Morgunblaðið - 10.01.2011, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Ungverjar, fyrstu mótherjar Íslend-
inga í heimsmeistarakeppninni í Sví-
þjóð næsta föstudag, luku sínum
undirbúningi með jafntefli gegn Pól-
verjum, 31:31, á laugardaginn. Það
var úrslitaleikurinn á æfingamóti í
Póllandi og jafnteflið nægði Ung-
verjum til sigurs á mótinu, á betri
markamun en gestgjafarnir. Bæði
lið höfðu áður sigrað bæði Tékkland
og Slóvakíu.
Leikur liðanna var hnífjafn allan
tímann og staðan var 16:16 í hálfleik.
Szabolcs Törö frá Szeged og Fe-
renc Ilyés frá Lemgo skoruðu fimm
mörk hvor fyrir Ungverja og þeir
Gyula Gál frá RK Zagreb, Tamás
Mocsai frá Flensburg og Kornél
Nagy frá Veszprém gerðu fjögur
mörk hver.
Patryk Kuchczynski skoraði sex
mörk fyrir Pólverja, Bartlomiej
Tomczak fimm og þeir Marcin Lij-
ewski og Bartlomiej Jaszka fjögur
mörk hvor.
vs@mbl.is
Ungverjar
unnu mótið
í Póllandi
Svíar stóðu uppi
sem sigurvegarar
á fjögurra þjóða
handknattleiks-
mótinu sem lauk í
Herning í Dan-
mörku í gær-
kvöld. Þeir gerðu
jafntefli við Dani
á laugardags-
kvöldið, 29:29, og
þar með réð
markatala úrslitum.
Svíar skákuðu þar Dönum með því
að vinna mjög öruggan sigur á Bras-
ilíumönnum, mótherjum Íslendinga
á HM í Svíþjóð. Svíar unnu 38:26 eft-
ir að staðan var 22:11 í hálfleik. Kim
Ekdahl Du Rietz skoraði 12 mörk
fyrir Svía í leiknum.
Danir mættu Túnis í lokaleiknum í
gærkvöld og urðu að vinna með 8-9
marka mun til að fara upp fyrir
Svíana. Það tókst ekki, lokatölur
urðu 26:20 eftir að staðan var 16:11 í
hálfleik.
Anders Eggert og hinn íslenski
Hans Lindberg skoruðu 6 mörk hvor
fyrir Dani í leiknum og Thomas Mo-
gensen 5. Stórleikur hjá Sören
Rasmussen í markinu gerði útslagið
fyrir danska liðið í leiknum.
vs@mbl.is
Svíar efstir í
Herning á
markatölu
Hans
Lindberg
Austurríkismenn, sem eru á meðal andstæðinga Íslendinga á heimsmeist-
aramótinu í handknattleik í Svíþjóð, fengu mikinn skell í lokaleik sínum fyrir HM á
laugardaginn. Þeir sóttu Serba heim til Belgrad og steinlágu þar, 39:27, eftir að
Serbar höfðu náð yfirburðastöðu í hálfleik, 23:11.
Magnus Andersson, hinn sænski þjálfari Austurríkismanna, sagði eftir leikinn
að hann væri gífurlega vonsvikinn með frammistöðu síns liðs.
„Ég er geysilega vonsvikinn, í hálfgerðu sjokki, eftir þetta fyrsta tap liðsins und-
ir minni stjórn. Þetta voru öflugir andstæðingar en við byrjuðum virkilega illa og
fjölmargt var að í okkar leik. Það segir allt sem segja þarf að eftir 18 mínútur mun-
aði 12 mörkum á liðunum,“ sagði Andersson á vef austurríska handknattleiks-
sambandsins, en staðan á umræddum tímapunkti var 17:5, Serbum í hag.
Serbar voru afar ánægðir með sína menn og serbnesk dagblöð notuðu í gær fyr-
irsagnir eins og: „ Hefnd fyrir Linz.“ Þar vitnuðu þeir til Evrópukeppninnar í
Austurríki í byrjun síðasta árs þar sem Austurríki komst áfram í milliriðil á kostn-
að Serba.
Roland Schlinger skoraði 6 mörk fyrir Austurríkismenn og Viktor Szilagyi 4 en
aðrir minna. Austurríki mætir Brasilíu í fyrsta leik sínum á HM næsta föstudag.
Serbar eru líka á leið á HM en þar eru þeir í C-riðli ásamt Danmörku, Króatíu,
Rúmeníu, Alsír og Ástralíu. vs@mbl.is
Anderson í sjokki eftir
stórtap í Serbíu
Heiner Brand, hinn gamalreyndi þjálf-
ari þýska landsliðsins í handknattleik,
sem vann heimsmeistaratitilinn með
því fyrir fjórum árum, kvaðst ekki
mjög óhress með frammistöðu sinna
manna í leikjunum tveimur gegn Ís-
lendingum í Laugardalshöllinni. Þrátt
fyrir fjögurra marka ósigur í bæði
skiptin, 27:23 á föstudagskvöldið og
31:27 á laugardaginn.
„Einstaklingsmistök voru okkur
dýrkeypt í báðum leikjunum. Við töp-
uðum leiknum á laugardag á slæmum
kafla í fyrri hálfleik þegar við fengum
á okkur mörg mörk úr hraðaupp-
hlaupum. Þá lentum við nokkrum
mörkum undir og þurftum að berjast
við það leikinn á enda,“ sagði Brand
við Handball-World.
„Það var mjög mikilvægt fyrir
mína menn að fá þessa tvo leiki
gegn liði í þessum gæðaflokki.
Svona mótherja er aðeins hægt að
sigra með því að halda algjörri ein-
beitingu leikinn á enda. Í heild sinn
er ég ekki svo óhress með leikinn en
við þurfum að lyfta leik okkar áður
en heimsmeistarakeppnin hefst,“
sagði Brand ennfremur.
„Við vorum betri en í fyrri leikn-
um en fengum of mörg einföld
mörk á okkur og verðum að læra að
vera grimmari í okkar varnarleik.
Við gáfum leikinn of auðveldlega
frá okkur og það gengur ekki á
móti Íslendingum,“ sagði Michael
Kraus, sem var bestur Þjóðverjann
og skoraði níu mörk. vs@mbl.is
„Sigrum svona lið bara
með algjörri einbeitingu“
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Varnarlega spiluðum við alveg
gríðarlega vel í þrjá hálfleiki af fjór-
um. Fyrri hálfleikurinn í seinni leikn-
um var frábær og allur fyrri leikurinn
var mjög góður. Það er mjög jákvætt.
Markvarslan var mjög góð í fyrri
leiknum og vel viðunandi í þeim seinni.
Sóknarleikurinn var lengst af mjög
góður. Það kom tíu mínútna kafli í
fyrri leiknum þar sem hann datt niður
og það var einhver stirðleiki í upphafi
seinni leiksins. Það lagaðist hins vegar
og við sóttum í okkur veðrið. Sókn-
arleikurinn var mjög góður á afger-
andi kafla þegar við vorum að vinna
leikinn. Það var einnig mjög jákvætt.
Við þurfum að gera okkur grein fyrir
því að þetta voru bara æfingaleikir.
Við þurfum að halda einbeitingu og
vinna vel í framhaldinu. Við þurfum að
átta okkur á því hvar við erum staddir
í augnablikinu og bæta okkur á öllum
sviðum. Þetta gengur út á það,“ sagði
landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Guð-
mundsson, þegar Morgunblaðið ræddi
við hann eftir síðari vináttuleikinn
gegn Þjóðverjum. Íslendingar unnu
báða leikina og það hlýtur að þýða að
íslenska liðið standi vel að vígi fyrir
HM en þetta eru einu leikirnir sem lið-
ið spilar í aðdraganda mótsins.
Gefur ákveðin fyrirheit
„Við stöndum alla vega vel varn-
arlega og vorum einnig fínir sókn-
arlega. Það er góður heildarbragur á
liðinu. Eins og ég segi þá voru þetta
æfingaleikir og leikurinn gegn Ung-
verjum á föstudaginn er fyrsti leik-
urinn sem skiptir máli. Leikirnir á HM
eru leikirnir sem við þurfum að vinna.
Leikirnir gegn Þjóðverjum gefa
ákveðin fyrirheit en meira er það
ekki,“ sagði Guðmundur og gat ekki
neitað því að það væri annar bragur á
leik íslenska liðsins nú en í haust þeg-
ar liðið lenti í basli gegn Lettlandi á
fjölum Laugardalshallarinnar.
Bakslagið var til góðs
„Það er verulegur munur á liðinu.
Við brenndum okkur illa þar og menn
voru bara ekki tilbúnir í það verkefni.
Það er hins vegar að baki og nú er það
nútíðin og framtíðin sem skiptir máli.
Mér sýnist að við höfum lært ákveðna
lexíu,“ sagði Guðmundur og var spurð-
ur hvort bakslagið í haust hefði þrátt
fyrir allt verið til góðs. „Já þegar upp
er staðið held ég að það hafi verið til
góðs. Við höfum stundum þurft að fá
svona aðvörun. Það á ekki að þurfa en
þannig er nú bara mannskepnan að
það þurfa allir að fá aðvörun af og til.“
Fórum yfir Peking-vörnina
Þegar Ísland vann til verðlauna í
Kína og í Austurríki þá gekk liðinu
hvað best þegar varnarleikurinn var
nokkuð villtur, þ.e.a.s. andstæðing-
unum var mætt langt úti á velli. Leik-
irnir gegn Þjóðverjum báru keim af
þessum varnartöktum. „Þetta er það
sem við lögðum upp með að þessu
sinni. Við ákváðum að fara yfir Pek-
ing-vörnina okkar eins og við kjósum
að kalla hana. Hún er í grunninn 6-0-
vörn en verður svo eitthvað allt annað:
5-1, 3-2-1 eða 3-3. Við fórum yfir þetta
á mánudaginn og skoðuðum þá allar
mögulegar og ómögulegar stöður sem
geta komið upp þegar við spilum á
móti liðum með ólíkan leikstíl. Við
negldum niður vinnureglur í sambandi
við þetta og ég held að það hafi hjálpað
alveg gríðarlega að gera það,“ út-
skýrði Guðmundur. Heilt yfir segir
þjálfarinn að líkamlegt ásigkomulag
landsliðsmannanna sé gott og þeir
hafa ekki orðið fyrir neinum stórum
skakkaföllum. „Ingimundur sneri sig í
seinni leiknum og það á eftir að koma
betur í ljós hvort það hefur áhrif. Aron
sneri sig í fyrri leiknum en hann komst
vel í gegnum þann seinni engu að síð-
ur. Sverre er slæmur í öxl og olnboga
en að öðru leyti er allt í góðu. Guðjón
Valur lítur mjög vel út og ekkert yfir
því að kvarta,“ sagði Guðmundur og
var að endingu spurður hvort hann
hefði áhyggjur af einhverju stóru at-
riði nú þegar HM er handan við horn-
ið.
Halda þarf siglingunni áfram
„Ég hef helst áhyggjur af því að
menn haldi sig ekki á jörðinni og missi
einbeitinguna. Ég treysti leikmönnum
til þess að koma í veg fyrir slíkt en það
verður okkar stærsta vinna núna að
fara mjög einbeittir inn í vikuna. Við
þurfum að halda áfram okkar siglingu
og koma inn í fyrsta leik á föstudaginn
á sama hátt og við spiluðum á móti
Þjóðverjum,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson í samtali við Morgunblaðið
en hann hefur í gegnum tíðina þótt
sérstaklega snjall í því að halda sínum
mönnum á jörðinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Mættur Guðjón Valur Sigurðsson er kominn aftur í slaginn eftir langa fjarveru. Hér skorar hann gegn Þjóðverjum án þess að Johannes Bitter komi vörnum við.
„Góður heildarbragur“
Guðmundur landsliðsþjálfari leggur aðaláherslu á að menn haldi einbeitingunni
Segir liðið hafa spilað gríðarlega vel í þrjá hálfleiki af fjórum gegn Þjóðverjum
Norðmenn stóðu
uppi sem sigur-
vegarar á alþjóð-
legu móti í hand-
knattleik karla í
Sviss þrátt fyrir
ósigur, 31:32,
gegn Rúmenum í
lokaumferðinni í
gær. Norðmenn
höfðu áður sigr-
aði Slóveníu og
Sviss og það nægði þeim til að vinna
mótið. Mörk Noregs: Espen Lie
Hansen 9, Einar Sand Koren 7,
Christoffer Rambo 6, Erlend Ma-
melund 3, Lars Erik Bjørnsen 2,
Håvard Tvedten 2, Thomas Skog-
lund 1.
Norðmenn mæta Íslendingum í
heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð
síðar í þessum mánuði en viðureign
þjóðanna verður í lokaumferð B-rið-
ilsins þann 20. janúar í Linköping.
vs@mbl.is
Erlend
Mamelund
Norðmenn
unnu þrátt
fyrir tap