Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011 VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, und- irstrikaði í lok árs að hann er á meðal þeirra bestu í Evrópu í sínum aldurs- flokki. Guðmundur hafnaði þá í 4.-5. sæti á Junior Orange Bowl Champions- mótinu á Flórída í Bandaríkjunum. Ekki er heiglum hent að öðlast þátt- tökurétt á mótinu en Guðmundur komst inn í mótið með því að vinna hið sterka ungmennameistaramót hertog- ans af York í sumar. Lykillinn að þessu ævintýri öllu sam- an hjá Guðmundi var að verða Íslands- meistari 18 ára og yngri í sumar og Guðmundur tjáði Morgunblaðinu að sá sigur hefði ekki verið auðsóttur. „Það var ævintýralegt að vinna Íslandsmótið í ljósi þess að ég var fjórum höggum á eftir Rúnari Arnórssyni þegar sex hol- ur voru eftir af mótinu. Ætli það hafi ekki verið örlagaríkasta pútt lífs míns þegar ég setti niður fyrir fugli af fimm- tán metra færi á 13. holu. Þar varð fjög- urra högga sveifla og skyndilega vorum við orðnir jafnir. Sigurinn á Íslands- mótinu gaf mér keppnisréttinn á móti hertogans af York,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið ræddi við hann um árið sem er nýliðið og því ljóst að eftir miklu getur verið að slægjast á Ís- landsmótum í yngri flokkunum. Ekki alls kostar sáttur Guðmundur neitar því ekki að hann átti frábært tímabil í sínum aldurs- flokki en það sýnir ágætlega metnað Guðmundar að hann er ekki sáttur við árangur sinn í fullorðinsflokki. „Ég var ekkert sérstaklega sáttur við árangur minn í meistaraflokki. Þeg- ar upp var staðið voru það þrír slæmir hringir sem eyðilögðu fyrir mér þrjú mót. Á Íslandsmótinu í Kiðjabergi var ég aðeins á einu höggi yfir pari sam- anlagt þegar fimm holur voru eftir af þriðja degi. Sá hringur endaði hins veg- ar afskaplega illa og fjórði hringurinn var einnig lélegur. Einnig spilaði ég tvo hringi á 77 höggum á Eimskipsmóta- röðinni, annan í Leirdalnum og hinn á Urriðavelli. Unglingagolfið var hins vegar hrikalega gott. Þar spilaði ég til dæmis einn hring á 63 höggum sem var auðvitað mjög ljúft,“ sagði Guðmundur og vísar þar til vallarmets sem hann setti á Korpúlfsstaðavelli á unglinga- mótaröðinni. Fór utan beint úr prófatörn Guðmundur er 18 ára gamall og stundar nám við Menntaskólann við Sund en hefur sett stefnuna á að fara til náms í Bandaríkjunum að stúdents- prófinu loknu árið 2012. Eins og gefur að skilja var Guðmundur nýbúinn í prófum í MS þegar hann fór út til Bandaríkjanna og keppti á tveimur sterkum unglingamótum á Flórída í desember. Undirbúningurinn var því ekki eins og best verður á kosið enda eru kylfingar á Íslandi í takmarkaðri leikæfingu í síðasta mánuði ársins. Guðmundur hafnaði í 26. sæti á US Junior Masters sem fram fór á TPC Sawgrass-svæðinu. „Skólinn var svo sem ekkert að hjálpa til. Ég kom út þegar ég var nýbúinn í prófum og hafði ekki æft neitt af viti. Ég var einfaldlega mjög lélegur í því móti,“ sagði Guð- mundur en hann sagðist hafa slegið vel á Junior Orange Bowl Champions- mótinu. Hann spilaði hins vegar ekki nægilega vel á flötunum á loka- hringnum til þess að blanda sér í bar- áttuna um sigurinn. „Ég sló rosalega vel en hefði viljað pútta betur sem er það eina sem ég get kvartað yfir. Ég hitti í kringum fjórtán til sextán flatir í tilskildum höggafjölda og því þurfti ég lítið að beita stutta spilinu í kringum flatirnar. Ég gat verið á miklu betra skori eftir fyrstu fimm holurnar á lokahringnum því þá missti ég nokkur pútt fyrir fugli. Þegar ég fékk skramba á 7. holu þá datt ég eig- inlega út úr baráttunni,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið en hann lauk leik sex höggum á eftir sig- urvegara mótsins. „Líklega örlagarík- asta pútt lífs míns“ Morgunblaðið/Ómar Viðburðaríkt ár Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppti á golfvöllum víða um heim á nýliðnu ári.  Guðmundur er einn sá besti í Evrópu í sínum aldursflokki Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki og Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, sigruðu í karla- og kvennaflokki í 35. Gaml- árshlaupi ÍR sem fram fór við frábærar aðstæður í miðbæ Reykjavíkur á síðasta degi ársins. Tvö met voru slegin, auk allra þeirra bætinga á persónulegum árangri sem hlaupararnir sjálfir hafa séð þegar þeir komu yfir marklínuna. Kári bætti sig um 34 sekúndur Kári Steinn kom í mark á tímanum 30,46 mínútum, sem er bæting um 34 sek- úndur á hans eigin brautarmeti frá árinu 2009. Stefán Guðmundsson, félagi Kára úr Breiðabliki, varð í öðru sæti á 32,39 mín- útum, bætti sig úr 34,26 frá 2009 og Ragn- ar Guðmundsson úr Ægi varð í þriðja sæti á 34,05 mínútum. Sigurtími Arndísar Ýrar í kvennaflokki var 37,20 mínútur en hún varð 21. allra í mark sem er mjög fínn árang- ur og bæting úr 38,12 mínútum frá árinu 2009. Íris Anna Skúladóttir, einnig úr Fjölni, varð í öðru sæti á 38,08 mín- útum og 26. allra í mark, en hún hljóp á 39,42 mínútum í fyrra, og Birna Varðardóttir varð í þriðja sæti á 39,45 mínútum. Alls tóku 1.169 manns þátt í hlaupinu og var mikil aukning frá árinu áður en þá tóku 892 manns þátt í gamlárshlaupinu. gummih@mbl.is Kári Steinn og Arndís Ýr fögnuðu sigri í 35. Gamlárshlaupi ÍR-inga Arndís Ýr Hafþórsdóttir „Ég vil bara vara fólk við að snemma,“ sagði Guðmundur landsliðsþjálfari karla í hand unblaðið í gær. Landsliðshóp í dag til æfinga en HM karla janúar og Ísland á fyrsta leik Ungverjar fyrstu mótherjar „Ég er ekki búinn að hitta ekki annað en allir séu heilir eftir áramótin. Ég geri í það því. Það er auðvitað lykilatri og tilbúnir í þetta. Annars ve við stöndum fyrr en eftir æfi verja um helgina,“ sagði Guð lenska liðið mætir Þjóðverju inni á föstudaginn og laugar mætum við alvöruliði og ætt því að geta séð nokkuð hvar Guðmundur. Landsliðs að fara ofEnglandA-DEILD: Birmingham – Arsenal ............................0:3 Robin van Persie 11., Samir Nasri 58., Ro- ger Johnson 65. (sjálfsmark) Liverpool – Bolton....................................2:1 Fernando Torres 48., Joe Cole 90. – Kevin Davies 42.  Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton vegna meiðsla. Man. City – Blackpool ..............................1:0 Adam Johnson 33. Stoke City – Everton................................2:0 Kenwyne Jones 23. Phil Jagielka 69. (sjálfsm.)  Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum hjá Stoke allan tímann. Sunderland – Blackburn .........................3:0 Danny Welbeck 11., Darren Bent 19. Asamoah Gyan 88. Tottenham – Fulham ...............................1:0 Gareth Bale 41. West Ham – Wolves ..................................2:0 Roland Zubar 50. (sjálfsm.), Freddie Sears 78.  Hólmar Örn Eyjólfsson hjá West Ham er frá keppni vegna meiðsla. WBA – Man. Utd .......................................1:2 James Morrison 13. – Wayne Rooney 3., Javier Hernandez 75. Chelsea – Aston Villa ...............................3:3 Frank Lampard 23. (víti), Didier Drogba 84., John Terry 89. – Ashley Young 41. (víti), Emile Heskey 47., Ciaran Clark 90. Wigan – Newcastle...................................0:1 – Shola Ameobi 19. Staðan: Man. Utd 19 11 8 0 41:18 41 Man. City 21 12 5 4 33:16 41 Arsenal 20 12 3 5 42:22 39 Tottenham 20 10 6 4 30:23 36 Chelsea 20 10 5 5 36:18 35 Sunderland 21 7 9 5 24:22 30 Bolton 21 7 8 6 33:28 29 Stoke City 20 8 3 9 25:24 27 Liverpool 19 7 4 8 23:24 25 Newcastle 20 7 4 9 29:31 25 Blackpool 18 7 4 7 26:30 25 Blackburn 21 7 4 10 26:34 25 Everton 20 4 10 6 21:24 22 WBA 20 6 4 10 26:36 22 Aston Villa 20 5 6 9 23:37 21 West Ham 21 4 8 9 22:33 20 Wigan 20 4 8 8 17:32 20 Fulham 20 3 10 7 19:24 19 Birmingham 19 3 10 6 18:24 19 Wolves 20 5 3 12 20:34 18 B-DEILD: Watford – Portsmouth.............................3:0  Hermann Hreiðarsson lék 5 síðustu mín- úturnar fyrir Portsmouth. Coventry – Ipswich ..................................1:1  Aron Einar Gunnarsson tók út leikbann í liði Coventry. Norwich – QPR.........................................1:0  Heiðar Helguson lék fyrri hálfleikinn fyrir QPR. Swansea – Reading ..................................1:0  Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingi- marsson voru ekki í leikmannahópi Read- ing. Bristol City – Cardiff ................................3:0 Burnley – Sheffield United ......................4:2 Doncaster – Scunthorpe...........................3:0 Hull – Leicester.........................................0:1 Nottingham Forest – Barnsley................2:2 Preston – Derby ........................................1:2 Millwall – Crystal Palace..........................3:0 Leeds – Middlesbrough............................1:1 Staðan: QPR 24 13 8 3 42:15 47 Swansea 25 13 4 8 30:23 43 Norwich 24 12 6 6 40:32 42 Leeds 25 11 8 6 45:41 41 Cardiff 24 12 4 8 38:29 40 Watford 23 10 6 7 45:34 36 Millwall 24 9 8 7 31:23 35 Burnley 23 9 8 6 38:31 35 Coventry 25 10 5 10 30:30 35 Nottingham F. 22 8 10 4 31:21 34 Reading 24 8 10 6 35:26 34 Derby 24 10 3 11 39:35 33 Doncaster 22 9 6 7 36:35 33 Leicester 25 9 5 11 34:42 32 Portsmouth 23 8 6 9 32:34 30 Hull 24 7 9 8 23:27 30 Bristol City 24 8 6 10 29:35 30 Barnsley 23 8 6 9 28:34 30 Ipswich 23 8 4 11 26:31 28 Middlesbro 24 7 4 13 25:34 25 Sheffield Utd 24 7 4 13 23:39 25 Scunthorpe 22 7 2 13 25:38 23 Cr. Palace 24 6 4 14 25:44 22 Preston 23 5 4 14 27:44 19 C-DEILD: Brentford – Dagenham ...........................2:1  Guðlaugur Victor Pálsson sat á bekknum hjá Dagenham allan tímann. Carlisle – Huddersfield............................2:2  Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan tím- ann fyrir Huddersfield. Hartlepool – Oldham ...............................4:2  Ármann Smári Björnsson lék síðustu sjö mínúturnar fyrir Hartlepool. Plymouth – Yeovil ....................................0:0  Kári Árnason lék allan tímann fyrir Plymouth. Colchester – Charlton...............................3:3 MK Dons – Bristol Rovers .......................2:0 Rochdale – Tranmere ...............................3:2 Sheffield Wed. – Peterborough ...............0:0 Southampton – Exeter .............................4:0 Swindon – Bournemouth ..........................1:2 Walsall – Notts County.............................0:3 Staðan: Brighton 21 11 7 3 37:16 40 Southampton 21 10 4 7 34:19 34 Sheffield Wed. 22 10 4 8 34:21 34 Charlton 21 9 7 5 35:29 34 Bournemouth 21 9 6 6 38:24 33 Huddersfield 22 10 3 9 34:28 33 Brentford 20 9 5 6 25:21 32 Hartlepool 20 9 5 6 26:26 32 MK Dons 21 10 2 9 29:32 32 Colchester 20 7 10 3 28:26 31 Peterborough 21 9 4 8 39:41 31 Oldham 19 7 8 4 29:25 29 Exeter 21 8 5 8 32:38 29 Carlisle 20 7 7 6 28:22 28 Plymouth 21 7 6 8 26:30 27 Notts County 20 8 2 10 27:29 26 Rochdale 20 6 7 7 30:28 25 Swindon 21 6 7 8 32:36 25 Orient 20 5 7 8 26:31 22 Tranmere 20 6 4 10 22:31 22 Bristol Rovers 20 5 7 8 23:36 22 Dagenham 20 4 6 10 22:34 18 Yeovil 20 4 5 11 20:36 17 Walsall 20 5 2 13 18:35 17 Spánn Valencia – Espanyol..................................2:1 Sevilla – Osasuna.......................................1:0 Gijon – Malaga...........................................1:2 Barcelona – Levante .................................2:1 Atletic Bilbao – Deportivo........................1:2 Staðan: Barcelona 17 15 1 1 53:10 46 Real Madrid 16 13 2 1 39:12 41 Villarreal 16 10 3 3 30:14 33 Valencia 17 9 4 4 26:20 31 Espanyol 17 9 1 7 19:24 28 Atlético Madrid 16 8 2 6 27:19 26 Getafe 16 8 2 6 26:22 26 Athletic Bilbao 17 8 1 8 26:29 25 Sevilla 17 7 2 8 22:27 23 Real Sociedad 16 7 1 8 22:26 22 Real Mallorca 16 6 3 7 16:20 21 Dep. La Coruna 17 5 6 6 15:20 21 Hércules 16 5 4 7 18:22 19 R. Santander 16 5 3 8 13:23 18 Osasuna 17 4 5 8 15:21 17 Málaga 17 5 1 11 22:36 16 Levante 17 4 3 10 19:28 15 Almería 16 2 7 7 15:25 13 Sporting Gijon 17 2 6 9 14:26 12 Zaragoza 16 1 7 8 14:27 10 Skotland Hearts – Hibernian.................................. 1:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tím- ann fyrir Hearts. Aberdeen – Dundee Utd.......................... 1:1 Hamilton – Motherwell............................ 0:0 St. Johnstone – Inverness ........................1:0 Rangers – Celtic........................................0:2  Staðan: Celtic 45, Rangers 41, Hearts 39, Kilmarnock 27, Inverness 27, Motherwell 24, Dundee 21, St Johnstone 21, Aberdeen 17, Hibernian 16, St Mirren 16, Hamilton 11. KNATTSPYRNA NBA-deildin Úrslit aðfaranótt gamlársdags: Dallas - SA Spurs ................................. 93:99 Orlando - New York ......................... 112:104 Portland - Utah................................... 100:89 Úrslit á nýársnótt: Golden State - Charlotte...................... 96:95 Chicago - Charlotte .............................. 90:81 Indiana - Washington .......................... 95:86 Houston - Toronto ............................ 114:105 Oklahoma - Atlanta ............................ 103:94 LA Lakers - Philadelphia .................. 102:98 Phoenix - Detroit .................................. 92:75 Úrslit í fyrrinótt: Miami - Golden State ....................... 114:107 Milwaukee - Dallas............................... 99:87 SA Spurs - Oklahoma......................... 101:74 New Orleans - Washington ................. 92:81 Denver - Sacramento ......................... 104:86 Chicago - Cleveland ........................... 100:91 Minnesota - New Jersey.................... 103:88 Utah - Memphis.................................... 98:92 KÖRFUBOLTI TENNIS Meistaramót Tennissambands Íslands hófst í Tennishöll Kópavogs í gær og stend- ur yfir alla daga út þessa viku. Í KVÖLD! Þrátt fyrir mikinn samdrátt í tekjum þénaði Tiger Woods engu að síður mest allra kylfinga í heiminum árið 2010 samkvæmt tekjulista tímarits- ins Golf Digest. Woods tók sér langt frí frá keppni fyrri hluta árs og tókst ekki að vinna mót eftir að hann sneri aftur. Engu að síður önglaði hann saman 8,5 milljörðum íslenskra króna árinu. Þess má þó geta að ein- ungis um 250 milljónir af upphæð- inni voru verðlaunafé. Tekjur Woods drógust saman um rúma 5 milljarða á milli ára. kris@mbl.is Tiger enn tekjuhæstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.