Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 4
fasteignir Leigumarkaðurinn hefur tekið ágæt-an kipp undanfarin misseri ogmargir eru að fóta sig þar í fyrstaskipti. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns húseigendafélagsins, eru of margir sem brenna sig á að ekki er víst að allir leigusalar og leigjendur séu allir þar sem þeir eru séðir, og getur verið dýr lexía að læra. Leigusalar þurfa sérstaklega að gæta sín en Sigurður segir leiguvanskil hafa aukist þó- nokkuð og dæmi um veru- leg fjárhagsleg skakkaföll vegna tapaðrar leigu og tjóns á húsnæði. „Sú umgjörð sem lögin skapa er nokkuð skýr og sanngjörn, og ekki hægt að segja að halli verulega á leigjanda eða leigusala. Vandamálin koma fyrst og fremst upp vegna þess að fólk ein- mitt fylgir ekki reglunum nógu vel, kastar til hendinni við gerð leigusamninga eða skoðar ekki nógu vel tryggingar og bakgrunn við- semjandans,“ útskýrir Sigurður og segir að- gætni og fyrirhyggju margborga sig. Viðhald og verkskyldur Meðal réttinda leigjanda er að leigusali ber ábyrgð á eðlilegu viðhaldi eignar og helstu tækja sem fylgja íbúðinni. „Meginreglan er að leigutaki sinnir öllu hversdagslegu viðhaldi innandyra, s.s. að skipta um perur eða laga brotnar rúður. Leigusalinn ber hins vegar ábyrgð á t.d. að þak, veggir og lagnir séu í lagi. Oft er þetta orðað sem svo að leigusal- inn sé ábyrgur fyrir öllu því sem húseigend- atrygging tryggir alla jafna.“ Algengt er að leigusamningar kveði t.d. á um að leigjandi annist ýmsar verkskyldur, s.s. að hirða garð sem fylgir með eigninni og moka snjó samviskusamlega frá gönguleiðum og að ruslatunnum. Eins geta verið ákvæði í samningi um í hvaða ástandi á að skila íbúð- inni. „Ef eigendaskipti verða á íbúðinni heldur leigjandinn þeim réttindum sem kveðið er á um í samningnum, s.s. hvað varðar lengd leigutíma, uppsagnartíma og leiguupphæðir. Ef samningurinn er hins vegar til mjög langs tíma eða kveðið á um mjög hagstæð kjör verður leigjandi að láta þinglýsa samningnum til að tryggja réttindi sín gagnvart mögu- legum nýjum eigendum, og þá er þinglýsing skilyrði fyrir húsaleigubótum. Loks eiga sér- reglur við ef leigusali verður gjaldþrota eða missir eignina með nauðungarsölu.“ Leigusalar taka meiri áhættu Leigusalar segir Sigurður Helgi að verði að gæta sín alveg sérstaklega, enda taka þeir meiri áhættu. „Að því leytinu er aðstaða leigusala allt önnur: hann er að láta af hendi eign sem er margra milljóna virði á meðan aðkoma leigjandans felst í að hann skuldbind- ur sig aðeins til að greiða hlutfallslega lágar fjárhæðir,“ segir Sigurður og bendir á hvern- ig leigusölum getur þótt þeir vera berskjald- aðir þegar þeir lenda í slæmum leigjendum. Sigurður ítrekar mikilvægi þess að vanda vel til samningsgerðar og leita sem bestra upp- lýsinga um leigjandann áður en lyklar eru af- hentir. „Ef leigan er ekki greidd á gjalddaga getur leigusali sent viðvörun um riftun leigusamn- ings verði skuldin ekki greidd innnan sjö sól- arhringa. Ef viðvöruninni er ekki sinnt má leita til dómstóla um útburð en það ferli tek- ur þó alltaf sinn tíma, jafnvel nokkra mánuði. Er sérstakt áhyggjuefni að aukið álag á dóm- stólum um þessar mundir getur dregið á langinn dómsniðurstöðu í húsaleigumálum.“ Auk leiguvanskila má m.a. rifta leigusamn- ingi vegna verulegra vanefnda á skyldum, framleigu, vegna þess að leiguhúsnæði spillist eða ef leigjandi gætir ekki góðrar reglu og umgengni. Til að verja sig sem best fyrir vanefndum fara leigusalar fram á tryggingu, s.s. sjálf- skuldarábyrgð, bankaábyrgð, tryggingarfé eða tryggingarvíxil. Ef um tryggingarfé er að ræða má upphæðin ekki vera hærri en þriggja mánaða leiga en Sigurður bendir þó á að verði mikil teppa í dómskerfinu geti tekið lengri tíma en þrjá mánuði að fá útburð í gegn. „Alla jafna er öruggasta tryggingin sú að leigjandi framvísi sjálfskuldarábyrgð fast- eignareiganda og er þá komin nokkuð góð trygging fyrir öllu tjóni.“ Verður að fara rétta leið Leigusali má alls ekki taka málin í eigin hendur, sama hvað leigjandinn reynir að komast upp með. „Reka verður þessi mál eft- ir þeim leiðum sem lög kveða á um og ef leigusali reynir t.d. bera íbúann út sjálfur er hann að fremja alvarlegt lögbrot. Það er hlut- verk dómstóla að skera úr ágreiningi og rétta hlut sem á hefur hallað.“ Sigurður segir hægt að forðast velflest vandamál með því að biðja leigjendur um að framvísa meðmælum og ekki megi gefa neinn afslátt á formsatriðum við undirritun leigu- samningsins. Húseigendafélagið býður með- limum sínum upp á aðstoð við leigumál og getur m.a. útbúið staðlaða leigusamninga sem og rannsakað hvort leigjandinn er með van- skilasögu. „Viðkvæðið hjá leigusölum sem ekki fóru nógu varlega iðulega að leigjandinn hefði einmitt komið svo vel fyrir,“ segir Sig- urður og bendir á að Íslendingum hætti til að treysta ókunnugum fullmikið og vel, og jafn- vel óttast að móðga fólk eða fæla frá leigj- endur með því að biðja um meðmæli og ábyrgðir. ai@mbl.is Það getur verið dýrt fyrir bæði leigjanda og leigusala ef upp koma vandamál Hættur leigumarkaðarins Sigurður Helgi Guðjónsson Viðkvæðið hjá leigusölum sem ekki fóru nógu varlega iðulega að leigjandinn hefði einmitt komið svo vel fyrir Kirkjan í Skálholti í Biskupstungum var byggð í kringum 1960 og sést vítt að úr uppsveitum Árnes- sýslu. Allt frá kristnitökunni árið 1000 hafa kirkjur staðið í Skálholti, margar kenndar við biskupa, og er þessi sú tíunda í röðinni. Hún er fallega skreytt og merkar minjar eru í kjallara. Íslensk hús Skálholt Menntamálaráðherra hefur að fenginni til- lögu húsafriðunarnefndar ákveðið að friða skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi. Skálinn stendur ekki langt frá Kjalvegi; er einn af elstu fjallaskálum landsins, byggður1930. „Skálinn í Hvítárnesi hefur í áranna rás verið einskonar táknmynd Ferðafélags Íslands og friðun hans nú undirstrikar sögulegt hlutverk hans,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ. Þá hefur húsalengjan Fram- nesvegur 20-26b í Reykjavík einnig verið frið- uð, þ.e. bankahúsin svonefnd. sbs@mbl.is Sæluhúsið í Hvítárnesi verndað Frægasti fjallaskáli landsins friðaður Rúmlega helmingur fé- lagsmanna Eflingar stéttarfélags býr í eigin húsnæði, þriðjungur í leiguhúsnæði og 14% í foreldrahúsum. Þetta kemur fram hjá Gallup sem kannaði húsnæðis- mál fólks í röðum stétt- arfélaganna á Reykja- víkursvæðinu. Í fréttablaði Eflingar segir að þróun síðustu tveggja ára sé augljós; það er að leigjendum fjölgi. Sé það í samræmi við skuldastöðu heimilanna enda ráði æ fleiri ekki við skuldir; æ fleiri geti ekki keypt hús- næði og aðrir rísi ekki undir skuldabyrði og fari því út á leigumarkaðinn. Fólk eldra en 45 ára er marktækt betur sett en hinir yngri í eigin húsnæði – og þá einkum þeir sem starfa hjá sveitarfélögunum og þeir sem sinna verklegum framkvæmdum; fólk sem þénaði bærilega á veltiárunum fyrir hrun. Húsnæðismál verkafólks könnuð Eflingarfólki í eigin húsnæði fækkar  Leigusamningur verður að vera skriflegur og vandaður.  Sýna hæfilega tortryggni. Kalla eftir með- mælum frá fyrri leigusala. Krefjast trygginga fyrir efndum og skemmdum.  Leita þarf sem gleggstra upplýsinga bæði um leigjanda og ábyrgðarmenn hans. Hús- eigendafélagið getur athugað fjárhagslegan feril og skilvísi.  Ekki láta undan þrýstingi um að slaka á formkröfum. Samningur, ábyrgðir og allt annað sem máli skiptir þarf að vera frágengið og skothelt áður en lyklar eru afhentir.  Það á bæði við leigjanda og leigusala að ef eitthvað kemur upp á þarf strax að leita ráða hjá fagaðila eða hagsmunasamtökum. Allir standi klárir á réttindum sínum og skyldum.  Tryggingafé þarf alla jafna að skila strax við lok leigu og ekki síðar en eftir tvo mánuði.  Leigusali ber alla ábyrgð á og kostnað af útburði og getur kostað verulegt fé, tíma og umstang. Nokkur heilræði Hvað er slit og hvað skemmdir? Hætt er við að ágreiningur komi upp við skil á íbúð um hvort ástand hennar sé í samræmi við samninginn. Skemmdir kunna að hafa orð- ið á íbúðinni eða húsmunum og segir Sigurður að þá hvíli sönnunarbyrðin á leigusalanum. Formleg úttekt leiguhúsnæðis er fram- kvæmd af byggingafulltrúa eða öðrum hæfum starfsmanni sveitarfélags og er skylt að fara þá leið ef annar hvor aðila krefst þess. Slík út- tekt í upphafi og við leigulok er lögð til grund- vallar bótaskyldu leigjanda en einnig má sanna ástand og skemmdir með öðrum og óform- legri hætti. „Gert er ráð fyrir eðlilegu sliti á eigninni á leigutímabilinu, og ekki hægt að ganga á leigj- anda vegna slíkra skemmda. Hyggilegast er að gera vandaða lýsingu á ástandi íbúðarinnar við undirritun samnings, og helst að taka myndir af eigninni og húsgögnum. Einföld leið er að hafa litla vídeóvél meðferðis og hafa upptök- una í gangi á meðan farið er með leigjand- anum yfir eignina. Upptakan er svo geymd til sönnunar ef á þarf að halda.“ Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs og Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala gengu í sl. viku frá samningi þar sem öllum í félaginu er gert mögulegt að selja þær eignir sjóðsins sem falar eru. Með þessu er ætlunin að skapa gagnsætt og opið ferli við sölu eigna Íbúðalánasjóðs. Mikið er lagt upp úr fagmennsku og traustum vinnubrögð- um og settar eru skýrar vinnureglur.„ Fasteignasalar og Íbúðalánasjóður Hefja samstarf um sölu íbúða sjóðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.