Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 2
2 27. janúar 2011finnur.is VILT ÞÚ VITA HVERS VIRI EIGNIN ÞÍN ER Í DAG? PANTAU FRÍTT SÖLUVERMAT ÁN SKULDBINDINGA! HRINGDU NÚNA Bær820 8081 Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080 Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða- menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Ljósaperan og talsíminn eru ágæt, en ef velja ætti mikilvægustu uppfinninguna sem komið hefur frá Bandaríkjunum þyrfti það að vera hnetusmjörs M&M. Því miður eru rauðgulu pokarnir sjaldséðir í íslenskum verslunum. Skv. upplýsingum frá umboðinu er M&M-ið sem hér er selt innflutt frá Danmörku og hnetusmjörsgerðin ekki framleidd þar. Þá sjaldan sem hnetusmjörs- dýrðin ratar í hillur hér á landi er um að ræða sérinnflutning viðkomandi verslunar. Þannig panta Hagkaup oft talsvert á Amerískum dögum og eins sjást pokarnir endrum og sinnum í Kosti og Fjarðarkaupum skv. heim- ildum. Fríhöfnin virðist vera eina verslunin þar sem stóla má á að finna hnetusmjörs M&M. Og kannski er ágætt, þegar öllu er á botn- inn hvolft, að þessir munúðarfullu rauðgulu unaðspokar skuli ekki vera auðfáanlegir því holdafari þjóðarinnar væri ugglaust stefnt í voða. Mjúkt hnetusmjörið er í fullkomnu jafnvægi við stökka súkkulaðiskel- ina og hverfur í maga á ógnarhraða. ai@mbl.is Hápunktur banda- rísks sælgætis 1756 – Wolfgang Amadeus Mozart fæðist í Austurríki. 1901 – Ítalska tón- skáldið Giuseppe Verdi lést. 1907 – Bríet Bjarn- héðinsdóttir stofnaði Kvenréttindafélag Ís- lands. 1945 – Rauði herinn frelsar fanga í Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúð- unum í Póllandi. 1972 – Mark Owen, liðsmaður Take That, fæðist. 1984 – Michael Jackson brennist illa við tökur á Pepsi-sjónvarpsauglýsingu. 27. janúar Ævintýrið er að byrja og nú þegarer kominn talsverður snjór íbrekkurnar hérna,“ segir Guð-mundur Karl Jónsson for- stöðumaður í Hlíðarfjalli við Akureyri. Nokkuð er síðan opnað var á skíðasvæðinu nyrðra – en ef hefðir haldast fer vertíðin fyrst af stað af ein- hverri alvöru aðra vikuna í febrúar með hækk- andi sól. Þá eru vetrarfríi í skólum mörgum hvati til ferðalaga. Hafa margar fjölskyldur einmitt notað þær til þess að fara norður á skíði. Vetrarfríin breyta miklu Ríflega 102.000 gestir komu í Hlíðarfjall síð- asta vetur. Samkvæmt lauslegri greiningu læt- ur nærri að ríflega þriðjungur þess sé heima- menn en milli 60 og 70% er fólk sem kemur lengra að. Tölur þessar má, segir Guðmundur Karl, setja upp á ýmsa vegu. Til dæmis þannig að hver Akureyringur, en þeir eru um sautján þúsund alls, hafi farið tvisvar sinnum í Hlíð- arfjall yfir veturinn. Sumir sleppa því þó alfarið að fara á skíði en aðrir eru fastagestir í fjallinu. Vetrarfrí í mörgum skólum í Reykjavík eru í ár 21. og 22. febrúar. „Fólki að sunnan, sem kemur norður á skíði fjölgar jafnt og þétt. Vetrarfrí skólanna hafa breytt ótrúlega miklu. Fyrst þegar þau voru sett á dagskrá var sagt að þau myndu skapa vandamál enda yrðu krakkarnir í reiðileysi og foreldrar með áhyggjur af þeim sökum. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Fólk sýnir einfaldlega fyrirhyggju, skipuleggur sig vel og notar þessa daga vel. Núna skilst mér að flest- ar orlofsíbúðir sem og annað gistipláss hér á Akureyrarsvæðinu sé að miklu leyti upppantað þó sjálfsagt sé lengi hægt að bæta við,“ út- skýrir Guðmundur Karl. Aðstöðuna í Hlíðarfjalli segir hann vera orðna afar góða. Snjóframleiðsla sem hófst fyr- ir nokkrum árum lengi skíðatímabilið og þá hafi afköst lyftnanna í fjallinu verið aukin. Þar sé stóra stólalyftan, sem nefnd er Fjarkinn, vinsælust en margir reyni sig þó í efstu brekkunum og fari upp á topp þangað sem heitir Strýta. Margir láti þó neðstu brekkurnar duga en þar hefur aðstaðan verið bætt til muna á und- anförnum árum. Éljagangur í undirbúningi Veturinn 2009 til 2010 er sá besti sem komið hefur í Hlíðarfjall; snjóalög mikil og opnunardagar aldrei fleiri. Veturinn þar á undan var einnig mjög góður. „Í fyrravetur voru hér um helgar gjarnan á bilinu 1.500 til 2.200 manns. Þegar best lét komu í Hlíðarfjall alls um 3.000 manns, það er 27. febrúar á laugardegi í lok vetrarfría skólanna. Annars var hér opið alveg fram í maí í fyrra og við getum reiknað með því að apríl verði góður mánuður núna, enda eru páskarnir sem eru vinsæll skíðatími undir lok aprílmánaðar,“ segir Guðmundur Karl. Mikið verður um dýrðir á Akureyri en und- irbúningur fyrir vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang sem haldin verður dagana 10. til 13. febrúar er nú í fullum gangi. Mun hátíðin framvegis verða árviss viðburður í vetr- arríkinu Akureyri. Um allan bæ verða uppákomur, s.s. Vasa-ljósaganga og snjó- hindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleða- spyrna og ískross á Leirutjörn, bústinn snjókarl verður reistur á Ráðhús- torgi, fjallganga verður farin á Kerlingu við utanverðan Eyjafjörð, ísskúlptúr verður gerður við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir verða farnar á veg- um Kaldbaksferða og vetrarsportsýn- ing Eyjafjarð- ardeildar Lands- sambands vélsleðamanna verð- ur stærri og fjöl- breyttari en nokkru sinni fyrr. sbs@mbl.is Gera ráð fyrir 100 þúsund gestum á skíði í Hlíðarfjall í vetur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Andrés andarleikarnir á skíðum eru í kringum sumardaginn fyrsta. Má gera ráð fyrir að þá fari margir norður en sumarbyrjun að þessu sinni er um páska. Brekkurnar eru spennandi Hefurðu smakkað...hnetusmjörs M&M? Guðmundur Karl Jónsson. Yfirleitt er það talið góðs viti ef vöðvarnir eru aumir eft- ir góð átök í líkamsræktinni. En þó að verkirnir séu til marks um að vöðvinn sé að stækka og styrkjast getur samt verið ágætt að vera án þeirra. New York Times birti fyrir skömmu áhugaverða grein þar sem fjallað er um rannsókn sem sýnt hefur fram á hvernig engifer hefur temprandi áhrif á verki í vöðvum. Komið hefur í ljós að engifer inniheldur efnasambönd sem eru bæði bólgueyðandi og verkjamildandi, og hef- ur eflaust sitt að segja með hvað jurtin þykir t.d. góð til að slá á magaónot. Í rannsókninni var hópur sjálfboðaliða látinn gera æf- ingar til þess að skapa verki í vöðvum. Helmingur hóps- ins innbyrti tvö grömm af engifer á dag og reyndist upplifa um 25% minna af verkjum 24 stundum eftir æfingu. Grein New York Times vitnar í aðra samskonar rann- sókn sem leiddi í ljós að jurtin virðist ekki hafa skjótvirk áhrif á verkina heldur koma áhrifin fram daginn eftir. ai@mbl.is Engfer til að lina verki í vöðvum Slær á verkina daginn eftir æfingu Morgunblaðið/ÞÖK Engifer er margra meina bót þó ekki sé rótin mikið fyrir augað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.