Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 1

Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 1
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 íþróttir Umdeilt Vítaspyrna í byrjun leiks og rautt spjald á Steven Gerrard þegar Kenny Dalglish byrj- aði nýjan feril með Liverpool á bikartapi á Old Trafford. Man. Utd dróst gegn Southampton. 7 Íþróttir mbl.is „Ég flýg út í fyrramálið og hitti um- boðsmanninn þar, og við förum svo og skrifum undir þessa pappíra. Ég reikna því með að vera löglegur með liðinu í næsta leik á föstudaginn,“ sagði Matthías Vilhjálmsson sem var á þönum í gær að gera allt klárt fyrir ferð til Englands en hann hefur verið lánaður frá FH til C-deildarliðsins Colchester til 1. apríl. „Ég á að spila einhvern æfingaleik á þriðjudaginn [á morgun] fyrir lukt- um dyrum og fæ ekki einu sinni æf- ingu fyrir það. En það veitir ekki af að fá leiki til að ná upp leikæfingunni. Ég var þarna í nóvember og veit al- veg að hverju ég geng þarna. Ég þarf kannski tvo eða þrjá leiki til að koma mér í stand,“ sagði Matthías. Hann framlengdi samning sinn við FH til loka árs 2012 áður en hann hélt út en Colchester getur vitaskuld keypt Matthías af FH standi hann undir væntingum. „Þjálfarinn barðist alla vega fyrir því að fá mig þangað svo ég er bara bjartsýnn. Colchester þarf að taka ákvörðun fyrir 1. apríl en annars fer ég bara með FH-ingum beint til Portúgals í æfingaferð 2. apríl. En ég ætla að standa mig þarna úti og sjá hverju það skilar,“ sagði knatt- spyrnukappinn. sindris@mbl.is „Þjálfarinn barðist fyrir því að fá mig þangað“  Matthías gæti spilað með Colchester á föstudaginn Kolbrún Alda Stefánsdóttir, 13 ára stúlka úr Firði í Hafnarfirði, hlaut Sjómannabikarinn fyrir árið 2011. Hún vann besta afrekið á Nýárs- sundmóti Íþróttasambands fatlaðra sem fram fór í Laugardalslauginni í gær og var haldið í 28. skipti. Þetta er í fjórða sinn á sex árum sem sundkona úr Firði fær bikarinn til varðveislu. Kolbrún Alda fékk 594 stig fyrir 50 metra skriðsund en hún synti þá vegalengd á 34,44 sekúndum. Það eru fötluð ungmenni 17 ára og yngri sem taka þátt í mótinu. Fjöldi mynda frá mótinu á eftir að birtast í Morgunblaðinu innan skamms. vs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Kolbrún Alda fékk Sjómannabikarinn Hreiðar Levy Guðmundsson er annar tveggja mark- varða íslenska landsliðsins í handknattleik sem leik- ur í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð 13.-30. janúar. Hreiðar er þrítugur að aldri, fæddur 29. nóvember 1980. Hann hefur spilað 107 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 2 mörk. Hann var í liðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008 og brons- verðlaunin á EM í Austurríki 2010. Hreiðar er ÍR-ingur að upplagi og lék með meist- araflokki ÍR til ársins 2005. Hann var tvö ár norðan heiða og lék þá með KA fyrra tímabilið og síðan með Akureyri eftir að KA og Þór sameinuðu lið sín. Þaðan fór hann 2007 til Sävehof í Svíþjóð, og svo sumarið 2009 til Emsdetten í Þýskalandi. Þar var hann í harðri baráttu með liðinu um sæti í efstu deild síðasta vetur og það er áfram í efri hlutanum í norð- urriðli B-deildarinnar. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á HM Í SVÍÞJÓÐ ER EFTIR 4 DAGA Hreiðar Levy Guðmundsson Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hinn 19 ára gamli knattspyrnumað- ur Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur til Liverpool-borgar og ætlar sér að vera þar næstu vik- urnar hið minnsta eftir að hafa verið á láni hjá C-deildarliðinu Dagenham & Redbridge fram að áramótum. „Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast hjá mér en eins og staðan er í dag þá verð ég bara hjá Liver- pool,“ sagði Guðlaugur Victor í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en nokk- ur félög hafa borið víurnar í hann eftir að félagaskiptaglugginn opnaði um áramótin, meðal annars bik- armeistarar FH. Hann kom til Liv- erpool í ársbyrjun 2009 og er með samning fram á mitt næsta sumar. „Það voru lið í Englandi og Skand- inavíu sem vildu fá mig núna í janúar en ég sagði nei við því öllu. Það getur hins vegar verið að ég fari aftur á lán enda er nægur tími til þess og maður ekki bundinn því að ganga frá slíku fyrir janúarlok. Ég er búinn að ákveða að vera í Liverpool út mán- uðinn og ef ég fæ ekki annan samn- ing sem mér líst á hjá félaginu ætla ég bara að láta þennan samning renna út og finn mér þá annað félag í sumar,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann lék þrjá leiki fyrir U21- landslið Íslands í undankeppni Evr- ópumeistaramótsins sem fram fer í Danmörku í sumar, og tók þátt í að tryggja Íslandi sæti á því móti eins og frægt er orðið. Vísast horfir þessi fyrrverandi leikmaður Fylkis til þess að þetta mót er ein besta aug- lýsing sem hugs- ast getur fyrir efnilega knatt- spyrnumenn. „EM er í sum- ar og ég þarf náttúrulega að fá að spila því ég ætla að vera í mínu besta formi þar. Ég reikna með að vera leik- maður Liverpool fram yfir það mót en samningurinn rennur út 30. júlí.“ „Þekki Dalglish ágætlega“ Ekki er hægt að sleppa Liverpool- manninum án þess að spyrja aðeins út í stöðuna í herbúðum félagsins, en þar gekk mikið á um helgina. Roy Hodgson var látinn fara og Kenny Dalglish hefur nú tekið við. Dalglish er öllum hnútum kunnugur hjá Liv- erpool og Guðlaugur kannast vel við kauða. „Mér finnst nú stemningin hérna alltaf vera ágæt, en auðvitað var Hodgson rekinn í gær og við töp- uðum í dag [í gær] svo að ég veit ekki hvernig stemningin á eftir að verða á morgun. Mér líst ágætlega á þessi stjóraskipti. Ég þekki Dalglish ágætlega enda hefur hann verið starfandi hjá félaginu í þónokkurn tíma og verið yfir unglingaakademí- unni. Mér líst vel á þetta, en ég held að þetta eigi ekki eftir að breyta miklu varðandi mig persónulega. Vonandi mun þetta breyta gengi liðsins. Þetta leit alveg ágætlega út í þessum bikarleik og verður vonandi bara betra í komandi leikjum.“ „Finn mér þá annað félag í sumar“ Guðlaugur Victor Pálsson  Guðlaugur neitaði nokkrum félögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.