Eyjablaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 05.06.1963, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ Hátíðarhöld Sjómannadagsins Sjómannadagurinn var hald- inn s. 1. mánudag (annan í hvítasunnu) um land allt. Hátíðahöldin hér hófust á laugardag og var byrjað með kappróðri. Fyrst réru vélstjórar og skipstjórar, og sigruðu vél- stjórar á tímanum 1:53,5 m-» sem jafnframt var bezti tími dagsins og hlutu nú nýjan bikar gefinn af Sjómannadagsráði. Skipstjórar réru á 1156,6 m. Sjó- mannafélaginu Jötni tókst ekki að manna róðrarsveit, og er það illa farið, ef sjómenn ætla að svkjast undan merkjum á sjálf- an sjómannadaginn, þar sem þátttaka þeirra er undirstaða hátðahalda dagsins. Næst réru skipshafnir af Kap og Stefáni Þór, og sveit Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja. — Sveit Hraðfrystistöðvarinnar sigr aði á 1:54,1 m., önnur var sveit Kap á 1:55,5 m. og hlaut skips- höfnin bikar Útvegsbændafélags ins í annað sinn í röð, og þriðja sveit Stefáns Þór. Fiskiðjan gaf bikar til keppni milli frystihús- anna liér, en aðeins sveit Hrað- frystistöðvarinnar mætti til leiks og hlaut því bikarinn, sem um var keppt í fyrsta sinn. Síðan réru sveitir drengja úr Austur-, Mið- og Vesturbænum. Sveit in úr Vesturbænum sigraði á 1:35,8 m. Önnur varð Miðbæj- arsveitin og þriðja sveit Austur- bæjar. Næst á dagskrá var stórkost- leg björgunarsýning með þyrlu, sem varnarliðsmenn af Kefla- víkurflugvelli framkvæmdu af snilli og öryggi. Þótti mönnum mikið til koma, og duldist vart nokkrum hvílíkt björgunartæki þyrlan er. Síðan upphófst koddaslagur, og sigraði Kristján Guðmunds- son eftir harða baráttu við Grím Magnússon. Um kvöldið var fjölbreytt skemmtun í Samkomuhúsinu. Á hvítasunnudag kl. 1,30 flutti Einar Gíslason ræðu við Minnisvarða drukknaðra og hrapaðra, Lúðrasveit Vestmanna eyja lék undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar, Árni jónsson söng og lagður var biómsveigur að fótstalli minnismerkisins. Síð an var sjómannamessa í Lnda- kirkju, séra Þorsteinn L. Jóns- son prédikaði. Á annan hvítasunnudag setti Steingrímur Arnar hátíðina við Samkomuhúsið með ræðu, síðan voru elztu starfandi sjómenn heiðraðir. Að þessu loknu var farið í skrúðgöngu með Lúðra- sveit Vestmannaeyja í broddi fylkingar og staðnæmzt á Staka- gerðistúni. Ræðu flutti Þor- steinn L. Jónsson sóknarprestur og síðan var barnagaman flutt af þrem skemmtikröftum dags- ins. Því næst var verðlaunaaf- hending fyrir kappróður dags- ins og að lokum stakkahand- bolti milli Sjómannadagsráðs innbyrðis. Um kvöldið var skemmtun í Samkomuhúsinu og að henni lokinni voru heiðraðar þrjár skipshafnir. Helgi Bergvinsson var heiðraður sem aflakóngur vertíðarinnar 1963. Rafn Kristj- ánsson og skipshöfn Gjafars hlaut aflaverðmætisgripinn, sem er forkunnar falleg útskorin fánastöng á fæti. Er þetta í fyrsta sinn, sem gripurinn er afhent- ur, en þetta er farandgripur, sem hjónin Ingólfur Theodórs- son og Sigríður Sigurðardóttir gáfu. Að lokum var skipstjóri og skipshöfn Halkions heiðruð og afhent björgunarverðlaun Sjó- mannadagsins 1963, fyrir björg- un áhafna Bergs VE og Erlings IV. Að lokum var stiginn dans til kl. 4. Fórst framkvæmd dagsins yfirleitt vel úr hendi og skemmt anir dagsins mjög fjölsóttar. For maður Sjómannadagsráðs var Sigurður Elíasson. Þess ber að geta, að ungur Vestmannaeying ur, Örn Aanes, var heiðraður í Reykjavík og honum afhentur Fjölnisbikarinn, sem veittur er fyrir frábæran námsárangur í Vélskóla Islands. _ S. T. Barnagæzla. A morgun, fimmrudag, verður opnaður borna- leikvöllur á Breiðabliks-lóðinni. — Verður þar gæzla barna á aldrinum 3ja til 6 ára, alla virka daga, kl. 9—12 og 1—6, nema laugardaga fró kl. 9—12. BÆJARSTJÓRI. SUNDLAUGIN ER OPIN SEM HÉR SEGIR: Kl. 8 til 10 f. h.: Almennur rími. Kl. 10 til 12 f. h.: Drengir innan 14 ára. Kl. 2 til 4 e. h.: Stúlkur innan 14 ára. Kl. 4 til 6 e. h.: Kvennatími. Kl. 6 til 7 e. h.: Karlatími. Á laugardögum: Almennur tími kl. 8 til 12 f. h. og kl. 2 til 4 e. h.. (Börn innan 14 ára aðeins fyrir hódegi). Á sunnudögum: Almennur tími kl. 9 til 11 f. h. Á mónudögum er laugin lokuð. Karlatími er fró kl. 8 til 10 á kvöldin á þriðjudögum og fimmtu- dögum. ------- Kvennatími ó samo tíma ó miðvikudögum og föstu- dögum. Karlmönnum verður leyfður aðgangur oð drengjatímum og kon- um aðgangur að stúlknatímum, ef þess er óskað. Laugin verður aðeins opin fyrir baðgesti. SUNDLAUGARNEFND. Tilkynning FRÁ STEYPUSTÖÐINNI: Framvegis mun stöðin selja steypu blandaða í hræribíl ekinni til kaupenda. Verð steypunnar er kr. 825,00 pr. rúmmeter eða kr. 2885,00 hver bílfarmur (3,5 rúmm.). Kaupandi skal leggja fram pöntun sína hjó bsaj- argjaldkera og greiða steypuna þar. Hann fær kvitt- un fyrir greiðslunni í tvíriti og afhendir Kristni Sig- urðssyni verksrjóra annað afritið tveimur dögum éður en hann óskor þess að fó steypuna heimsenda. Bæjarverkfræðingur veitir nónari upplýsingar um blöndun steypunnar o. fl. Áhaldahúsið mun eftir sem óður leigja hrærivél þeim, sem þess óska. STEYPUSTÖÐIN. tflaa»8g8g888888888g88888888j»Pj88«8^ Til sölu. Þeir, sem ætla að festa kaup á húsum, íbúðum, bifreiðum eða bátum á þessu vori, ættu nú ekki að draga öllu lengur að líta inn í skrifstofu mína. Fjölbreytt úrval einbýlishúsa, íbúða og skipa. Ein og ein bif- reið er einnig til. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Báru- stíg ViÖtölstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f h. — Sími 847. <+<f9^**+'+m4*m PÍANÓSTILLINGAR. Þeir, sem þurfa að stilla píanó, gjöri svo vel að tala við mig sem fyrst. Oddgeir Krisijánsson, Sími 305. Hef til sölu Rafha-eldavél með tækifærisverði. Urðavegi 5. Sími 729. Tryeeið sieur G-listans

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.