Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bryndís Rún Hansen úr sundfélag- inu Óðni er íþróttamaður Akureyrar 2010. Kjörinu var lýst í hófi í Ket- ilhúsinu í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Bryndís Rún hlýtur nafnbótina.    Oddur Gretarsson úr Akureyri - handboltafélagi varð annar í kjörinu að þessu sinni en þriðji árið áður. Mjög mjótt var á mununum; Bryn- dís Rún hlaut 118 stig nú en Oddur 115. Þriðji í kjörinu að þessu sinni varð Jón Benedikt Gíslason, fyrirliði SA-Víkinga, sem urðu Íslandsmeist- arar í íshokkí. Jón fékk 91 stig.    Hvorki Bryndís Rún né Oddur voru viðstödd. Hún flutti á dögunum til Noregs og er sest á mennta- skólabekk auk þess að æfa af krafti en Bryndís Rún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana á næsta ári. Oddur er með landsliðinu á HM í Svíþjóð.    Skrifað var undir styrktarsamn- inga vegna sex íþróttamanna í hóf- inu gærkvöldi. Afreks- og styrkt- arsjóður bæjarins greiðir alls tæpar 2 milljónir króna á árinu.    Systurnar Íris og María Guð- mundsdætur úr Skíðafélagi Ak- ureyrar, ásamt Bryndísi Rún, fá alls 420.000 kr. hver, en skíðamaðurinn Sigurgeir Halldórsson og frjáls- íþróttamennirnir Bjartmar Örnuson og Bjarki Gíslason 240.000 kr. hver.    Fjórir hlutu heiðursviðurkenn- ingu Akureyrarbæjar vegna starfa að íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- málum í áratugi. Það voru Árni Jónsson, Golfklúbbi Akureyrar, Gunnar Viðar Eiríksson, Sundfélag- inu Óðni, Skjöldur Jónsson, Knatt- spyrnufélagi Akureyrar, og Stefán Jónasson, Skíðafélagi Akureyrar.    Trúðanámskeið verður haldið í Hofi í næstu viku, í tengslum við barna- og fjölskyldusýninguna Bláa gullið. Örugglega skemmtilegt! Allir trúðar bæjarins hljóta að vera spenntir, en rétt er að vekja athygli á því að aðeins komast fáir að …    Græni hatturinn og Félag tón- skálda og textahöfunda hafa gert samning um flutning á tónleikaröð- inni Fuglabúrinu til Akureyrar og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld kl. 21.00 þegar Lay Low og Magnús Kjartansson koma fram. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Best 2010 Bryndís Rún Hansen á Aldursflokkameistaramótinu á Akureyri. Bryndís íþrótta- maður Akureyrar FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingvörður Alþingis fann fartölvu í húsakynnum Alþingis í Asturstræti 8-10 fyrir tæpu ári, sem ekki var í eigu Alþingis og enginn vissi í raun hver átti. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið í gær. Grunur lék á að tölvunni hefði verið komið fyrir í húsnæðinu, ásamt prentara, til þess að nota í ólöglegum tilgangi, brjótast inn í tölvur þingmanna og fastanefnda þingsins, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu. „Þetta er rétt. Það fannst fartölva í auðu her- bergi í húsnæði á vegum Alþingis, á milli skrif- stofa þingmanna Hreyfingarinnar og þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Helgi Bernódusson. „Það var búið að má öll auðkenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Þetta var mjög grunsamleg tölva, en við gátum bara ekki komist til botns í málinu og lögreglan ekki heldur.“ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vöknuðu grunsemdir um að fartölvunni hefði verið komið fyrir þarna af tölvuþrjótum sem kynnu að vera í samstarfi við eða á vegum uppljóstrunar- vefsíðunnar Wikileaks. Skrifstofur þingmanna Hreyfingarinnar Meðal þess sem þótti athyglisvert, við rann- sókn málsins, var að fartölvan skuli hafa fundist í auðu herbergi, sem sé við hliðina á skrifstofum þingmanna Hreyfingarinnar. Helgi Bernódusson segir málið mjög óþægilegt, en grunsemdir um hver eða hverjir hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst beinist ekki að neinum sérstökum. Herbergið er á fimmtu hæð Austurstrætis 8-10, það var autt, en ætlað til nota fyrir varaþingmann Hreyfingarinnar, ef þörf krefði. Á annarri og þriðju hæð eru skrifstofur fastanefnda Alþingis og ritara nefndanna og á þeirri fjórðu eru skrif- stofur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og loks eru einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á fimmtu hæðinni með skrifstofur, ásamt þing- mönnum Hreyfingarinnar, eins og áður segir. Það var einn af þingvörðum Alþingis, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, sem fann tölvuna og við skoðun, m.a. starfsmanna tölvu- deildar Alþingis, vöknuðu ofangreindar grun- semdir, þar sem stillingar tölvunnar voru með þeim hætti, að þær bentu til þess að hún hefði verið nýtt til þess að brjótast inn í aðrar tölvur og að þau gögn hefðu síðan verið áframsend í aðra og órekjanlega tölvu. Mistök að slökkva á tölvunni Ákveðnir starfsmenn Alþingis töldu að um ólöglega notkun hefði verið að ræða og lögreglan í Reykjavík var kvödd til. Lögreglan tók tölvuna í sína vörslu, en sam- kvæmt mati tölvusérfræðings, sem rætt hef- ur verið við, eru það talin hafa verið mistök að slökkva á tölvunni og taka hana úr sam- bandi, því ekki reyndist unnt að sannreyna neitt í sambandi við niðurhal gagna og áframsendingar. Líklegt er talið að tölvan hafi verið þannig stillt að gögn í tölvunni hafi eyðst við það að hún var tekin úr sambandi. Í ljós kom að einkenni tölvunnar höfðu verið afmáð, m.a. framleiðslunúmer og svonefnt ID- númer, þannig að ómögulegt var að rekja hver átti viðkomandi tölvu. Við rannsókn á tölvunni fund- ust engin fingraför og er það talið vera önnur vís- bending um það hversu fagmannlega var að verki staðið. Gátu ekki upplýst málið Lögreglan mun hafa rannsakað málið um skeið án þess að verða nokkurs vísari. Lögreglan greindi Alþingi frá því að hún gæti ekki upplýst þetta mál og þar með var málið látið niður falla. Sömuleiðis fór í gang nákvæm rannsókn á tölvu- gögnum í Alþingi og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fundust engar vísbendingar eða sannanir fyrir gagnastuldi og var allt eins talið að tölvunni hefði verið komið fyrir til þess að fylgjast með umferð um tölvukerfi Alþingis og alþingis- manna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var mál þetta litið mjög alvarlegum augum af starfsmönnum Alþingis, ekki síst starfsmönnum tölvudeildar þingsins, sem voru sannfærðir um að þannig hefði verið búið um hnútana, að því er varðaði prógrammeringu tölvunnar, að hún hefði verið nýtt í ólöglegum tilgangi. En þar sem engar beinharðar sannanir voru fyrir hendi, hvorki um það hver ætti tölvuna né hverjum gögn hefðu ver- ið send, varð að láta málið niður falla. Grunsemdir um ólöglegt athæfi á Alþingi í fyrra  Fartölva sem öll auðkenni höfðu verið máð af fannst í auðu herbergi Morgunblaðið/Ómar Nefndahúsið Í Austurstræti 8-10 hafa allar fastanefndir Alþingis skrifstofur, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Hreyfingarinnar. Á fimmtu hæð hússins fannst tölvan í auðu herbergi. Það varð uppi fótur og fit meðal starfsmanna Alþingis í febrúar í fyrra, þegar þingvörður Al- þingis fann fartölvuna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti ætti að bregðast við þessum fundi, en þótt menn hafi viljað bregðast misjafnlega hart við, liggur fyrir að allir sem á annað borð vissu um fartölvuna og það hvernig hún hafði verið stillt, litu málið alvarlegum augum. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis, segir að starfsmenn Al- þingis hafi litið tölvufundinn mjög alvarlegum augum. „Við fórum yfir öll okkar öryggismál í kjölfar þessa fundar. Við höfum gert nýja viðbragðsáætlun og yfirfarið öll okkar öryggiskerfi, styrkt þau og bætt,“ segir Helgi. Hann segir að vitaskuld sé þetta afskaplega óþægilegt mál, en telur harla ólík- legt að slíkt geti endurtekið sig. Öll öryggiskerfi þingsins yfirfarin ALÞINGI Helgi Bernódusson „Það eru vissu- lega erfiðir tímar framundan, frek- ar lítið atvinnu- öryggi, finnst okkur sem erum nú að útskrifast,“ segir Garðar Örn Þórsson, formað- ur Curators, fé- lags hjúkrunar- fræðinema við Háskóla Íslands. Hjúkrunarfræði- nemar leggja áherslu á að kynna fjölbreytni í störfum hjúkrunarfræð- inga á kynningardegi. Garðar segir að nemar sem út- skrifast úr hjúkrunarfræði á vori komanda hafi áhyggjur af niður- skurði í heilbrigðiskerfinu. „Við er- um hrædd um að víðtækar lokanir á sjúkrahúsum, ekki síst á lands- byggðinni, muni bitna á öryggi sjúk- linga. Þjóðin er að eldast og sjúk- dómar verða tíðari og ekki fækkar slysum,“ segir Garðar. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga frá því hópurinn sem útskrifast í vor hóf nám á árinu 2007. Ekki er hægt að ganga að starfi á sjúkrahúsi vísu. Garðar segir að námið sé hagnýtt og geti nýst á öðrum vettvangi. Kynn- ingardagur hjúkrunarfræðinema fer fram á þessum krossgötum og því leggja nemendur á lokaári áherslu á að kynna ný og hefðbundin svið hjúkrunarfræðinga, bæði hér á landi og erlendis. Kynningin verður á morgun, föstudag, í hjúkrunarfræði- deild í Eirbergi og stendur frá klukkan 11.30 til 14. Hjúkrun- arnámið nýtist víðar  Kynna hjúkrun Garðar Örn Þórsson Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði hefur rannsakað grjótkrabbann undanfarin ár en krabbinn er nýleg- ur landnemi við Ísland. Á dögunum hafði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari sam- band við setrið og spurðist fyrir um grjótkrabba en hann vantaði nokkur eintök til að æfa sig á fyrir mat- reiðslukeppnina Bocuse d’Or sem mun fara fram 25.-26. janúar í Lyon í Frakklandi. Háskólasetrið brást að sjálfsögðu vel við og útvegaði nokkra stóra og stæðilega grjótkrabba úr búrunum í Sandgerði, sem Þráinn og félagar matreiddu svo eftir kúnstarinnar reglum. Æfðu sig á grjótkrabba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.