Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áþessumvettvangihefur áð- ur verið nefnt að í gildi séu óskráð lögmál sem þýði að þegar fyr- irmenni hafa þrí- vegis neitað óþægilegum spám geti ekkert stoppað að þær gangi eftir. Fræg eru dæmin úr liðinni tíð um væntanlega gengisfellingu íslensku krónunnar, sem þótti óhætt að tímasetja með nokkru öryggi eftir að fjármálaráðherrann hefði neitað henni opinberlega þrem sinnum. Í Bretlandi gildir þetta um afsögn ein- stakra ráðherra vegna hneykslismála. Telji for- sætisráðherrann sig þurfa að gefa slíkum persónulega traustsyfirlýsingu sína í þrí- gang er það talið tilkynning um að afsögn viðkomandi hafi þegar verið samþykkt. Forsætisráðherra Grikk- lands bar það af landinu með miklum þunga að það þyrfti á hjálp í formi neyð- arláns frá ESB að halda. Það stóð á endum að fulltrú- ar búrókrata ESB og AGS voru búnir að koma sér fyrir á viðskiptafarrýmum flug- vélanna, með kampavíns- glas í hönd, á leið til Aþenu, þegar forsætisráðherrann endurtók traustsyfirlýsingu sína á sjálfum sér og Grikk- landi í þriðja sinn. Sama leiksýninginn var svo sett á svið í Dublin á Írlandi og vék hvergi frá handritinu. Socrates, forsætisráðherra Portúgals, hefur nú fullyrt einu sinni að það land muni standa vantrú vogunarsjóð- anna af sér. Nýlegt skuldabréfaútboð landsins gekk betur en verstu spár stóðu til og því er talið að neitun númer tvö sé ekki væntanleg fyrr en í mars og sú þriðja svo fáeinum vikum síðar. Allt er þetta áhuga- vert. En í ljósi kenninganna um lögmál afneitunarinnar vakti nýársávarp Nicolasar Sarcozy, forseta Frakk- lands, mikla athygli. For- setinn lagði sérstaka lykkju á leið sína í ávarpinu til að fullyrða að Frakkland myndi ekki kasta frá sér evrunni og taka upp franska frankann á nýjan leik. Það eitt að forsetinn teldi nauðsynlegt að nota eitt hátíð- legasta ávarp sem hann flytur, og varpað er út frá forsetahöllinni við ára- mót, til að slá á slíkar vangaveltur sýna alvöru málsins að hans mati. Og orðavalið og áherslurnar undirstrika hana enn. For- setinn sagði það myndi jaðra við „brjálæði“ að kasta frá sér evrunni. For- setinn sagði í lauslegri þýð- ingu: „Þið megið ekki, mínir kæru landar, trúa þeim sem gefa til kynna að við munum yfirgefa evruna. Einangrun Frakklands væri brjálæði. Endalok evrunnar myndu þýða endalok Evrópu. …[Ég mun] beita mér af öllu afli gegn því að þvílíkt skref verði stigið aftur á bak, skref sem rifi niður þann evrópska grundvöll sem tryggt hefur frið og bræðralag í álfunni í 60 ár.“ Ekki er víst að allir séu sammála hinni hástemmdu röksemdafærslu forsetans. Evrópa hefur lengi þrifist án ESB. Líklegt er að sam- eiginleg þátttaka evrópskra landa í Nató og staðsetning 100 þúsund bandarískra hermanna í álfunni hafi haft mun meira um það segja að þær þjóðir hafi ekki flogist á síðustu hálfu öldina en Evr- ópusambandið og þar fram eftir götunum. En þau stór- mál öll eru þó aðeins smá- vægileg aukaatriði hjá því sem upp úr stendur. Því að Frakkland, sem heimtaði evruna sem mótvæg- isaðgerð við sameiningu þýsku ríkjanna í austri og vestri í eitt og hefur verið talinn helsti merkisberi hennar, þurfi að berja sér á brjóst og heita því að kasta ekki myntinni fyrir róða. Það mun vekja mikla at- hygli ef Nicolas Sarkozy finnur sig knúinn til þess á næstu mánuðum að end- urtaka sína miklu yfirlýs- ingu. Gerist það, munu margir verða tilbúnir með sínar ráðstafanir þegar þriðju yfirlýsingunni af því tagi verður loksins stunið upp. Sarkozy, forseti Frakklands, lítur á kröfu um brottkast á evru sem raun- verulega áhættu} Sarkozy vinnur evrunni heit M ikið hlýtur það að vera erfitt að eyða lífinu í að hafa sífelldar áhyggjur af öðru fólki. Það hlýt- ur að vera slítandi fyrir sálina, að fylgjast með því hvernig aðrir kjósa að haga lífi sínu og rjúka upp til handa og fóta, ef einhver misstígur sig í lífinu. Það hlýtur að vera lýjandi að linna ekki látum við að þröngva upp á aðra hinu einu og sanna siðferði og gild- ismati. Margir gera fátt annað. Þeir amast við því ef bláfátæk kona ákveður að flytjast til annars lands í leit að betra lífi, til að dansa nakin fyrir peninga. Þeir vilja beita ríkisvaldinu til að stöðva þessa ósvinnu, því með því að ráða konuna í fyrr- greinda vinnu sé vondi maðurinn að nýta sér neyð hennar. Þeir vilja svipta hana þessum möguleika, sem hún telur þann illskárri af tveim- ur, því hinn valkosturinn er kannski að eiga ekki peninga fyrir mat og læknisþjónustu heima. Margir hinir sömu eru þeirrar skoðunar að hjónum eigi ekki að vera heimilt að láta konu ganga með barn fyrir sig. Rökin eru að grunni til hin sömu og í fyrra tilvikinu; hér sé verið að nýta sér neyð staðgöngumóðurinnar; hún sé að selja líkama sinn og barnið sitt. Þeir hinir sömu horfa framhjá því að eftir viðskiptin eru allir betur staddir en fyrir þau; staðgöngumóðirin á fyrir brauði og hreinu vatni og hjónin eignast loksins barnið sem þau hafði dreymt um í mörg ár. Auk þess gekk enginn til gjörðarinnar tilneyddur. Hér átti fólk með sér viðskipti af fúsum og frjálsum vilja. Þessir baráttumenn fyrir eigin siðferði berjast af góðum hvötum. Þeir gera það hins vegar með því að ráðast á sjúkdóms- einkennin, frekar en sjúkdóminn sjálfan. Hann felst í því að fólk skuli vera það illa statt og fátækt, að nektardans eða stað- göngumæðrun skuli vera betri kosturinn en hinn. Meðalið við sjúkdóminum er ekki að dæma fólk til neyðar, heldur hjálpa því til sjálfsbjargar með því að innleiða frelsi í við- skiptum. Á hinn bóginn er vert að þakka þessum hópi fyrir þá baráttu sem hann hefur háð og er sannarlega virðingarverð – baráttuna gegn raunverulegu ofbeldi. Þá er átt við þau tilvik þegar konur eru sannanlega hnepptar í þrældóm – þegar þeim er haldið með vald- beitingu eða hótunum um valdbeitingu og látnar stunda iðju sem þær vilja ekki stunda. Við skulum ekki gera lítið úr þeim vanda og nota hvert tækifæri til að reyna að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Lífið er viðskipti, hvort sem siðferðispostulum líkar betur eða verr. Siðferðispostular selja líkama sinn, með því að mæta til vinnu á hverjum degi og nota líkama sinn og hug til að skapa tekjur fyrir aðra. Siðferðispostuli sel- ur líkama sinn, með því að ganga í hjónaband. Hann sel- ur maka sínum þjónustu og tryggð, gegn sömu þjónustu og tryggð. Í eðli sínu er það hátterni ekki frábrugðið öðr- um viðskiptum, þótt peningar komi ekki beint við sögu. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Áhyggjur af öðru fólki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Atvinnuástandið svipað og fyrir ári FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is A tvinnuástandið í landinu var lítið breytt í lok des- ember 2010 frá því í árs- lok 2009. Ljóst er að langtímaatvinnuleysi er orðið alvarlegt vandamál, því af þeim 13.972 sem voru atvinnulausir um áramót hafði rúmur helmingur, eða 7.221 maður, verið atvinnulaus í 6 mánuði eða lengur. Hátt í 5.000 manns, eða 34% atvinnulausra, hafa verið án atvinnu í heilt ár eða lengur skv. tölum Vinnumálastofnunar. Langtímaatvinnuleysi náði há- marki í júlí og ágúst á síðast ári, þá hafði 61% verið án vinnu í 6 mánuði eða lengur en ástandið hefur skánað ögn síðan. Karl Sigurðsson, sviðs- stjóri hjá Vinnumálastofnun, segir ástæðurnar geta verið ýmsar. „Það getur verið að þetta átak sem gert var til að hreyfa við langtíma- atvinnulausum hafi skilað einhverju, en svo hafa menn verið að flytja úr landi að einhverju marki líka.“ Ekki aðeins hefur fækkað í hópi atvinnulausra, úr 15.329 (8,2%) í árs- lok 2009 í 13.972 (8,0%) í árslok 2010, heldur hefur áætlaður mannafli á vinnumarkaði einnig minnkað. Sam- kvæmt Vinnumálastofnun var mannafli í desember 2009 167.789 manns, en áætlaður mannafli í des- ember 2010 var 159.846. Samkvæmt þessu hefur því fækkað um 7.943 á vinnumarkaði en raunar segir Karl að mannaflinn hafi sennilega verið of- metinn í desemberlok 2009 og því sé nærri lagi að áætla að mismunurinn sé í kringum 5.000 manns. Sérfræðigreinarnar styrkjast Um 17% allra atvinnulausra eru ungt fólk. Í aldurshópnum 16-24 ára voru 2.377 atvinnulausir nú í lok des- ember en þeim hefur fækkað um 377 frá desember 2009. Atvinnulausum útlendingum hefur fjölgað frá því fyr- ir ári, þeir voru 1.963 í árslok 2009 en 2.177 í árslok 2010. Flestir þeirra eru pólskir að uppruna, eða 61% og voru langflestir þeirra starfandi í bygging- ariðnaði. Segja má að nokkur stöðugleiki hafi komist á atvinnuþróunina á árinu 2010. Að sögn Karls hafa litlar sveifl- ur orðið í samsetningu hóps atvinnu- lausra, þótt þeim hafi hlutfallslega fjölgað í sjávarútvegi og fiskvinnslu og einnig í opinbera geiranum, s.s. við kennslu og heilbrigðisstörf. „Hins- vegar virðist vera betra ástand í sér- fræðigreinum. Ástandið var auðvitað mjög slæmt og verra en við höfum áð- ur séð í stórum hópi háskólamennt- aðra, eins og arkitekta, en þar hefur ástandið smám saman skánað og er orðið mun betra núna en fyrir einu til tveimur árum,“ segir Karl. Aukningu spáð í janúar Hópuppsögnum fækkaði veru- lega í fyrra frá árinu á undan, úr 54 í 29. Mun fleiri misstu því vinnuna í hópuppsögnum árið 2009, eða 1.789 manns, en árið 2010 þegar 742 misstu vinnuna í hópuppsögnum. Sem fyrr var bróðurpartur hópuppsagna í mannvirkjagerð, iðnaði og sjávar- útvegi. Sé hlutfall atvinnulausra skoðað eftir atvinnugreinum sést að það er hæst í verslun, mann- virkjagerð og iðnaði. Atvinnuleysi jókst í janúar 2010 frá desember og áætlar Vinnu- málastofnun að sama þróun verði nú og atvinnuleysi verði á bilinu 8,3-8,6% í mánuðinum. Á hinn bóginn segir Karl að ýmislegt bendi til þess að meiri hreyfing sé að komast á at- vinnuframboð. Starfsfólki Vinnu- málastofnunar virðist sem atvinnu- tilboðum hafi fjölgað það sem af er ári, en erfitt sé að henda reiður á því hvort um tímabundinn kipp eða var- anlega þróun sé að ræða. Atvinnuleysi á Íslandi desember 2008 til desember 2010 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 % D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D 2008 2009 2010 4, 8 6, 6 8, 2 8, 9 9, 1 8, 7 8, 1 8, 0 7,7 7, 2 7 ,6 8 ,0 8, 2 9, 0 9, 3 9, 3 9, 0 8, 3 7,6 7, 5 7, 3 7, 1 7, 5 7,7 8 ,0 Í nýrri hagvaxtarspá Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir því að hagvöxtur á árinu verði 2% og 3,5% á næsta ári. Samtök atvinnulífsins segja að gangi þessi spá eftir verði hér áfram mikið atvinnuleysi. SA vilja láta á það reyna að ná samstöðu stjórnvalda og vinnu- markaðs um nýja atvinnusókn. Æskilegt markmið sé 5% árleg- ur hagvöxtur að meðaltali 2011- 2015 til að lífskjör endurheimt- ist, atvinnuleysi hverfi og rík- isskuldir greiðist niður. 5% hagvöxt- ur æskilegur NÝ ATVINNUSÓKN Morgunblaðið/Ásdís Nýbygging Um 15% atvinnulausra störfuðu áður við mannvirkjagerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.