Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 5

Morgunblaðið - 10.01.2011, Page 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Línumaðurinnöflugi Michael Knudsen, leik- maður Flensburg, verður ekki með Dönum á HM í Sví- þjóð, allavega ekki fyrr en í fyrsta lagi í milliriðlinum. Ul- rik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, staðfesti þetta á vef danska sam- bandsins um helgina. Knudsen lék fyrsta leik Dana á alþjóðlega mótinu í Herning á föstudag en varð að sleppa hinum tveimur þar sem meiðsli í hné hrjá hann talsvert. Wil- bek verður því aðeins með 15 menn skráða til leiks í byrjun móts og heldur einu sæti opnu.    Kyung-Shin Yoon, fyrrverandimargfaldur markakóngur í þýska handboltanum, er í liði Suður- Kóreu sem tekur þátt í HM í Sví- þjóð. Yoon, sem er jafnaldri Ólafs Stefánssonar, 37 ára gamall, varð átta sinnum markahæstur í Þýska- landi en hann flutti heim árið 2008 þar sem hann spilar með Doosan. Yoon skoraði tvö mörk á laugardag- inn þegar Suður-Kóreubúar töpuðu naumlega fyrir Króötum á móti í París, 24:27. Þeir unnu síðan Arg- entínu auðveldlega, 32:25, í leik um þriðja sætið í gær.    Frakkar sigruðuKróata, 28:27, í hörkuspennandi úrslitaleik á mótinu í gærkvöld en það fór fram í Bercy- höllinni frægu í út- jaðri Parísar, frammi fyrir 14 þúsund áhorf- endum. Thierry Omeyer markvörður var eins og oft áður lykilmaður Frakka en hann varði 19 skot í leikn- um. Jérome Fernandez var marka- hæstur í liði Frakka í leiknum með sjö mörk. Blazenko Lackovic og Ve- dran Zrnic skoruðu sex mörk hvor fyrir Króata og Manuel Strlek gerði fimm mörk.    Claude Onesta, þjálfari Frakka,ætlar að tilkynna 16 manna hóp sinn fyrir HM í dag. Frakkar, sem eru heims-, Evrópu- og ólympíu- meistarar, verða með Íslandi í milli- riðli á HM ef bæði lið komast á ann- að borð þangað.    Carlos Pérez, sem verður fertug-ur í haust, hefur verið valinn í landslið Ungverja í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppnina í Sví- þjóð. Perez, sem hefur verið um ára- bil ein besta skytta Ungverja, er fyrrverandi Kúbumaður sem gekk til liðs við þá fyrir nokkru. Hann spilar með Veszprém, hinu sig- ursæla liði í Ungverjalandi.    Santos, lið Þór-unnar Helgu Jónsdóttur, vann Palmeiras, 1:0, í viðureign bras- ilísku liðanna á al- þjóðlega knatt- spyrnumótinu sem nú stendur yfir í Brasilíu. Þórunn Helga kom inn á sem varamaður hjá Santos, sem vann Umeå frá Svíþjóð, 4:2, í fyrsta leiknum og leikur þar með örugg- lega úrslitaleik mótsins um næstu helgi. Marta, besta knattspyrnukona heims undanfarin ár, lagði upp sig- urmark Santos sem Suzana skoraði.    Knattspyrnumaðurinn Atli Sig-urjónsson, sem er 19 ára gam- all, var í gær útnefndur íþróttamað- ur ársins hjá Þór á Akureyri. Atli var í stóru hlutverki í liði Þórsara sem hafnaði í öðru sæti 1. deildar síðasta sumar og tryggði félaginu sæti í úrvalsdeildinni eftir átta ára fjarveru þaðan. Fólk sport@mbl.is Horst Bredemeier, varaforseti þýska handknattleikssambandsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, sagði að það væri engin skömm fyrir Þjóðverja að tapa tvisvar fyrir Íslendingum fyrir fjögurra marka mun. „Þetta var leikur tveggja mjög góðra liða. Ísland var á heima- velli og sýndi styrk sinn maður gegn manni, og það réð úrslitum. Ég er alls ekki vonsvikinn eftir þessa tvo leiki. Við héldum í við silfurliðið frá Ólympíuleikunum fram á lokamínúturnar,“ sagði Bredemeier við Handball-World eftir seinni leikinn í Laugardals- höllinni á laugardaginn. Þetta voru síðustu leikir Þjóðverja fyrir heimsmeistarakeppn- ina í Svíþjóð. Þeir mæta Egyptum í fyrsta leik sínum í A-riðlinum á föstudaginn kemur og mæta auk þess Frakklandi, Spáni, Túnis og Barein. Miklar líkur eru á að Ísland og Þýskaland mætist í milliriðl- inum á HM seinna í mánuðinum en þangað fara þrjú efstu lið A- riðils og þrjú efstu lið B-riðils. Liðin mætast síðan tvívegis í mars- mánuði, heima og heiman, í undankeppni Evrópumótsins. vs@mbl.is Engin skömm að tapa gegn Íslendingum ni n r ð a Morgunblaðið/Kristinn Áhyggjufullur Heiner Brand fylgist með gangi mála í leiknum á laugardaginn. Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Að loknum tveimur sigurleikjum gegn Þjóðverjum þá er ég í bjart- sýniskasti fyrir heimsmeist- arakeppnina í handknattleik í Sví- þjóð sem hefst á fimmtudaginn. Allur gangur hefur nú verið á því hvort ég sé bjartsýnn eða svartsýnn fyrir mót sem þetta en nú virðast vera ýmis teikn á lofti þess efnis að íslenska landsliðið sé enn samkeppn- ishæft gegn bestu liðum heims. Fyrirboðinn ljúfi Merkilegt verður að teljast að Ís- land hefur ekki tapað fyrir Þýska- landi, mestu handknattleiksþjóð heimsins, í síðustu sjö leikjum þjóð- anna. Einum þeirra lauk með jafn- tefli en Ísland hefur unnið hina sex og yfirleitt með fjögurra marka mun. Það gerðist einmitt að þessu sinni að Ísland vann báða leikina með fjög- urra marka mun: 27:23 og 31:27. Þetta tel ég vera afskaplega góðan fyrirboða því til eru aldeilis fordæmi fyrir slíku. Síðustu leikir Íslands fyr- ir EM í Svíþjóð árið 2002 voru gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni. Ís- land vann þá báða með fjögurra marka mun og lék um verðlaun í Sví- þjóð. Í fyrra lék Ísland tvo leiki gegn Þjóðverjum í Þýskalandi rétt fyrir EM í Austurríki. Ísland vann báða leikina og að sjálfsögðu með fjögurra marka mun. Í kjölfarið vann liðið til verðlauna á EM. Varnarleikurinn uppörvandi Þessar staðreyndir sem hér voru reifaðar eru afskaplega skemmti- legar en rétt er að taka skýrt fram að ekki dugir sagnfræðin ein og sér til að valda bjartsýniskasti. Leikur íslenska liðsins gegn Þjóðverjum gefur einfaldlega tilefni til bjartsýni og þá sérstaklega þegar haft er í huga að hópurinn er nánast skipaður sömu leikmönnum og unnu til verð- launa fyrir ári. Sérstaklega var upp- örvandi að sjá varnarleik íslenska liðsins þar sem stórskyttum Þjóð- verja var mætt langt úti á velli. Skipulagt kaos Minnti þetta mjög á varnarleik Ís- lands á Ólympíuleikunum í Peking. Þá virkaði varnarleikur liðsins ansi villtur en skilaði afskaplega góðum árangri bæði á móti Þjóðverjum og Pólverjum. Þegar betur er að gáð er ákveðin regla á óreiðunni, ekki ósvipað því sem er heima hjá mér. Óþjálfað auga gæti talið að þar væri óreiða en svo kemur í ljós að það er regla á hlutunum. Svo virðist sem ís- lensku varnarmennirnir vaði út úr vörninni upp á von og óvon en á bak við varnarleikinn liggja vísindi Guð- mundar Guðmundssonar og með- hjálparanna tveggja. Skipulagt kaos eins og Stuðmenn sungu um í meist- araverkinu Hvítum mávum. Gallinn við þennan varnarleik er sá að hann útheimtir mikla orku og því er ekki hægt að spila með þessum hætti út allt mótið heldur þarf að velja leiki og leikkafla. Kostirnir eru meðal ann- ars þeir að Íslendingar vita nákvæm- lega hvað þeir ætla að gera en and- stæðingarnir hafa ekki hugmynd um hvað bíður þeirra. Stundum fá þeir einn íslenskan varnarmann út á móti sér, stundum tvo og stundum þrjá. Ís- lenska liðið er líka með frábæra íþróttamenn til þess að rjúka út úr vörninni. Fyrir hávaxna menn er ekki góð staða í lífinu að vera með Alexand- er Petersson, Ingimund Ingimund- arson og Guðjón Val Sigurðsson í and- litinu á sér tímunum saman. Ekki er annað að sjá en sá síðastnefndi geti beitt sér af fullum þrátt fyrir langa fjarveru frá keppni. Guðjón er liðinu gífurlega mikilvægur. Ekki eingöngu vegna hæfileika sinna og reynslu, held- ur einnig vegna þess að hann er fag- maður fram í fingurgóma og einn af leiðtogum liðsins. Bjartsýnin á rétt á sér  Teikn á lofti um að íslenska liðið sé enn samkeppnishæft gegn þeim bestu  Uppörvandi að sjá varnarleikinn  Regla á óreiðunni og vísindi á bakvið hana Morgunblaðið/Kristinn Lykilmaður Alexander Petersson er í stóru hlutverki í hinum „villta“ varnarleik Íslands og skorar fyrir vikið grimmt úr hraðaupphlaupum. Hann skoraði fjögur mörk á stuttum kafla í fyrri hálfleik og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Laugardalshöll, vináttulandsleikur karla, laugardaginn 8. janúar 2011. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 5:5, 9:7, 12:8, 15:12, 16:13, 18:14, 18:17, 19:19, 24:21, 26:24, 29:26, 31:27. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/3, Aron Pálmarsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Alexander Pet- ersson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Sverre Jakobsson 1, Oddur Gret- arsson 1, Arnór Atlason 1, Vignir Svavarsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Hreiðar Levy Guð- mundsson 11/1 (þar af 3 aftur til mótherja), Björgvin Páll Gústavsson 7 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur (Sverre fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt). Mörk Þýskalands: Michael Kraus 9/3, Uwe Gensheimer 4, Adrian Pfahl 3, Sebastian Preiss 2, Patrik Groetzki 2, Holger Glandorf 2, Sven- Sören Christophersen 1, Jacob Heinl 1, Christian Sprenger 1, Pascal Hens 1, Michael Haass 1. Varin skot: Johannes Bitter 7 (þar af 2 aftur til mótherja), Carsten Lichtlein 4 (þar af 1 aftur til mót- herja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Kenneth Abrahamsen og Arne Kristiansen Noregi. Áhorfendur: 2.700. Fullt hús. Ísland – Þýskaland 31:27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.