Morgunblaðið - 31.01.2011, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Íslandsmeistaramótið í bekkpressu
fór fram um helgina á Akranesi.
Íslandsmeistari kvenna varð María
Guðsteinsdóttir úr Ármanni en
hún keppir í -72 kg. flokki. 95 kíló
voru á stönginni sem hún lyfti og
setti hún í leiðinni Íslandsmet í sín-
um flokki. Annað Íslandsmet var
sett í kvennaflokki. Þar var að
verki Erla Ragnarsdóttir sem
keppir í -63 kg. flokki. Hún lyfti
80,5 kílóum.
Alls féllu 12 Íslandsmet á
mótinu, eitt þeirra átti Íslands-
meistarinn í karlaflokki Fannar
Dagbjartsson. Fannar sem keppir í
-120 kg. flokki var með 250 kíló á
stönginni þegar mest var og
tryggði sér með því bæði titilinn
og Íslandsmetið. Þess má geta að
hann er sjálfur rétt rúm 118 kíló.
Þyngsti keppandinn 134 kíló
Það var aðeins einn keppandi
sem var þyngri en Fannar á þessu
móti. Hann heitir Sigfús Helgi
Kristinsson og setti hann einnig Ís-
landsmet, í unglingaflokki, með
því að lyfta 205 kílóum. Greinilega
mikið efni þar á ferðinni í þessum
rúmlega 134 kílóa dreng. Frábær
árangur hjá þessum kraftajötnum.
Fannar og María keppa bæði fyrir
Ármann og svo fór að lið Ármanns
tryggði sér liðabikarinn sem af-
hentur er til besta bekkpressuliðs-
ins.
Mótið þótti takast mjög vel í alla
staði en umsjá mótsins var í hönd-
um Kraftlyftingafélags Akraness.
Fjölmargir áhorfendur lögðu leið
sína til Akraness og þá var Hörður
Magnússon kraftlyftingadómari
heiðraður í mótslok fyrir starf sitt
í þágu íþróttarinnar.
omt@mbl.is
Kílóin fuku upp á Akranesi
Meistari María Guðsteinsdóttir, lengst til vinstri, varð Íslandsmeistari í
kvennaflokki á Íslandsmótinu í kraftlyfingum sem haldið var um helgina.
Á VELLINUM
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
„Mér fannst ógeðslega gaman að
vera með og þó ég hafi samkvæmt
læknisráði bara mátt spila í korter í
sókninni var það þess virði og ekki
leiðinlegra að skora sigurmarkið,“
sagði Stella Sigurðardóttir sem skor-
aði sigurmark Fram í 25:24 sigri á
Stjörnunni í Mýrinni í Garðabæ á
laugardaginn þegar fram fór topp-
slagur í N1-deild kvenna.
Með sigrinum styrktu Framkonur
stöðu sína á toppi deildarinnar og eru
komnar með 24 stig eftir 13 leiki,
Valskonur eru með 22 stig eftir 22:35
sigur á HKí Digranesi en eiga leik til
góða eins og Stjarnan í þriðja sæti
með 20 stig. Fylkir heldur fjórða sæti
deildarinnar eftir 26:20 sigur á FH í
Árbænum og í Eyjum vann ÍBV
botnlið ÍR 31:21.
Leikur Stjörnunnar og Fram í
Garðabænum var skrautlegur. Eftir
jafna byrjun komst Fram í 6:10 með
þremur mörkum Guðrúnar Þóru
Hálfdánsdóttur úr hraðaupphlaupum
en þegar Garðbæingar skoruðu tíu
mörk gegn þremur í seinni hálfleik
var Stjarnan komin með sex marka
forskot, 23:17. Þá tók Einar Jónsson,
þjálfari Fram, leikhlé og það skilaði
sínu, næstu sex mörkum leiksins.
Jóna Margrét Ragnarsdóttir, sem
var markahæst hjá Stjörnunni með 9
mörk, kom sínu liði í 24:23 en Marthe
Sördal jafnaði áður en Stella tryggði
Fram sigur.
Stella sagði Einar þjálfara ekki
hafa verið með nein læti þegar hann
tók þetta árangursríka leikhlé. „Ætli
þetta hafi ekki verið kæruleysi hjá
okkur, við vorum fjórum mörkum yfir
í fyrri hálfleik og í leikhléinu spurði
Einar þjálfari okkur hvort við vildum
vera með í leiknum eða ekki, því
Stjarnan hafði unnið upp forskot okk-
ar og gott betur. Við höfðum þá spilað
hræðilega vörn þar til hann tók leik-
hléið og þurftum við bara að spila
góða vörn og um leið og vörnin ásamt
markvörslunni kom til gekk þetta hjá
okkur,“ bætti Stella við.
Hún hefur verið lengi frá, spilaði
síðast 23. nóvember þegar hún datt
úr lið á öxl og það blæddi mikið inn á
liðinn. „Ég held að ég verði bara
gráðugri í að vinna titil enda sér mað-
ur hvað það er leiðinlegt að missa
svona mikið úr, svo ég vil leggja mig
alla fram núna og það er þess virði til
að klára tímabilið með sæmd. Það er
mjög leiðinlegt og erfitt að þurfa að
horfa úr stúkunni, ég svitna líklega
meira þar út af stressi en að vera inni
á svo það er gaman að koma aftur.
Það má segja að ég hafi verið eins og
kálfur á vorin enda hef ég verið óð í
að skjóta á æfingum og stelpurnar
örugglega hundleiðar á mér. Ég var
farin að hlakka til að spila aftur og
klæja í puttana eftir að hafa misst af
sex leikjum í deildinni. Ég er öll að
koma til en hef samt ekki spilað í vörn
ennþá og þar sem meiðslin eru á
vinstri öxl get ég alveg skotið en ég
verð örugglega orðin alveg góð í Evr-
ópuleikjunum um næstu helgi.“
Deildin er nokkuð skipt þar sem
Stjarnan er rétt á eftir Fram og Val á
toppnum. „Ég held að leikur okkar
við Val í mars verði úrslitaleikurinn í
deildinni og þó við höfum spilað við öll
toppliðin þurfum við auðvitað að
vinna alla okkar leiki fram að því.
Okkur hefur gengið ágætlega að
halda einbeitingu gegn öllum mót-
herjum okkar hingað til og förum í
alla leiki til að vinna,“ sagði Stella.
Sólveig Björk Ásmundsdóttir varði
oft mjög vel fyrir Stjörnuna og þá
náðu félagar hennar yfirtökunum svo
hún var ekki sátt við niðurstöðuna.
„Það var hræðilegt að við skyldum
ekki geta gert út um leikinn og svo
vorum við auk þess óheppnar með
skot þegar boltinn fór í stöng og út í
stað þess að fara í stöng og inn því þá
hefðum við getað byggt upp meira
forskot. Við höfðum svar við öllu sem
Fram gæti gert því við höfum und-
irbúið okkar vel með því að skoða leik
Framara mjög vel en það er hausinn
sem klikkar í lokin, þá fer að ganga
illa og kemur fát á liðið. Það var fúlt
að tapa aftur svona leik gegn Val þeg-
ar við vorum með leikinn í hendi okk-
ar,“ sagði Sólveig Björk eftir leikinn
en hún varði 13 skot.
Eins og kálfur á vorin
og skoraði sigurmarkið
Stella Sigurðardóttir kom úr meiðslum og tryggði sigur Fram á Stjörnunni
Morgunblaðið/Ómar
Sigurmarkið Stella Sigurðardóttir eru hér að brjótast í gegnum vörn Stjörnunnar og skora sigurmark Framara.
Íslandsmeist-arar Vals áttu
ekki í vandræðum
með að leggja HK
að velli en liðin
áttust við í Digra-
nesi. Valur vann
13 marka sigur,
35:22. Brynja
Magnúsdóttir var
markahæst í liði HK með 5 mörk en
hjá Íslandsmeisturunum voru þær
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Íris
Ásta Pétursdóttir markahæstar
með 6 mörk hvor. Íslandsmeist-
ararnir fóru mikinn í leiknum og tólf
leikmenn komust á blað yfir marka-
skorara í leiknum.
Fylkir hafði betur gegn FH,26:20, í N1-deild kvenna en lið-
in áttust við í Árbænum. Sunna
María Einarsdóttir skoraði 8 mörk
fyrir Fylkiskonur og Sunna Ein-
arsdóttir skoraði 6. Hjá FH-ingum
var Heiðdís Guðmundsdóttir
markahæst með 7 mörk.
ÍEyjum hafði ÍBV betur gegn ÍR,31:21. Þórsteina Sigurbjörns-
dóttir skoraði 7 mörk fyrir Eyjakon-
ur og Ester Óskarsdóttir skoraði 4.
Sif Jónsdóttir var atkvæðamest hjá
ÍR-ingum með 7 mörk.
ÍBV hafði beturgegn Fjölni,
32:29, í Eyjum.
Vignir Stef-
ánsson skoraði 10
mörk fyrir Eyja-
menn en hjá
Fjölnismönnum
var Óttar Stein-
grímsson at-
kvæðamestur með 8 mörk. Gísli Jón
Þórisson lék sinn fyrsta leik með
ÍBV en hann er í láni frá Haukum og
þá lék Sigurður Bragason sinn
fyrsta leik á tímabilinu en hann hef-
ur verið frá vegna meiðsla.
Lærisveinar Patreks Jóhannes-sonar í þýska 2. deildarliðinu
Emsdetten unnu í fyrrakvöld góðan
útisigur á Bad Schwartau, 27:24, á
útivelli. Fannar Þór Friðgeirsson
átti stórleik fyrir Emsdetten og
skoraði 9 mörk, Sigfús Sigurðsson
var eins og klettur í vörninni og
Hreiðar Leví Guðmundsson, ný-
kominn frá heimsmeistaramótinu,
kom inná í vítaköstunum og varði
tvö.
Króatinn Ivica Kostelic sigraði íalpatvíkeppni á heimsbik-
armóti í Chamonix í Frakklandi um
helgina og tryggði kappinn sér þar
með sigur í greininni enda verið sig-
ursæll í henni í vetur. Eftir brunið
var hann í 24. sæti en hann er sterk-
ur í sviginu og náði bestum tíma þar.
Annar varð landi hans Dim Natko
Zrncic og Aksel Lund Svindal frá
Noregi varð þriðji.
Fólk sport@mbl.is