Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
Í háa herrans tíð hefur sorphirð-an í Reykjavík verið til fyrir-
myndar.
Mjög vask-ur hóp-
ur borgar-
starfsmanna
hefur haldið
þar vel á mál-
um.
Það segir sína sögu að ungt fólk ívinnuleit á sumrin sækist eftir
því að fá að starfa með þeim hópi.
Þegar vinstrimenn komust tilvalda í fyrsta sinn í borginni
settu þeir á sérstakt sorphirðu-
gjald. Sjálfstæðismenn lofuðu að af-
nema það kæmust þeir að.
Þeir komust að og afnámu það.
Nú hafa Jón Gnarr og Dagur B.ákveðið að rusl skuli aðeins
sótt í hús á 10 daga fresti og ekki
lengra en 15 metra og mun fjar-
lægðin vera miðuð við einn metra á
borgarfulltrúa.
Sú skýring er gefin að einhverjiríbúar í Fossvogi hafi látið ná í
tunnur til sín í hundrað metra fjar-
lægð.
Með 15 metra reglunni hafifundist leið til að hefna sín á
40 prósentum borgarbúa fyrir til-
tækið úr Fossvoginum.
Ekkert hefur heyrst fráSjálfstæðisflokknum í málinu.
Skýringin á því getur ekki veriðönnur en sú að hann sé í rusli
og í meiri fjarlægð en 15 metra frá
borgarbúum.
Borgin í ruslflokk
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00
Reykjavík -1 snjóél
Bolungarvík 0 snjóél
Akureyri -3 skýjað
Egilsstaðir -2 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -4 léttskýjað
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 2 skúrir
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 2 þoka
Stokkhólmur 3 skýjað
Helsinki 1 súld
Lúxemborg 5 alskýjað
Brussel 8 skýjað
Dublin 5 heiðskírt
Glasgow 6 léttskýjað
London 7 skýjað
París 10 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 8 alskýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 2 þoka
Moskva -17 heiðskírt
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 6 þoka
Barcelona 12 heiðskírt
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -17 snjókoma
Montreal -17 léttskýjað
New York -5 heiðskírt
Chicago -5 snjókoma
Orlando 13 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:49 16:29
ÍSAFJÖRÐUR 11:18 16:09
SIGLUFJÖRÐUR 11:02 15:51
DJÚPIVOGUR 10:24 15:52
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Leiðangri rannsóknaskipsins Árna
Friðrikssonar lýkur eftir 2-3 daga
og má vænta niðurstaðna öðrum
hvorum megin við næstu helgi.
Aflamark á loðnu í vetur er 200
þúsund tonn, en tillögur um heild-
araflamark verða endurskoðaðar
gefi niðurstöður mælinga tilefni til
þess.
Íslensku loðnuskipin hafa fengið
ágætan afla austur af landinu síð-
ustu daga og sagði Birkir Hreins-
son, skipstjóri á Vilhelm Þor-
steinssyni, í gær að talsvert virtist
af loðnu á miðunum. Þeir voru þá
að halda af miðunum, væntanlega
til Seyðisfjarðar, með um 1.850
tonn í bræðslu.
„Veðrið hefur verið erfitt, bræla
mestallan mánuðinn og aðeins
nokkrir klukkutímar á milli, sem
veður hefur verið skaplegt,“ sagði
Birkir. „Nú vonar maður bara að
kvótinn verði aukinn,“ sagði Birk-
ir, en Vilhelm er búinn með um
helming af 12 þúsund tonna kvóta.
Fyrstu norsku veiðiskipin til-
kynntu sig í landhelgina á föstu-
dag og voru þau tíu í lögsögunni í
gærmorgun. Síðdegis voru þrjú
þeirra komin með 900 tonna leyfi-
legan afla og voru á heimleið. Alls
mega norsku skipin veiða hér rúm-
lega 27 þúsund tonn samkvæmt
samningi þjóðanna. Fær-
eyskum skipum er heim-
ilt að veiða 10 þúsund
tonn af loðnu í lögsög-
unni og grænlensk skip
mega veiða tæplega 12 þús-
und tonn.
Sex skip eru á gulldepluveið-
um í Grindavíkurdýpi suður af
Reykjanesi. Þessar veiðar byrj-
uðu reyndar fyrir áramót og
fékk Hoffell frá Fáskrúðsfirði
þá þokkalegan afla. Auk Hof-
fellsins eru Huginn VE, Sighvatur
Bjarnason VE, Kap VE, Ingunn
AK og Bjarni Ólafsson á gulldeplu.
Skipin ná einu hali á dag, kastað
er í birtingu og síðan er dregið á
um þremur mílum fram undir
kvöld.
Gulldepla meðan
eitthvað fiskast
Gylfi Guðmundsson, skipstjóri á
Hugin, sagði í gær að þeir væru
búnir að fá tvö um 200 tonna höl á
tveimur dögum og væru að draga í
þriðja skipti. Þeir hefðu í tilrauna-
skyni fryst um tíu tonn, en annars
færi aflinn í bræðslu. „Við verðum
í þessu meðan eitthvað fiskast, en
síðan tökum við þann litla loðnu-
kvóta sem við eigum þegar kemur
að hrognafrystingu,“ sagði Gylfi.
Bíða niðurstaðna og vonast
eftir auknum loðnukvóta
Ágætur loðnuafli undanfarið Norsk skip byrjuð veiðar Sex skip á gulldeplu
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Frá Vopnafirði Loðna hefur bæði verið fryst og brædd það sem af er vertíð og sjómenn vonast eftir auknum kvóta.
Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni prísa sig sæla með að ná útsend-
ingum frá norskri stöð á HM í handbolta í Svíþjóð í gegnum gervihnött.
Birkir skipstjóri segir menn um borð óhressa með að leikirnir skuli ekki
vera í ríkissjónvarpinu. „Hér um borð eru miklir áhugamenn um hand-
bolta, fótbolta og raunar allar boltagreinar, áfram Ísland,“ segir Birkir.
Skipverjar á Hugin eru ekki svona heppnir, því um borð ná þeir ekki
sendingum frá HM. „Hér eru miklir íþróttaáhugamenn og
eðlilega eru menn sérstaklega áhugasamir um handbolt-
ann. Við erum ekki með rétta kortið til að ná þessum
sendingum, en erum þó að gera okkur vonir um að þetta
standi til bóta. Það er ekki tilviljun að ég dreg trollið
beint í norður með þá von í huga að nær landi sé betra
netsamband,“ segir Gylfi.
Trollið dregið beint í norður
SJÓMENN ÓÁNÆGÐIR AÐ GETA EKKI SÉÐ HANDBOLTANN