Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 Hollending-urinn Mark van Bommel lék sinn fyrsta leik með AC Milan í fyrrakvöld þegar liðið lagði Cat- ania, 2:0, í ítölsku A-deildinni. Það byrjaði ekki gæfulega hjá Bommel því hann fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik í stöðunni 0:0. Bommel, sem kom til Mílanóliðsins frá Bayern München í síðustu viku, fékk tvær áminningar á níu mínútna kafla og þurfti að yfirgefa völlinn. Brottrekst- urinn varð bara til að þjappa liði AC Milan saman því Robinho og Zlatan Ibrahimovic tryggðu liðinu stigin þrjú.    Veigar Páll Gunnarsson og GillesOndo skoruðu öll mörk norska knattspyrnuliðsins Stabæk sem vann sænska liðið Örebro 4:2 í æfingaleik liðanna í fyrradag. Veigar var heldur betur á skotskónum en hann skoraði þrjú mörk og Ondo, sem spilaði með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og varð markakóng- ur deildarinnar skoraði eitt.    Helena Sverrisdóttir skoraði 8stig fyrir TCU þegar liðið tap- aði sínum öðrum leik í röð í banda- rísku háskóladeildinni, 60:55. Helena lék í 33 mínútur og auk stiganna átta sem hún skoraði átti hún 6 stoðsend- ingar, tók eitt frákast og stal einum bolta.    Enski kylfingurinn Paul Caseysigraði á Volvo-meistaramótinu í Bahrain um helgina. Hann lék á 20 höggum undir pari í heildina en þeir Peter Hanson frá Svíþjóð og Spán- verjinn Miguel Angel Jimenez voru höggi þar á eftir. Casey skellti niður tveggja metra pútti á síðustu flötinni og fagnaði vel enda var keppnin bæði jöfn og spennandi. Tæp tvö ár eru síðan Casey sigraði síðast á Evr- ópumótaröðinni.    Adam Johnsonkantmað- urinn skæði í liði Manchester City verður frá keppni næstu þrjá mán- uðina vegna meiðsla í ökkla. Johnson reif lið- band í ökklanum á æfingu Man- chester-liðsins fyrir helgina og í gær tjáði Roberto Mancini, knatt- spyrnustjóri liðsins, fréttamönnum að leikmaðurinn yrði ekki með næstu mánuðina.    Gríski sóknarmaðurinn AngelosCharisteas gekk í gær til liðs við þýska liðið Schalke og samdi við liðið út tímabilið. Charisteas, sem varð markakóngur á EM 2004, hefur ekki verið með neinu liði síðan franska liðið Avignon rifti samningi við hann í nóvember. Fólk sport@mbl.is VIÐTAL Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Afmælismót Júdósambands Ís- lands og seinni hluti bikarkeppn- innar fór fram um næstliðna helgi. Afmælismótið er annað stærsta jú- dómót ársins. Í bikarkeppninni voru hinsvegar fimm lið eftir í keppninni en fimm menn skipa hvert lið. Þar var hart barist eins og vænta má í júdói en að lokum stóð sveit JR uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var sveit Ármanns. Þormóður Árni Jónsson tók þátt á mótinu en hann stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Þormóður vann sinn flokk sem er +100 og gerði það með nokkrum yfirburðum. „Þetta er fyrst og fremst æf- ingamót fyrir mig, ég lít allavega á það sem slíkt. Ég er að fara út til Parísar um næstu helgi og Ung- verjalands eftir það,“ segir Þor- móður sem hefur mikla yfirburði í karlaflokki hér á landi. „Þetta var fyrsta mótið eftir áramót og því var þetta bara svona eins og æfinga- leikur, án þess að gera lítið úr hin- um keppendunum.“ Prufukeyra nýja hluti Þormóður segist hafa notað þetta mót til að skerpa á sínum leik en mikilvægir tímar eru fram- undan fyrir þennan öfluga og sterka júdómann. „Ég var að fiska eftir ákveðnum atriðum, sér- staklega taktískum hlutum. Ég er búinn að vera að vinna í því frá því á síðasta móti. Það er erfitt að út- skýra það en þetta var prufu- keyrsla á hlutum sem ég er búinn að æfa mikið að undanförnu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig, fyrir þessi mót, en í París er ég að fara að keppa á móti sem heitir París grand slam. Það eru sterk- ustu mótin en það eru aðeins fjög- ur grand slam mót á hverju ári. Þetta eru sterkustu mótin fyrir ut- an heimsmeistaramótin og Ólymp- íuleikana.“ Kapphlaup sem byrjar núna Til að tryggja sig á Ólympíu- leikana þarf hann að vera duglegur að keppa á sem flestum mótum til að tryggja sér stig, með góðum ár- angri, sem síðar tryggja honum þáttökurétt á leikunum. „Þetta er kapphlaup sem ég er að byrja núna um næstu helgi. Það kapphlaup er langt eða þangað til í apríl 2012 og þá skýrist hverjir komast á Ólympíuleikanna. Ég verð að sjálfsögðu að vera bjart- sýnn á að komast þangað og verð mikið að keppa næsta árið. Þormóður segir að vinna þurfi með styrkleikanum og vinna á veikleikunum til að ná árangri. „Ég hef alltaf haft yfirburða líkamlega getu miðað við mótherjana. Ég er sterkari, fljótari og með meira út- hald miðað við aðra þungaviktara. Svo hef ég einnig góða tilfinningu fyrir sóknum andstæðinganna, þannig að ég get komið með mót- brögð. Auðvitað hef ég líka veik- leika en það eru e.t.v. grunnatriðin í júdó. Ég hef oft verið skammaður fyrir að vera ekki með þau upp á tíu. Það er eitthvað sem ég er búinn að vera að leggja áherslu á og það er að batna. Svo hefur sjúkraþjálf- arinn verið að hjálpa mér með að fá meiri liðleika.“ Efnilegust og best Þormóður segir mikið af efnileg- um íþróttamönnum í greininni. „Það er mjög erfitt að sjá hvort menn eru efnilegir fyrr en þeir eru orðnir svona 20 til 22 ára. En það er alveg fullt af strákum að koma upp. Ég nefni til dæmis Birgi Ómarsson sem vann 90 kg flokkinn. Hann er mjög efnilegur og svo Hermann Unn- arsson sem er að fara með mér til Parísar. Hann tók reyndar ekki þátt að þessu sinni vegna smávægi- legra meiðsla. Hjá stelpunum er hægt að nefna Önnu Soffíu sem er mikið efni og svo Helgu sem var valin júdókona ársins í fyrra. Hún er líklega efnilegust og best af stelpunum. Það gekk þó ekki alveg sem skyldi hjá henni um helgina enda fékk hún heilahristing fyrir skömmu en var samt með. Sterkari og fljótari  Veikleikinn er grunnatriðin í júdó  Erfitt að sjá hvort menn eru efnilegir Morgunblaðið/Ómar Átök Þorvaldur Blöndal hefur hér greinilega betur á móti Ægi Valssyni. Morgunblaðið/Ómar Barátta Sigurður Eyvald Reynisson og Garðar Arason eigast hér við. Morgunblaðið/Ómar Slagur Birgir Ómarsson og Þór Davíðsson taka vel á hvor öðrum. Japan var fyrst allra knattspyrnuliða til að vinna Asíukeppnina fjórum sinnum þegar liðið vann Ástrala í úrslitaleiknum sem fram fór í fyrradag. Leikurinn var jafn og spennandi en úrslitin réðust í seinni hálf- leik framlengingar. Tadanari Lee skoraði markið mikilvæga á 109. mínútu. Ástralía átti sannarlega sín færi í leiknum og komst Harry Kewell með- al annars einn á móti markverði Japana en honum tókst ekki að koma boltanum í net- ið. Suður-Kórea tryggði sér 3. sætið með 3:2 sigri á Úsbekistan. Japan vann keppnina 1992, 2000 og 2004 en með sigri á þessu móti tryggði liðið sér sæti í álfukeppninni sem fram fer í Brasilíu árið 2013. „Þetta er frábær sigur. Við höfum á að skipa frá- bæru liði. Það er samhent og að vinna úrslitaleik gegn svona sterku liði er stórkostlegt. Við bættum okkur jafnt og þétt í keppninni og þetta lið á framtíðina fyrir sér,“ sagði Alberto Zacc- heroni, landsliðsþjálfari Japana, eftir leik- inn. Japanir meistarar í fjórða sinn Albert Zaccheroni. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni stóð sig mjög vel á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram um helgina. Helga Margrét sem keppir í unglingaflokki stórbætti sig í tveimur greinum. Fyrst í kúlu- varpi, þegar hún kastaði kúlunni 14,99 metra en áður átti Helga Margrét best 14,87 metra. Með þessu kasti setti Helga Margrét Ís- landsmet í flokki ungkvenna, 20-22 ára. Hún bætti sig einnig persónulega í 60 metra grinda- hlaupi en þar hljóp hún á 8,69 sekúndum en best átti hún 8,73 sekúndur. Árangur hennar lofar góðu fyrir framtíðina en ljóst er að Helga Margrét er í mjög góðu formi en þessi árangur hennar í kúluvarpinu er á heimsmælikvarða fyrir 19 ára sjöþrautarkonu. Þá sýn- ir hún stöðugleika í 60 metra grindahlaupinu. Einu áhyggjurnar sem Helga Margrét þarf að hafa er af langstökkinu en þar var hún nokkuð frá sínu besta. Helga tekur næst þátt á Meistaramótinu innanhúss í Norrköping í Svíþjóð um miðjan febrúar. Þá tekur hún þátt í Evrópumóti ungkvenna í sjöþraut í sumar. omt@mbl.is Mikil bæting í kúluvarpi hjá Helgu Helga Margrét Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.