Morgunblaðið - 27.01.2011, Page 14

Morgunblaðið - 27.01.2011, Page 14
bílar Hyundai sýndi á dögunum fyrstu myndirnar af nýjuflaggskipi í Evrópu sem mun hljóta nafnið i40. Þessinýi bíll, sem kynntur verður á bílasýningunni íGenf í mars nk. Í þessum nýja bíl er mikið lagt uppúr búnaði og frágangi. Fyrst um sinn verður i40einungis fáanlegur í station-útfærslu en seinna kemur hefðbundin fernra dyra útfærsla. Hyundai í Evrópu Frumsýna flaggskip Skv. tölum Umferðarstofu sem birtar voru sl. föstudag, 21. janúar, höfðu 222 nýir bílar ver- ið skráðir á árinu samanborið við 156 á sama tímapunkti í fyrra. Það er 42% aukning. Þá höfðu 3.729 bílar skipt um eigendur, sem er aukning um 28%. „Ég vona að þessar tölur séu vísbending um að markaðurinn sé að glæðast þó ég sjái engin ákveðin merki um slíkt enn sem komið er. Fjölgun tilkynninga um eigendaskipti segir ekki alla söguna, getur t.d. verið vegna lúkn- ingar lánasamninga eða slíks. Breyting á vörugjöldum bifreiða sem tók gildi um ára- mót mun breyta markaðnum í fyllingu tím- ans,“ segir Ástmar Ingvarsson fram- kvæmdastjóri Bílaborgar. sbs@mbl.is Bílasala glæðist, skv. tölum Fleiri nýir og meira um eigendaskipti Verkefnið er fjölþætt. Við teljum aðmeð því skapist þekking til smíði ognotkunar rafbíla á Íslandi sem munaukast í framtíðinni,“ segir Gunnar Örn Runólfsson nemi í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands. Hópur þrjátíu nemenda úr verk- fræðideild og viðskipta- og hagfræðideildum HÍ vinnur um þessar mundir að hönnun og smíði rafmagnsbíls sem verður tilbúinn í vor. Öðlast þekkingu á orkugjöfum Nemendur hafa hannað og smíðað bílinn í frítíma sínum, það er utan hefðbundins náms. Markmið verkefnisins er öðrum þræði að þeir öðlast þekkingu á mismunandi orkugjöfum og bílahönnun. Að sögn Gunnars Arnar hefur verkefni þessu verið sýndur nokkur áhugi er- lendis. Má þar nefna norska rafbílaframleið- andann Think. Hefur háskólahópnum sem vinnur við hönnun og smíði rafbílsins staðið til boða að heimsækja höfuðstöðvar Think og kynna sér framleiðsluna þar. „Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa lagt okkur lið, m.a. með þekkingu starfsmanna sinna. Þar nefni ég til að mynda Össur en þar á bæ er til staðar mikil þekking á kolefnatrefjum sem nýt- ist við hönnun og smíði bílsins. Þá höfum við fengið stuðning frá Rannís og Evrópusam- bandinu sem er afar mikils virði. Einnig nefni ég vélaverkstæði Egils þar sem við höfum að- stöðu til að smíða bílinn,“ segir Gunnar Örn. Farið verður næsta sumar með rafbílinn góða í keppni háskólastúdenta frá fjölmörgum löndum. Keppnin verður haldin í Bretlandi – á Silver Stone brautinni þar sem margar þekkt- ustu lotur Formúlunnar hafa verið háðar. Í kjölfarið verður komið heim með bílinn og hann hafður til hliðsjónar í frekara starfi innan HÍ við þróun nýrra bíla. Bíllinn verður með því grunnur að hönnun og smíði þess næsta og þannig verður þekkingar aflað. Íslendingar blandi sér í leikinn „Markmið verkefnisins er að hjálpa til við að leggja grunninn á Íslandi fyrir frekari rann- sóknir á mismunandi orkugjöfum. Erlendir bílaframleiðendur og stjórnvöld eyða miklum fjármunum til þróunar tækja á sviði orkugjafa. Er markmið þessa verkefnis að Íslendingar geti blandað sér í þann leik. Við viljum afla þekkingar og reynslu við hönnun og smíði á rafknúnu ökutæki. Til að koma þessu spenn- andi verkefni í farveg og tryggja því framtíð þurfum við t.d. samstarf við fyrirtæki í bíl- greininni,“ segir Gunnar Örn Runólfsson. sbs@mbl.is Verkfræði- og viðskiptanemar í Háskóla Íslands þróa og smíða rafbíl Morgunblaðið/Kristinn Háskólanemarnir með frumhönnun rafbílsins sem verður tilbúinn í vor. Á myndinni eru frá vinstri, Gunnar Örn Runólfsson, Arnar Freyr Lárusson, Einar Hreinsson og Alexandra Dögg Sigurðardóttir Bílasmíðin er framlag til nýtingar nýrra orkugjafa Ferrari kynnti nýjan bíl til sögunnar í vikunni, sem markar tímamót í sögu ítalska sport- bílasmiðsins. Verður það fyrsti fjórdrifsbíllinn í sögu Ferrari. Eðalvagninn hefur fengið teg- undarheitið Ferrari FF en skammstöfunin stendur fyrir fjögur sæti og fjórdrif. Leysir hann af hólmi hinn fjögurra sæta Ferrari 612 Scaglietti, sem smíði verður hætt á. FF verður knúinn 12 strokka, 6,3 lítra, 651 hestafls v-vél með beinni innspýtingu. Kraft- urinn er í meira lagi því gefið er upp að bíllinn komist úr kyrrstöðu í 100 km/klst hraða á 3,7 sek. Hámarkshraði verður 335 km/klst. Bíllinn kemur í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir á bílasýningunni í Genf í marsmánuði. Ferrari fer einnig inn á ótroðnar slóðir með laginu en í útliti er bíllinn eins og vefskytta, lögun sem á ensku nefnist „shooting brake style“. Má segja að þar sé um að ræða blöndu af tvennra dyra bíl og langbak. agas@mbl.is Ferrari smíðar fjórdrifsbíl Eðalvagn sem markar tímamót Chevrolet Volt hefur verið valinn bíll ársins 2011 vestanhafs – og er fyrsti rafbíllinn sem nær þessari viðurkenningu. Þetta er nið- urstaða dómnefndar sem skipuð er nærri fimmtíu bílablaðamönnum sem starfa við blöð, net og ljósvaka. „Volt gæti umbylt bílaiðnaðinum. Tilkoma þeirrar einstöku tækni sem Voltinn byggist á breytir ekki aðeins hvers konar bílum við munum aka í framtíðinni heldur einnig hvern- ig við komum til með að umgangast náttúr- una,“ segir Dan Akerson, stjórnarformaður GM. Að undanförnu hefur Chevrolet Volt fengið fleiri viðurkenningar í Bandaríkjunum en bíllinn er væntanlegur á Íslandsmarkað síðar á árinu. sbs@mbl.is Bíll ársins vestanhafs 2011 Voltinn fær viðurkenningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.