Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  16. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g DRAMA, GAMAN, RÓMANTÍK OG ÆVINTÝRI RISARÍKIÐ KÍNA ALÞÝÐUPILTUR SEM VARÐ ÆTTLEIDDUR SONUR STRANDANNA KÍNAFORSETI Í BNA 14 LJÓSMYNDAÐI ÁRNESHREPP 32FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 34 Fréttaskýring eftir Baldur Arnarson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Starfsmenn Alþingis kvöddu lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í hús- næði á vegum Alþingis við Austurstræti. Lögreglan tók tölvuna til rannsóknar, en grunur lék á að henni hefði verið komið fyrir til þess að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var tölvan þannig stillt að starfsmenn tölvu- deildar Alþingis og lögreglunnar töldu líklegt Grunsemdir um njósnir á Alþingi  Fartölvu var komið fyrir í auðu herbergi í Austurstræti 8-10  Hún var útbúin til þess að geta brotist inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis  Auðkenni höfðu verið afmáð og engin fingraför fundust unblaðið í gær. „Það var búið að má öll auð- kenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Þetta var mjög grunsamleg tölva, en við gátum bara ekki komist til botns í málinu og lögreglan ekki heldur,“ sagði Helgi. Það er mat tölvufróðra manna að mjög fag- lega hafi verið staðið að því að koma tölvunni fyrir og prógrammera hana. Það renni frekari stoðum undir það að sérfræðingar hafi verið að verki, að við það að tölvan var aftengd virðist sjálfkrafa hafa farið í gang prógramm sem eyddi öllum gögnum í tölvunni. MGrunsemdir um ólöglegt athæfi »12 að henni hefði verið komið fyrir í ólögmætum tilgangi. Í hópi þeirra sem rannsökuðu málið var talið líklegt að miklir tölvusérfræðingar hefðu útbúið tölvuna með þeim hætti sem hún var útbúin. Jafnvel leikur grunur á að tölvu- þrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur engin niðurstaða fengist í rannsókn málsins, hvorki hver átti umrædda tölvu, né hvers vegna henni var komið fyrir þar sem hún fannst. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþing- is, staðfesti tölvufundinn í samtali við Morg- Grunsamleg fartölva » Ekki tókst að upplýsa hver átti tölvuna, né hvers vegna henni hafði verið komið fyrir í húsakynnum Alþing- is. » Öll auðkenni, framleiðslunúmer og ID höfðu verið máð af tölvunni og á henni fundust engin fingraför. » Öryggiskerfi Alþingis hafa verið yfir- farin og bætt í kjölfar tölvufundarins. Það var mikil stemning í Borgarleikhúsinu í gær þegar skráningar í prufur fyrir leiksýninguna Galdrakarlinn í Oz fóru fram. Alls mættu hátt í fjögur þúsund börn og mikið verk bíður leikara leikhússins sem á næstu þremur vikum munu vinna með börnunum og reyna á hæfileika þeirra. Inntökuprófin verða í þremur þrepum en áætlað er að í mars liggi ljóst fyrir hverjir munu ganga gula stíginn á leikhúsfjölunum. »36 Morgunblaðið/Ómar Allir vilja fara til Oz „Þetta er ekki hugmyndin sem ég hafði um samvinnu og upplýst sam- ráð um að búa til nýtt stjórnarráð,“ segir Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, um fyr- irhugaða sameiningu ráðuneyta. Þetta sé aðgerð til að brjóta niður andstöðu við ESB-aðild. „Við höfum enn ekki séð neina greiningu á því hverjir kostir þessarar fyrirhuguðu sameiningar eru,“ segir fram- kvæmdastjóri LÍÚ. »9 Aðgerð til að brjóta niður ESB-andstöðu Heildargreiðsla íbúðareigenda og fyrirtækja í Reykjavík vegna frá- veitugjalds hækkar um 18,5% í ár en fráveitugjaldið mun nú taka mið af stærð húsnæðis en ekki fasteigna- mati eins og hingað til. Um 82% hús- eigna í borginni eru minni en 200 fer- metrar og mun fráveitugjald þeirra hækka um 12%. Mikið álag hefur verið í þjónustuveri OR síðan gjald- endur fengu álagningarseðlana í hendurnar í gær og í fyrradag og segir upplýsingafulltrúi OR að fólk vilji fá skýringar á þessari breytingu en telur kosti hennar fleiri en gall- ana. »8 Hækkar um 18,5 prósent Skilanefnd Glitnis, sem hefur for- kaupsrétt á hlutafé tryggingafélags- ins Sjóvár, vissi ekki fyrr en í gær að Eignasafn Seðlabanka Íslands hefði gert samning um að selja 52,4% hlut í félaginu fyrir 4,9 milljarða króna. Þetta staðfestir Heimir Haraldsson við Morgunblaðið, en hann situr í skilanefnd Glitnis, sem á 17,7% hlutafjár félagsins. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði fyrir skömmu í samtali við Morgun- blaðið að til greina kæmi hjá skila- nefndinni að nýta forkaupsréttinn á hlutafé Sjóvár, fyndist kaupandi að félaginu sem væri tilbúinn að greiða gott verð. Heimir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að skilanefnd Glitnis hygðist nú skoða málið og ákveða hver næstu skref yrðu. Umsamið söluverð á ríflega helm- ingshlut í félaginu er nokkuð lægra en rætt var um í tengslum við tilboð fjárfestahóps sem dró sig úr söluferli félagsins í nóvember sl., vegna seina- gangs Seðlabankans. Samkvæmt því tilboði átti að greiða 10 milljarða fyr- ir tæplega 83% hlut í félaginu. Seðla- bankinn segir engu að síður að til- boðið sem gengið var að í gær hafi verið hagstæðara, „þar sem þá er meirihluti seldur strax og meiri pen- ingur kemur inn strax“. »Viðskipti Fréttu af sölunni í gær  Eignasafn Seðlabanka Íslands og fagfjárfestasjóður á veg- um dótturfélags Arion banka undirrituðu kaupsamning í gær „Ég gef mér það að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, eins og ég og aðrir ráðherrar, hlíti fyrirmælum Alþingis,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra um svar Jóns Bjarnasonar við spurningum ESB um aðlögun. Árni Þór Sigurðs- son, formaður utanríkismála- nefndar, segist sammála svari Jóns og setur ekki út á það. »6 Ráðherra hlíti fyrir- mælum Alþingis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.