Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 ✝ Guðmundur IngiBaldursson fædd- ist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 10. júlí 1963. Hann lést 11. jan- úar 2011. Foreldrar hans voru Baldur Björnsson frá Stóru-Þverá í Austur- Fljótum í Skagafjarð- arsýslu, f. 24. febrúar 1933, d. 9. febrúar 2005, og Guðrún Fann- ey Guðmundsdóttir frá Lýtingsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, f. 1. febrúar 1941, d. 29. ágúst 2010. Systkini Guðmundar eru: Karl Líndal, f. 17. október 1952, maki Mirian Turno, f. 22. október 1966. Borgþór, f. 23. október 1954, maki Sigrún Þórhallsdóttir, f. 4. nóvember 1954, börn þeirra eru: Stefán Björn og Andri Fannar. Hermann Valgarður, f. 30. september 1962, maki Anna Þóra, f. 22. ágúst 1971, dóttir hans er Elín Björk. Guðrún Halldóra, f. 21. ágúst 1969, maki Hjálmar Ólafsson, f. 7. jan- úar 1961, barn þeirra Sigursteinn Víkingur. Elínborg, f. 10. júlí 1971, maki Elv- ar Þór Sigurjónsson, f. 8. október 1965, börn þeirra Rakel Ösp og Birkir Freyr. Ingi- björg, f. 7. desember 1973, maki Ingi Sig- urbjörn Hilmarsson, f. 29. janúar 1977, börn þeirra; Anna Karolína, Baldur Fannar, Hilm- ar Már og fyrir átti Ingibjörg Sigurjón Ágúst. Björn Stefán, f. 29. september 1975. Maki Eydís Hrönn Gunnlaugsdóttir, f. 18. febrúar 1982, börn þeirra: Aron Máni, Bjartur Már, fyrir átti Eydís Emblu Sól og Hugrúnu Birtu. Jónas Helgi, f. 9. maí 1980. Árið 1973 flytja Guðrún og Baldur til Akureyrar en Guðmundur varð eftir á Lýtingsstöðum hjá ömmu sinni og afa og mynduðust sterk tengsl á milli þeirra. Útför Guðmundar Inga fer fram frá Mælifellskirkju í dag, 20. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Lífið, alltaf jafn undarlegt sem dauðinn. Viðbrögð við andláti bróður míns eru ólýsanleg. Sorgin, tómleik- inn og reiðin, þá minningarnar, söknuðurinn og tárin. Þannig var því farið er ég frétti af andláti Guð- mundar bróður. Guðmundur hafði barist í mörg ár við sjúkdóm sem varð til þess að hann fór frá okkur. Guðmundur var tilfinninganæmur og listrænt nátt- úrubarn, hugleiddi lífið, tilveruna, náttúruna og dauðann. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og við trúum því að einhver sé til- gangurinn. Máltækið „Þeir sem guð- irnir elska deyja ungir“ hlýtur að þýða eitthvað. Þeim er ætlað eitt- hvert hlutverk, útvaldir hafa áhrif langt út yfir gröf og dauða. Vera Guðmundar hér á meðal okkar og dauði hans kennir okkur ef til vill að endurmeta lífið og tilveruna, hugsa og hlusta betur á hjartslátt hvert annars. Elsku bróðir, ég trúi því að þú sért á Guðs vegum og hann varðveitir sálu þína. Ég bið hann að fyrirgefa okkur það sem við höfum gert rangt. Ég trúi því að þínu verkefni sé ekki lokið. Dæmdu eigi breyskan bróður, brjóttu ei hið veika strá; lyftu heldur hönd til varnar hverjum þeim, sem aðrir smá. Allt er líf af einum stofni, örlög tvinnuð mín og þín. Undir sora og synda hjúpi sólhrein perla tíðum skín. Hver fær lesið letur hjartans, leynirúnir innra manns? Hver er sá, er kannað geti, kafað sálardýpi hans? Margt í hafsins hyljum djúpum hulið er, sem enginn leit. Margt í sálum manna leynist meira og betra en nokkur veit. Skammt vér sjáum, blindir blínum báðum augum, látum hægt. Hví skal myrða menn með orðum? Margt er hulið, dæmum vægt. Auðlegð hjartans enginn reiknar eða sálarfátækt manns. Hvar er vog, er vegið geti vonir eða sorgir hans. (Richard Beck) Hvíl í Guðs friði. Þín systir, Elínborg. Elsku frændi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Sjáumst. Elínborg frá Djúpadal. Kæri frændi. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Manstu hvað við brölluðum margt saman þegar við vorum hjá ömmu og afa? Og amma tók öllu með jafnaðargeði, hversu uppátækjasöm sem við vorum. Þú varst stóri frændinn sem ég leit upp til og fannst svo mikil upphefð að fá að leika við þig. Þegar við heyrðumst eða sáumst rifjuðum við oft upp eitt- hvað skemmtilegt frá þessum tíma. Það er margs að minnast. Góða ferð, Guðmundur minn, og ég bið að heilsa ömmu. Valgerður. Guðmundur Ingi Baldursson ✝ Helga Þorsteins-dóttir fæddist á Ekru í Reyðarfirði 22. júlí 1923. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. jan- úar 2011. Foreldrar Helgu voru Áslaug Katrín Pétursdóttir Maack, f. 27. janúar 1891, d. 8. desember 1951, og Þorsteinn Páls- son, f. 28. ágúst 1892, d. 9. febrúar 1964. Systkini Helgu eru Pétur, f. 19. desember 1919, d. 23. ágúst 2006, Páll, f. 22. nóv- ember 1921, Elínborg, f. 1925, d. ung, Elínborg, f. 5. október 1928. Helga ólst upp á Reyðarfirði til 19 ára aldurs, þaðan flutti fjö- skyldan til Reykjavíkur. Helga giftist Arthuri Þór Stef- ánssyni, f. 20. júní 1922, hinn 1. júní 1945. Foreldrar Arthurs voru Stefán Carlsson og Nanna Guðmundsdóttir. Helga og Arth- ur eignuðust þrjú börn: 1) Ás- laug Sigurbjörg, sambýlismaður hennar er Oddgeir Þór Árnason, eiginmaður hennar var Leifur Ingi Guðlaugsson (látinn). Börn Áslaugar og Leifs eru: Helga Katrín, Aðalheiður og Leif- ur Már. 2) Nanna, gift Guðbergi Þor- valdssyni, fyrri eig- inmaður er Gunnar Páll Jensson. Börn Nönnu og Gunnars eru Arnþór Hregg- viður, Kristján Ófeigur, Magni Guðjón, Magnea Stefanía og Sigríður Nanna. 3) Þor- steinn, kvæntur Guðrúnu Petru Guðnadóttur. Dóttir þeirra er Helga. Barna- börnin eru níu og barna- barnabörnin eru 17. Helga og Arthur hófu búskap á Langholtsvegi í Reykjavík árið 1945 en fluttu þaðan í Kópavog þar sem þau bjuggu lengst af. Helga tók virkan þátt í fé- lagsmálum, t.d. var hún ein af stofnendum Kvenfélags Kópa- vogs. Hún var lengi formaður Líknarsjóðs Áslaugar Maack, fé- lagi í Sinawik og í Foreldra- og vinafélagi Sólheima í Grímsnesi. Útför Helgu fór fram frá Kópavogskirkju 19. janúar 2011. Langri vegferð er lokið og komið að leiðarlokum. Þá er til siðs að nema staðar og líta um öxl. Ég kynntist fyrst Helgu árið 1991 þeg- ar hún og maður hennar Arthúr Stefánsson voru í heimsókn hjá dóttur sinni Nönnu, sem þá var bú- sett í Gautaborg í Svíþjóð. Þessi glæsilegu eldri hjón skáru sig úr hinum gráa fjölda og ekki var ann- að hægt en að veita þeim athygli. Ég tók strax eftir því að þarna var á ferð stórbrotin kona með ákveðnar skoðanir. Víðlesin var hún og það leyndi sér ekki að hún var ekki í fyrsta sinn á erlendri grundu. Seinna áttu leiðir okkar eftir að liggja saman á ný er ég hóf sam- búð með Nönnu dóttur hennar og enn seinna varð ég tengdasonur er ég giftist minni yndislegu konu. Helga var mikill unnandi íslensks máls og lagði ríka áherslu á, að ekki síst fjölskylda hennar vandaði málfar sitt. Hún var óþreytandi í að leiðrétta málfar afkomenda sinna sem hún unni svo mjög. Helga var fróðleiksfús og sótti námskeið í ýmsum greinum. Helga sagði mér að sig hefði alltaf langað til að læra hjúkrunarfræði, en ör- lögin höguðu því á þann hátt að það varð hlutskipti dóttur hennar að uppfylla þann draum hennar. Helga var afar hjálpsöm kona og mátti ekkert aumt sjá, þá vildi hún bæta úr því eftir bestu getu. Hún var með afbrigðum tónelsk, raulaði gjarnan dægurflugurnar fyrir munni sér. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Helgu minni fyrir þau mörgu sam- töl sem við áttum, það var ávallt gaman að ræða við hana og þá skipti málefni samtalsins engu máli. Elskuleg tengdamóðir góð: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi“ um aldir alda. Guðbergur Þorvaldsson. Helga amma dó 12. janúar sl. Hún var þó byrjuð að yfirgefa okk- ur hægt og rólega, minnið var byrjað að svíkja hana og hún þekkti okkur stundum, stundum ekki. Það er töluvert síðan ég byrj- aði að sakna hennar. Engu að síður var það áfall þegar hún endanlega fór. Helga amma var frábær kona. Hreinskiptin og heiðarleg, lá ekki á skoðunum sínum en kom þeim alltaf kurteislega frá sér. Hún not- aði hvert tækifæri til að leiðrétta þá sem afbökuðu tungumálið okkar og hvað þá ef við notuðum ensku- slettur, það var ekki vel séð. Orðið „bæ“ var ekki til í íslensku, við átt- um að segja bless. Hún kenndi mér að fara með bænirnar og versin, var óþreytandi að segja mér sögur frá uppvexti sínum og af foreldrum sínum þegar hún var að alast upp á Reyðarfirði. Ég var alltaf velkomin til ömmu og afa, sama hvað klukk- an var eða hvaða dagur. Við dól- uðum okkur frameftir enda báðar nátthrafnar, afi löngu sofnaður en við gátum dundað við að baka og spjalla og hlæja langt fram eftir nóttu. Hún lagði mikla áherslu á að við barnabörnin værum kurteis og bærum virðingu fyrir öðrum og ekki síst okkur sjálfum. Amma var ekki fyrir væmni eða rósamál og væri ekki sátt við mig ef ég færi að skrifa uppskrúfaða minningargrein um hana. En samt er ekki hægt að minnast ömmu án þess að nefna hjartahlýju hennar og góðmennsku, hvað hún reyndist okkur öllum svo vel alltaf þegar á reyndi. Amma stóð vörð um sitt fólk og fylgdist vel með okkur öll- um. Ég kveð ömmu mína í dag með þakklæti og söknuði en hugga mig við að nú hefur hún fengið hvíldina sem hún sennilega var farin að þrá. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Helga Þorsteinsdóttir. Elsku Helga amma okkar, við kveðjum þig í dag með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín langömmubörn, Þorsteinn Arnar, Petra Sigurbjörg og Stefán Björn. Helga Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR ÞORLÁKSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar fimmtudaginn 13. janúar. Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 11.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélagið Von. Erla Ingimarsdóttir, Konráð Baldvinsson, Guðfinna Ingimarsdóttir, Þórdís Ingimarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Jóhanna Ingimarsdóttir, Sveinn Einarsson, Sólrún Ingimarsdóttir, Oddur Óskarsson, Björn Ingimarsson, Lukrecija Bokan Daníelsdóttir, Birgir Ingimarsson, Pálína Kristinsdóttir, Bylgja Ingimarsdóttir, Guðbrandur Skúlason, Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein, Baldvin Kristjánsson, Jóna Heiðdal. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN HENRIKSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 9. janúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Helga Sigurðardóttir, Guttormur Einarsson, Súsanna Sigurðardóttir, Matthías Pálmason, Ingunn Sigurðardóttir, Egill Vilhjálmur Sigurðsson, Hafdís Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS VALGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Ásta Guðrún Sigurðardóttir, Árni Ísaksson, Matthías Sigurðsson, Selma Skúladóttir, Eiríkur Sigurðsson, Helga Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.