Morgunblaðið - 10.01.2011, Qupperneq 8
VIÐTAL
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
KR tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Powe-
rade-bikarkeppni karla í körfuknattleik. Liðið
sigraði Fjölni 82:74 í leik sem varð mjög spenn-
andi á lokamínútunum. Fjölnir var í eltingaleik
allan tímann og var oftast þetta 10 til 14 stigum á
eftir KR. Heimamenn leiddu til að mynda í hálf-
leik með 12 stigum.
Leikmönnum Fjölnis gekk vel í hraðaupphlaup-
unum en vítanýting þeirra í þessum leik var
skelfileg en hefði um helmingur þeirra farið ofan í
körfuna hefði þetta verið allt annar leikur. Þeir
náðu þó að minnka muninn í 5 stig þegar um 50
sekúndur voru eftir. Nær komust þeir ekki og
KR-ingar skoruðu síðustu 3 stig leiksins.
Vildi að allir gætu fengið
jafnmargar mínútur
Leikmenn KR komust fljótt í óþarfa villuvand-
ræði en gamli ÍR-ingurinn Hreggviður Magn-
ússon kom sjóðandi heitur af bekknum og skoraði
9 stig í fyrri hálfleik. Það fór þó minna fyrir hon-
um í síðari hálfleik en KR sýndi að breiddin er
mikil í herbúðum þeirra.
„Þetta er lúxusvandamál fyrir mig, Hreggviður
kom mjög sterkur inn og Finnur (Magnússon)
leysti hann svo mjög vel af í seinni hálfleik, þá sér-
staklega í varnarleiknum en hann náði tveimur
mikilvægum boltum þarna á lokamínútunum.
Við mætum með 12 leikmenn í hvern einasta
leik sem skila góðu fyrir okkur og eru metn-
aðarfullir. Ég vildi í raun að ég gæti gefið þeim öll-
um jafnmargar mínútur en það gengur ekki alltaf
upp.“
20 ára þurrkur í bikarnum
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að
standa okkur í bikarnum. Það er búinn að vera 20
ára þurrkur hjá KR í þessari keppni og okkar
markmið er að fara alla leið.“
Hrafni er mikið í mun að fá heimaleik í næstu
umferð. „Eigum við ekki að segja að KR – Grinda-
vík í DHL-höllinni sé frábær undanúrslitaleikur
en auðvitað skiptir það ekki öllu máli hvaða lið það
er. Öll liðin í deildinni eru þannig að maður þarf að
koma tilbúinn til leiks.“
Stöðugleikinn væntanlegur hjá KR
KR hefur vantað stöðugleika það sem af er
tímabili en Hrafn telur að margt bendi til þess að
hans sé að vænta af liðinu.
Við til að mynda höldum Fjölni í 33 stigum í fyrri
hálfleik. Ég tel að það eigi eftir að fylgja okkur
ákveðinn stöðugleiki seinni hluta tímabilsins. Við
erum ekki að bæta við okkur útlendingi eða gera
einhverjar aðrar stórkostlegar breytingar.“
„Við tókum mjög vel á því í jólafríinu, við sett-
um upp þetta Reykjavíkurmót um hátíðarnar og
það hélt mönnum aðeins meira á tánum frekar en
að mæta bara á æfingar. Okkur finnst við vera að
koma sérstaklega sterkir varnarlega úr því fríi.
„Þetta er lúxus vandamál“
Morgunblaðið/Eggert
Sterkur Hreggviður Magnússon kom sterkur inní lið KR-inga eftir að hafa byrjað leikinn á vara-
mannabekknum og skoraði 13 stig í bikarsigrinum á Fjölni í gær.
Léleg vítanýting reyndist dýrkeypt Vill fá Grindavík í DHL-höllina 12 metnaðarfullir
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
KR – Fjölnir 82:74
DHL-höllin, Poweradebikar karlar, 9. jan-
úar 2011
Gangur leiksins: 8:2, 18:11, 22:15, 23:20,
30:22, 37:24, 40:28, 45:31, 53:37, 57:41,
64:47, 66:53, 70:58, 73:62, 76:68, 82:74.
KR: Brynjar Þór Björnsson 18, Fannar
Ólafsson 15/6 fráköst, Marcus Walker 14/6
stoðsendingar, Hreggviður Magnússon
13/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/11 frá-
köst, Finnur Atli Magnússon 7/5 fráköst,
Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Jón Orri
Kristjánsson 1/5 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 17,
Sindri Kárason 15/4 fráköst, Ægir Þór
Steinarsson 14/11 fráköst/6 stoðsendingar,
Tómas Heiðar Tómasson 8, Ingvaldur
Magni Hafsteinsson 7/5 fráköst, Jón Sverr-
isson 7/5 fráköst, Arnþór Freyr Guð-
mundsson 2/5 fráköst, Trausti Eiríksson 2,
Sigurður Þórarinsson 2.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson,
Björgvin Rúnarsson, Jón Guðmundsson.
Tindastóll – Skallagrímur 72:48
Sauðárkrókur, Poweradebikar karlar, 9.
janúar 2011.
Gangur leiksins: 7:5, 9:7, 11:11, 15:13,
27:15, 29:17, 36:19, 40:23, 44:25, 48:27,
53:29, 55:33, 57:36, 61:41, 69:48, 72:48.
Tindastóll: Hayward Fain 15, Svavar Atli
Birgisson 14/11 fráköst, Dragoljub Kitano-
vic 14, Sean Kingsley Cunningham 9/6 frá-
köst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 9,
Helgi Rafn Viggósson 5/18 fráköst, Helgi
Freyr Margeirsson 4, Halldór Halldórsson
2.
Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.
Skallagrímur: Darrell Flake 17/11 fráköst,
Mateuz Zowa 8/8 fráköst, Hafþór Ingi
Gunnarsson 7, Halldór Gunnar Jónsson 7,
Birgir Þór Sverrisson 6, Davíð Guðmunds-
son 3.
Fráköst: 17 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Davíð Hreiðarsson, Georg And-
ersen, Ísak Ernir Kristinsson.
Áhorfendur: 320
Haukar – Njarðvík 98:84
Ásvellir, Poweradebikar karlar, 9. janúar
2011.
Gangur leiksins: 2:6, 4:10, 11:20, 17:27,
24:29, 35:33, 39:40, 46:43, 53:45, 61:50,
63:53, 66:60, 69:61, 80:67, 92:71, 98:84.
Haukar: Gerald Robinson 27/9 fráköst, Se-
maj Inge 18/14 fráköst/14 stoðsendingar,
Haukur Óskarsson 18, Sævar Ingi Har-
aldsson 16, Sveinn Ómar Sveinsson 15/11
fráköst, Örn Sigurðarson 2, Emil Barja 2/6
fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn.
Njarðvík: Christopher Smith 36/12 frá-
köst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson
15, Friðrik E. Stefánsson 9/8 fráköst, Rún-
ar Ingi Erlingsson 7, Guðmundur Jónsson
6/5 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Jó-
hann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 3,
Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Lárus Jónsson
2.
Fráköst: 21 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur
Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Keflavík sigraði í gær lið Grindavíkur í sann-
kölluðum Suðurnesjaslag þegar liðin áttust við í
8-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna.
KR og Njarðvík höfðu þegar tryggt sæti sitt í
undanúrslitum og Keflavík því komin í þann
hóp eftir 78:61-sigur.
Gestirnir frá Grindavík byrjuði leikinn betur
og komust meðal annars í fjögurra stiga for-
ustu, 9:13, um miðbik fyrsta leikhluta. Grinda-
vík leiddi í hálfleik, 33:31, eftir góðan kafla í
lok seinni hálfleiks.
Flóðgáttir opnuðust
Þegar fjórði leikhluti hófst var staðan jöfn,
48:48, en þá virtist sem allar flóðgáttir opn-
uðust í varnarleik Grindvíkinga og Keflavík
gekk á lagið, með Jacquline Adamshick
fremsta í flokki. Þær breyttu stöðunni úr 58:55
í 65:57 og lögðu þar með grunninn að góðum
17 stiga sigri.
Jagquline Adamshick var atkvæðamest
heimastúlkna með 34 stig og 15 fráköst. Þá átti
Birna Valgarðsdóttir skínandi leik en hún skor-
aði 13 stig, tók sjö fráköst og varði fjögur skot.
Hjá Grindavík skoraði Agnija Reke flest stig
eða 18 en hún var einnig sterk í vörninni og
stal átta boltum. Lokatölurnar segja ekki alla
söguna en lengst af var leikurinn jafn og
spennandi eins og grannaslagur á að vera.
Hamar kann ekki að tapa
Þá tryggði Hamar sér einnig sæti í undan-
úrslitum keppninnar með öruggum 23 stiga
sigri á Snæfellingum. Nýkjörinn leikmaður
fyrri umferða mótsins, Jaleesa Butler, fór fyrir
Hamri í kvöld og skoraði 29 stig auk þess að
taka 15 fráköst. Slavica Dimovska var gest-
unum einnig mikilvæg í Stykkishólmi í gær.
Monique Martin hafði yfirburði yfir leikmenn
heimastúlkna og skoraði 36 stig eða um helm-
ing stiganna. Það fór allt í gegnum Martin í
sóknarleiknum og augljóst að Snæfell þarf að
fá fleiri stig fá fleiri leikmönnum ef þær ætla
að eiga möguleika í sterkt lið Hamars, sem hef-
ur ekki tapað leik á leiktíðinni.
Þá er ekki þar með sagt að sóknarleikur
Hamars byggist ekki of mikið á Butler. Síður
en svo, Butler er algjör lykilmanneskja í liði
Hamars en hún hefur þó góðan stuðning frá
Slavicu Dimovska, sem átti mjög góðan leik í
gær. Butler hefur oft hitt betur en í gær. Af 20
skotum innan teigs setti hún aðeins 11 í körf-
una og úr helmingi skota sinna utan 3-stiga lín-
unnar.
Keflavík vann grannaslaginn
Skallagrímur hafði ekki erindi sem erfiði þegar
liðið lagði leið sína á Sauðárkrók í 8-liða úrslitum
bikarkeppni karla í körfuknattleik. Heimamenn í
Tindastól höfðu auðveldan sigur í gær, 72:48.
Skallagrímur, sem spilar í næstefstu deild,
skoraði aðeins 23 stig í fyrri hálfleik.Vörn heima-
manna var gríðarlega sterk og höfðu þeir mikla
yfirburði á öllum sviðum leiksins, hvort sem litið
var til sóknar, varnar eða frákasta. Það er varla
sanngjarnt að taka neinn leikmann út hjá Tinda-
stól en stigaskor dreifðist jafnt á milli manna og
leikmenn liðsins verða ekki dæmdir af þessari við-
ureign. Darrell Flake var besti maður gestanna
úr Borgarnesi en hann skoraði 17 stig og tók 11
fráköst.
Sterkari í síðasta leikhlutanum
Hún var öllu jafnari, viðureign Hauka og
Njarðvíkur en heimamenn höfðu þó að lokum
sannfærandi sigur 98:84. Haukar sem eru 4 stig-
um ofar en Njarðvík í deildinni höfðu frumkvæðið
nær allan leikinn og í 4. leikhluta náðu þeir að slíta
sig frá Njarðvíkingum og breyttu stöðunni úr
66:60 í 80:67 með frábærri vörn og sókn. Gerald
Robinson fór fyrir liði Hauka og skoraði 27 stig í
leiknum. Þá var Haukur Óskarsson einnig góður
en hann gerði 18 stig. Hjá Njarðvík var Chri-
stopher Smith yfirburðamaður bæði í vörn og
sókn.
Það verða því Haukar, Tindastóll, KR og ann-
aðhvort Grindavík eða Laugdælingar, sem mæt-
ast í kvöld, í pottinum þegar dregið verður til und-
anúrslita í keppninni. omt@mbl.is
Haukar felldu Njarðvík úr bikarnum
Robinson í aðalhlutverki Tindastóll ekki í vandræðum með Skallagrím
KÖRFUBOLTI
Bandaríkjamennirnir Steve Strick-
er, Jonathan Byrd og Robert Carr-
igus voru allir efstir og jafnir fyrir
síðasta hringinn á Hyundai-meist-
aramótinu sem er hluti af PGA-
mótaröðinni í golfi en hann var leik-
inn í nótt.
Steve Stricker spilaði þriðja dag-
inn á 65 höggum og jafnaði með því
þá félaga, en þeir eru á 201 höggi eða
18 höggum undir pari vallarins eftir
54 holur. Robert Carrigus átti frá-
bæran annan dag þegar hann spilaði
völlinn á 63 höggum eða 10 undir
pari.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
voru þeir að hefja síðasta hringinn
en Robert Carrigus lét hafa það eftir
sér að hann teldi sig hafa forskot á
þá félaga því hann er ekki með þeim í
síðasta ráshópnum. Hann spilar með
Svíanum Carl Pettersson. „Það gæti
tekið pressuna af mér. Núna er ég
jafn strákunum, þannig að vonandi
get ég byrjað vel og náð nokkrum
fuglum á upphafsholunum.“
Steve Stricker og Jonathan Byrd
voru hins vegar saman í síðasta rás-
hópnum þar sem athyglin getur ver-
ið mönnum óbærileg. Er þetta í
fyrsta skiptið sem þeir félagar ræsa
saman á PGA-mótaröðinni og í
þriðja skiptið á ferlinum sem þeir
eru saman í ráshóp. omt@mbl.is
Þrír efstir
og jafnir eft-
ir þrjá hringi