Morgunblaðið - 31.01.2011, Side 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Everton og Chelsea verða að mætast aftur í
fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en liðin
skildu jöfn, 1:1, á Goodison Park. Louis Saha
kann vel við að spila gegn Chelsea því hann
skorar oft gegn Lundúnaliðinu og hann gerði
það á laugardaginn. Frakkinn skoraði með
hörkuskalla og kom Everton í forystu í seinni
hálfleik en Salamon Kalou, nýkominn inn á
sem varamaður, jafnaði metin með hnitmiðuðu
skoti.
„Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn úr-
slit. Við vorum betri í fyrri hálfleiknum en
Everton í þeim síðari. Ég var ánægður með
karakterinn í mínu liði að koma til baka eftir
að hafa lent undir. Það er alltaf erfitt og sér-
staklega á móti liði eins og
Everton,“ sagði Carlo
Ancelotti, stjóri Chelsea,
eftir leikinn.
„Lið mitt lék virkilega vel
og ég er vonsvikinn að við
séum ekki komnir áfram.
Við hefðum getað komist í
2:0 en Petr Cech, mark-
vörður Chelsea, sá til þess
að svo varð ekki. Við höfum
ekki játað okkur sigraða þó
svo að seinni leikurinn verði eflaust mun erf-
iðari,“ sagði David Moyes, stjóri Everton.
gummih@mbl.is
Kalou kom Chelsea til bjargar
Salomon
Kalou
Manchester United, sem oftast allra liða hef-
ur hampað bikarmeistaratitlinum á Englandi
eða alls 11 sinnum, þurfti að hafa fyrir hlut-
unum gegn C-deildar liði Southampton. Liðin
áttust við á St. Marys og marði United, 2:1,
sigur eftir að hafa lent undir rétt undir lok
fyrri hálfleiksins.
Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri
hálfleik og náðu sanngjarnt að komast yfir
með marki frá Richard Chaplow. United náði
engum tökum á leik sínum og það var ekki
fyrr en Sir Alex ákvað að setja þá Nani og
Ryan Giggs inn á í byrjun seinni hálfleiks sem
hlutirnir fóru að virka sem skyldi. Fram-
herjaparið, Michael Owen og Javier Hern-
andez, fengu tækifæri á
kostnað Rooney og Berba-
tov, og þeir þökkuðu
traustið með því að skora
sitt markið hvor. „Stund-
um gerum við okkur erfitt
fyrir. Líklega lagði ég leik-
inn ekki alveg rétt upp.
Manchester United er vant
því að nýta breidd vall-
arins en ég stillti upp í tíg-
ulmiðju sem gekk ekki
upp. Við breyttum þessum í seinni hálfleik og
fórum að nota kantana betur,“ sagði Sir Alex
eftir leikinn. gummih@mbl.is
United lenti í vandræðum á St. Marys
Javier
Hernandez
VIÐTAL
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Ég hefði getað skorað fleiri mörk.
Ég fékk tvö góð færi til viðbótar en
ég get ekki kvartað og þetta minnti
bara á gömlu góðu dagana með Vík-
ingi í yngri flokkunum. Það gekk
nánast allt upp hjá mér,“ sagði
landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sig-
þórsson í samtali við Morgunblaðið í
gær en þessi tvítugi framherji átti
hreint magnaðan leik með AZ
Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu á laugardagskvöldið.
Kolbeinn gerði sér lítið fyrir og
skoraði fimm mörk þegar Alkmaar
burstaði Venlo, 6:1, og sjötta markið
gerði Jóhann Berg Guðmundsson,
sem var hans fyrsta mark á keppn-
istímabilinu.
Var réttur maður á réttum stað
„Það var hrikalega gaman að
skora þessi mörk og ekki á hverjum
degi sem maður skorar fimm mörk.
Ég gerði það síðast í yngri flokk-
unum. Mörkin voru fjölbreytt. Ég
skoraði eitt með skalla og skoraði
mörk bæði með hægri og vinstri.
Þetta voru svo engin glæsimörk en
ég var réttur maður á réttum stað.
Nú vonast ég bara til þess að fá fast
sæti í byrjunarliðinu,“ sagði Kol-
beinn, sem hefur aðeins verið sjö
sinnum í byrjunarliði hollenska liðs-
ins í deildinni á tímabilinu.
Kolbeinn hefur þar með skorað 9
mörk í deildinni og er lang marka-
hæsti leikmaður AZ Alkmaar. Hann
skoraði þrennu á fyrstu 25 mínútum
leiksins og bætti svo við tveimur
mörkum í seinni hálfleik. Kolbeinn
er ekki fyrsti leikmaður AZ Alkmaar
sem skorar fimm mörk í deildarleik
en Kees Kist afrekaði það árið 1977,
einnig í leik á móti Venlo.
Jafnaði árangur Atla Eðvalds-
sonar
Kolbeinn er fyrsti íslenski knatt-
spyrnumaðurinn sem skorar fimm
mörk í deildarleik erlendis frá því
árið 1983 en Atli Eðvaldsson, fyrrum
landsliðsfyrirliði, lék sama leik þeg-
ar hann skoraði fimmu fyrir Düssel-
dorf þegar liðið skellti Frankfurt.
Kolbeinn hefur verið í herbúðum
AZ Alkmaar frá árinu 2007 en þang-
að fór hann frá HK í Kópavogi. Kol-
beinn á eitt ár eftir af samningi sín-
um við AZ Alkmaar og spurður út í
framhaldið sagði hann;
„AZ Alkmaar hefur ekkert rætt
við mig um framhald og ef liðið ætlar
ekki að framlengja við mig samning-
inn þá þarf ég að fara hugsa minn
gang. Það eru peningavandræði hjá
félaginu svo maður veit ekki hvað
verður. Kannski hefur þessi frammi-
staða mín í leiknum um helgina vak-
ið áhuga einhverra liða en ég er al-
veg rólegur. Ég ætla bara að klára
tímabilið með sóma og svo er úr-
slitakeppni Evrópumótsins með U21
ára liðinu sem verður mjög gaman
og spennandi að taka þátt í. Ég vona
bara að ég fái að spila sem mest áður
en að því móti kemur því ég ætla að
vera í toppformi í Danmörku,“ sagði
Kolbeinn, sem hafði ekki við að
svara fjölmiðlum í Hollandi og víðar
enda ekki á hverjum degi sem leik-
menn skora fimm mörk í efstu deild.
„Var hrikalega gaman“
Kolbeinn Sigþórsson fór hamförum með AZ Alkmaar Skoraði fimm mörk
Er langmarkahæstur hjá hollenska liðinu Íslendingarnir gerðu öll mörkin
Morgunblaðið/Eggert
Markheppinn Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði AZ Alkmaar og skoraði fimm mörk í 6:1 sigri liðsins.
Aron EinarGunnarsson
og félagar hans í
1. deildarliðinu
Coventry veittu
úrvalsdeildarliði
Birmingham
kröftuga mót-
spyrnu þegar lið-
in áttust við í
fjórðu umferð ensku bikarkeppn-
innar á St. Andrews, heimavelli
Birmingham. Coventry komst í 2:0
en það dugði ekki til því heimamenn
náðu að knýja fram 3:2 sigur og
skoraði gamla brýnið Kevin Phillips
sigurmarkið. Aron Einar lék allan
tímann á miðjunni.
Danski markvörðurinn AndersLindegaard lék sinn fyrsta leik
með aðalliði Manchester United í
sigrinum á Southampton. „Anders
stóð sig virkilega vel. Hann var ró-
legur og yfirvegaður og fór vel með
boltann,“ sagði Sir Alex Ferguson
eftir leikinn.
Utandeild-arliðið
Crawley Town
tryggði sér sæti í
fimmtu umferð
ensku bikar-
keppninnar með
sigri gegn To-
quay, 1:0. Allan
Tubbs skoraði
sigurmarkið. Crawley er fyrsta ut-
andeildarliðið sem kemst í 16-liða úr-
slit bikarkeppninnar í 17 ár og er
sjötta utandeildarliðið sem afrekar
þetta í bikarkeppninni frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar.
Robert Huth var hetja Stoke semhafði betur gegn Úlfunum, 1:0,
á útivelli í gær. Þýski miðvörðurinn
skoraði sigurmarkið með skalla tíu
mínútum fyrir leikslok eftir send-
ingu frá Matthew Ethrington. Úlf-
arnir fengu upplagt tækifæri til að
knýja fram annan leik. Liðið fékk
vítaspyrnu á lokamínútunni en Tom-
as Sörensen varði vítaspyrnu frá Ne-
nad Milijas. Eiður Smári Guðjohn-
sen var ekki í leikmannahópi Stoke.
Nígeríumað-urinn Vic-
tor Obinna var á
skotskónum fyrir
West Ham þegar
liðið hafði betur á
móti Nottingham
Forest, 3:2, en
liðin áttust við í
bikarkeppninni í
gær. Obinna skoraði öll þrjú mörk
Lundúnaliðsins sem mætir Burnley
á heimavelli í 16-liða úrslitunum.
Guðlaugur Victor Pálsson semsamdi við skoska úrvalsdeild-
arliðið Hibernian á föstudagskvöldið
fór beint inn í byrjunarliðið þegar
liðið mætti Dundee United í skosku
úrvalsdeildinni í gær. Guðlaugur lék
allan tímann en Hiberninan tapaði,
3:0, og hefur nú spilað tólf leiki í röð
án sigurs.
Fólk sport@mbl.is
Jóhannes Karl Guðjónsson og
samherjar hans í enska C-
deildarliðinu Huddersfield stóðu
svo sannarlega uppi í hárinu á
Arsenal þegar liðin áttust við í
fjórðu umferð ensku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu á Emirates
Stadium í gær. Arsenal marði sig-
ur, 2:1, og skoraði Cesc Fabregas,
fyrirliði Arsenal, sigurmarkið úr
vítaspyrnu þegar um tíu mínútur
voru til leiksloka en vítið var
dæmt eftir að brotið hafði verið á
Nicklas Bendt-
ner innan teigs.
Bendnter skor-
aði fyrra mark
Arsenal og kom
sínum mönnum
yfir en Alan Lee
jafnaði metin
fyrir Hudd-
ersfield með
skalla eftir
hornspyrnu.
Huddersfield lék manni fleiri í 50
mínútur en undir lok fyrri hálf-
leiksins var Sebastian Squillaci
rekinn af velli fyrir brot.
Jóhannes Karl átti góðan leik á
miðjunni. Hann átti margar góðar
sendingar á félaga sína og var
töluvert áberandi í leik liðsins,
einkum í seinni hálfleik.
„Við erum ánægðir að hafa ekki
þurft að spila annan leik því við
erum með í fjórum keppnum og
álagið því mikið. Fyrri hálfleik-
urinn var frekar leiðinlegur en sá
seinni var betri og ég verð að
hrósa Huddersfield fyrir góða
frammistöðu,“ sagði Cesc Fabre-
gas, fyrirliði Arsenal, eftir leikinn.
Manchester City komst í hann
krappan gegn C-deildarliðinu
Notts County en liðin skildu jöfn,
1:1, og jafnaði Bosníumaðurinn
Edin Dzeko metin fyrir City þegar
um tíu mínútur voru til leiksloka.
Notts County, undir stjórn Paul
Ince, er í 18. sæti C-deildarinnar.
gummih@mbl.is
Jóhannes og félagar stóðu sig vel
Huddersfield stóð vel í Arsenal á Emirates Stadium City komst í hann krappan
Cesc
Fabregas