Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ✝ Helga Bach-mann fæddist í Reykjavík 24. júlí 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 7. jan- úar 2011. For- eldrar hennar voru Guðrún Þórdís Jónsdóttir Bach- mann, kjólameist- ari, f. 1890, d. 1983, og Hallgrímur Bachmann, ljósa- meistari Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins, f. 1897, d. 1969. Systkini Helgu eru dr. Jón G. Hallgrímsson, f. 1924, d. 2002; Halla Bachmann, f. 1925, d. 1994, Helgi Bachmann, f. 1930; og Hanna Bachmann, f. 1935. Helga giftist Helga Skúlasyni leikara 28. nóvember 1954. Helgi var fæddur árið 1933 og lést árið 1996. Helga eignaðist fjögur börn: Þórdís, f. 1949, sonur henn- ar er Helgi Bachmann. Hall- ormsstaðarskóla árið 1948. Þá stundaði hún nám við Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar og við Leiklistarskóla Gunnars R. Han- sens. Helga hóf að leika hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1952 og var þar fastráðinn leikari frá 1962-1976. Það var í leikhúsinu sem hún kynntist Helga og störf- uðu þau saman að fjölmörgum sýningum. Helga var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1976- 2000. Hún starfaði einnig sem leikstjóri og setti m.a. á svið leik- gerð sína á Reykjavíkursögum Ástu í Kjallaraleikhúsinu, setti upp leikgerð þeirra Helga á Njálssögu í Rauðhólum og samdi nýtt stytt handrit að leikritinu Marmara eftir móðurbróður sinn, Guðmund Kamban.Helga var fyrsti formaður Hlaðvarpans frá 1984-1987 og sat í stjórn Frið- arsamtaka listamanna. Hún var sæmd Riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1986 og leiklistarverðlaununum Silf- urlampanum árið 1968. Útför Helgu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 18. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar grímur Helgi, f. 1957, eiginkona hans er Sigríður Kristinsdóttir. Hall- grímur átti fyrir soninn Hlyn Helga en börn þeirra Sig- ríðar eru Kolbrún Birna og Ari. Skúli Þór, f. 1965, eig- inkona hans er Anna-Lind Péturs- dóttir. Skúli átti fyrir soninn Darra en börn Skúla og Önnu- Lindar eru Teitur Helgi, Bergur Máni og Pétur Glói. Helga Vala, f. 1972. Eiginmaður hennar er Grímur Atlason. Helga Vala átti fyrir dótturina Snærós Sindradóttur og Grímur dótturina Evu. Börn Helgu Völu og Gríms eru Ásta Júlía og Arnaldur. Sem ung stúlka dvaldi Helga í Skálholti á sumrin og bjó að þeirri reynslu æ síðan. Helga lauk gagnfræðaprófi frá Hall- Í Brekkukotsannál er minnst á hvernig heimilisfólkið í Brekkukoti umgekkst orð á sérstakan máta. „Í Brekkukoti var sérhvert orð dýrt, litlu orðin líka.“ Suðurgata 31, hús tengdaforeldra minna, stóð í túnfæt- inum þar sem Melkot, fyrirmyndin að Brekkukotinu, var. Umgengni við orð á Suðurgötu 31 var líka sérstök; Helgi og Helga töluðu við hvort ann- að meira eins og fólk í tilhugalífinu með glampa í augum en ekki eins og hjón sem höfðu verið gift í 40 ár og alið upp fjögur börn. Hver máltíð var ævintýri þar sem var setið og spjallað og matarboðin sem þau héldu voru dásamlega nærandi. Helga var húsmæðraskólagengin og við nutum góðs af því, hún var eð- alkokkur, félagsskapurinn frábær og estetíkin kraumaði allt í kring, Nína Tryggva og Þorvaldur Skúla á veggjum, Sigurjón Ólafs og fallegir smáhlutir sem hún hafði valið af ein- stöku næmi frá ólíkum heimshlutum og menningarskeiðum. Helga Bachmann var stórbrotin kona og forréttindi að fá að kynnast henni í einkalífinu. Hún var mikill fagurkeri og húmoristi auk þess að vera djúpvitur. Í erindi sem hún var fengin til að halda um ástina á fundi hjá Soffíu, félagi heimspekinema, segir Helga: „Ást fylgir ábyrgð. Sá sem elskar ber ábyrgð á þeim sem hann elskar. Hann á að fylgjast með honum og bera ábyrgð á honum og vernda hann ef nauðsyn krefur – eða eins og stendur í umferðarlögunum: „Bannað er að aka á skepnur á þjóð- vegum nema brýna nauðsyn beri til en gæta skal þó jafnframt ýtrustu varúðar“ – sem sagt, ekki angra hann nema brýna nauðsyn beri til o.s.frv. … Ástin verður ekki skýrð fremur en annað það dýrmætasta í lífinu, það er listin og trúin. Nei, ást er ekki að kreista tannkremstúpuna rétt, ást er að kreista tannkrems- túpuna vitlaust. Frekar skal kreista manninn sinn rétt, þegar hann vill það sjálfur en gæta skal jafnframt ýtrustu varúðar, nema brýna nauð- syn beri til annars.“ Helga var ótrúlega næm, næm á fólk, næm á hluti af alvöru gæðum, næm á lífið og listina. Sem dæmi um næmi hennar og þann streng sem var á milli okkar þá man ég eftir því þegar ég og Kolbrún Birna, dóttir mín, ætluðum að taka hús á henni stuttu eftir að Helgi féll frá. Hún var ekki heima en við förum inn og ég paufast við að slá inn tölurnar á öryggiskerfinu sem var nýbúið að setja upp – en einhvern veginn gengur það ekki og kerfið fer í gang með öllum sínum ærandi hávaða. Ég stekk að símanum til að hringja í Securitas, nema hvað að síminn hringir á því augnabliki; er það ekki frú Helga, stödd í heimsókn hjá vin- konu sinni í allt öðrum bæjarhluta, sem fékk hugboð um að nú væri nauðsynlegt að hringja heim til þess að koma mér til bjargar. Þetta er dæmi um alvöru telepatí. Það hefur tekið á að fylgja þessari sterku konu inn í Alzheimer-sjúk- dóminn. Börnin okkar Hallgríms eru það ung að þau þekkja ömmu sína ekki í fullu fjöri. Engu að síður, þegar hún horfði í augun á þeim og brosti eins og sjálf sólin, þá náðu þau að skynja útgeislunina sem hélt íslenskum leikhúsgestum hugföngn- um í þeim persónum sem hún gaf líf á sviðinu. Það er sjónarsviptir að Helgu Bachmann, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast fagurkeranum og lífsnautnamanninum Helgu og þakka henni samfylgdina. Ég er líka þakklát fyrir að hún skuli hafa feng- ið líkn frá þrautum sínum og óend- anlega þakklát fyrir að við fengum að vera með henni og fylgja henni síðasta spölinn. Hjartans þakkir fyr- ir mig. Sigríður Kristinsdóttir. Látin er í Reykjavík eftir lang- vinna sjúkdómslegu ein fremsta leikkona sinnar tíðar á Íslandi, Helga Bachmann. Kynni okkar Helgu hófust 1952 í Leiklistarskóla Leikfélags Reykja- víkur sem laut forystu Gunnars R. Hansen, en áður hafði hún verið í leiknámi hjá Lárusi Pálssyni og var farin að leika lítillega með Leik- félagi Reykjavíkur. Þarna var margt gott fólk, ég nefni aðeins Helgu Valtýsdóttur leikkonu, Jó- hann Pálsson, leikara og garðyrkju- stjóra, og Vilborgu Dagbjartsdóttur skáld. Þessi kynni urðu nánari og að vin- áttu og miklum samgangi við okkur hjón þegar ég réðst leikhússtjóri til Leikfélags Reykjavíkur 1963. Helga var þá gift Helga Skúlasyni, einum fremsta leikara og leikstjóra okkar um sína tíð, og hafði eflst til burð- arhlutverka undangenginn áratug, Hún var þá sjálfkjörin í þann hóp leikara sem fyrstur var fastráðinn til LR árið eftir. Næstu ár gekk hún fram til þess að verða ein af stór- leikkonum okkar. Með hlutverkum eins og Jóhönnu í Föngunum í Al- tona eftir Sartre, Elenu í Vanja frænda, Höllu í Fjalla-Eyvindi, Heddu Gabler, Antígónu Sófóklesar og Úu í Kristnihaldinu reis hún upp til frama og frægðar. Venjulega stoðar lítt að telja upp hlutverka- nöfn af þessu tagi, en hér gegnir öðru. Þegar við bættist til dæmis Alice í Dauðadansi Strindbergs, en þá kvað einn leikrýnirinn upp úr um það að í Helgu ættum við Íslend- ingar „tragedienne“, harmleik-leik- konu, og síðar, eftir að hún fluttist um set upp í Þjóðleikhúsið, t.d. Jó- kasta í Ödipús konungi, Siri von Essen í Nótt ástmeyjanna eftir En- quist, Klytaimnestra í Oresteiu Æskylosar – enn einn hápunktur í list Helgu – sem og t.d. andlitsmynd hennar af skáldkonunni Gertrud Stein, fór ekki milli mála, hversu ís- lenskt leikhús naut listar hennar – án hennar hefði einfaldlega ekki verið hægt að flytja sum af þeim stórverkum heimsbókmenntanna sem hér hafa verið upp talin. En svo má einnig minnast aðal- kvenhlutverkanna við frumflutning þriggja leikrita Jökuls Jakobssonar, Sumarið 37, Dóminó og Í öruggri borg. Að ógleymdri Katrínu í Skjaldhörmum hjá Jónasi Árnasyni. Helga lék mikið í útvarpi – síðasta hlutverkið var í leikriti frænda hennar Guðmundar Kambans, Grandezza, fyrir um áratug – sem og í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún fékkst einnig við leikstjórn, og stýrði m.a. Orfeusi og Evrýdís hjá LR, Sögum Ástu Sigurðardótttur í Hlaðvarpanum og hátíðarsýningu á Marmara í Þjóðleikhúsinu 1988 á 100 ára afmæli skáldsins. Síðasta áratug glímdi Helga við sjúkdóm sem dró hana úr skarkala þessa veraldlega heims; það gerði hún afar blíðlega. Á leiksviðinu gat hún reyndar látið gusta um sig. Hún var afar tilfinningarík og djúpúðug, sterkur persónuleiki sem mótaði hlutverk sín svipmiklum dráttum, en átti þó mýkt og mildi og glettni. Með árunum dökknaði röddin og fékk fallegan sellóhljóm sem skilaði vel ljóðrænni æð sem einnig var á hörpu Helgu. Með stærri þjóðum hefði fyrir löngu verið búið að skrifa bók eða bækur um framlag þeirra hjóna, Helga og Helgu, til leiklistarinnar, og einn góðan veðurdag gerist það vonandi. Í dag kveðjum við hins veg- ar með fátæklegum orðum þessa mikilhæfu listakonu með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson. Helga Bachmann var merkileg leikkona. Hún hafði einstaklega sterka nærveru á sviði og bjó yfir sjaldgæfri og leyndardómsfullri dul- úð, þar sem hið ósagða í fari persón- unnar hverju sinni varð næstum áþreifanlegt og sérhver setning fékk slíkt vægi að áhorfandinn skildi að hún var óhjákvæmileg. Helga var stórglæsileg kona og fas hennar og framkoma báru merki hefðarkonunnar enda lét henni vel að leika helstu hefðarmeyjar leik- bókmenntanna, stoltar, hnarreistar og stórbrotnar. Hún réð yfir harm- rænni dýpt sem lét engan ósnortinn. Hún átti glæstan feril í leikhúsum landsins í hálfa öld. Allt frá upphafi voru henni falin fjölbreytileg hlut- verk en einhvern veginn er það svo að stóru, kröfuhörðu burðarhlut- verkin gnæfa upp úr. Í minningunni líða mikilúðlegar kvenpersónur hennar yfir sviðið hver á fætur annarri: Halla í Fjalla- Eyvindi, Hedda Gabler Ibsens, Alice í Dauðadansi Strindbergs, þær Antígóna, Jókasta, Klítamnestra úr grísku klassíkinni og úr yngri verk- um Úa í Kristnihaldinu, Siri von Essen í Nótt ástmeyjanna, Gertrud Stein, Marta í Hver er hræddur við Virginiu Wolff? og Carlotta O’Neill í Seiði skugganna. Helga lék aðalhlutverkið í fyrsta leikstjóraverkefni mínu í atvinnu- leikhúsi, í hinu athyglisverða leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur, Fótataki, sem sýnt var í Iðnó. Ég var nýkom- inn heim frá námi og dauðkveið að segja nokkrum helstu stórleikurum þjóðarinnar fyrir verkum, ekki síst Helgu. En hún sýndi þessum unga og óreynda leikstjóra einstakt um- burðarlyndi, opnaði sinn reynslu- banka hægt og rólega og lét sem við værum jafningjar. Þarna kynntist ég strax greind hennar og listrænni smekkvísi, sem átti eftir að leiða til ánægjulegs samstarfs á komandi ár- um. Eftir að ég tók við starfi þjóðleik- hússtjóra urðu samskiptin enn nán- ari, því auk þess að starfa sem leik- kona við húsið sat Helga í verkefnavalsnefnd en sú nefnd markar að verulegu leyti listræna stefnu hússins hverju sinni. Það var alveg sérstakur fengur að henni á þeim vettvangi. Hún bjó yfir miklu næmi, var skarpgreind og einstak- lega vel læs á leikrit, sem er svo sannarlega ekki öllum gefið. Hún lá heldur ekki á skoðunum sínum en setti þær fram af hógværð, skyn- semi og með húmor, því að hún hafði gott skopskyn og gat verið ótrúlega orðheppin. Hið dulúðuga yfirbragð hennar gerði það að verkum að fólk las hana stundum ranglega og jafn- vel óttaðist. En meðal vina var hún einlæg, hreinskilin og hlý. Undir lok starfsævinnar vék dul- úðin smámsaman fyrir þeirri fjar- rænu, sem flutti hana að lokum burt frá okkur, inn í huliðsheima ein- semdarinnar. Við vissum af henni og varð oft hugsað til hennar, af vænt- umþykju og virðingu. En þar lék hún ein – og átti sviðið, eins og svo oft áður. Við hjónin og fjölskylda mín send- um Skúla, Helgu Völu og Hallgrími okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning þessarar mikilhæfu leikkonu lengi lifa. Stefán Baldursson. Það var snemma árs 1952 að Helgi Skúlason æskuvinur minn kynnti mig fyrir unnustu sinni, Helgu Bachmann. Helga var gull- falleg ung stúlka og það fór aldrei á milli mála að þar fór mikill persónu- leiki og vakti hún hvarvetna athygli. Þau voru yfir sig ástfangin og entist sú ást út ævi þeirra og var samband þeirra og ást með eindæmum djúp, heillandi og falleg. Það voru ófá kvöldin sem við vor- um saman í litla húsinu hennar Helgu á Óðinsgötunni og spjölluðum um heima og geima, þó einkum um leikhús, og oft voru vinirnir Guðrún Stephensen og Hafsteinn Austmann með okkur. Helgi var á þessum ár- um nemandi í Þjóðleikhússkólanum, Helga var í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og ég var í Leiklistar- skóla Ævars Kvaran. Það var mikill samgangur milli nemenda þessara skóla og mynduðum við nefnd sem stóð m.a. fyrir því að fá ýmsa þekkta fyrirlesara til að halda fyrir okkur erindi um leiklist og leikbókmenntir um helgar og höfðum við til afnota litla svið Þjóðleikhússins, sem seinna varð ballettsalur. Þetta tengdi nemendur skólanna sterkum böndum. Nefndina skipuðu Helga fyrir Lárusarskólann, Guðmundur Pálsson fyrir Þjóðleikhússkólann og ég var fyrir Ævarsskólann. Þetta var ævintýralegur og mjög skemmtilegur tími. Meðan ég var í námi í Þýskalandi var ég stöðugt í sambandi við þau hjón þegar ég kom heim í leyfum og þegar ég var alkominn heim 1962 hélt hið sterka vinasamband okkar áfram eins og áður og var ég heima- gangur hjá þeim hjónum. Þau voru þá bæði orðin fastir leikarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og unnu hvern leiksigurinn á fætur öðrum. Þau bjuggu á Fálkagötunni á þess- um árum og ekki minnkaði sam- gangurinn milli okkar eftir að ég kvæntist og flutti í Vesturbæinn. Eitt sinn þegar við bjuggum á Suðurgötunni komu þau hjónin í heimsókn og buðu okkur svo í bíltúr til að sjá nýja húsið sem þau voru að kaupa. Þau óku upp Túngötuna um ýmsar götur í gamla Vesturbænum, þá yfir Hringbrautina um Hagana. Við skildum alls ekkert hvert þau ætluðu eiginlega með okkur, loks ókum við aftur í Suðurgötuna og við héldum að þau myndu stoppa fyrir framan hjá okkur aftur, en þau óku hægt einu húsi lengra. Þau höfðu keypt húsið við hliðina á okkur. Helga Bachmann var hlaðin hæfi- leikum. Hún hafði fallega, djúpa, sterka og hljómmikla rödd, sem jafnframt gat verið mjög hlýleg og blíð og hentaði einkar vel í öllum þeim fjölda dramatískra hlutverka sem hún lék. Hún fór með hvert stórhlutverkið á fætur öðru og er ógleymanleg öllum þeim sem sáu hana. Og margir urðu hennar leiks- igrar og á hún stóran hóp aðdáenda sem hafa notið listar hennar. Og verður hennar minnst sem einnar mikilhæfustu leikkonu síðustu aldar. Helga var einkar hlýleg í viðmóti og tók manni ævinlega með brosi og augun hennar stóru lýstu af sér gæsku og mannkærleika. Hún hafði ákaflega næmt og skemmtilegt skopskyn og var ævinlega kátt í koti í samvistum við þau hjónin og mun það ekki líða úr minni. Ég vil færa börnum hennar og fjölskyldu allri innilegar samúðar- kveðjur okkar Guðnýjar. Gísli Alfreðsson. Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Helga Bachmann var um árabil ein ástsælasta leikkona landsins. Í aldarfjórðung, frá 1951-1976, var hún einn af máttarstólpum Leik- félags Reykjavíkur og lék þá í yfir fjörutíu leiksýningum. Leiklist nam hún hjá frumkvöðlum í íslenskri leiklistarmenntun, þeim Lárusi Pálssyni og Gunnari R. Hansen – tveimur leikhúsjöfrum sem íslensk leiklist á margt að þakka. Í upphafi ætlaði Gunnar, sem var danskur, einungis að dvelja hér á landi í nokkra mánuði en dvöl hans varð einn og hálfur áratugur. Endurreisn Leikfélagsins stóð fyrir dyrum og mikil gæfa að fá jafn vel menntaðan leikhúsmann til starfa. Margir af okkar helstu leikurum búa enn að kynnum við hann. Helga lék undir stjórn Gunnars þegar hún steig sín fyrstu spor á leiksviði, aðeins tvítug að aldri. Má þar nefna merka sýn- Helga Bachmann ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON löggiltur skjalaþýðandi, Drekavöllum 42, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar að morgni sunnudagsins 16. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Ásthildur Kristín Þorkelsdóttir, Margrét S. Guðmundsdóttir, Þórir Ingi Friðriksson, Þorkell Þór Guðmundsson, María Eva K. Kjartansdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Katrín Heiðar, Ósk Guðmundsdóttir, Lars J. Imsland Hilmarsson, Dögg Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Rafnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.