með- sekt, á því siðferðisstigi eru ekki þeir, sem standa að Eyjablað- inu, en hins vegar gefst kannski tækifæri til þess síðar, að gera upp við bæjarstjóra mál, sem vitað er að hann ætlaði að beita þeim verknaðí i. Bæjarstjóri má gjarnan vita, að af umræddu Eyjablaði seld- ust nær 1000 eintök og hefur það því eflaust verið lesið í hverju húsi í bænum. Það er þess vegna vonlaust verk að falsa frásögn þess, eða gera því upp önnur orð en það viðhafði, en þetta hvorttveggja reynir Guðlaugur í grein sinni. Fylkisgreinin ber yfirskrift- ina „Lúaleg árás Eyjablaðsins á húsbyggi narsjóð sj úkrahússins". Það væri fróðlegt að bæjarstjóri færði þessum orðum sínum stáð með tilvitnunum í Eyjablaðs- greinina. Ef greinin er árás á einhvern, er það auðvitað sá, sem verknaðinn framdi, og virð ist hafa verið réttmæt, þar sem bæjarstjóri hefur játað sakir þær sem á hann voru bornar og hlotið dóm fyrir þær meðal bæj arbúa. Þá segir Guðlaugur, að Eyja- blaðið geri tilraun til þess að gera fjársöfnun Kvenfélagsins Líknar tortryggilega og gera þeim starfið erfiðara. Þarna er sannleikanum alveg snúið við. í Eyjablaðinu er þess einmitt getið, til þess að óhappaverk bæjarstjóra hafi ekki neikvæð á- hrif á söfnun þeirra, að þær ætl- uðu að geyma og ráðstafa sjálf- ar, því fé sem þær safna til sjúkrahússins. Hafi Kvenfélagskonur orðið varar við, að gripdeild Guð- laugs úr sjóðnum, torveldaði sölu happdrættismiðanna, er ekki við annan að sakast en bæj arstjóra, en það hafa þær kann- ski gert og hann þess vegna reyni þá fáránlegu leið, að koma sökinni af sér á Eyjablaðið. Það er á allra vitorði, að Guð Stærsta málið, sem á dagskrá íslendinga hefur komið síðan þeir náðu sjálfstæði, er aðild að svonefndu Sammarkaðs-banda- lagi Evrópu, en íslenzka ríkis- stjórnin hefur þegar látið í ljósi áhuga sinn á því. Aðild að því flytur í raun réttri vald þjóðarinnar yfir at- vinnu- og viðskiptamálum sín- um burt úr landinu til yfir- stjómar bandalagsins, og vitað er, að þar mundu Þjóðverjar ráða mest’j. laugur bæjarstjóri er ört fall- andi stjarna í flokki sínum, og er það margra álit, að hann sé að nálgast aftur þá píslarsögu sína, þegar nær fjórði hver kjós- andi Sjálfstæðisflokksins strik- aði yfir nafn hans í bæjarstjórn- arkosningum og hann féll um sæti á listanum. Það er því ekki nema von, að hann verði snefs- inn í skapi, þegar gerð eru upp- vís myrkraverk, sem hann þótt- ist viss um að ekki kæmust upp og hlýtur fyrir fordæmingu allra bæjarbúa. Fyrst bæjarstjóri var með í liöndum pottþétta ávísun á rík- isframlag, var þá ekki mögu- leiki á, að fá lánað út á hana, í nokkrar vikur, eftir venjulegum leiðum í lánsstofnunum. Eru bankaviðskipti bæjarins orðin svona stirð? Það er vitað, að Sparisjóður- inn hefur stundum hlaupið undir bagga og lánað bænum út á ríkisframlag. Hefur Guðlaug- ur einnig þar unnið sér eitthvað til óhelgis og lokað þeirri leið? Væri bænum ekki þörf á bæj arstjóra, sem nyti meira trausts í lánsstofnunum en Guðlaugur virðist njóta? Ríkisstjórnin viðurkennir sjálf, að skilyrðislaus þátttaka ís lands í Sammarkaðsbandalaginu geti ekki komið til greina, en samt gerir hún gælur við hug- myndina, og líklegt er, að hún leiti bráðlega heimildar Alþing- is til þess að mega sækja um inngöngu í það. Reynir hún að telja nauðsyn til þess bera með því að segja okkar stærstu og beztu markaði liggja á væntan- Framhald á 2. síðu. Eigum við að ganga í Sammarkaðs- bandalagið! Viljum við sökkva niður á það nýlendusHg, sem blómenn Afríku eru að hefja sig af — eða eigum við að halda sjólfstæði okkar að framþróun eigin atvinnuvega?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.