Morgunblaðið - 31.01.2011, Qupperneq 8
Á VELLINUM
Skúli Sigurðsson
sport@mbl.is
Keflavík vann KR 79:75 í gærkvöld í
efri hluta Iceland Express-deildar
kvenna. Leikurinn var nokkuð jafn
allan tímann þó svo að heimastúlkur í
Bítlabænum virtust alltaf hafa frum-
kvæðið.
Sóknir liðanna voru kannski ekki
mikið fyrir augað en svæðisvörn
Keflavíkur var gríðarlega sterk og á
tímum nánast loftþétt gegn öllum til-
raunum KR.
Hálfleiksræða Hrafns Krist-
jánsson virtist hins vegar blása sjálfs-
trausti í KR en þó ekki nóg til að
landa sigri í þetta skipti. Keflavík-
urliðið spilaði nægilega vel að þessu
sinni en þó hafa þær spilað töluvert
betur. Akkilesarhæll þeirra er
kannski lítið framlag frá bekknum, en
aðeins fjórir leikmenn höfðu skorað
stig þegar fjórði leikhluti hófst.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari
Keflavíkur, var nokkuð sáttur með
kvöldið. „Stelpurnar stóðu sig vel í
kvöld, ég er ánægður með þetta. Bar-
áttan var gríðarlega góð í kvöld og ég
tel að það hafi gert útslagið. KR er
náttúrlega með frábært lið og þar eru
landsliðsmenn í öllum stöðum þannig
að það er kannski eðlilegt að við höf-
um ekki unnið stærri sigur. Við erum
búnar að spila illa síðustu leiki og höf-
um þurft að gyrða okkur í brók sem
við gerðum vel í kvöld,“ sagði Jón.
Margrét Kara Sturludóttir var allt
annað en sátt með ósigurinn og von-
brigðin leyndu sér ekki eftir leik.
„Nei, ég er sko ekki sátt með þetta.
Vörnin var ekki nógu sterk og við
gerðum ekki það sem þjálfarinn setti
upp fyrir okkur. Það er ekki gaman
að byrja A-riðlilinn svona. Við feng-
um á okkur svæðisvörn sem við vor-
um í vandræðum með í byrjun. En við
ætlum alla leið,“ sagði Kara eftir leik.
Enn vinnur Hamar
Hamar úr Hveragerði heldur
áfram sigurgöngu sinni og í gær vann
liðið Hauka, 71:62, og var það óvenju
lítill sigur miðað við stöðu liðanna en
Haukar eru í fjórða og neðsta sæti A-
riðilsins.
Hamar hafði alltaf undirtökin þó
og var 35:29 yfir í hálfleik. Stigahæst
hjá Hamri var Skavuca Dimovska
með 18 stig og Kristrún Sigurjóns-
dóttir var með 17 en hjá Haukum var
Kathleen Snodgress stigahæst með
25 stig.
Mjótt á munum í Hólminum
Snæfell, sem er í efsta sæti B-
riðils, rétt marði sigur á bar-
áttuglöðum Grafarvogskonum, 76:72,
og munaði þar mestu um slakan
fyrsta leikhluta Fjölnis en þann hluta
vann Snæfell, 23:14. Berglind Gunn-
arsdóttir gerði 23 stig fyrir Snæfell
en Natasha Harris var með 37 fyrir
Fjölni.
Í hinum leiknum í neðri riðli vann
Njarðvík granna sína úr Grindavík
70:65 eftir að Grindavík hafði unnið
fyrsta leikhluta 22:16. Shayla Fields
gerði 23 stig fyrir Njarðvík og Julia
Demirer 22 en Helga Hallgrímsdóttir
var stigahæst hjá Grindavík með 21
stig.
Góð barátta
gerði útslagið
Morgunblaðið/Skúli
Barátta Pálína Guðlaugsdóttir með boltann í leiknum gegn KR í gærkvöld.
Keflavík náði að leggja KR-inga
Hamar heldur sigurgöngunni áfram
Á VELLINUM
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Belgíska stúlkan Kim Clijsters og
Serbinn Novak Djokovic sigruðu í
einliðaleik á Opna ástralska mótinu í
tennis um helgina. Clijsters lagði Li
Na frá Kína í úrslitaleik og Djokovic
hafði betur á móti Bretanum Andy
Murray í karlaflokki.
Það leit nú ekkert allt of vel út fyr-
ir þá belgísku í upphafi leiksins við
Li því sú kínverska, sem hefur verið
á mikilli siglingu upp á síðkastið, fór
á kostum. „Hún spilaði miklu betur
en ég í upphafi leiksins og trúlega
hefur hún aldrei leikið betur á móti
mér. Uppgjafirnar voru fastar og
hnitmiðaðar, móttakan betri en hjá
mér og hún gerði bara allt rosalega
vel,“ sagði Clijsters eftir sigurinn,
en hún hafði betur 2-6, 6-3 og 6-3.
Sú belgíska sagðist hafa tekið sig
á og reynt að halda í við Li í fyrsta
settinu og það hafi gengið. „Ég verð
líka að hrósa áhorfendum – þeir
voru frábærir. Ég hef komið á þetta
mót í fjölda ára og mér hefur alltaf
liðið vel að spila hérna. Núna geta
þeir kallað mig Aussie Kim þar sem
ég náði loks að sigra hérna,“ sagði
Clijsters, í sjöunda himni með sig-
urinn.
Li Na tók ósigrinum ágætlega.
„Mér fannst ég spila mjög vel, en
hún spilaði einfaldlega betur en ég
að þessu sinni,“ sagði Li sem sagð-
ist núna ætla að fara heim og vera
með fjölskyldunni um áramótin, en
kínversku áramótin eru innan tíðar.
Þetta er í fyrsta sinn sem Clijsters
sigrar í þessu móti en í fjórða sinn
sem hún sigrar á einu af fjórum
stóru mótunum. Hinir þrír sigrarnir
voru allir á Opna bandaríska, fyrst
árið 2005, síðan 2009 og aftur í fyrra.
Þetta var í áttunda sinn sem hún lék
til úrslita á stórmóti og náði að laga
tölfræðina því hún tapaði fyrstu fjór-
um úrslitaleikjum sínum en hefur nú
sigrað í fjórum í röð.
Clijsters fer við þetta í annað sæt-
ið á heimslistanum og hefur ekki
komist svo hátt eftir að hún hóf sinn
„annan feril“ ef svo má segja. Hún
hætti nefnilega um tíma en byrjaði
aftur af fullum krafti fyrir tveimur
árum. Orðrómur hefur verið uppi
um að hún sé að hugsa um að hætta
keppni. „Ég á frekar von á að þetta
verði síðasta fulla tímabilið mitt,“
sagði hin 27 ára gamla tennisstjarna.
„Þegar ég byrjaði aftur var mark-
miðið að komast á Ólympíuleikana í
London, en ég átti ekki von á að mér
gengi svona vel á þetta stuttum
tíma,“ sagði Clijsters.
Djokovic var sterkari í úrslita-
leiknum og tókst að endurheimta tit-
ilinn en hann sigraði í þessu móti ár-
ið 2008. Þetta var hins vegar þriðja
tap Murrays í úrslitaleik á risamóti
og það ætlar að ganga erfiðlega hjá
þeim breska að verða fyrsti Bretinn
til að sigra á risamóti síðan Fred
Petty gerði það árið 1936.
„Novak var ótrúlega sterkur og
öruggur í dag og hefur spilað frá-
bærlega. Vonandi fæ ég annað tæki-
færi fljótlega til að krækja í sigur á
risamóti,“ sagði Murray vonsvikinn
eftir leikinn.
Fjórði risasigur Clijsters
Stefnir á Ólympíuleikana í London og á von á að hætta í kjölfarið Djokovic
endurheimti titilinn í Ástralíu Murray verður enn að bíða eftir sigri á risamóti
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Keflavík – KR 79:75
Toyota-höllin, Iceland Express-deild
kvenna, 30. janúar 2011.
Gangur leiksins: 4:5, 6:10, 10:17, 21:20,
26:23, 34:25, 35:27, 45:34, 47:42, 49:44,
58:50, 63:54, 65:56, 70:62, 73:67, 79:75.
Keflavík: Jacquline Adamshick 34/15 frá-
köst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/5
fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/12
fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Pál-
ína Gunnlaugsdóttir 9/6 fráköst, Hrund Jó-
hannsdóttir 2/4 fráköst, Ingibjörg Jakobs-
dóttir 2.
Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn
KR: Margrét Kara Sturludóttir 21/5 frá-
köst, Chazny Paige Morris 19/9 fráköst,
Hildur Sigurðardóttir 11/9 fráköst, Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 9/4 fráköst, Signý
Hermannsdóttir 7/6 fráköst, Helga Einars-
dóttir 4/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir
4/4 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert
Þór Aðalsteinsson.
Hamar – Haukar 71:62
Hveragerði:
Gangur leiksins: 2:2, 11:7, 16:11, 21:19,
25:21, 27:23, 35:26, 38:29, 41:32, 44:35,
46:37, 49:41, 54:46, 62:50, 64:53, 71:62.
Hamar: Slavica Dimovska 18/5 fráköst/5
stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir
17, Jaleesa Butler 15/15 fráköst, Guðbjörg
Sverrisdóttir 10/6 fráköst, Íris Ásgeirsdótt-
ir 8/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdótt-
ir 3/7 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn
Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 25/6
fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 frá-
köst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét
Brynjarsdóttir 8/9 fráköst, Íris Sverris-
dóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 4/5 frá-
köst, Þórunn Bjarnadóttir 3, Dagbjört
Samúelsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundar-
dóttir 2, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 2.
Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.
Staðan í A-riðli:
Hamar 15 15 0 1216:1001 30
Keflavík 15 12 3 1241:974 24
KR 15 9 6 1056:973 18
Haukar 15 6 9 961:1002 12
Snæfell – Fjölnir 76:72
Stykkishólmi.
Gangur leiksins: 2:0, 12:7, 18:14, 23:14,
30:14, 30:21, 34:30, 36:30, 42:36, 46:43,
55:46, 61:51, 66:60, 76:72.
Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 25/4 frá-
köst, Laura Audere 22/9 fráköst, Sara
Mjöll Magnúsdóttir 11/5 fráköst, Alda Leif
Jónsdóttir 9/5 fráköst, Helga Hjördís
Björgvinsdóttir 3/9 fráköst, Hildur Björg
Kjartansdóttir 2/7 fráköst, Björg Guðrún
Einarsdóttir 2/1 frákast, Ellen Alfa Högna-
dóttir 2/1 frákast.
Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.
Fjölnir: Natasha Harris 37/6 fráköst, Birna
Eiríksdóttir 14/5 fráköst, Inga Buzoka 10/
13 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir
8/3 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/3 frá-
köst, Erla Sif Kristinsdóttir ¼ fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
Njarðvík – Grindavík 70:65
Njarðvík.
Gangur leiksins: 0:2, 6:6, 12:9, 16:15, 22:19,
27:21, 30:30, 38:37, 44:39, 48:41, 52:44,
61:52, 67:60, 70:65.
Njarðvík: Shayla Fields 23/7 fráköst, Julia
Demirer 22/8 fráköst, Ína María Einars-
dóttir 9/1 frákast, Dita Liepkalne 6/18 frá-
köst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4/1 frákast,
Ólöf Helga Pálsdóttir 2/3 fráköst, Anna
María Ævarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir
2.
Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík: Helga Hallgrímsdóttir 21/9 frá-
köst, Agnija Reke 16/7 fráköst, Berglind
Anna Magnúsdóttir 10/7 fráköst, Cristal
Ann Boyd 7/3 fráköst, Heiða B. Valdimars-
dóttir 6/7 fráköst, Alexandra Marý Hauks-
dóttir 2, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2/2
fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.
Staðan í B-riðli:
Snæfell 15 7 8 934:1101 14
Njarðvík 15 5 10 1066:1119 10
Grindavík 15 3 12 905:1020 6
Fjölnir 15 3 12 936:1185 6
KÖRFUBOLTI
SA Jötnar og Björninn léku á laugardagskvöld á Ís-
landsmótinu í íshokkíi. Leikurinn fór fram á Akureyri
og lauk með sigri SA Jötna sem gerðu sjö mörk gegn
þremur mörkum Bjarnarins.
Um síðustu helgi léku sömu lið tvisvar sinnum á
heimavelli Bjarnarins og þá fóru Jötnar heim með öll
stigin og höfðu í leiðinni sætaskipti við Björninn í deild-
inni. Eftir leikinn hafa SA Jötnar 16 stig en Bjarn-
armenn 11.
Leikurinn var í ágætis jafnvægi í fyrstu lotu en á inn-
an við mínútu kafla um miðja lotu náðu Jötnar tveggja
marka forystu með mörkum frá Jóhanni Leifssyni og Jóni
B Gíslasyni. Vilhelm Már Bjarnason, fyrirliði Bjarn-
armanna, minnkaði muninn í eitt mark skömmu síðar og
staðan eftir fyrstu lotu því 2:1.
Bjarnarmenn pirraðir
Fjögur mörk voru skoruð í annarri lotu, Jötnar áttu
þrjú þeirra en Bjarnarmenn eitt. Fyrsta markið gerði
Birgir Þorsteinsson fyrir Jötna en þetta er jafnframt
fyrsta markið hans í meistaraflokki. Staðan því 5:2 fyrir
Jötna í lotulok. Síðustu lotunni lauk 2:1 fyrir Jötnum en í
henni voru Bjarnarmenn orðnir nokkuð pirraðir og því þaul-
setnir í refsiboxinu.
Mörk/stoðsendingar SA Jötnar: Jón B Gíslason 2/0, Andri
Mikaelsson 2/0, Birgir Þorsteinsson 1/0, Birgir Sveinsson 1/0,
Jóhann Leifsson 1/0, Pétur Sigurðsson 0/1, Helgi Gunn-
laugsson 0/1, Ingvar Jónsson 0/1, Ingólfur Elíasson 0/1
Brottrekstrar SA Jötnar: 22 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Björninn: Vilhelm Már Bjarnason 1/0,
Trausti Bergmann 1/0, Brynjar Bergmann 1/0, Óli Þór Gunn-
arsson 0/1, Úlfar Jón Andrésson 0/1, Andri Helgason 0/1.
Refsingar Björninn: 78 mínútur.
Jötnarnir höfðu betur gegn Birninum