Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011  Menningarafurðastöðin Havarí í Austur- stræti 6 mun hætta 29. janúar nk. Kveðjuhá- tíð verður haldin í Havaríi frá 17. janúar fram að lokunardegi. Á hátíðinni ætla góð- vinir og aðstandendur Havarís að skemmta sér og öðrum með tónlistaratriðum, mynd- listaruppákomum, upplestrum, innsetn- ingum o.fl. Að auki verði efnt til „absalút- sölu“ og á henni verða hljómplötur og aðrar menningarafurðir á „meiriháttar afslætti“. Havarí mun þó snúa aftur á nýjum stað í miðborginni með vorinu og eru eigendur að leita að nýju húsnæði. Hátíð í Havaríi og leitað að nýju húsnæði í miðborginni  Hljómsveitin The Heavy Experience gaf út forláta hljómplötu samnefnda sveitinni í desember síðastliðnum, 45 snúninga tíu tommu vínylplötu. Platan hefur fengið afar góðar viðtökur bæði vegna óvanalegs út- gáfuforms sem og tónlistarlegra gæða en platan kom út á vegum jaðarútgáfunnar Kimi Records. Þess ber að geta að plötuspil- aralausir rokkunnendur þurfa eigi að ör- vænta því niðurhalskóði á rafræna útgáfu plötunnar fylgir hverju eintaki. The Heavy Experience ætlar að fagna útgáfu með tón- leikum á Bakkus þriðjudagskvöldið 18. jan- úar kl. 21.30. Arnljótur hitar upp. Útgáfutónleikar The Heavy Experience á Bakkus Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikskáldið og handrita- höfundurinn Jón Atli Jón- asson mun halda námskeið á Grand hóteli í Reykjavík 22. og 23. janúar nk. sem ber yfirskriftina „Hug- mynd og handrit“. Á nám- skeiðinu fer Jón Atli yfir undirstöðuatriði í handrits- skrifum með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Jón Atli hefur komið að skrifum fjölda kvik- myndahandrita, m.a. að kvikmyndunum Djúpið, Brim, Mýrin, Strákarnir okkar og Blóðbönd. Á námskeiðinu verða fyrst kennd undirstöðuatriðin í handritsskrifum. Í kjöl- farið eiga nemendur að skrifa handrit og verður Jón Atli þeim til leiðsagnar í því ferli. Fyrsta uppkasti að handriti á að skila á námskeiðinu. Jón Atli segist með námskeiðinu vilja hvetja fólk til að gera eitthvað nýtt. „Kvik- myndahandrit og leiktexti er allt öðru vísi texti en annar bókmenntalegur texti. Hann gerir ekki sömu kröfur og það er kannski til fólk sem finnur sig frekar í þessu en að skrifa skáldsögur eða eitthvað svoleiðis,“ segir hann. Námskeiðið stendur frá kl. 12 til 17 hvorn daginn en við bætist svo fyrrnefnd eftirfylgni, yfirlestur á handritum þeirra sem námskeiðið sóttu og leiðsögn. Að virkja fólk Jón Atli segir heilmikið mál að skrifa handrit að kvikmynd þannig að hægt sé að gera hana og þannig að hún verði eins og handritshöfundur sá fyrir sér. „Í grunninn er handritsgerð í leikritum og kvikmyndum svo svipuð upp á það að gera að þú ert að skrifa það sem við köllum leikbæran texta. Þar sem er undirtexti og allt, allt aðrir hlutir í gangi en í skáldsögunni eða smásögunni. Þetta er líka gert, eins og ég segi, til að virkja fólk til að vera meira skapandi. Þetta hefur alltaf verið okkar veikleiki í kvikmynd- um, handritið. Fólk horfir dálítið til dogma- myndanna sem Danirnir byrjuðu að gera fyrir svona tíu árum og uppganginum sem var þar og er núna, virðist mér, í sænskri kvikmyndagerð. En þetta er mjög basic, þetta bara byrjar og endar í handriti, hefur ekkert með nýjustu stafrænu kvikmynda- tækni að gera. Ef þú ert með gott handrit ertu í helmingi betri málum en næsti mað- ur,“ segir Jón Atli. „Það eru vissir grunn- þættir sem verða að vera alveg skýrir og ef þeir eru skýrir þá er restin í raun og veru dálítið undir ímyndunaraflinu komin,“ segir hann. Málið snúist um að ná ákveðinni und- irstöðu og þegar hún sé klár séu menn færir í flestan sjó. Námskeiðið verður ekki bara fræðilegt heldur fær Jón Atli líka til sín fólk úr kvik- myndabransanum sem mun m.a. fara í saum- ana á því hvernig skila skal inn handriti, hvernig handrit er nýtt við tökur og hvernig það þarf að vera til að það gangi upp. Á sjó Úr kvikmyndinni Brim sem Jón Atli skrifaði handritið að ásamt Árna Ólafi Ásgeirssyni og Ottó Geir Borg. Hvatning til sköpunar  Jón Atli heldur námskeið í skrifum kvikmyndahandrita  Mikilvægast að ná undirstöðunni  Handritin veikleiki íslenskrar kvikmyndagerðar Jón Atli Jónasson Skráning á námskeiðið fer fram í síma 6181002 en einnig er hægt að senda tölvu- póst á hugmyndoghandrit@gmail.com. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sjónlistahátíðin Sequences verður ekki haldin að hausti í ár, líkt og verið hefur, heldur 1.-10. apríl. Hátíðin var fyrst haldin árið 2006. Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarmaður, sem hefur umsjón með hátíðinni að þessu sinni með kollega sínum Páli Hauki Björnssyni, segir þann tíma hafa verið hentugan þar sem lítið sé þá í gangi í listalífinu og ekki skemmi batnandi veður. Nýir umsjónarmenn eru fengn- ir til að stýra hátíðinni hverju sinni og ákváðu Þorgerður og Páll að hafa þungamiðjuna gjörningalist í ár. Þau hafa bæði verið iðin við myndlist, í verkefnasköpun og sýningahaldi. „Hátíðin er í raun tvískipt; annars vegar verkefnin og listaverkin og hins vegar fyrirlestraröð sem haldin verð- ur í samstarfi við Listaháskóla Ís- lands. Að henni kemur samnorræni gjörningavettvangurinn Nordic Tantrum sem heldur utan um umræð- ur og umfjöllun um gjörningamyndlist á öllum Norðurlöndunum. Þau hafa mjög góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í Norður-Evrópu og er því afar áhugavert að fá þau hingað þar sem gjörningasenan á íslandi verður í brennidepli,“ segir Þorgerður. Erlendir og íslenskir Fjölda erlendra listamanna hefur verið boðið að taka þátt í hátíðinni en íslenskir listamenn verða einnig áberandi. Opið hefur verið fyrir um- sóknir um að sýna á hátíðinni í nokkra mánuði. Þorgerður segir að alls verði 20 gjörningar og listaverk- efni á hátíðinni og Hannes Lárusson sé heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár. „Önnur breyting á hátíðinni er sú að við erum í samstarfi við Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, og þau ætla að hafa einn gjörningahóp hjá sér. Þannig að hátíðin er komin út fyrir Reykjavík og miðborgina,“ seg- ir Þorgerður. Sýningarstaðir hátíðarinnar í ár verða Nýlistasafnið, Kling & Bang gallerí, Norræna húsið og Listahá- skóli Íslands. Það verður því ekki langt að fara milli sýningarstaða fyrir áhugasama. „Þetta verður allt mið- svæðis, nema það sem fram fer aust- ur á landi,“ segir Þorgerður. Sequences verður að sjálfsögðu með vefsíðu með öllum helstu upplýs- ingum um hátíðina, dagskrá hennar og listamenn sem koma fram á henni. Í næstu viku hefst kynning á heima- síðu Sequences á þeim myndlist- armönnum sem taka þátt í hátíðinni í ár. Vefslóðin er sequences.is. Gjörningar í hávegum hafðir  Sequences-sjónlistahátíðin verður haldin í fimmta sinn í ár og hefst 1. apríl  Hátíðin helguð gjörningalist að þessu sinni Umsjónarmennirnir Þorgerður og Páll taka sér ljósmyndunarhlé á skrif- stofu sinni í Hugmyndahúsi Háskólanna. Nóg að skipuleggja á Sequences. Listamennirnir á Sequences 2011: Hannes Lárusson, heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár Curver Thoroddsen Gernot Faber (Þýskaland) Ásdís Sif Gunnarsdóttir Christian Falsnaes (Danmörk) SIGNA (Danmörk, Austurríki) Anthony Marcellini (Bandaríkin) Nils Bech / Benedik Giske (Noregur) Friðgeir Einarsson Freya Bjorg Olafson (Kanada) Örn Alexander Ámundason Rakel McMahon Helga Björg Gylfadóttir / Irene Ósk Bermudez / Rakel Jónsdóttir / Vilborg Bjarkardóttir Sigríður Soffía Níelsdóttir / Ingibjörg Sigurjónsdóttir Una Björk Sigurðardóttir / Sunneva Ása Weisshappel Fjölþjóðlegur hópur LISTAMENNIRNIR Á SEQUENCES 2011 Gjörningur Danski myndlistarmaðurinn Christian Falsnæs fremur gjörning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.