Eyjablaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 26.09.1963, Blaðsíða 1
EYJABLADID 24. argangur. Vestmannaeyjum, 26. september 1963 11. tölublað Enn sígur á ógæfuhlið fyrir viðreisninni * Ríkisstjórnin hugleiðir nýja gengislækkun. * Hún vor komin ó fremsto hlunn með aö hækka almenna útlánsvexti bankanna í 14%. * Hefur nú gripið til svæsnustu lánshafta í bankakerfinu, þannig, að Seðlabankinn krefur viðskiptabankona um 18% vexti af yfirdráttarlánum. Á undangengnum misserum hefur allt stjórnarliðið keppst við að lofsyngja „Viðreisnina" og orðið furðu vel ágengt í því að rugla menn í því, hvað væri „Viðreisn" og hvað aflasæld á síldveiðum. Nú er hins vegar svo komið, að þeir eru næsta fáir, sem prófa lengur að telja hvorki sjálfum sér né öðrum trú um, að vit- glóra sé í „Viðreisninni". Stjórnariiðið sjálft horfir upp á nýtt dýrtíðarflóð velta fram með áður óþekktum hraða og hengir hendur í skaut sér án þess að kunna við því nokkur ráð. Lengst af var það sjálfsagt viðkvæði jafnt Framsóknar sem íhaldsins og Kratanna, að öll ó- gæfan stafaði af ósanngjörnum kaupkröfum verkalýðshreyfing arinnar. En sú skýring er nú svo fjarlæg, að það er ekki til neins að nefna hana lengur. Ef einhver héldi, að óáran, aflaleysi eða grasbrestur, hefðu hér sorfið að, þá er það líka alls fjarri. Vandamál hins íslenzka þjóð- félags í dag eru af engum öðr- um toga spunnin en óstjórn á þjóðarbúinu og ranglátri skipt- ingu þjóðarteknanna. Ríkisstjórnin er nú farin að tala upphátt um það, að mikill vandi sé fyrir höndum, og hún hel'ur hafið upp sinn gamla for- mála, sem hún lengi hefur haft fyrir öllunT misþyrmingum á vinnandi fólki. En sá formáli er þessi: EITTHVAÐ ÞARF AÐ GERA. Um þessar mundir hugleiðir stjórnin að iella enn gengi krón unnar. Það er hennar gamla ráð. En nú er stjórnin hrædd um, að svo tíðar gengisbreyting- ar, sem hún hefur staðið fyrir mundu ekki þola neina viðbót í bráð, án þess að hennar er- lendu bandamenn mundu láta í ijós það álit sitt, að vanhæfni slíkrar ríkisstjórnar til fjármála- stjórnar væri alveg einstök. Af þessum sökum mun stjórnin eitthvað reyna að þrjózkast við það ráðið, sem henni er annars tiltækast. Þá hefur stjórninni hug- kvæmst að draga dálítið úr at- vinnu í landinu með því að minnka útlán bankanna. Þetta reyndi hún í öndverðu að gera með því að koma á núverandi okurvöxtum bankakerfisins. Reynslan af því hefur þó aðeins orðið aukin dýrtíð en ekkert minnkuð eftirspurn eftir lánum. Stjórnin hefur þó hugleitt að hækka vextina enn úr 9,5% í 14%. En einhvern veginn finnst stjórninni það svakalegra tiltæki en svo, að hún treysti sér alveg til að framkvæma það. En úr þessum umsvifum öll- um hefur það svo orðið, að bönk unum hefur verið skipað að minnka lánveitingar, og til þess að sanna alvöru málsins, þá er Seðlabankinn nú látinn taka 18% í rentur af því fé, sem við- skiptabankarnir kunna að þurfa á að halda frá Seðlabankanum til starfsemi sinnar. Á nú um skeið að sjá til hvernig þetta ráð gefst, en bæði almenn vaxta hækkun og gengisfelling vofa enn yfir og geta komið til fram- kvæmda hvenær sem er. Öryggi eða festa, traust eða hald er greinlega ekki til í hinu margrómaða viðreisnarkerfi. Páll Steingrimsson. Öpnar sýningu Páll Steingrímsson efnir til sýningar á myndum sínum í K. F. U. M.-húsinu á föstudag, laugardag og sunnudag n. k. Páll er orðinn landskunnur myndlistarmaður og hefur átt góðar sýningar bæði hér heima og í Reykjavík. Páll gerir fiestar sínar myndir úr muldu grjóti og hefur leitað víða til fanga um efni, enda liggja ekki litskrúðugar steinteg undir á hverju leiti. Vestmannaeyingar eiga Páli ekki einasta mikið upp að unna sem frumlegum listamanni held ur hefur hann líka af miklum dugnaði staðið fyrir Myndlistar- skóla Vestmannaeyja um margra ára skeið og þar með lagt fram ágætan skerf í okkar annars fá- brotna menningarlíf. Er því vart að efa, að fjölmennt verður á sýningu hans. STJORN SKOLAMALA RAÐID TIL HLUNNS Á síðastliðnu vori skeði það, sem ekki mun áður hafa komið iyrir, að skólastjórastöðurnar svið báða skólana hér, Barnaskól- ann og Gagnfræðaskólann, voru auglýstar lausar til umsóknar, liin fyrr nefnda vegna fráfalls Sigurðar heitins Finnssonar, en síðarnefnda staðan sökum þess, að Þorsteinn Víglundsson gerði nú loks alvöru úr því að segja upp starfi sem skólastjóri, en það hafði hann haft um orð nokkur undanfarin ár, án þess að til alvörunnar kæmi, þótt ekki sé vitað, að neinir bæjarbú- ar haf'i latt hann til hvíldarinn- ar. BARNASKÓLINN — Allf gckk eðlilega með Barnaskólann. Að því er barnaskólann varð- ar gekk allt hljóðlega og eðli- lega um veitingu starfans. Stein grímur Benediktsson sótti einn um skólastjórastarfið og var skipaður í það, enda hafði hann hlotið meðmæli allra aðila, er um stöðuveitinguna eiga að tjalla, og aðrir gerðu þar ekki tilraunir til íhlutunar. Er Steingrímur tekinn til starfa og er það ekki að efa, að hann leysir starfið vel og sam- vizkusamlega af hendi. En hon- um er eins og hverjum" manni, er slíkt starf skipar, niikill vandi á höndnm, einkanlega sökum þess að mikið vantar á að kenn- aralið skólans sé fullskipað, en enginn skyldi halda ,að yfir- stjórn í stórum skóla sé auðvelt verk, jafnvel þótt starfslið væri eðlilega skipað. GAGNFRÆÐASKÓLINN — Sérsrakur hávaði reistur. Skólastjórastarfið í Gaðn fræðaskólanum var hins vegar ekki jafnauðleyst og í Barnaskól- anum. Munu fáir bæjarbúar hafa komizt hjá því á hinum síð ustu mánuðum að heyra ein- liverja óma af þeim hávaða, sem kringum það var reistur. Sagan af því máli verður næsta óskiljanleg, þótt rakin væri, nema menn renni grun 1, að Guðlaugur Gíslason taldi sig skuldbundinn einum umsækj- andanum til halds og trausts fyrir stuðning, sem hann hafði áður hlotið úr þeirri átt í inn- anflokksróstum íhaldsins í v.or, þegar margir flokksmanna voru búnir að fá meira en nóg af Guðlaugi og hugðust losa sig við hann. Á hinu leitinu er það svo á allra vitorði, að Framsókn- arbroddurinn Þorsteinn Víg- iundsson liefur aldrei látið sér hvarla annað í hug, en að hann sæti að völdum í skólanum eins og arfakóngur, sem tilnefndi rík ið hálft meðan hann lifði og allt eftir sinn dag í hönd þess, er hann vildi arfleiða. Þeir Guðlaugur og Þorsteinn eiga báðir dálítið bágt með að skilja, að til séu þeir hlutir, sem aðrir menn en þeir hafi einhvern ákvörðunarrétt um. Þeim mun því hafa orðið það ónotaleg upp götvun, þegar þeir urðu þess var ir, að ekki varð eins auðveld- Framhald á 2. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.