Eyjablaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 1
YJABLAÐID 24. árgangur. Vestmannaeyjum, 16. maí 1963. 8. tölublað. Bágt eiga þeir, sem stæra sig af brezka landhelgissamningnum Fófí er táknrænna um blygðunarleysi stjórnarflokkanna en tal þeirra um landhelgismálið. Því lýsa þeir sem stórsigri sínum yfir Bretum og hagfelldri lausn fyrir íslenzka hagsmuni. Og jafn- framt talo þeir um andstæðinga sína sem svikara við málstað Is- lendinga. Bæði Fylkir og Brautin eru svo seinheppin, að hina síðustu daga, þegar fleiri mönnum en áður gefst innsæi í hvers eðlis „lausn landhelgismálsins" sem svo hefur verið kölluð, raunveru- lega er. Guðlaugur og Unnor geta ekki breytt ^máninni í heiðurskrans Hér í Eyjablaðinu hefur ó- sannsögli og rangtúlkun þessara íhaldsaðila um einstök atriði svo oft verið hrakin lið fyrir lið,að hægt er að sleppa því að þessu sinni að endurtaka það í öllum atriðum. Þess í stað er vert að rifja upp aðalatriði um gang landhelgissmálsins eins og það liggur fyrir í staðreyndum sem máli skipta, og niðurlæging þjóðarinnar og vesöld stjórnar- valdanna breytast ekki í heiðurs krans, þótt um stjórnina sé skrifað lof af mönnum eins og Guðlaugi Gíslasyni og Unnari Stefánssyni, sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki, það sem gerzt hefur og er að gerast. Útfærslan úr 4 í 12 mílur, en grunnlínur Ólafs Thors látnar standa Árið 1958 var landhelgi ís- lands færð út úr 4 mílum í 12 mílur frá grunnlínum allt um- hverfis landið. þetta var gert í beinni andstöðu við Sjálfstæðis- flokkinn og óbeinni andstöðu við Alþýðuflokkinn. Grunnlín- um var hinsvegar ekki breytt neinsstaðar, því nefndir flokkar færðust sérstaklega undan því að slíkt væri gert í einum og sama áfanganum með stækkun- inni út í 12 mílur. Reynt var að hafa um málið eins mikla sam- stöðu innanlands og hægt var, og því voru þeir látnir ráða þessu. Það er því furðulegt, þegar Guðlaugur Gíslason talar um það sem glæp gagnvart Vest- mannaeyjum, að ekki var grunn línunum breytt jafnhliða út- færslunni í 12 mílur. Slíkt er þung ásökun á Sjálfstæðisfl., því þær grunnlínur, sem glæpur var að láta standa óbreyttar voru á sinni tíð ákveðnar af Ólafi Thors. Eignir íslands keyptar dýru verði af Bretum. Nú er það hinsvegar rétt , að útfærsla grunnlínanna var mál sem beið síns tíma og hefði verið góð og lofsverð 1961, ef ekki hefði fylgt henni hið versta ákvæði alls þess vonda samnings, sem núverandi ríkisstjórn gerði við Breta. En það var ákvæðið um að aldrei framar skyldu ís- lendingar færa út landhelgi sína frekar nema að fengnu leyfi Breta eða eftir úrskurði alþjóða- dómstólsins, sem allir vita að engin lög hefur til þess að dæma eftir í slíku máli, og að sam- FUNDUR Alþýðubandalagið boðar til almenns fundar í Alþýðuhúsinu í kvöld (fimmtudag) kl. 8,30. Ræðumenn verða: Lúðvík Jósepsson, Gils Guðmundsson, Karl Guðjónsson. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. þykki Breta er ófrávíkjanlegt skilyrði frekari útfærslu meðan samningurinn er í gildi, en hon- um er ætlað að gilda um alla framtíð. Jafnvel útfærsla grunnlín- anna, sem annars væri eini ljósi punkturinn í svikasamningi ríkisstjórnarinnar við Breta, er því of dýru verði keypt. Þetta ákvæði samningsins um samþykki Breta við frekari út- færslu er líka algert brot gegn íslenzkum lögum, því árið 1948 voru samþykkt á Alþingi svo- nefnd landgrunnslög, sem kveða svo á, að íslendingar telji sig eiga eina og óháða lögsögurétt á öllu landgrunninu við ísland. En með samningunum við Breta er sá réttur að parti af- hentur erlendri þjóð þvert ofan í gildandi íslenzk lög. þegar þess er einnig gætt, að grunnlínur voru ekki hreyfðar á ýmsum þeim stöðum, sem við að alþjóðalögum áttum rétt til útfærslu, eins og t.d. á miðum Vestmannaeyjabáta austur í „Löggillur Vesl- mannaeyingur" Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að enginn maður úr Vestmannaeyjum er í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Suð- urlandskjördæmi í vor, fyrr en í varamannssætum. Þótt Framsóknarflokkurinn fengi alla þingmennina, sem kjósa á, kjörna af sínum lista, yrði samt enginn fulltrúi úr Vestmannaeyjum á þinginu. Hér í Eyjum reynir auðvitað enginn að verja þessa uppstill- ingu (nema hvað það hefur eitt sinn verið prófað af litlum sann færingarkrafti en mikilli flokks- þægð í grein í Framsóknarblað- inu). En þegar það er fært í tal við Framsóknarmenn utan Eyjanna, hverja forsmán þeir sýnx flokks mönnum sínum í Vestmannaeyj- um með framboðinu í Suður- landskjördæmi, þá svara þeir og glotta við: Flokkurinn hefur lög gilt Helga Bergs sem Vestmanna eying. BBgaaasaBKagaBBggsaBBPBg Meðallands—og Mýrabugt, en getum nú engu breytt nema með samþykki Breta, verður enn greinilegra, að við íslend- ingar höfum verið látnir kaupa okkar eigin eignir óbærilega háu verði af Bretum. Réttindi Breta í landhelgi íslands En fyrst svo er um hið græna Framhald á 2. síðu. Tvísýn kosningaúrslit j í áróðri sínum reyna Fram sóknarmenn mjög að beita því bragði að stjórnarandstæð ingar eigi fremur að kjósa Framsókn en Alþýðubanda- lagið, af því að Karl Guðjóns- son muni ná kosningu sem uppbótarþingmaður, þó að hann verði ekki kjördæma- kosinn. . Þetta er sagt gegn betri vitund. Ef til þess kæmi, að Alþýðu bandalagið fengi ekki mann kjörinn á þing í Suðurlands- kjördæmi, eru líkur á því að frambjóðandi þess hreppti uppbótarsæti hverfandi litlar eða engar. Kjördæmakosningin er því líklegust til að skera ein úr því, hvort Karl Guðjónsson á sæti á næsta þingi eða ekki. Það er líka vert, að Vest- mannaeyingar geri sér grein fyrir því, að ef Alþýðubanda- lagið fær ekki fleiri atkvæði einmitt hér í Eyjum en það fékk við síðustu bæjarstjórn- arkosningar, er kjör fulltrúa þess í algerri tvísýnu. Það er mikill siður sumra flokka að láta fremur ósk- hyggju sína en raunsæi koma fram í spásögnum um kosn ingaúrslit. Eyjablaðið tekur engan þátt í þessháttar skrumi, en telur sér skylt að gefa lesendum sínum þær ein- ar upplýsingar, sem það veit sannastar og veruleikanum samkvæmastar. Þess vegna skal hér hilaust viðurkennt: Alþýðubandalagið þarf að fá aukið atkvæðamagn frá síð ustu bæjarstjórnarkosningum til þess að tryggt sé, að Karí. Guðjónsspn sitji á. "þingi næsta kjörtímabil. *im*ivirfJii«~in«'»iiriini»"~ n«^wwr*>M~>fiAw»ii'>«<~»íirf»iiék 1 ~>«»~»Mi> ojU^jli.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.