Morgunblaðið - 31.01.2011, Side 4

Morgunblaðið - 31.01.2011, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 Spánverjar sem urðu heimsmeistarar árið 2005 í Túnis þurftu að láta sér lynda 3. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem lauk í Svíþjóð í gær. Þeir unnu gestgjafana 24:23 í æsispennandi leik en staðan í hálfleik var 11:11. Johan Sjöstrand, mark- vörður Svía, var frábær í fyrri hálfleik en aðeins fjaraði undan leik hans í seinni hálfleik. Að sama skapi tók þá Arpad Sterbik, markvörður Spán- verja, við sér í þeim síðari og leiddi liðið til sigurs. Spænska liðið byrjaði betur en Svíar komust hægt og rólega inn í leikinn og náðu mest þriggja marka forustu, 16:13. Á stuttum kafla skoruðu Spánverjar hinsvegar 6 mörk gegn engu heimamanna og breyttu stöðunni í 16:19. Lokakaflinn var spennuþrunginn en þegar 40 sek- úndur voru eftir skoraði Jonas Lärholm fyrir Svía og minnkaði muninn í 24:23. Spánverjar héldu boltanum allt til enda án þess að ógna marki Svía og fögnuðurinn var Spánverja í lokin. Spánverjar töpuðu aðeins einum leik á mótinu, gegn Dönum í undanúrslitum og gerðu eitt jafntefli við Frakka í riðlakeppninni. Svíar töpuðu hinsvegar fjórum leikjum á mótinu, gegn Argentínu, Dönum, Frökkum í undanúrslitum og nú síðast bronsleiknum fyrir Spán- verjum. Þetta voru fyrstu verðlaun Spánverja á heimsmeist- aramóti síðan í Túnis en næsta heimsmeistaramót verð- ur haldið á heimavelli bronsverðlaunahafanna í janúar 2013. omt@mbl.is Spánverjar nældu sér í bronsið Arpad Sterbik Þjálfarar Spánverja og Sv anna um bronsverðlaun h fyrir það voru Spánverjar „Þetta var erfiður leikur inn hvolft þá er ég ánægð börðust allt til enda og re lokum voru það Spánverj Staffan Olsson, annar þjá upp hvort samningur han urnýjaður, slíkar umræðu Valero Rivera, þjálfari að baki þessum árangri. „Þetta var leikur tv út um leikinn, en ég verð að segja að leikuri vörslu markvarðanna. Ég er algjörlega sátt um lagt mikið á okkur síðastliðin tvö ár til a móti.“ omt@mbl.is Liðið barðist allt Valero Rivera UMFJÖLLUN Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Frakkar tryggðu sér nauman sigur á Dönum í gær, 37:35, í úrslitaleik heims- meistaramótsins í handknattleik eftir framlengdan leik. Um leið tryggðu þeir sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og HM 2013 á Spáni. Frakkar eru fyrsta þjóðin til að verja heimsmeist- aratitilinn í handknattleik síðan Rúm- enar gerðu það árið 1974. Þeir hafa unnið fjögur síðustu stórmót, Ólympíu- leikana 2008, HM í Króatíu 2009, EM í Austurríki 2010 og nú síðast HM í Sví- þjóð 2011. Aðeins Svíar og Rúmenar hafa náð því afreki. Það virðist ekki vera nokkur þjóð sem getur velt þeim af stalli sem bestu handknattleiksþjóð heims, en síðasta liðið til að vinna Frakka á stórmóti var einmitt Danir þegar þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í Noregi 2008. Hansen allt í öllu hjá Dönum Frakkar byrjuðu þennan leik betur og komust fljótt í 2:0, sá munur hélst að mestu en sóknarleikur Dana var of ein- hæfur þar sem mikil ábyrgð var sett á Mikkel Hansen. Hann stóð þó að mestu undir henni. Frakkar höfðu 15:12 for- ustu í hálfleik. Í þeim síðari hélst þessi 2-3 marka munur og Frakkar virtust hafa leikinn í hendi sér. Danir náðu þó að jafna 29:29 og 3 mínútur til leiks- loka. Þegar um ein mínúta var eftir kom Nikola Karabatic, besti leikmaður mótsins, Frökkum í 31:30 og útlitið ekki gott fyrir Dani. Bo Spelleberg tók þá til sinna ráða og tryggði Dönum framlengingu með skoti utan af velli í þann mund sem tíminn rann út. Reynslan meiri hjá Frökkum Í framlengingunni sýndu Frakkar af hverju þeir hafa unnið 4 síðustu stór- mót. Þeir spiluðu agað og skynsamlega á meðan taugatitrings gætti hjá Dön- um þrátt fyrir að hafa náð forustu 32:33 í fyrsta og eina skiptið í leiknum. Áð- urnefndur Bo Spelleberg tapaði bolt- anum á ögurstundu fyrir Dani þegar 2 mínútur voru eftir og Frakkar með eins marks forskot. Meistararnir létu ekki bjóða sér það tvisvar og Jérome Fernandez innsiglaði sigur Frakka með 2 af síðustu 3 mörkum liðsins. Nikola Karabatic var yfirburðamað- ur í franska liðinu en hann skoraði 10 mörk og lagði enn fleiri upp fyrir félaga sína. Thierry Omayer varði ekki mörg skot en þau sem hann varði komu á mikilvægum augnablikum, sérstaklega í framlengingunni. Skyttan Mikkel Hansen, sem er að- eins 22 ára gamall, var besti maður Dana með 10 mörk. Þá var Niklas Landin Jacobsen, markvörður þeirr frábær. Hann varði 21 skot þar af 2 Okkar versti leikur í 2 ár „Danir spiluðu mjög vel, en sigur er okkur mjög mikilvægur,“ sagði J rome Fernandez eftir sigur sinna manna við danska fjölmiðla. „Þetta líklega okkar versti leikur í 2 til 3 ár Danmörk er með mjög gott lið og þa er gott að þeir fái silfurmedalíuna. Í dag vorum við þó aðeins betri en Da ir.“ Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, bar s vel eftir leikinn þrátt fyrir grátlegt „Við spiluðum frábært mót. Töpuðu ekki leik, í venjulegum leiktíma, á mótinu. Við töpuðum úrslitaleiknum gegn besta liði heims og sönnuðum við erum á sama stalli og Frakkar. Frakkarnir eru hinsvegar með reyn ara lið, en ég vona að við mætumst í fleiri úrslitaleikjum í framtíðinni.“ Claude Onesta tók undir þessi orð Wilbeks. „Ég verð að þakka Dönum fyrir frábæran handboltaleik. Bæði spiluðu mjög vel. Og ég er sammála rik Wilbek, við munum spila fleiri úr slitaleiki í framtíðinni.“ Reut Meistarar Frakkar ráða sér ekki fyrir kæti eftir hafa verið krýndir heimsmeistarar í handknattleik. Þeir hafa nú unnið fjögur stórmót í röð. Óstöðvandi Frakkar  Frakkar öruggir á Ólympíuleikana og HM 2013  Búnir að vinna 4 stórmót í röð  Fernandez segir Frakka hafa spilað sinn versta leik í 2 til 3 ár, þrátt fyrir sigur Handbolti » Frakkar hafa nú unnið fjögur stórmót í röð. Þeir urðu ólympíu- meistarar árið 2008 eftir sigur á Íslendingum í úrslitaleik í Peking. Þeir urðu heimsmeistarar í Króat- íu árið 2009, Evrópumeistarar í Austurríki í fyrra og nú heims- meistarar. » Frakkar hafa unnið heims- meistaratitilinn fjórum sinnum, 1995, 2001, 2009 og 2011. Úrslitaleikirnir Gull: Frakkland – Danmörk ..........................37:35  Eftir framlengingu. Markahæstir hjá Frökkum: Nikola Karab- atic 10, Michael Guigou 7, Jerome Fern- andez 5, Luc Abalo 5, Bertrand Gille 4. Xavier Barachet 3. Markahæstir hjá Dönum: Mikkel Hansen 10, Lars Christiansen 5, Bo Spellerberg 4, Hans Lindberg 3, Jesper Nöddesbo 3, And- ers Eggert 3. Brons: Svíþjóð – Spánn .....................................23:24 Lokaröð liðanna á HM 1 Frakkland 2 Danmörk 3 Spánn 4 Svíþjóð 5 Króatía 6 ÍSLAND 7 Ungverjaland 8 Pólland 9 Noregur 10 Serbía 11 Þýskaland 12 Argentína 13 Suður-Kórea 14 Egyptaland 15 Alsír 16 Japan 17 Slóvakía 18 Austurríki 19 Rúmenía 20 Túnis 21 Brasilía 22 Chile 23 Barein 24 Ástralía  Heimsmeistarar Frakklands unnu sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.  Danmörk, Spánn, Svíþjóð, Króatía, Ís- land og Ungverjaland unnu sér þátttöku- rétt í forkeppni Ólympíuleikanna. HM 2011 Öll lyfjaprófinsem tekin voru á HM reyndust nei- kvæð. Fyrir mót- ið voru 36 próf tekin af tólf liðum og á meðan á mótinu stóð voru framkvæmd 64 af leikmönnum úr öllum 24 liðunu. Hassan Mustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, var afar ánægður þegar hann kynnti þessa niðurstöðu í gær.    Nokkuð var um að fyrrverandileikmenn íslenska landsliðsins væru í Malmö um helgina að fylgjast með undanúrslitum og úrslitaleikjum heimsmeistaramótsins í handknatt- leik karla. Einn þeirra var Konráð Olavsson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og KR. Hann hefur um nokkurra ára skeið búið í Kristian- sund í Noregi. Konráð situr þar í stjórn hjá litlu handknattleiksfélagi sem var með 20 manns á þjálf- aranámskeiði í Malmö um helgina, en námskeiðið var haldið í tengslum við heimsmeistaramótið.    S taffan Ol-son, annar landsliðsþjálfara Svía í handknatt- leik karla, svar- arði spurður eftir leik Svía og Spán- verja um 3. sætið á HM að óvissa væri um hvort hann héldi áfram að þjálfa landsliðið ásamt Ola Lindgren. Ekki væri vitað á þessari stundu hvernær eða hvort hann framlengdi samning sinn við sænska handknattleikssambandið.    Það setti leiðinlegan svip á við-urkenningarathöfn sem fram fór eftir viðureign Spánverja og Svía um 3. sætið á heimsmeistaramótinu að mikill meirihluti þeirra 13 þúsund áhorfenda sem voru í íþróttahöllinni í Malmö bauluðu hressilega á spænska liðið. Það var ekki fyrr en leikmenn sænska liðsins tóku sig til og fóru að klappa fyrir Spánverjunum að sænskir áhorfendur sýndu af sér meiri kurteisi. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.