Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 1
Tveir miðlar, ein auglýsing, tvöföld áhrif. Auglýsingin birtist líka á mbl.is27. janúar 2011
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/F
LU
51
96
3
10
/1
0
FLUGFELAG.IS
Unnur Valborg Hilmarsdóttir er meðal leið-
beinenda hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Þar er
að fara af stað námskeið fyrir fólk með sjúk-
legan ræðukvíða. Meðal einkenna hans eru
hjartsláttur, vöðvaspenna, munnþurrkur. 10
Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guð-
mundsson segist vera í draumastarf-
inu sínu og hann saknar þess ekki að
leika kántrý-lög í Kringlunni. Hann
langar í hvítlaukspressu. 8
Kántrý í Kringlunni
KIA Cee’d er framúrskarandi
smábíll og skynsamlega verð-
lagður. Heildarútlit bílsins er
gott og eyðslan hófleg sem
breytir ekki því að bíllinn er
aflmikill. Sterk tilfinning. 16
Framúrskarandi bíll
bílar
atvinna
Ræðukvíði sigraður
Hyundai frumsýndi fyrir skemmstu myndir af nýju flagg-
skipi framleiðslu sinnar. i40 nefnist
bíllinn góði sem verður í
öndvegi á bílasýning-
unni í Genf í næsta
mánuði. 14
Flaggskip frumsýnt
Kirkjan í Skálholti í Bisk-
upstungum er sú tíunda í röð-
inni sem stendur á þessum
forna kirkjustað. Kirkjan var
byggð kringum 1960. Hún er
fallega skreytt og hýsir ýmsar
merkar minjar. 4
Tíunda kirkjan
fasteignir
Jóhann G. Jóhannsson segir enganvafa leika á því að Íslendingarséu óðir í góða spurningaþætti.„Hver hefur heldur ekki misst
sig yfir t.d. spennandi úrslitaþætti af
Gettu betur, og hverjum þykir ekki gam-
an að geta stundum vitað betur en fólkið
á skjánum? Í okkar tilviki ætti það ekki
að vera mjög erfitt því gestirnir í þætt-
inum eru ekki beinlíns valdir vegna
gáfna heldur frekar fyrir hvað þeir eru
hnyttnir í tilsvörum.“
Jóhann stýrir nýja spurningaþætt-
inum Ha? sem sýndur er á Skjá einum á
föstudagskvöldum. „Þættinum er samt
eiginlega best lýst sem skemmtiþætti
með spunaívafi, sem byggður er upp í
kringum spurningar. Ekki er um að
ræða hefðbundinn spurningaleik þar sem
allt stendur og fellur með því hvort svar-
að er rétt eða rangt. Hjá okkur er spurn-
ingin frekar einhverskonar upphaf að
ferð sem sér ekki endilega fyrir endann á
hvert mun leiða okkur. Stig eru svo gefin
fyrir áhugaverð innskot og punkta, en
ekkert endilega fyrir að koma strax með
rétta svarið. Þeir sem eru skemmtilegir
fá stig en keppendur sem eru leiðinlegir
og leggja bara til málanna eitthvað sem
allir vita geta þess vegna vænst þess að
missa stig.“
Skemmtileg blanda
Formið sækir innblástur til marga af
vinsælustu spurningaþáttunum sem
sýndir eru úti í heimi. „Við skoðuðum
okkur vandlega um áður en farið var af
stað með þetta verkfeni. Sjálfur er ég t.d.
mikill aðdáandi þess mikla snillings
Stephens Fry sem stýrir þáttunum QI á
BBC. Svo fáum við sitthvað að láni frá
þáttum eins og Have I Got News for You,
Whose Line Is It Anyway, Never Mind
the Buzzcocks, Hva i Danmark? og Geni-
al da Neben,“ útskýrir Jóhann en allt eru
þetta léttir og frumlegir spurninga- og
sprellþættir. „Við spyrjum m.a. út í at-
burði liðinnar viku, leitum fanga á Fa-
cebook og í fréttatímum, og skoðum
furðulega og athyglisverða hluti.“
Bak við tjöldin er Stefán Pálsson
spurningahöfundur og Birna Ósk Hann-
esdóttir framleiðandi en með sér á svið-
inu, fyrir framan áhorfendur í sjónvarps-
sal, hefur Jóhann þau Sólmund Hólm og
Eddu Björgu Eyjólfsdóttur í hlutverki
nk. liðsstjóra. „Svo fáum við tvo gesti í
hvern þátt, en í fyrsta þættinum fyrir
viku létu Guðmundur Pálsson og Karl
Sigurðsson úr Baggalúti ljós sitt skína. Í
næsta þátt mæta svo Jón Gnarr borg-
arstjóri og Katla Margrét Þorgeirsdóttir
leikkona.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Jóhann G. Jóhannsson leikari og nú þáttastjórnandi á Skjá einum.
„Gestirnir ekki beinlínis
valdir vegna gáfna“
Léttur og nýstárlegur spurningaþáttur er sýndur á Skjá einum á föstudögum.
Þeir sem eru skemmtilegir fá
stig en keppendur sem eru
leiðinlegir og leggja bara til
málanna eitthvað sem allir
vita geta þess vegna vænst
þess að missa stig.
finnur.is