Eyjablaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 4
EYJABLAÐXÐ Útgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggvi Gunnarsson l’rentsm. Eyrún hf ELDGOS VIÐ EYJAR Framhald a£ 2. síðu gízkað var á að lengd hennar væri milli 6—7 hundruð metr- ar. Um þrjátíu manns voru í þessari í'erð í ljómandi góðu veðri og bar öllum saman um stóríengleik þess, sem fyrir aug- un bar. Á mánudag fylgdist ég nokk- uð með gosinu, virtist mér það enn hafa farið í aukana, svarta skothríðin þéttari, en kannski ekki eins há ,að minnsta kosti ekki eins og á laugardag. Úr landi að sjá virtist mökkurinn ná hærra en nokkru sinni fyrr. Á sunnudagskvöld og á mánu- dagsmorgun í myrkri höfðu sézt allmiklir eldar. Ekki gat ég greint neina breytingu, sem um- talsverð væri, nenta ef vera kynni, að mér sýndust að bólstr arnir væru ögn fíngerðari en áð- ur. Einnig virtist mér sem upp kæmu svartar klessur ekki h;íar upp úr sjónum rétt sunnan við eyna. Þetta kvöld milli sex og sjö fór ég enn í leiðangur í brekkuna. Þá var ljós af skipi skammt vestan við gosið. Mér fannst þá allt í einu birta kringum mig, en var þó ekki viss. í kíki sá ég elda öðru hverju, að mér sýndist syðst og austast. En allt í einu leiftraði rafbjört elding. Það var eins og hún spryngi úti í sortanum hátt yfir gýgnum og lýsti langa vegu upp og niður lóðrétt. Skömmu síðar koniu tveir skærir blossar og sprungu út rétt ofan við gýg- inn, virtust bjartastir í miðju en rauðari til jaðra, Jxetta var mjög snöggt, svo það er bezt að fullyrða sem minnst. Síðan kom enn eitt leiftur ,og ég gat ekki áttað mig á hvaðan, en Jrað var svo bjart, að það lýsti upp kring um mig, en afar snöggt. Þessi leiftur koniu öll að ég hygg inn an tíu mínútna, en síðan ekki meir og mun ég þó liafa verið jjarna uhi Jrað bil 40 mín. En öðru hverju hélt áfram að sjást glæringar á sama stað og fyrr. Þó að hér hafi verið farið nokkrum fátæklegum orðum um það, sem fyrir augu hefur borið, ber ekki að skilja orð mín svo, sem hér sé einungis um augnayndi að ræða. Það er að visu stórfenglegt að sjá þessi býsn, en jafnframt ógnarlegt að jörðin skuli springa og spúa eldi og eimyrju rétt við bæjar- dyr okkar. Mættum við minn- ast þess, að eldsumbrot liðinna alda hala valdið Jxjóð okkar meiri hörmungum en tölum verði taiið. Enn sem komið er getuni vtð hrósað liappi, því veður héfur verið hagstætt svo sem verða mátti. Leikur á því lítill vafi, að hér hefði orðið ösku- eða vikurfall ef vindur heíði staðið af suðvestri. Eig- um vxð trúiega eftir að sann- prófa það, ef svo heidur iengi áfram, en gosið er aldrei meira en nu, þegar þessar iín- ur eru hripaðar um hádegi þiiðjudags. Enginn kann að spá, hve lengi Jressi firn standa né hvaða afieiðingar kuirna að fylgja. Við skulum vona, að þessu linni sem fyrst. Þó sakar ekki að minna á Jxá gieðifrétt, að bátur, sem var á sjó um helgina og lagði línu sína vest- an við Eyjar, aflaði vel, svo ekki virðist fiskur flúinn af ná- lægum miðum enn sem kornið ei'. Asi. Ærsl mikil og gauragangur gripu um sig meðal unglinga bæjarins á góðviðriskvöldum þeim er mánuðinn byrjuðu. Gengu Jxeir berserksgang og gerðu liróp að lögreglu og ösku- tunnur komust í sérstakt uppá- hakl Jreirra. Upphafið mun hafa verið, að nú skyldi stugga frá börum bæjarins og spoppum öllum þeim, er ekki höfðu til- skilinn aldur, en fram til þessa hefur kvöldseta unglinga á stoð um þessum að mestu verið óá- talin eða afskiptalítil . Hér sem svo oft áður er byrj- að á öfugum enda ,veitzt að af- leiðingunni meðan orsakarinn- ar er ekki leitað. Hér er í orðs- ins fyllstu merkingu ekkert að Iiafa fyrir unglinga að loknu dagsverki, nema Jxá kvikmynda- luisið, sem er ærið görótt að gæðum. Hvert skal svo halda, þegar staðir Jxessir eru þeim forboðnir. Hér er ekki nauð- syn margra sálfræðinga, til að sjá, að unglingar á þessum aldri þurfa að eiga einhvern sameig- inlegan samastað, einhver á- hugamál og eitthvað fyrir stafni. Það má benda á, að hér er eng in sundhöll, ekkert íþróttahús og starfsemi skáta er Jrröngur stakkur skorinn vegna húsnæð- isskorts og síðast en ekki sízt, er tómstundaheimilið varla nema nafnið tómt. Þetta er að- eins lítil upptalning og mætti sjálfsagt finna fleira til . Meining mín með þessum lín urn var engan veginn að mæla framferði unglinganna umrætt kvöld bót, nema þá að síður sé, heldur hitt að skora nú á alla ábyi'ga aðila ,er hér eiga hlut að máli að taka nú höndum saman til lausnar vanda þess- um ,svo hægt vei'ði eða að minnsta kosti reynt að beina at- höfnum og atorku ungling- anna inn á réttar brautir. Dregið hefur verið í söluhapp- drætfi SÍBS. Upp kom númer 15156. DRENGJAFÖT Nógu úr að velja. VERZLUN SiGURBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR. Til sölu Nýíegt og vandað hús við Kirkjubæjarbraut. I húsinu eru tvær íbúðir. í kjallara 1 herbergi og eldhús, ó hæð 3 herbergi og eldhús( og innrétting ó risi kom in vel ó veg. Ný íbúð, 3 herbergj, eldhús, ósamt rúmgóðri geymslu við Brimhólabraut. Sérstaklega fag- urt útsýni. Hús við Brekastig. I húsinu er nýstandsett hæð, 3 herbergi og eldhús ósamt herbergi og geymslum í risi, ennfremur 2 herbergi og eldhús í kjallara. Margar íbúðir 2—3 herbergi og eldhús eru til sölu víða um bæjnn. í sumum tilvikum er út- borgun sáralítil, en íbúðirnar lausar til íbúðar. Báta hefi ég af ýmsum stærð um og gerðum . Bifreiðar, t. d. Daf 1963, Plymouth 1954, Skoda 1955 og Moskwitch 1959. Lítið inn og kynnizt fasteigna markaðinum! JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Báru- stíg. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl 11 — 12 f. h. — Sími 847.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.